Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Besta-deild karla
KR
16:15 0
0
Fram
Besta-deild karla
HK
89' 0
2
FH
Þróttur R.
2
0
Grótta
Viktor Jónsson '16 1-0
Vilhjálmur Pálmason '65 2-0
Arnar Þór Helgason '78
02.08.2017  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Það er bongó í Laugardalnum. Sól, nánast heiðskýrt og þurrt.
Dómari: Tómas Orri Hreinsson
Áhorfendur: Tæplega hálf stúka.
Maður leiksins: Viktor Jónsson, Þróttur
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f) ('80)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason
9. Viktor Jónsson ('72)
14. Hlynur Hauksson
15. Víðir Þorvarðarson ('76)
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
21. Sveinbjörn Jónasson
27. Oddur Björnsson
28. Heiðar Geir Júlíusson

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
3. Árni Þór Jakobsson
6. Birgir Ísar Guðbergsson
6. Birkir Þór Guðmundsson ('80)
7. Daði Bergsson ('72)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('76)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Erlingur Jack Guðmundsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jamie Brassington
Sveinn Óli Guðnason

Gul spjöld:
Heiðar Geir Júlíusson ('42)
Hlynur Hauksson ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur. Takk fyrir mig. Skýrsla og viðtöl koma inn í kvöld.
90. mín
Þróttarar sækja þungt hér á síðsutu mínútunum. Gróttumenn að verjast vel þó.
88. mín
Vilhjálmur sleppur í gegn en setur boltann beint á Stefán Ara.
85. mín
Heiðar Geir í dauðafæri. Föst fyrirgjöf með jörðinni sem náði á fjær og beint í lappirnar á Heiðari sem tókst að klúðra þessu. Þriðja dauðafærið í leiknum sem klúðrast á markteig. Synd.
82. mín
Inn:Kristófer Orri Pétursson (Grótta) Út:Viktor Smári Segatta (Grótta)
82. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Grótta) Út:Aleksandar Alexander Kostic (Grótta)
82. mín
Hreinn Ingi með geggjaðan skall eftir horn en boltinn dúndraðist í þverslána.
80. mín
Sveinbjörn með góða aukaspyrnu. Þéttings fast en Stefán náði að slá hann út.
80. mín
Inn:Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.) Út:Grétar Sigfinnur Sigurðarson (Þróttur R.)
78. mín Rautt spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Sveinbjörn var að sleppa í gegn og kominn framhjá Arnar öftustum. Ég sá ekki betur en að Arnar hafi ýtt í bakið á honum rétt fyrir framan teig. Klárt rautt spjald.
77. mín
Ágætis sókn hjá Gróttu. Sækja hratt upp hægri vænginn og Agnar með lélegt skot.
76. mín
Inn:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.) Út:Víðir Þorvarðarson (Þróttur R.)
74. mín
Leikurinn rólegur síðustu mínútur.
72. mín
Inn:Daði Bergsson (Þróttur R.) Út:Viktor Jónsson (Þróttur R.)
70. mín
Inn:Agnar Guðjónsson (Grótta) Út:Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
65. mín MARK!
Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Stoðsending: Hreinn Ingi Örnólfsson
Vilhjálmur virtist þarna andsetinn af Robben. Fékk hann á hægri og rak boltann inn að teig fram hjá þremur varnarmönnum sem áttu aldrei séns. Setti hann svo bara fast í nær. Geggjað mark!
62. mín
Enn og aftur nær Viktor skallabolta í teig Gróttu. Setti hann þó vel framhjá í þetta sinn.
60. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Klaufalegt brot. Steig aftan á Ásgrím þegar hann var að taka á móti honum í uppspili. Réttur dómur.
55. mín Gult spjald: Viktor Smári Segatta (Grótta)
Klafs í teignum þar sem Karl Brynjar féll og Viktor sparkaði í hann þar sem hann lá, þó í tilraun við boltann. Gult spjald engu að síður.
52. mín
Viktor enn og aftur í ágætis færi. Fékk boltann á fjær eftir fyrirgjöf frá vinstri en átti skot á lofti í varnarmann og útaf.
49. mín
Tóti Dan virðist eitthvað hafa tuskað sína menn til því þeir eru allt aðrir hér í byrjun seinni. Sóttu rétt í þessu hratt fram í skyndisókn sem Þróttarar rétt náðu að verjast. Ef þeir ná marki fljótlega mun þessi leikur gjörbreytast í tempói og spilun.
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Létt umfjöllun um fyrri hálfleikinn.

Þróttur:
Virðast vera að spila í 4-4-2 sem virkar ágætlega fyrir þá.

Arnar Darri
Hreinn - Karl Brynjar - Grétar Sigfinnur - Hlynur
Víðir - Oddur - Heiðar - Vilhjálmur
Sveinbjörn - Viktor

Þétta vel varnarlega og mæta hart í öll einvígi. Pressan þeirra er miðlungs há.
Reyna að koma boltanum hratt fram þegar þeir ná honum. Annað hvort upp kantana eða reyna að setja hann í gegn á framherjana. Halda honum þó vel inn á milli. Viktor er búinn að vera mjög sprækur í leiknum og skapa nokkur færi.

Grótta:

Spila að mér sýnist í 4-3-3 með tvo djúpa og einn framliggjandi miðjumann.
Stefán Ari
Andri Már - Arnar Þór - Bjarni - Kristófer
Alexander - Sigurvin
Enok
Ásgrímur - Viktor - Pétur Steinn

Þeir eru í smá basli með hröðu sóknirnar en ráða almennt ágætlega við sókn Þróttar. Voru komnir og lágt í pressu í markinu sem bjó til flott pláss fyrir inní sendingu. Þróttarar hafa náð aðeins of mörgum skallaboltum í teignum samt.
Helsta vandamál Gróttu í fyrri hálfleik er mikið vesen í uppspili. Þeim gengur illa að halda honum og koma honum fram á við. Enda alltof oft í háum boltum upp völlinn sem virka illa á Grétar Sigfinn og Karl Brynjar. Þeir eru þó búnir að klúðra skelfilega illa í tvígang upp við mark Þróttara. Virka mjög bitlausir fyrir framan markið.

45. mín
Hálfleikur
44. mín
DAUÐAFÆRI! Sigurvin fær boltann rétt fyrir framan markteig en á skelfilegt skot sem lekur beint á Arnar Darra í markinu. Annað dauðafærið sem Grótta klúðrar í fyrri hálfleik.
42. mín Gult spjald: Heiðar Geir Júlíusson (Þróttur R.)
Ljót tækling hjá Heiðari Geir. Sigurvin var með boltann á miðjum vallarhelmingi Gróttu að gefa hann til baka þegar hann var skriðtæklaður aftan frá. Ljótt að sjá og algjörlega óþarfi.
38. mín
Pétur Steinn fær boltann í lappirnar og skýtur af góðu færi. Boltinn fór í varnarmann og útaf. Skotið efnilegt þó.
31. mín
Ásgrímur Gunnars með gott skot fyrir framan vítateig en skrúfar boltann framhjá. Ágætis tilraun.
29. mín
Grótta fá aukaspyrnu á hægri kantinum. Laglegur bolti fyrir þar sem Arnar Þór fellur í teignum en ekkert dæmt. Réttur dómur frá mínu sjónarhorni.
28. mín
Loic Ondo er ekki með Gróttu í dag eftir skiptin í lok glugga. Mér finnst líklegast að einhver meiðsli séu að plaga hann en við reynum að komast til botns í þessu máli.
24. mín
Viktor í dauðafæri! Hlynur með frábæra hornspyrnu og Viktor fær frían skalla en setur hann rétt framhjá. Búinn að vera stórhættulegur hér í fyrri hluta leiks.
22. mín
Þróttur í góður færi! Þjóta upp hægri kantinn í skyndisókn og koma boltanum á Viktor inni í teig sem nær góðu skoti en varnarmaður nær að komast fyrir á ögurstundu.
18. mín
Boltinn kom inn í teig af hægri kantinum hjá Gróttu á Enok sem tók snertingu á markteig þar sem hann þurfti bara að rúlla boltanum inn. Þróttarar náðu fyrir og hreinsuðu. Skelfilegt klúður og merki um bitleysi hjá Gróttu.
16. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
Boltinn berst upp hægri kantinn á Víði Þorvarðarson sem setti hann mjög laglega fyrirmarkið beint á kollinn á Viktori sem skallaði í slána og inn. Frábært mark.
13. mín
Ásgrímur með frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Pétur Steinn var en áttaði sig of seint á að boltinn kæmi til hans. Hefði getað skorað.
8. mín
Léleg hreinsun hjá Gróttu sem endaði á miðjum vallarhelmingu í löppunum á Heiðari Geir sem kom boltanum strax fram á Sveinbjörn en skot hans rétt yfir.
6. mín
Þróttarar náðu hraðri sókn sem endaði með lélegu skoti Sveinbjarnar.
2. mín
Ég er í smá net-vandræðum, leikurinn fer kröftuglega af stað og mikill eldmóður í báðum liðum.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

Þróttarar gera þrjár breytingar frá síðasta leik.
Út: Aron Þórður, Finnur og Rafn Andri
Inn: Karl Brynjar, Sveinbjörn og Heiðar Geir

Grótta gerir tvær breytingar:
Út: Andri Þór og Agnar
Inn: Bjarni og Alexander
Fyrir leik
Það er algjör rjómablíða og ég hvet stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna endaði með 0-3 sigri Þróttar þar sem Sveinbjörn Jónasson gerði tvö mörk og Ólafur Hrannar Kristjánsson eitt.
Fyrir leik
Þróttarar náðu sér ekki í neinn liðstyrk í glugganum sem leið en Grótta fékk til sín varnarmanninn Loic Ondo frá Fjarðabyggð. Þá hætti Ingólfur Sigurðsson einnig hjá Gróttu.
Fyrir leik
Þróttarar eru í 3. sæti deildarinnar með 27 stig, 3 stigum á eftir toppliði Fylkis. Grótta er í hinum endanum í fallsæti með 8 stig þegar 14/22 leikum hafa verið spilaðir. Því er til mikils að vinna fyrir bæði lið. Þróttur má alls ekki missa stig gegn botnliði og Grótta þarf hvert einasta stig sem þeir geta klórað í.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan. Verið velkomin í þessa textalýsingu héðan úr Laugardalnum þar sem Þróttur R. og Grótta eigast við í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
1. Stefán Ari Björnsson (m)
Pétur Steinn Þorsteinsson ('70)
Bjarni Rögnvaldsson
2. Arnar Þór Helgason
6. Sigurvin Reynisson (f)
8. Aleksandar Alexander Kostic (f) ('82)
10. Enok Eiðsson
16. Kristófer Scheving
21. Ásgrímur Gunnarsson
22. Viktor Smári Segatta ('82)
24. Andri Már Hermannsson

Varamenn:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
6. Darri Steinn Konráðsson ('82)
9. Jóhannes Hilmarsson
10. Kristófer Orri Pétursson ('82)
17. Agnar Guðjónsson ('70)

Liðsstjórn:
Þórhallur Dan Jóhannsson (Þ)
Guðmundur Marteinn Hannesson
Pétur Már Harðarson
Dagur Guðjónsson
Halldór Kristján Baldursson
Björn Hákon Sveinsson
Björn Valdimarsson
Sigurður Brynjólfsson

Gul spjöld:
Viktor Smári Segatta ('55)

Rauð spjöld:
Arnar Þór Helgason ('78)