Víkingur R.
1
1
ÍBV
0-1 Mikkel Maigaard '7
Geoffrey Castillion '83 1-1
08.08.2017  -  18:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Veðurguðirnir í smá haustskapi. Blautt en lítill vindur.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Brian McLean - ÍBV
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
7. Erlingur Agnarsson ('68)
7. Alex Freyr Hilmarsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('59)
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic
27. Geoffrey Castillion

Varamenn:
12. Emil Andri Auðunsson (m)
8. Viktor Bjarki Arnarsson
10. Veigar Páll Gunnarsson ('59)
11. Dofri Snorrason ('68)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson
23. Nikolaj Hansen

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Milos Ozegovic ('34)
Arnþór Ingi Kristinsson ('40)
Vladimir Tufegdzic ('71)
Alan Lowing ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skipta stigunum á milli sín hér í Fossvoginum. E yjamenn ógnuðu meira í uppbótartímanum og fengu meðal annars tvær hornspyrnu sem ekki nýttust.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni von bráðar.
92. mín
Pablo með skot fyrir utan teig en hitti boltann ekki nægilega vel. Talsvert framhja.
91. mín
Uppbótartíminn að minnsta kosti 3 mínútur.

ÍBV með aukaspyrnu 30 metra frá marki. Pablo skaut en kraftlítið og auðvelt fyrir Róló.
90. mín
Þetta var langþráð mark hjá Castillion sem skoraði síðast í 2. umferð deildarinnar. Lenti svo í meiðslum en nær kannski að koma sér á flug núna. Það yrði hrikalega öflugt fyrir lokabaráttu Víkinga.

Í þessum skrifuðu orðum á Castillion skot en það er auðvelt viðureignar fyrir Derby.
88. mín
Ozegovic með skot sem endar beint í fangi Derby.
86. mín
Eyjamenn að ógna eftir hornspyrnu en Víkingar hreinsa boltann í innkast...
85. mín Gult spjald: Alan Lowing (Víkingur R.)
83. mín MARK!
Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Stoðsending: Alex Freyr Hilmarsson
VÍKINGAR HAFA JAFNAÐ!

Alex kom sér í ákjósanlega stöðu við endalínuna og renndi boltanum á Castillion sem skoraði af stuttu færi!
82. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Hart barist á vellinum og í stúkunni láta menn sitt ekki eftir liggja heldur. Hróp og köll og fjör.
81. mín
STÖNGIN!!! ÍBV nálægt því að komast í 2-0! Felix Örn skaut í stöngina. Ekki fast skot en í stöngina fór það.
79. mín
DAUÐAFÆRI!!! KAJ LEÓ!! ÞARNA ÁTTU AÐ SKORA DRENGUR!

Felix lagði boltann út á Kaj Leo sem var einn og óvaldaður í teignum en hitti ekki rammann! Vá!
76. mín
Skot naumlega framhjá úr hörkufæri innan teigs! Alex Freyr Hilmarsson. Vildi meina að hann hafi verið togaður niður í færinu en ekkert var dæmt!
75. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Arnór Gauti skoraði sigurmarkið þegar þessi lið áttust við í bikarnum.
74. mín
Dofri Snorrason nær hættulegu skoti sem virðist stefna í fjærhornið þegar Derby kemur á síðustu stundu og nær að verja! Jæja einhver ógn loksins frá heimamönnum!
71. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Á endanum handsamar Derby Carrillo knöttinn. Er svo hindraður af Túfa þegar hann ætlar að sparka út.
70. mín
Víkingar að fá þriðju hornspyrnu sína í röð...
68. mín
Inn:Dofri Snorrason (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Logi heldur áfram að fá inn ferska fætur í von um að það skili sér í meira biti fram á við. Eitthvað verður að reyna. Þetta er ekki nægilega gott hjá heimamönnum.
66. mín
Óskar Elías Eyjamaður þurfti að fá aðhlynningu en er mættur aftur út á völlinn og leikurinn kominn á fulla ferð.

Þá fær Gunnar Heiðar óvænt skallafæri en nær ekki að stýra boltanum á markið!
64. mín
Víkingar hafa ekki skapað sér neitt teljandi færi í seinni hálfleik. Þeir verða að gera betur en þetta sóknarlega.
63. mín
Inn:Atli Arnarson (ÍBV) Út:Mikkel Maigaard (ÍBV)
Markaskorarinn tekinn af velli og það er Sauðkrækingurinn Atli Arnarson sem mætir til leiks í hann stað.
61. mín
Kaj Leo krækir í aukaspyrnu við vítateigsendann hægra megin. Fyrirgjafarmöguleiki...

Hann tekur spyrnuna bara sjálfur og lætur vaða beint í tréverkið! Flott tilraun.
60. mín
Völlurinn orðinn vel blatur og menn í smá basli með að fóta sig.
59. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Veigar Páll kom frá FH í glugganum. Er hann að fara að breyta gangi mála hér?
54. mín
Erlingur Agnarsson með hættulaust skot yfir markið.

Stuðningsmenn ÍBV láta þá í sér heyra. Farnir að hita upp fyrir stuðið á laugardaginn þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram.
53. mín
Allir leikmenn Víkings að hita á meðan varamenn ÍBV hafa það náðugt í skýlinu.
50. mín Gult spjald: David Atkinson (ÍBV)
Braut á Castillion sem var að komast á góða siglingu. Sennilega rétt ákvörðun hjá Atkinson að taka á sig spjaldið þarna.
48. mín
Kaj Leo með sirkussendingu sem engu skilaði þó. Viðrar vel til tæklinga í seinni hálfleiknum.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Víkingar byrja með knöttinn í seinni hálfleik. Enn rignir duglega.
45. mín
Það rignir duglega hér í Víkinni. Það er ekki laust við kuldahroll í manni. Fleiri kaffibollar er eina lausnin.
45. mín
Ræddi stuttlega við Hafstein Briem í hálfleiknum. Hann er að glíma við meiðsli og ákvað að taka ekki neina áhættu með því að spila enda bikarúrslitaleikur framundan gegn FH á laugardag.
45. mín
Hálfleikur
Það er nóg að ræða fyrir vallargesti í hálfleiknum! Bæði lið hafa viljað fá víti og bæði atvik lyktuðu sterkt.

En það eru Eyjamenn sem leiða með marki Maigaard.
45. mín
Túfa á ágætis skallatilraun framhjá markinu.
43. mín
Þá gera Víkingar tilkall til vítaspyrnu! Spurning hvort Alex Freyr hafi tapað á því að reyna að standa í lappirnar í stað þess að falla í teignum? Það held ég.
42. mín
Boltinn dettur fyrir Ozegovic fyrir uta teiginn og hann á skot sem skoppar á grasinu og fer naumlega framhjá.

Hætta hinumegin en Róló bjargar með því að koma á hárréttum tíma út úr marki sínu.
40. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Fyrir brot.
37. mín
Bjartsýni í Arnþóri Inga sem lætur vaða af löngu færi en vel yfir markið.
36. mín
Pablo Punyed fær sendingu frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og er klemmdur milli tveggja varnarmanna Víkings sem gerir það að verkum að hann fellur. Pablo kallar eftir vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Svei mér þá! Þetta lyktaði.
34. mín Gult spjald: Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Fyrir brot á Pablo Punyed.
31. mín
Búið að róast aðeins yfir færasköpun leikmanna í leiknum og komin meiri miðjubarátta.
25. mín
VÓ! Pablo Punyed með hörkuskot fyrir utan teig! Hitti boltann býsna vel en hann fór þó rétt framhjá markinu.
21. mín
Derby Carrillo er umdeildur markvörður og á það svo sannarlega til að taka glórulausar ákvarðanir af og til upp úr þurru. Hann fer vel af stað í kvöld og hirðir alla háa bolta sem í teiginn koma.
18. mín
Castillion með skot í varnarmann og framhjá. Þá kemur níunda hornspyrna leiksins...
16. mín
Það eru komnar átta hornspyrnur í þessum leik!
15. mín
Það er sótt á báða bóga hérna og bæði lið að fá hornspyrnu eftir hornspyrnu. Vonandi heldur þetta fjör áfram!
13. mín
Castillion í HÖRKUFÆRI eftir flotta sókn Víkinga. Fékk sendingu fyrir frá Túfa en Derby Carillo varði vel í hornspyrnu. Ekkert kom úr hornspyrnunni.
11. mín
Erlingur Agnarsson með skemmtilega hælsendingu á Alex Frey sem á skot frá enda vítateigsins en framhjá. Fínasta færi. Þessi leikur fer fjörlega af stað!
9. mín
Rétt fyrir markið áðan voru Eyjamenn aðeins á afturlöppunum.

Fyrst Óskar Elías með sendingu beint á mótherja á miðjum vellinum og eftir sókn Víkinga átti Matt Garner misheppnaða hreinsun sem fór beint á Túfa sem var í fínu færi en skaut yfir.
7. mín MARK!
Mikkel Maigaard (ÍBV)
Stoðsending: Gunnar Heiðar Þorvaldsson
EYJAMENN KOMAST YFIR!!!

Gunnar Heiðar átti skot sem breyttist bara í ljómandi stoðsendingu! Gunnar hitti boltann illa og hann datt á Mikkel Maigaard sem var í dauðafæri sem hann nýtti sér vel.
3. mín
Alex Freyr Hilmarsson vinnur hornspyrnu fyrir heimamenn. Ívar Örn mætir á vettvang til að taka spyrnuna en Eyjamenn skalla frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn flautaður á aðeins yfir 18, en við stressum okkur lítið á því. Eyjamenn byrjuðu með knöttinn en þeir sækja í átt að félagsheimili Víkinga.
Fyrir leik
Hafsteinn Briem situr bara í stúkunni. Væntanlega meiðsli sem gera það að verkum að hann er ekki með ÍBV í kvöld. Jæja þá ganga liðin út á völlinn. Þetta er loks að bresta á.
Fyrir leik
Ástandið á fjölmiðlafólkinu hérna í Víkinni er skrambi gott eftir verslunarmannahelgina. Eða það segir fólk allavega. Víkingar bjóða upp á kaffi, ávexti og sódavatn ef einhver á eftir að gíra sig betur upp.
Fyrir leik
Í byrjunarliði ÍBV eru tveir miðverðir sem liðið fékk í glugganum.

Brian McLean er 32 ára og ólst upp hjá Rangers en hann hefur talsverða reynslu úr skosku úrvalsdeildinni.

David Atkinson er 24 ára gamall Englendingur en hann er uppalinn hjá Middlesbrough.
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarlið ÍBV:
Hjá ÍBV eru tvær breytingar frá byrjunarliðinu gegn Stjörnunni. Hafsteinn Briem er ekki í hóp og Atli Arnarson sest á bekkinn. Inn í þeirra stað koma Felix Örn Friðriksson og Pablo Punyed sem báðir byrjuðu á bekknum gegn Stjörnunni í 2-2 jafntefli.
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings:
Víkingar halda sig við nákvæmlega sama byrjunarlið og vann Grindavík í síðustu umferð.

Eyjamenn hafa ekki skilað inn sínu byrjunarliði á tilsettum tíma. Heyrði það reyndar að þeir væru á síðasta vaði í ferðalagi sínu í þennan leik. Álag á samgöngum frá Vestmannaeyjum eftir hátíðarhöld helgarinnar.
Fyrir leik
Dómararnir búnir að taka sinn hefðbundna göngutúr um völlinn. Það var tekin kraftganga að þessu sinni, tók ekki langan tíma.

Þorvaldur Árnason aðaldómari var með kaffibolla við höndina en
aðstoðardómarar í kvöld eru Bryngeir Valdimarsson og Bjarki Óskarsson. Varadómari er Gunnþór Steinar Jónsson.
Fyrir leik
Víkingar fóru á flug eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu. Það hefur hægst á stigasöfnuninni upp á síðkastið en í síðustu umferð vannst þó góður sigur gegn Grindavík.

Eyjamenn eru án sigurs í sex síðustu deildarleikjum sínum og þurfa nauðsynlega að fara að taka sigra til að forðast það að vera í Inkasso-ástríðunni á næsta ári.
Fyrir leik
Ég er mættur í Víkina fögru. Hér er blankalogn að venju en það er blautt, skýjað og rigning. Það er nokkuð napurt einnig svo þau ykkar sem eruð á leiðinni á völlinn getið gert ráð fyrir því. Og ekki gleyma góða skapinu!
Fyrir leik
ÍBV er sem stendur í fallsæti en nær að lyfta sér úr því með sigri í kvöld. Víkingur er í sjöunda sæti en aðeins þrjú stig eru upp í þriðja sætið í þessari mögnuðu deild.
Fyrir leik
Eyjamenn eru á leið í bikarúrslitaleik gegn FH á laugardaginn og spurning hvort hugurinn sé farinn að reika þangað.

Það er gaman að segja frá því að þessi tvö lið mættust einmitt í bikarnum á þessum velli í byrjun júlí. Það var stórskemmtilegur leikur sem endaði með 2-1 útsigri ÍBV. Arnór Gauti Ragnarsson var hetjan og skoraði sigurmarkið í lokin.

Ég skemmti mér allavega það vel á leiknum að ég ákvað að mæta aftur á þennan!
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag! Vonandi hafið þið öll jafnað ykkur eftir verslunarmannahelgina og eruð með sálina tindrandi bjarta.

Eyjamenn eru nýkomnir úr Dalnum og mæta Víkingum hér í Fossvogi.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Matt Garner
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('75)
3. Felix Örn Friðriksson
5. David Atkinson
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
9. Mikkel Maigaard ('63)
11. Sindri Snær Magnússon
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Brian McLean

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
10. Shahab Zahedi
11. Sigurður Grétar Benónýsson
18. Alvaro Montejo
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('75)
30. Atli Arnarson ('63)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Kristján Yngvi Karlsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
David Atkinson ('50)
Sindri Snær Magnússon ('82)

Rauð spjöld: