Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
HK
1
0
Leiknir F.
Ásgeir Marteinsson '69 1-0
29.07.2017  -  14:00
Kórinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Toppaðstæður spilað í Kórnum
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 120
Maður leiksins: Ásgeir Marteinsson ( HK )
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
3. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson (f)
8. Viktor Helgi Benediktsson
9. Brynjar Jónasson ('83)
10. Ásgeir Marteinsson
14. Grétar Snær Gunnarsson
18. Hákon Þór Sófusson ('64)

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
8. Ingimar Elí Hlynsson ('83)
11. Axel Sigurðarson ('64)
17. Andi Andri Morina
19. Arian Ari Morina
24. Stefán Bjarni Hjaltested
29. Reynir Már Sveinsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Oddur Hólm Haraldsson
Gunnþór Hermannsson
Pétur Pétursson
Matthías Ragnarsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Axel Sigurðarson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dómarinn er búinn að flauta leikinn af .

Mjög sannfærandi sigur hjá HK þó svo að leikurinn hafi einungis farið 1-0 þeir sköpuðu sér haug af færum og áttu að vera búnir að skora fyrr í leiknum . Leiknis menn fá samt mikið lof fyrir flottar skyndisóknir en þeir náðu ekki ógna nógu mikið .
90. mín Gult spjald: Darius Jankauskas (Leiknir F.)
Hvað er Darius að gera ? Fer með sólann beint i magann á Viktori þetta gat verið rautt . Algjört svekkelsis brot þarna og hann er búinn að missa hausinn
90. mín
Allt að sjóða upp úr hérna eftir bro Arkadiusz sem er á gulu spjaldi Darius labbar í átt að Grétari SNæ sem liggur í grasinu og nuddar aðeins i hann . En hlutirnir fljótir að róast Arkadiusz stálheppinn að fá ekki seinna gula þarna
90. mín
Darius með hættulega aukaspyrnu inná teig en Arnar Freyr sem hefur haft lítið að gera í markinu grípur boltann .
87. mín
Horn frá Ásgeiri og Viktor með skalla yfr hljómar þetta kunnulega ?
86. mín Gult spjald: Arkadiusz Jan Grzelak (Leiknir F.)
Þetta var ljótt alltof seinn þarna í Birkir og verðskuldar gult spjald
83. mín
Inn:Ingimar Elí Hlynsson (HK) Út:Brynjar Jónasson (HK)
Brynjar búinn að vera góður í dag
82. mín
8 mínútur plús uppbót eftir ná Leiknir að jafna eða drepa HK leikinn !
79. mín
Ef að knattspyrna værie ingöngu hornspyrnur þá mydni HK aldrei skora í leik . En og aftur hornspyrna sem Ásgeir tekur og Guðmundur Þór skallar boltann yfir markið.
78. mín
Sturluð staðreynd að úr 700 manna bæjarfélagi eru 8 uppaldir leikmenn Leiknis búnir að spila mínútur í dag !
76. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.) Út:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Þriðja og seinasta skipting gestanna
75. mín
HK ógna áfram Hörður Ingi kemst í ágætis færi en hittir boltann hrikalega og hann rúllar í hendurnar á Roberti
72. mín Gult spjald: Axel Sigurðarson (HK)
Fryrsta spjald leiksins fyrir brot
70. mín
Bjarni Gunnarsson með skot en Robert ver ! Hann er búinn að hafa nóg að gera í dag í markinu
69. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (HK)
Stoðsending: Birkir Valur Jónsson
Það hlaut að koma að því og hver annar en Ásgeir Marteinsson sá er búin að vera öflugur í dag ! Hann tekur boltann í fyrsta á lofti og hamrar hann í netið eftir fyrirgjöf 1-0 HK !
68. mín
Inn:Almar Daði Jónsson (Leiknir F.) Út:Kristófer Páll Viðarsson (Leiknir F.)
66. mín
ÞVÍLIK VARSLA ! Ásgeir Marteinsson keyrir hér einn á einn á varnarmann Leiknis og það getur bara endað á einn veg Ásgeir fer auðveldlega framhjá honum og er kominn einn á móti Robert sem að ver þetta stórkostlega.
64. mín
Inn:Axel Sigurðarson (HK) Út:Hákon Þór Sófusson (HK)
Fyrsta skipting heimamanna Hákon ekki alveg fundið sig í dag
63. mín
Leiknir vilja víti ! Fá hér hornspyrnu og Javier Angel á skot sem virðist fara í höndina á varnarmanni HK en ekkert er dæmt boltinn fellur fyrir Arkadiusz en hann er ekki í jafnvægi og skýtur framhjá ! Stórhættuleg hornspyrna hjá gestunum
61. mín
Inn:Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.) Út:Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Fyrsta skipting Gestanna Björgvin fer hér meiddur af velli
59. mín
DAUÐAFÆRI !!!! Hörður Ingi gefur boltann fyrir markið en Robert skutlar sér og slær í boltann beint fyrir fætur Brynjars Jónssonar en hann skýtur yfir á markteig !
58. mín
Birkir Valur með skot himinhátt yfir markið HK eru mun líklegri en ef þeir skora ekki þá geta Leiknis menn vel refsað með hröðum skyndisóknum
55. mín
Brynjar Jónsson með fast skot af lngu færi sem að Robert vera virkilega vel í markinu .
54. mín
Mikill darraðardans í teig gestanna Bjarni Gunnarsson tekur boltann niður í teignum og þeir eru 5 í kringum hann en enginn setur á hann pressu Bjarni nær hinsvegar ekki að athafna sig og þetta rennur út í sandinn.
50. mín
Svo nálagt ! Langur bolti innfyrir vörn gestanna á Brynjar Jónasson sem tekur skotið í fyrsta utarlega í hægri teignum í fjærhornið en skot hans fer framhjá markinu.
49. mín
Grétar snær með sendingu inná teiginn þar sem Bjarni Gunnarsson á skalla framhjá hef sjaldan séð jafnmörg skallafær í leik
47. mín
ÁSgeir Marteins með aukaspyrnu sem að Robert grípur vel í markinu
46. mín
Fyrsta færið í síðari hálfleik er Leiknis manna ! Langt innkast inná teig þeir flikka boltanum áfram þar sem Kristinn Snjólfsson nær skotinu en yfir markið fer boltinn.
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað og samkvæmt reglum þá byrjar Leikir með hann í síðari
45. mín
Hálfleikur
Þa er kominn hálfleikur í leik þar sem að HK hefur haft öll völd á vellinum og verða nýta færin sín betur . Leiknis menn hafa náð 2-3 ágætis skyndisóknum en ekki meira en það .

Ég ætla æfa mig í enskunni og spjalla við Gregg Ryder sjáumst í seinni
44. mín
Gregg Ryder þjálfari Þróttar er mættur í stúkuna ásamt þó nokkrum leikmönnum annara liða í Inkasso deildinni til að fylgjast með og leikgreina andstæðinga sína.
43. mín
Sama formúla Ásgeir með horn og Guðmundur Þór með skalla yfir markið
40. mín
Brynjar Jónasson með gott skot eftir jörðinni sem að Robert á í smá vandræðum með en handsamar hann að lokum
39. mín
Leiknis menn við það að komast í dauðafæri komust í góða 2 á 2 stöðu en sendinginn frá Kristófer innfyrir á Kristinn var ekki nóg góð
34. mín
Dauðafæri ! Bjarni Gunnarsson á að skora þarna frábær fyrirgjöf frá Herði Inga og Bjarni er einn á auðum sjó en skallar boltann yfir markið ! Það liggur mark í loftinu hjá heimamönnum.
33. mín
Smá tungumála örðuleikar hjá Leikni Javier reynir að biðja Björgvin Stefán um boltann úr innkasti en Bjöggi virðist ekki heyra í honum þá kallar Javier "Excuse me excuse me "
31. mín
Brynjar Jónasson með skallan yfir markið eftir hornspyrnuna
30. mín
Frábært spil hjá HK halda boltanum vel og færa á milli kannta Birkir Valur laumar boltanum innfyrir áSkrokkinn Bjarna Gunnars sem að hristir af sér varnarmann og á gott skot sem RObert ver í horn
26. mín
HK stjórna öllu hérna fyrstu 25 mínúturnar núna á Hörður Ingi góða sendingu inná teig þar sem Hákon Þór skallar boltann en hittir boltann illa og hann rúllar framhjá
23. mín
Líf í sóknarleik Leiknis F . Björgvin Stefán og Kristófer Páll spila skemmtilega saman á vinstri kantinum áður en Björgvin setur hann fyrir en HK hreinsa í horn
22. mín
Leiknir bjarga nánast á línu ! Viktor helgi með flottan skalla eftir hornspyrnu en Leiknis menn komast fyrir hann
19. mín
Ásgeir Marteinsson með enn eitt skotið sem að fer framhjá markinu mikill kraftur í honum og hann er að gera sig líklegan.
17. mín
Það er gaman að horfa á HK spila þeir leggja upp með mikla pressu og Leiknis menn eiga í vandræðum með það .
16. mín
Ásgeir Marteinsson með bylmingsskot sem að fer yfir markið .
12. mín
Óþolandi við að spila innandyra boltinn fer hér upp í loftið og dómarinn dæmir innkast
10. mín
Dauðafæri ! HK fá hornspyrnu sem að Ásgeir tekur spyrnan er góð og þeir eru fyrstir á boltann í teignum boltinn endar hjá Guðmundi Þór sem að tekur hann aftur fyrir sig en skot hans fer yfir
8. mín
HK eru að spila 4-3-3 með Ásgeir og Hákon á köntunum

Leiknir F sýnist mér vera spila 5-3-2 með Kristinn Justiniano og Kristófer Pál fremsta
5. mín
HK byrja af meiri krafti og sækja mikið upp hægri kantinn og uppskera horn
3. mín
Fyrsta skot leiksins og það á Grétar Snær fyrir utan teig en hann hitti boltann ekki nógu vel og skotið fer framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
KICK OFF ! Það eru heimamenn sem að byrja með boltann vonandi fáum við skemmtilegan leik !
Fyrir leik
Hvar eru stuðningsmennirnir ? það eru 11 manns mættir í stúkuna og 5 mínútur í leik !
Fyrir leik
Sturlun Sæþór Ívan Viðarsson  sem situr á varamannabekk Leiknis F er fæddur árið 2001 hann er 16 ára !
Fyrir leik
Fyrstu stuðningsmenn liðanna eru mættir í stúkuna 40 mínútum fyrir leik og það er 3 grjótharðir stuðningsmenn Leiknir F vel gert !
Fyrir leik
Emmsjé Gauti og Hnetusmjörið eru mættir í græjurnar og Þetta má Þetta má Þetta má ómar um höllinna það á greinilega að gíra menn vel upp fyrir leik !
Fyrir leik
Þetta hlýtur að jarða við brot á lögum að spila þennan leik inn í kórnum þegar svona geggjað veður er úti !

Það er meira að segja kaldara inn í Kórnum en úti , þeir sem hafa spilað fótbolta í innanhús höllum skilja hvað ég á við og tengja .

Aðstæður eru hinsvegar eins góðar og þær verða í Kórnum
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar

Jói Kalli stillir upp sama HK liði sem að vann góðan sigur á Leiknir í seinustu umferð 2-1 á útivelli

Leiknir F gerir hinsvegar tvær breytingar frá 4-2 tapi á heimavelli gegn Keflavík inn koma þeir Arkadiusz Jan og Kristófer Páll í stað Povilas og Unnar Ara . Það vekur athygli að það eru einungis fimm varamenn á bekk Leiknis og enginn varamarkmaður
Fyrir leik
Leiknir F. þeir eru rosalega mikið óskrifað blað . Það er erfitt að fá menn austur og lið þaðan eiga oft erfitt í efri deildum. Ég vona samt að Leiknir F. nái að finna stöðuleika og gera sig að inkasso liði það yrði skemmtilegt og sterkt fyrir austurlandið,
Fyrir leik
Bjarni Gunnarsson virðist vera finna taktinn á ný eftir brösuga byrjun með HK . Þessi skrokkur er í allt öðrum styrkleika en flestar varnir í Inkasso deildinni og hann hefur verið duglegur að nota hraða sinn og styrk í að skapa sér færi , ég mun ekki missa hökuna í gólfið ef að Bjarni skorar í dag
Fyrir leik
HK hefur verið spila vel og eru búnir að taka 9 af síðustu 12 mögulegum stigum sem að hefur lyft þeim upp í 8 sæti tíu stigum frá fallsæti.

Leiknir F. sitja í 12 og neðsta sæti deildarinnar og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall þeirra. Þeir hafa einungis sigrað 2 leiki eru með 7 stig og -20 í markatölu
Fyrir leik
Verið velkominn í beina textalýsingu frá leik HK og Leiknir F í Inkasso ástríðunni
Byrjunarlið:
1. Robert Winogrodzki (m)
4. Javier Angel Del Cueto Chocano
5. Vitaly Barinov
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('76)
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
9. Björgvin Stefán Pétursson ('61)
10. Kristinn Justiniano Snjólfsson
15. Kristófer Páll Viðarsson ('68)
18. Valdimar Ingi Jónsson
18. Jesus Guerrero Suarez
21. Darius Jankauskas

Varamenn:
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('61)
5. Almar Daði Jónsson ('68)
11. Sæþór Ívan Viðarsson
23. Sólmundur Aron Björgólfsson
23. Dagur Ingi Valsson ('76)

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Ellert Ingi Hafsteinsson
Jens Ingvarsson
Magnús Björn Ásgrímsson

Gul spjöld:
Arkadiusz Jan Grzelak ('86)
Darius Jankauskas ('90)

Rauð spjöld: