Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KA
0
0
FH
05.08.2017  -  16:00
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 824
Maður leiksins: Vedran Turkalj
Byrjunarlið:
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
4. Vedran Turkalj
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('71)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('91)
19. Darko Bulatovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('78)
28. Emil Lyng

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('78)
5. Guðmann Þórisson
7. Daníel Hafsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('71)
25. Archie Nkumu ('91)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Davíð Rúnar Bjarnason
Eggert Högni Sigmundsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Emil Lyng ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hér er flautað til leiksloka!! 0-0 jafntefli er niðurstaðan í leik sem var alls ekki skemmtunin sem vonast var eftir. Skýrsla og viðtöl koma síðar.
92. mín
Trninic reynir að dúndra úr aukapyrnunni. Fast, af löngu færi og langt yfir.
91. mín Gult spjald: Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Brýtur á Ásgeiri
91. mín
Inn:Archie Nkumu (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hér skal þéttað raðirnar. Archie Nkumu kemur inn fyrir Hallgrím.
90. mín
Böðvar með laglega fyrirgjöf og Bjarni Þór skallar boltann rétt franhjá fjærstönginni!!
90. mín
90 komnar á klukkuna og 4 mínútur í uppbótartíma.
87. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (FH)
Síðasta skipting FH-inga. Bjarni Þór kemur inn.
85. mín
Bergsveinn í basli undir pressu og setur hann útaf hægra megin. Langt innkast frá Darko og darraðardans í teignum en gestirnir hreinsa.
84. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Hallgrímur leikur á Pétur á miðjum velli og þeir eru að sleppa 2 á 1. Professional hjá Pétri að stoppa Hallgrím í kjölfarið.
83. mín
Þessi fer í vegginn. Hann á að gera betur þarna.
82. mín Gult spjald: Emil Lyng (KA)
Emil Lyng BOMBAR hér Böðvar niður á vítateigshorninu vinstra megin. Lennon stendur yfir boltanum og þetta ætti að vera kjörstaða fyrir hann. Skjálfti í stúkunni.
81. mín
Emil Lyng reynir hér enn og aftur. Skot rétt utan teigs, rétt yfir. Hann hafði þó fleiri kosti með sér í þessari sókn.
80. mín
Enn er það Kristján Flóki sem tekur löngu innköstin fyrir FH.
78. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Önnur skipting heimamanna. Sýnist Almarr færa sig út til hægri og Ólafur Aron koma inn á miðjuna.
77. mín
Emil Lyng reynir hér skot á lofti rétt utan teigs. Aðeins yfir markið, fín tilraun!
76. mín
Rajko liggur hér eftir að hafa gripið inn í stungusendingu. Nýtum tækifærið til að tilkynna áhorfendatölur; 824 hér í dag.
75. mín
Stórhættuleg spyrna sem fer í gegnum pakkann og Ásgeiri dauðbregður við að fá hann á fjær. Tötsar hann upp og brýtur svo af sér við að reyna að ná honum aftur.
74. mín
Ásgeir með sprett upp hægra megin og fyrirgjöf sem Kassim skallar aftur fyrir í horn. Almarr og Emil Páls hlaupa hér saman utan teigs og Almarr liggur eftir. Ekki sáttur.
72. mín
Innkoma Atla Guðnasonar hefur breytt miklu hér fyrir gestina. Allur sóknarleikur mun skarpari og hættulegri. Þyngist hér pressan á KA liðið.
71. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Loksins fer boltinn úr leik þannig Ásgeir fái að koma inn. Beint upp á topp í stað Elfars.
69. mín
Hallgrímur með flotta stungu inn á Elfar Árna en það er flaggað rangstaða! Hér í blaðamannastúkunni er mikil óvissa um hvort réttan dóm hafi verið um að ræða. Elfar var kominn í ákjósanlega stöðu!
69. mín
KA menn með stórkostlega björgun hér í teignum. Sé ekki hver. Það er farið að aukast hraðinn hér í leiknum. Enda á milli.
67. mín
Ásgier Sigurgeirsson er að gera sig kláran hér á hliðarlínunni. Þar kæmu ferskir og örsnöggir fætur inn.
66. mín
Davíð Þór með gull af skiptingu hérna yfir til vinstri. Böðvar tekur hann laglega niður og á fyrirgjöf sem Rajko grípur vel inní. Kristján Flóki skrefi of seinn í boltann.
63. mín
KA FÆR HÉR DAUÐAFÆRI!!!!!! Steinþór með gullfallegan fallhlífarbolta inn á teig, aðeins of langan fyrir Elfar sem teygir sig eftir honum en bara millimeter of stuttan fyrir Emil Lyng sem hittir hann ekki meter frá marki!!!!!! Gunnar grípur svo!
62. mín
Inn:Bergsveinn Ólafsson (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
Tvöföld skipting hjá Heimi. Eflaust ekki sáttur með gang mála!
62. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
61. mín
Engin ást á milli Emils Páls og Trninic. Eftir hvert brot hjá þeim hnoðast þeir alltaf aðeins í hvorum öðrum.
59. mín
KA svarar með skothríð að marki gestanna. Darko með flottan sprett upp kantinn en hörmungar fyrirgjöf. KA menn ná svo þremur skotum eftir krafs í teignum en varnarmenn komast fyrir þau öll áður en þeir hreinsa. Skiljanlegt?
57. mín
ÞARNA MUNAÐI MJÓU!!!!!! Davíð Þór með geggjaða sippu yfir vörnina. Rajko rýkur út en Þórarinn Ingi er fyrri til í boltann og skallar yfir hann, í slánna og yfir markið! FH svo nálægt því að taka forystuna þarna!
55. mín
Davíð Þór með laflaust skot af 20 metrunum. Ákjósanleg staða en hann setur ekki nægan kraft í þetta.
54. mín
Agaleg leikflétta. Sendir út á kantinn á Böðvar sem á fína fyrirgjöf á fjær. Þar er dæmt sóknarbrot á FH.
54. mín
FH fær hér aukaspyrnu á ágætis stað. Kannski örlítið of langt fyrir skot, en sjáum hvað Lennon reynir.
53. mín
Hallgrímur er staðinn upp hérna en kveinkar sér þó enn.
52. mín
ÚFF hvað þetta leit illa út! Guðmundur Karl með hörmulega sendingu til baka. Hallgrímur kemur askvaðandi og hann og Pétur Viðarsson fara í 50/50 tæklingu sem Hallgrímur kemur töluvert verr út.
51. mín
Sóknarbrot dæmt á Elfar Árna í teignum. Hann hindrar Guðmund Karl í að brjótast hratt upp völlinn.
50. mín
KA liðið ætlar greinilega að nýta vindinn vel. Liggja pínu á FH liðinu núna. Eru að fá sína aðra hornspyrnu með stuttu millibili. Hallgrímur mætir til að taka hana.
47. mín
Hallgrímur með aukaspyrnu utan af kanti sem hinn afar hávaxni Vedran Turkalj skallar að marki, vantaði kraft í skallann og Gunnar ver. Er þó í basli með boltann.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn hér á Akureyri. Vinsamlegast skemmtilegri leik takk
45. mín
Hálfleikur
Örlítil tölfræði frá mr.Perform Group (áður Running Ball):

Horn: 2-4
Skot: 3-4
Markspyrnur: 2-2
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks. Afar dapur fótboltaleikur og hefði verið alveg hundleiðinlegur ef menn hefðu ekki látið í sér heyra.

Hérna undir restina voru ansi margir úr báðum liðum farnir að hnakkrífast. Dómarinn og hans aðstoðarmenn voru lítið að fylgjast með því og leyfðu því bara að slæda. Um að gera. Vonandi fáum við mun betri seinni hálfleik!
44. mín
Rajko kýlir aukaspyrnuna út í teig en hún stoppar á FHingi. Mér sýnist Emil Pálsson ná skotinu, undir Rajko en Callum Williams bjargar þar á bakvið. Smá lífsmark.
44. mín
Sleppi orðinu og það fuðrar allt upp hérna! FH fær aukaspyrnu á hægri kantinum Böðvar stendur yfir þessu.
43. mín
Þetta er alveg meinhægt hérna þessa stundina. Menn hættir að vera brjálaðir og ekkert um að vera.
39. mín
Helgi Mikael veitir Elfari Árna tiltal og fær dygga aðstoð frá Davíði Þór við það. Hafði leyft leiknum að halda áfram eftir brot Elfars á Davíð.
38. mín
Emil Lyng reynir hérna að kveikja í þessu með föstu vinstri fótar skoti rétt við teigbogann. Rétt framhjá vinstra megin. Fínasta tilraun
36. mín
Böðvar tekur hornið en það er skallað frá á fjær. Kristján FLóki kemur og tekur langt innkast!
36. mín
FH fær hér horn eftir harða baráttu milli Callum og Kristjáns Flóka.
33. mín
Kassim í tómu tjóni þarna aftast við að hreinsa. Pétur hreinsar og KA fær aukaspyrnu á góðum stað hægra megin við teiginn! Sóknarbrot dæmt í teignum í kjölfarið.
30. mín
Gunnar Nielsen kýlir þennan í burtu.
29. mín
KA fær hér hornspyrnu hægra megin. Darko mætir á svæðið til að taka hana
28. mín
Böðvar Böðvarsson fer hér af krafti í bakið á Steinþóri. Það er hiti að færast í leikinn. Við kvörtum ekki yfir því!
24. mín
Langir boltar gestanna og fyrirgjafir hafa ekki verið að valda miklum usla. Rajko er öruggur með þá bolta sem rata á teiginn.
23. mín
Stálmúsin með þvílíkan stökkkraft og fer upp í bolta með Kassim. Sýnist Kassim fá hnéð í bringuna og hálf ótrúlegt að hann standi þetta að sér.
22. mín
Það heyrist vel í Schiöthurum þessa stundina. Gaman að þessu! Fólk er enn að mæta á völlinn og stúkan er orðin þéttsetin, mjög gott.
19. mín
Hörmulegar tilraunir hjá báðum liðum í uppspili þessa stundina. Mikið um einstaklingsmistök við einföldustu aðgerðir.
18. mín
KA fær hér horn eftir 60 metra sprett Darko upp kantinn.
15. mín Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (FH)
Uppúr horninu ná KA menn skyndisókn. Emil Lyng æðir upp kantinn vinstra megin og GKG29 brýtur á honum. Klárt gult.
14. mín
Callum Williams gerir næstum því sjálfsmark!!!!! Skallar aftur fyrir sig og yfir Rajko en rétt framhjá. Horn
13. mín
STEINÞÓR FREYR Í DAUÐAFÆRI!!!!!!! LÆTUR GUNNAR VERJA. Elfar Árni og Steinþór taka þríhyrning framhjá Kassim sem átti ekki séns í þá á ferðinni. Steinþór í þröngu en mjög góðu færi en Gunnar ver upp í loftið og ég sé ekki ver skallar boltann frá á línunni. ÞAð virtist þó aldrei vera hætta eftir að Gunnar varði upp í loftið.
12. mín
Hörmungarskipting milli vængja hjá Þórarni Inga. KA spilar hratt á þá og boltinn berst út á Trninic sem reynir slummu af 30 metrum. Það tekst alls ekki og boltinn skoppar framhjá markinu.
11. mín
Hallgrímur Mar með fína fyrirgjöf af hægri kantinum sem mér sýnist Elfar breyta stefnunni á að marki. Gunnar grípur.
10. mín
Steven Lennon reynir hérna fyrir sér af 25 metra færi. Hátt yfir markið
8. mín
FH fær hér 2 hornspyrnu í röð sem ekkert verður úr. Báðar mjög slæmar
4. mín
Það er ekkert um opin færi hérna til að byrja með en ágætis tempó á báða bóga.
3. mín
Menn sammælast um það hér í blaðamannastúkunni að FH sé að spila einhverja útgáfu af 4-4-2.

Gunnar
GKG - Pétur - Kassim - Böðvar
Þórarinn - Emil - Davíð - Lennon
Atli Viðar - Kristján Flóki
2. mín
Það er örlítill vindur hér á Akureyri. Rúmlega það. Hann er í bakið á FH-ingum hér í fyrri hálfleik.
1. mín
KA menn með sitt hefðbundna 4-2-3-1.

Rajko
Hrannar - Vedran - Callum - Darko
Almarr - Trninic
Steinþór - Emil - Hallgrímur
Elfar
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir úr Hafnarfirði byrja með boltann! Þetta er farið af stað.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. FH-ingar skarta hér alsvörtum búningum. Þetta er að skítlúkka! KA liðið er í sínum hefðbundnu gulu treyjum og bláu stuttbuxum.
Fyrir leik
Menn eru snemma í því að lesa upp liðin á Akureyrarvelli. Það er verið að klára það af hérna meðan varamenn ganga frá boltum og keilum. Ný rödd á mæknum. Brakandi spenna!
Fyrir leik
Afsakið upplýsingaleysið! Undirritaður er kominn í netsamband, en þó aðallega búinn að finna bílastæði í göngufæri við völlinn. Það er fátt í stúkunni en veður til knattspyrnuiðkunar er mjög fínt.
Fyrir leik
Síðasti leikur KA í deildinni var 23. júlí gegn Breiðabliki, en frá þeim leik gerir liðið tvær breytingar. Elfar Árni Aðalsteinsson byrjar ásamt Vedran Turkalj, sem kom til liðsins í glugganum. Ásgeir Sigurgeirsson og Davíð Rúnar Bjarnason eru teknir út úr liðinu.

Hjá FH er gerðar tvær breytingar frá tapinu gegn Maribor. Guðmundur Karl Guðmundsson kemur inn í hægri bakvörðinn fyrir Bergsvein Ólafsson. Bergsveinn er á meðal varamanna. Þá kemur reynsluboltinn Atli Viðar Björnsson inn í byrjunarliðið fyrir Atla Guðnason.

Athygli vekur að FH er aðeins með sex menn á bekknum, en það er leyfilegt að hafa sjö. Það eru 17 menn í hóp hjá FH, en á bekknum er m.a. aðstoðarþjálfarinn Ólafur Páll Snorrason.

FH fékk til sín tvo erlenda leikmenn í glugganum, Matija Dvornekovic frá Króatíu og Cédric D'Ulivo, en hvorugur þeirra er í hóp í dag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Ekki hefur verið spilað um verslunarmannahelgi í Pepsi deild karla síðan árið 2013. Þá heimsóttu einmitt FH-ingar ÍBV á Þjóðhátíð og unnu 1-2 sigur.
Fyrir leik
Það hefur aðeins dregið fyrir sólu en vonandi verður gott veður meðan á leik stendur. Bæjarhátíðin Ein með öllu er í fullu fjöri og miklar vonir eru bundnar við að gestir hennar láti sjá sig í stúkunni í dag!
Fyrir leik
Á meðan eru Hafnfirðingar í hörkuleikæfingu. Þrír leikir í Evrópu og bikar síðan síðasti deildarleikur þeirra var spilaður. Ekki sama markagleðin þó, einn sigur og tvö töp - markatalan 1-2.
Fyrir leik
KA hefur ekki spilað leik síðan 23.júlí en þá mættu þeir Breiðablik á heimavelli. Töpuðu 2-4 en vörnin hefur verið hriplek undanfarið. Markatalan í síðustu tveimur heimaleikjum er 8-7!
Fyrir leik
Dómari leiksins er hinn ungi Helgi Mikael Jónasson. Helgi er reyndar 24 ára gamall en það þykir ungt í dómaraárum.

Honum til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson á línunum og Bjarni Hrannar Héðinsson er varadómari. Grétar Guðmundsson er svo eftirlitsdómari.
Fyrir leik
FH-ingar létu einnig vita af sér í júlíglugganum. Veigar Páll Gunnarsson fór í Víking Reykjavík og Jonathan Hendrickx skrifaði undir hjá Leixoes S.C. í Portúgal.

Nýjir leikmenn bættust einnig við en franski hægri bakvörðurinn Cédric D'Ulivo kom frá Belgíu þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Honum er ætlað að leysa Hendrickx af hólmi. Króatíski kantmaðurinn Matija Dvornekovic kom svo til liðsins á síðasta degi félagsskiptagluggans en hann varð deildarmeistari með félagi sínu í Albaníu á síðustu leiktíð. Hvorugur mátti spila gegn Maribor í Evrópukeppninni í vikunni og því gætu þeir spilað sinn fyrsta leik fyrir FH hér í dag.
Fyrir leik
KA bætti við sig króatíska miðverðinum Vedran Turkalj í júlíglugganum. Honum er ætlað að fylla skarð fyrirliðans Guðmanns Þórissonar sem er meiddur og verður væntanlega ekki meira með á tímabilinu. Undir lok gluggans var svo mikið um að vera í útgönguhurð KA-heimilisins en Halldór Hermann Jónsson og Baldvin Ólafsson fóru á láni til Magna á Grenivík ásamt því að Ívar Örn Árnason hélt til Bandaríkjanna í nám.
Fyrir leik
Liðin mættust í Kaplakrika í 2.umferð þar sem úrslit réðust í uppbótartíma. 2-2 jafntefli varð niðurstaðan. Hallgrímur Mar kom KA í 1-0 en Steven Lennon og Kristján Flóki skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn og komu FH í 2-1. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði svo fyrir KA á 94.mínútu!
Fyrir leik
Fyrir leikinn í dag sitja gestirnir úr Hafnarfirði í 4.sæti með 20 stig, 10 stigum á eftir toppliði Vals. Sigur í dag fleytir þeim upp í 2.sætið en jafntefli kemur þeim í 3.sætið, fyrir ofan Grindavík á markatölu.

Heimamenn í KA sitja í 8.sæti með 15 stig og geta með sigri klifrað upp í 6.sæti. Jafntefli breytir þeirra stöðu í töflunni ekki.
Fyrir leik
Góðan daginn!
Við verðum hér með beina textalýsingu í dag frá lokaleik 13.umferðar Pepsi deildar karla á milli KA og FH.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
17. Atli Viðar Björnsson ('62)
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('62)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('87)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
5. Bergsveinn Ólafsson ('62)
11. Atli Guðnason ('62)
16. Jón Ragnar Jónsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Bjarni Þór Viðarsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Axel Guðmundsson

Gul spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('15)
Pétur Viðarsson ('84)
Bjarni Þór Viðarsson ('91)

Rauð spjöld: