Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
FH
0
1
Maribor
0-1 Marcos Tavares '92
02.08.2017  -  18:30
Maribor vann fyrri leikinn 1-0
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Aðstæður: 10/10 - Sól og blíða og völlurinn þrusuflottur
Dómari: Peter Kralovic (Slóvakía)
Maður leiksins: Pétur Viðarsson - FH
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson ('89)
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('73)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
6. Robbie Crawford ('73)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson
22. Halldór Orri Björnsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('89)

Liðsstjórn:
Bjarni Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Kassim Doumbia ('57)
Davíð Þór Viðarsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þannig fór um sjóferð þá. Góð barátta hjá FH en liðið skapaði sér varla almennilegt færi allan leikinn og nýtti föstu leikatriðin ekki nægilega vel.

En FH er ekki úr leik í Evrópukeppnum. Liðið fer núna í tveggja leikja umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Meðal mögulegra mótherja er enska úrvalsdeildarfélagið Everton.

Þakka fyrir huggulega samfylgd í kvöld. Viðtöl og skýrsla eru á leiðinni.
93. mín
Smá pirringur á þessum lokasekúndum kvöldsins. Keppnismenn á ferð.
92. mín MARK!
Marcos Tavares (Maribor)
Maribor er á leið áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

FH-ingar lögðu allt í sóknina og fengu mark í andlitið. Brasilíumaðurinn Tavares sem skoraði einnig í fyrri leiknum slapp einn á móti Gunnari, alveg frá miðlínu.

Hann er sannur markaskorari og nýtti sér það.
91. mín
Fjórar mínútur að minnsta kosti í uppbótartíma.
90. mín
FH-ingar rembast eins og rjúpan við staurinn að reyna að skapa sér færi en það er litlu að skila. Lokamínúta í hefðbundnum leiktíma.
89. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (FH) Út:Bergsveinn Ólafsson (FH)
88. mín
Lennon með fyrirgjöfina úr aukaspyrnu en Maribor bjargar. Annað fast leikatriði sem fer í vaskinn.
87. mín
Böddi krækir í aukaspyrnu á fínum stað, við vítateigsendann. Lennon er að fara að senda boltann fyrir. Koma svo!
85. mín
Maribor líklegir núna. Skot sem Gunnar Nielsen nær að verja.
84. mín
Zahovic með hælspyrnuskot sem Gunnar Nielsen náði að verja af öryggi.
83. mín
Inn:Dino Hotic (Maribor) Út:Valon Ahmedi (Maribor)
82. mín
MARIBOR FÆR LANGBESTU FÆRI LEIKSINS Í SÖMU SÓKNINNI!!! Fyrst skalli í stöngina og út, boltinn dettur út á leikmann sem kemur á ferðinni og á skot en Pétur Viðarsson bjargar með því að kasta sér fyrir boltann!!! Góð fórn. Pétur átt frábæran leik.
81. mín
Spurning hvort við fáum ekki Halldór Orra Björnsson inná. Þó hann hafi ekki átt gott tímabil þá er hann "Jóker" sem gæti skapað mark. FH verður að reyna eitthvað.
80. mín
Böddi löpp fellur í teignum og einhverjir kalla eftir víti... en varnarmaður Maribor fór í boltann.
77. mín
Inn:Gregor Bajde (Maribor) Út:Damjan Bohar (Maribor)
76. mín
Slök spyrna frá Lennon, beint á Jasmin.

FH heldur áfram að fara ekki nægilega vel með föstu leikatriðin.
75. mín
Brotið á Atla Guðna rétt fyrir utan teiginn! FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað aðeins til hægri við vítateigsbogann.
73. mín
Inn:Robbie Crawford (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Lennon nálægt því að komast í skotfæri en á síðustu stundu bjargar Maribor.

Skipting þá hjá FH.
72. mín
Tavares með hörkuskot fyrir utan teig en fer beint á Gunnar sem nær að grípa boltann, ansi vel gert.
70. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fyrir brot á miðjum vallarhelmingi Maribor.
67. mín
Nánast öll skotin í þessum leik hafa verið af löngu færi og verið hátt yfir... Atli Guðna með eitt slíkt núna.
63. mín
Búin að vera flott barátta hjá FH og nánast ekki neitt um opin færi í leiknum... en nú verða Íslandsmeistararnir að fara að taka einhverja áhættu. 0-0 gefur þeim ekkert. Liðið verður að leita leiða til að skapa almennileg færi gegn þessu öfluga liði frá Slóveníu.
61. mín
Miðin ekki vel stillt hjá mönnum. Í flottu lagi í þessu tilfelli. Enn eitt skotið sem fer hátt yfir markið, frá Maribor að þessu sinni.
57. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)
Klaufalegt brot og Maribor á aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
56. mín
Pirraður Marwan Kabha lætur vaða af löngu færi en hátt yfir markið.
54. mín
Hitti á vellinum eftir að Maribor leikmaður liggur eftir, einhverjar kýtingar á milli manna en dómarinn leysir úr þessari flækju án þess að þurfa að lyfta spjöldum.
52. mín
Lennon að skapa smá usla í teig Maribor og á sendingu sem fer í höfuðið á leikmanni Maribor, einhverjir kalla eftir hendi úr stúkunni en það var aldrei uppi á teningnum.
50. mín Gult spjald: Blaz Vrhovec (Maribor)
FH fékk aukaspyrnu nokkuð langt frá marki en Kristján Flóki ákvað að láta vaða bara. Vel yfir markið.
49. mín
Slóvenski lýsandinn heldur áfram í fréttamannastúkunni. Hann er mjög rólegur í tíðinni og yfirvegaður. Talar hratt en er ekkert að æsa sig. Svona ef einhver hefur áhuga á að vita það.

Jæja, í þessum skrifuðu orðum átti Maribor hornspyrnu sem endaði með skoti frá Bohar hátt og vel yfir markið.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Eins og reglur kveða á um fékk Maribor að byrja þennan seinni hálfleik.
Ferðamálaráð Slóveníu enn að störfum.
45. mín
Eitt af því sem FH þarf að gera betur í seinni hálfleik er að nýta föstu leikatriðin betur. Þar geta þeir klárlega meira.
45. mín
FH-ingar sýna það vel í samskiptum við fjölmiðla að hér er stórveldi á ferð. Allt til alls í fréttamannastúkunni að vanda. Jæja, hendum okkur í einn kaffibolla fyrir seinni hálfleikinn.
45. mín
Slóvenar bera mikla virðingu fyrir reykingum og kollegar mínir úr fréttamannastétt Slóveníu eru mættir út á svalir að kveikja í blysum.
45. mín
Hálfleikur
Lífið er lotterí og FH tekur þátt í því...

Möguleikarnir svo sannarlega til staðar fyrir seinni hálfleikinn. FH sýnt flotta baráttu og ágætis spretti sóknarlega en herslumuninn hefur vantað til að skapa sér opin færi.

Spennandi seinni hálfleikur framundan.
44. mín
Dugnaður Kristjáns Flóka í fyrri hálfleiknum hefur heillað mig. Er með bullandi sjálfstraust og sýnir Maribor enga miskunn. Hrikalega duglegur að vinna til baka.
Enn um Slóveníu. Matti, okkar maður, er mikill Lubljana maður en er ekki hrifinn af dýragörðum.
42. mín
FH fær aukaspyrnu á svona 5 metrum frá vítateigsboganum. Lennon og Davíð Þór standa við knöttinn... Lennon lætur vaða en spyrnan afspyrnuslök. Rosalega hátt yfir.
Slóvenía heldur áfram að fá meðmæli.
39. mín
Fyrirgjöf sem Gunnar Nielsen nær að handsama.
38. mín Gult spjald: Mitja Viler (Maribor)
Fyrir almenn leiðindi og tuð. Stuðningsmenn FH fagna.
35. mín
Þórarinn Ingi með fyrirgjöf sem Jasmin handsamar.
34. mín
Atli Guðna með skalla en beint á Jasmin í marki Maribor. Ekki mikil hætta á ferðum.

Fyrst mótherjinn er frá Slóveníu þá verð ég að nota tækifærið og mæla með því að fólk heimsæki Lubljana, höfuðborg landsins, ef það hefur kost á því. Afskaplega falleg og skemmtileg borg.
31. mín
Hörkubarátta í FH-ingunum og miðjumennirnir Davíð Þór og Emil Páls verið mjög kraftmiklir.
26. mín
Smá darraðadans í teignum. Kristján Flóki með skalla en algjörlega kraftlaus.
22. mín
FH gerir tilkall til vítaspyrnu!!! Atli Guðnason fellur í teignum eftir baráttu við varnarmann. Þetta lyktaði aðeins... hefði samt verið rosalega strangt að flauta. Verður að viðurkennast.

Boltinn fellur síðan til Emils Pálssonar sem á flotta skottilraun en yfir markið.
19. mín
Luka Zahovic nær að komast framhjá tveimur FH-ingum við vítateigsendann en hitti boltann herfilega... hátt yfir markið.
16. mín
MARIBOR Í HÖRKUFÆRI! Fyrirgjöf sem rataði á Brassann stórhættulega Tavares og hann skallaði á markið. Náði ekki miklum krafti í skallann og Gunnar Nielsen tók boltann í fangið af öryggi.
14. mín
Fjörugur leikur hér í byrjun og nokkuð opinn. Liðin skiptast á að sækja.
13. mín
FH nær ekki að nýta sér það að varnarmaður Maribor rann og tapaði boltanum. Kristján Flóki í baráttu við annan leikmann Maribor en boltinn af Flóka og í markspyrnu.
11. mín
Þórarinn Ingi með fyrirgjöf sem er skölluð frá. Líf í FH-ingum við vítateig Maribor þessar mínútur.
10. mín
Pétur Viðarsson vinnur boltann á frábæran hátt á miðjunni, Davíð Þór sendir á vinstri vænginn þar sem Böddi löpp er mættur en á vonda fyrirgjöf sem fer afturfyrir. Illa farið með góðan fyrirgjafarmöguleika.
7. mín
Maribor með flott spil en FH-ingar þvinga þá í skot af löngu færi. Vrhovec lét vaða en framhjá. Gunnar Nielsen var með þennan bolta öruggan ef hann hefði farið á rammann.
4. mín
Stuðningsmenn FH láta vel í sér heyra hér í upphafi. Ekki veitir af stuðningnum. Og FH fer af stað í leiknum af ákveðni.
3. mín
Atli Guðnason með fyrirgjöf sem flýgur ekki mjög langt frá fjærstönginni. Fyrirgjöf sem reyndist í raun skottilraun!
2. mín
Slóvenski lýsandinn er hér rétt við hlið mér. Hressandi að hafa hann í eyrunum allan leikinn (kaldhæðni).
1. mín
Leikur hafinn
FH-ingar hófu leik. Þeir sækja í átt að Reykjavík í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Jæja þá er komið að þessu!!! Meistaradeildarstefið (eitt best heppnaðasta stef sögunnar (og þá er ég ekki bara að tala um fótbolta)) er spilað og liðin ganga inn á völlinn.

FH-ingar eru alhvítir í dag. Hvítar treyjur, hvítar buxur og hvítir sokkar.

Maribor-menn eru fjólubláir í Fiorentina stíl.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp. Jón Rúnar Halldórsson er úti á velli að heilsa upp á menn í upphitun. Gefur Heimi Guðjóns og Kassim faðmlög. Kóngurinn í Krikanum. Deilir enginn um það!
Fyrir leik
Anton Ingi Leifsson vallarþulur og fjölmiðlafulltrúi greinilega orðinn peppaður fyrir verslunarmannahelgina. Er búinn að henda hinu sígilda lagi "Myndir" með Skítamóral á fóninn. Það er sól og blíða í Krikanum. Hann skartar sínu fegursta.
Fyrir leik
Spámennirnir í fréttamannastúkunni eru alltaf vinsælir. Prins og kók í boði:

Ingvi Þór Sæmundsson, 365: Raunhæf spá: 2-0 Maribor. Vonarspá: 1-0 sigur FH-inga og sigur þeirra í vító.

Hörður Snævar Jónsson, 433.is: 3-0 sigur FH.

Kristján Jónsson, bolvíska stálið á Mbl: Ég segi 0-0.
Fyrir leik
Fyrir leik
Heimir treystir sömu mönnum og er með sama byrjunarlið og í fyrri leiknum.
Fyrir leik
Einföldum þetta allt saman:

Ef FH leggur Maribor: Keppir liðið einvígi um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Ef það einvígi tapast fer liðið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Ef FH tapar fyrir Maribor: Fer liðið í einvígi um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Svo eru það peningarnir. Fram kemur í Fréttablaðinu í morgun að FH tryggi sér um 758 milljónir íslenskra króna úr sjóðum UEFA nái liðið að leggja Maribor.
Fyrir leik
Miði er möguleiki. Heyrum hvað Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, hefur að segja fyrir leikinn:
Fyrir leik
Ljóst er að líkurnar eru með Maribor í kvöld en það er allt hægt... FH þarf að sýna allar sínar bestu hliðar í þessum leik til að eiga möguleika og hver mistök gætu reynst dýrkeypt.

Liðið hefur ekki verið mjög sannfærandi í sumar en það er nóg af gæðum í Hafnarfjarðarliðinu og þau þurfa öll að sjást í kvöld.

Eins og venjulega er öll umgjörð hjá FH-ingum eins og best verður á kosið. Á FH-pallinum eru grillaðir hamborgarar, tónlist, andlitsmálning og knattþrautir. Allir á völlinn!
Fyrir leik
Aðalstjarna Maribor er brasilíski markaskorarinn Marcos Tavares sem hefur verið helsti markahrókur liðsins. Hann skoraði einmitt markið sem skildi liðin að í fyrri leiknum.

Heimir Guðjónsson er að fara inn í einn mikilvægasta leik sinn með FH en við ræddum við hann í vikunni, meðal annars um Maribor.
Fyrir leik
Það er rosalegur leikur framundan!

Íslandsmeistarar FH geta skrifað nýjan kafla í sögu fótbolta á Íslandi þegar þeir mæta Slóveníumeisturum Maribor á Kaplakrikavelli. Dómari leiksins kemur frá Slóvakíu og flautað verður til leiks 18:30.

Maribor hafði betur í fyrri leiknum 1-0 svo möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá FH að tryggja sér umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Ef liðið slær Maribor út er það öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar að minnsta kosti.

Engu íslensku liði hefur tekist að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og gríðarlegir fjármunir í húfi fyrir FH-inga.
Byrjunarlið:
33. Jasmin Handanovic (m)
4. Marko Suler
5. Blaz Vrhovec
7. Valon Ahmedi ('83)
8. Marwan Kabha
9. Marcos Tavares
11. Luka Zahovic
26. Aleksander Rajcevic
28. Mitja Viler
29. Matej Palcic
39. Damjan Bohar ('77)

Varamenn:
69. Matko Obradovic (m)
2. Adis Hodzic
3. Jean Claude Billong
6. Aleks Pihler
10. Dino Hotic ('83)
20. Gregor Bajde ('77)
27. Jasmin Mesanovic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mitja Viler ('38)
Blaz Vrhovec ('50)

Rauð spjöld: