Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Man City
3
0
West Ham
Gabriel Jesus '8 1-0
Sergio Aguero '57 2-0
Raheem Sterling '71 3-0
04.08.2017  -  14:00
Laugardalsvöllur
Ofurleikurinn
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 6237
Byrjunarlið:
31. Ederson (m)
49. Arijanet Muric (m) ('72)
3. Danilo ('59)
4. Vincent Kompany ('72)
5. John Stones ('59)
10. Sergio Aguero ('59)
17. Kevin De Bruyne ('59)
19. Leroy Sane ('59)
21. David Silva ('72)
33. Gabriel Jesus ('59)
42. Yaya Toure ('59)

Varamenn:
79. Daniel Grimshaw (m)
2. Kyle Walker ('59)
7. Raheem Sterling ('59)
20. Bernardo Silva ('59)
25. Fernandinho ('59)
27. Patrick Roberts ('72)
35. Oleksandr Zinchenko ('59)
53. Tosin Adarabioyo ('72)
55. Brahim Diaz ('72)
80. Phil Foden ('59)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið hér í Laugardalnum. 3-0 öruggur sigur City og liðið er því Super Match meistari. Viðtöl og skýrsla birtist innan skamms. Það mættu 6237 áhorfendur í dag.
Brynjar Ingi Erluson
86. mín
Inn:Nathan Holland (West Ham) Út:Andre Ayew (West Ham)
Brynjar Ingi Erluson
86. mín
Inn:Moses Makasi (West Ham) Út:Edimilson Fernandes (West Ham)
Brynjar Ingi Erluson
81. mín
Andre Ayew skorar en dæmt af. Braut af sér í aðdraganda marksins. Mangala var í ruglinu í vörninni þarna.
Brynjar Ingi Erluson
79. mín
Chicharito var full lengi að athafna sig þarna. Hann var sloppinn í gegn en var alltof lengi að ákveða sig.
Brynjar Ingi Erluson
Mendy sem kom frá Mónakó er að horfa á leikinn í sjónvarpinu.
76. mín
STERLING Í DAUÐAFÆRI!! Bernardo Silva með góða fyrirgjöf frá hægri inn í teiginn og þar var Sterling mættur og náði skoti en tókst ekki að þessu sinni.
Brynjar Ingi Erluson
72. mín
Inn:Patrick Roberts (Man City) Út:Arijanet Muric (Man City)
Brynjar Ingi Erluson
72. mín
Inn:Brahim Diaz (Man City) Út:David Silva (Man City)
Brynjar Ingi Erluson
72. mín
Inn:Tosin Adarabioyo (Man City) Út:Vincent Kompany (Man City)
Brynjar Ingi Erluson
71. mín MARK!
Raheem Sterling (Man City)
Stoðsending: Bernardo Silva
RAHEEEEEM STERLING AÐ SKORA!!! Það kom slakt skot sem fór af varnarmanni, inn í teig og þar var Sterling fyrstur að átta sig og skoraði örugglega.
Brynjar Ingi Erluson
64. mín
DAVID SILVA MEÐ HÖRKUSKOT!!! Kemst inn fyrir og lætur vaða á markið en Hart ver þetta aftur fyrir endamörk. Engin hornspyrna dæmt samt sem áður. Undarlegt.
Brynjar Ingi Erluson
63. mín
Inn:Robert Snodgrass (West Ham) Út:Marko Arnautovic (West Ham)
Brynjar Ingi Erluson
59. mín
Inn:Fernandinho (Man City) Út:Sergio Aguero (Man City)
Brynjar Ingi Erluson
59. mín
Inn:Kyle Walker (Man City) Út:Danilo (Man City)
Brynjar Ingi Erluson
59. mín
Inn:Oleksandr Zinchenko (Man City) Út:Yaya Toure (Man City)
Brynjar Ingi Erluson
59. mín
Inn:Eliaquim Mangala (Man City) Út:John Stones (Man City)
Brynjar Ingi Erluson
59. mín
Inn:Bernardo Silva (Man City) Út:Gabriel Jesus (Man City)
Brynjar Ingi Erluson
59. mín
Inn:Raheem Sterling (Man City) Út:Kevin De Bruyne (Man City)
Brynjar Ingi Erluson
59. mín
Inn:Phil Foden (Man City) Út:Leroy Sane (Man City)
Brynjar Ingi Erluson
58. mín
JESUS MEÐ SKOT RÉTT FRAMHJÁ!! Þarna var City nálægt því að bæta við þriðja markinu en boltinn rétt framhjá.
Brynjar Ingi Erluson
57. mín MARK!
Sergio Aguero (Man City)
Stoðsending: David Silva
SERGIO AGUUUUUEROO!!! David Silva fær boltann vinstra megin við teiginn og leggur hann fyrir markið á Aguero sem skorar örugglega framhjá Hart.
Brynjar Ingi Erluson
46. mín
Inn:Sam Byram (West Ham) Út:Pablo Zabaleta (West Ham)
Bilic gerir þrjár skiptingar í hálfleik en Guardiola lætur sama lið byrja seinni hálfleikinn.
46. mín
Inn:Declan Rice (West Ham) Út:Mark Noble (West Ham)
46. mín
Inn:Javier Hernandez (West Ham) Út:Toni Martinez (West Ham)
Chicharito kemur inn í hálfleik.

Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Aðstandendur leiksins hafa náð að koma góðu magni af miðum út og það er mun betri mæting en flestir bjuggust við.
45. mín
Hálfleikur
Manchester City hefur litið frábærlega út!
44. mín
Skemmtikraftur Ederson! Óð út úr marki City og hirti boltann áður en West Ham gat komist í sjaldséða sókn.
38. mín
Yfirburðir Manchester City halda áfram...

Stungusending á Gabriel Jesus skapar hættu en Joe Hart nær á síðustu stundu að handsama knöttinn.
37. mín
Leroy Sane með skemmtileg tilþrif! Lipur á kantinum, fer framhjá varnarmanni og lætur svo vaða! Rétt framhjá fjærstönginni.
33. mín
Víkingaklappið tekið! Páll Sævar vallarþulur sá um að stýra þessu með því að lemja í míkrafóninn. Snögg og fín útgáfa af Víkingaklappinu.
31. mín
Fyrsta alvöru sókn West Ham í leiknum! Zabaleta með fyrirgjöf sem Toni Martinez skallar yfir markið.
24. mín
Leroy Sane með fyrirgjöf sem breytist í skot! Hart slær boltann yfir í horn.
23. mín
Manchester City heldur áfram að ógna! Ogbonna í veseni og ræður ekkert við Aguero en á endanum náði West Ham að koma boltanum í horn. Ekkert verður úr horninu.
19. mín
Þessi leikur er algjör einstefna að marki West Ham hingað til.
16. mín
Manchester City miklu betra liðið hér í upphafi leiks. Aguero var nálægt því að bæta við marki en Joe Hart náði að verja!
14. mín
Manchester City fær aukaspyrnu 30 metrum frá marki. Kevin De Bruyne með skot en beint í varnarvegginn. Aðdáendur Kolo Toure hefðu viljað sjá hann skjóta!
10. mín
Það eru langar raðir fyrir utan völlinn enn. Ansi margir sem misstu af þessu marki frá Jesus!
8. mín MARK!
Gabriel Jesus (Man City)
Stoðsending: Kevin De Bruyne
Kæruleysislegt spil í öftustu línu West Ham og Manchester City refsar!

Kevin De Bruyne, stoðsendingavélin, á hggulega sendingu á Gabriel Jesus sem er í dauðafæri og skorar af miklu öryggi!

Ísinn brotinn!
Endilega verið með okkur í gegnum kassamerkið #fotboltinet á Twitter
4. mín
Spánverjinn Toni Martínez, framherji West Ham, flaggaður rangstæður.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn hér í Laugardalnum.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn. Man City í ljósbláum treyjum en Hamrarnir eru alsvartir í dag. Dómararnir eru bleikir.
Fyrir leik
Vorum að fá þau skilaboð að Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, eigi 40 ára afmæli í dag! Hann fær að sjálfsögðu lúxus afmæliskveðjur frá Fótbolta.net.
Eurovision-Reynir er búinn að koma sér fyrir í stúkunni.
Fyrir leik
Fyrir leik
Ederson Moraes, nýr markvörður Manchester City, byrjar leikinn en City er með hörkuöflugt byrjunarlið. Stórstjörnur eins og Gabriel Jesus og Sergio Aguero byrja.

Í byrjunarliði West Ham eru Joe Hart markvörður og varnarmaðurinn Pablo Zabaleta sem báðir fóru frá City til West Ham í sumar.

Joe Hart er fyrstu mættur út í upphitun hér á Laugardalsvelli og fólk er byrjað að koma sér fyrir í stúkunum.

Byrjunarlið Man City: Ederson (m), Kompany (f), Stones, Otamendi, Yaya Toure, De Bruyne, Sane, Silva, Danilo, Jesus, Aguero.

Byrjunarlið West Ham: Hart (m), Zabaleta, Fonte, Ogbonna, Masuaku, Noble (f), Obiang, Fernandes, Arnautovic, Ayew, Martinez.
Fyrir leik
Verður Víkingaklappið tekið í dag? James Collins, varnarmaður West Ham, fer fögrum orðum um stuðningsmenn íslenska landsliðsins í viðtali við heimasíðu Hamranna. Hann segist vonast eftir því að Víkingaklappið verði tekið á leiknum.
Fyrir leik
Þórsarinn Þóroddur Hjaltalín flautar leikinn í dag. Aðstoðardómarar eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Þorvaldur Árnason er fjórði dómari.
Fyrir leik
Fyrir leik
Manchester City hefur verið í góðum gír á undirbúningstímabilinu en liðið vann Real Madrid 4-1 í síðustu viku og Tottenham 3-0. Spennandi að sjá hvort liðið muni halda uppteknum hætti í dag. Manchester City mætir Brighon í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þarnæsta laugardag.

Pep Guardiola, stjóri Man City:
Þetta er síðasti leikurinn fyrir tímabilið. Vonandi getum við spilað eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er best að bæta sig í leikjum og við erum að mæta öðru liði úr ensku úrvalsdeildinni. Þess vegna er þetta mikilvægur leikur fyrir okkur.
Fyrir leik
Íslenskir stuðningsmenn Manchester City voru mættir hressir og kátir fyrir hádegi á Ölver í Glæsibæ til að hita upp. Þar voru meðal annars mættir Mike Summerbee og Árni Gautur Arason. Summerbee varð Englandsmeistari með Manchester City á því herrans ári 1968.
Fyrir leik
Þetta er stutt stopp hjá liðunum hér á landi. Þau komu til landsins í gær og æfðu á Laugardalsvelli. Strax eftir leikinn í dag fljúga þau af landi brott.

Mark Noble, leikmaður West Ham:
Ég vildi alltaf koma í frí hingað. Fara í Bláa Lónið og allt það. Ég held að við höfum ekki tíma í það núna en það er frábært að koma hingað og spila. Þetta er fyrsti leikurinn á milli enskra félaga á Íslandi og það er gaman að vera hluti af sögunni.
Fyrir leik
Þetta er í fyrsta sinn sem ensk úrvalsdeildarlið leika æfingaleik rétt fyrir mót hér á Íslandi.

Tveir leikmenn Manchester City fóru í West Ham í sumar og gætu mætt sínum fyrrum félögum í þessum leik. Það eru Pablo Zabaleta og enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart.

Stærsta stjarna leiksins er klárlega Sergio Aguero, sóknarmaður Manchester City og argentínska landsliðsins. Liðsfélagar hans þýski landsliðsmaðurinn Leroy Sane, Brasilíumaðurinn ungi Gabriel Jesus og stoðsendingavélin Kevin De Bruyne eru aðrir leikmenn sem geta glatt augað.

Hjá West Ham má finna Marko Arnautovic, austurríska landsliðsmanninn sem gekk í raðir West Ham frá Stoke í sumar og Chicharito, Javier Hernandez, fyrrum leikmann Manchester United sem einnig kom nýlega í West Ham.

Síðast mættust liðin í ensku úrvalsdeildinni í febrúar á þessu ári. Manchester City vann 4-0 en í þeim leik skoraði Jesus sitt fyrsta mark fyrir City.
Fyrir leik
Heil og sæl og verið velkomin með okkur í lýsingu frá umtöluðum æfingaleik Manchester City og West Ham sem fram fer á Laugardalsvelli.

Aðsóknin í dag verður langt frá þeim væntingum sem gerðar voru þegar farið var út í þessa vegferð en ræðum ekki meira um það í bili...

Þessi leikur er lokahnykkur beggja liða í undirbúningi fyrir nýtt tímabil. Enska úrvalsdeildin fer af stað eftir viku. Manchester City á fyrsta leik gegn nýliððum Brighton & Hove Albion en fyrsti leikur West Ham verður gegn Evrópumeisturum Manchester United.
Byrjunarlið:
25. Joe Hart (m)
5. Pablo Zabaleta ('46)
14. Pedro Obiang
16. Mark Noble ('46)
18. Marko Arnautovic ('63)
20. Andre Ayew ('86)
21. Angelo Ogbonna
23. Jose Fonte
26. Arthur Masuaku
29. Toni Martinez ('46)
31. Edimilson Fernandes ('86)

Varamenn:
13. Adrian (m)
11. Robert Snodgrass ('63)
17. Javier Hernandez ('46)
19. James Collins
22. Sam Byram ('46)
37. Nathan Holland ('86)
40. Moses Makasi ('86)
41. Declan Rice ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: