Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
14:00 0
0
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
14:00 0
0
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
14:00 0
0
Fram
FH
1
0
Haukar
Guðný Árnadóttir '50 1-0
09.08.2017  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Tæpar 10 gráður, skýjað, smá gola.
Dómari: Gylfi Tryggvason
Áhorfendur: Um 300
Maður leiksins: Guðný Árnadóttir
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('73)
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Victoria Frances Bruce
8. Megan Dunnigan
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
18. Caroline Murray
22. Nadía Atladóttir

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir
16. Diljá Ýr Zomers ('73)
17. Alda Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Halla Marinósdóttir
Maria Selma Haseta
Snædís Logadóttir
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Viðtöl koma seinna í kvöld
90. mín
Haukar í þungri sókn og allt FH liðið fallið til baka
87. mín
Stuðningsmenn FH stökkva á fætur eftir flott skot Ernu Guðrúnar, sem fór í hliðarnet utanvert.
81. mín
FH-ingar við stjórnvölinn, búnar að eiga nokkur mishættuleg færi síðustu mínútur og stoppa allt sem Haukar reyna í fæðingu.
80. mín
Inn:Konný Arna Hákonardóttir (Haukar) Út:Rún Friðriksdóttir (Haukar)
75. mín
Helena Ósk í dauðafæri! Caroline lék sér að varnarmanni Hauka á vinstri kantinum, kom sér í stöðu og sendi boltann yfir á Helenu sem tók flugskalla en setti boltann rétt yfir.
73. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (FH) Út:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (FH)
71. mín
Caroline Murray vinnur boltann af Þórdís Elvu og sendir á Megan sem dúndrar á markmanninn.
65. mín
Haukar í dauðafæri, Marjani vinnur sig í gegnum FH vörnina, sendir boltann út á Þordís Elvu rétt við vítapunktinn sem kemur hlaupandi og dúndar yfir.
60. mín
Tori ver langskot Victoriu Frances.
57. mín
Haukar taka vel útfærða aukaspyrnu og opna kantinn upp á gátt, en fyrirgjöfin er yfir markið. Yrði steinhissa ef þessi leikur fer 1-0
55. mín
Guðný aftur! Fær aukaspyrnu vinstra megin við teigin og lætur vaða, Tori kemur fljúgandi og ver til Helenu Óskar sem skýtur og Tori sýnir flott viðbrögð með því að verja í horn, sem er afleitt.
53. mín
Åukin harka að færast í leikinn, að hálfu beggja liða, FH vinnur horn eftir aukaspyrnu við miðlínu.
50. mín MARK!
Guðný Árnadóttir (FH)
ÞVÍLÍKT F******G MARK! FH fær aukaspyrnu 35 plús metrum frá markinu. Guðný sér að Tori er að skipuleggja vörnina og er því ekki á línunni og lætur bara vaða og inn!
47. mín
Heiða Rakel vinnur horn fyrir Hauka, Victoria Frances hreinsar það vel.
46. mín
Góð sókn Hauka endar með skoti frá Heiðu Rakel sem er vel framhjá
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Held Haukar séu eilítið sáttari með 0-0, FH verið sterkari en Haukar áttu lang besta færið í leiknum.
43. mín
Karólína á skalla í teignum, sýndist Tori koma hendi á hann og horn dæmt, Ekkert verður úr því.
42. mín
Rangstaða dæmd á Megan Dunnigan, var komin ein á auðan sjó í teignum.
40. mín
Skelfilegt klúður hjá Heiðu Rakel! Hún kemst ein í gegn, fimm metrum á undan varnarmönnum FH, Lindsey kemur út á móti og skotið er laflaust og beint í fangið á Lindsey. Haukar ættu að hafa komið sér yfir þarna.
39. mín
Megan reynir aftur langskot, aftur er hún með lausa sendingarmöguleika.
35. mín
Megan Dunnigan á flott hlaup gegnum miðjuna og reynir skot, en hefði líklega átt að gefa á Helenu sem var dauðafrí henni til vinstri.
33. mín
Caroline vinnur horn fyrir FH, og ekkert gerist í því
29. mín
OG HINUM MEGIN! Marjani kemst ein á móti markmanni í teignum en Lindsey kemur vel út á marki og nær að blaka boltanum yfir, rétt svo.
26. mín
Karólína Lea alveg við að skora eitt af mörkum ársins. Fyrirgjöf af vinstri kanntinum á hana við markteigslínuna sem hún skýtur úr í miðju hoppi en nær honum ekki undir slánna.
23. mín
Rangstæða dæmd á Ernu Guðrún eftir stórskemmtilegt spil heimaliðsins sem endaði á að galopna vörn Hauka. Stuðningmönnum FH var ekki skemmt af þessum dóm.
22. mín
FH á í basli með Heiðu Rakel, en Guðný og Bryndís hafa hingað til haft hemil á henni.
20. mín
Megan á rosa skalla sem rétt fer yfir.
19. mín
FH nær skyndisókn en Helena er aðeins of lengi að gefa fyrir og Haukar verja í annað horn.
16. mín
Haukar ná að þræða boltann á Marjani inn í teigngum sem snúyr á varnarmann FH og nær góðu skot sem Lindsey þarf að hafa sig alla við að verja.
15. mín
Megan Dunnigan á hörku langskot sem fer rétt yfir.
14. mín
Karolina Katrín sólar sig framhjá nokkrum Haukurum, gefur út á kantinn en fyrirgjöfinn er hreinsuð í horn. Tori grípur boltann að lokum eftir darraðardans og Rauði Herinn fagnar ákaft.
11. mín
Helena Ósk kemur hlaupandi þvert yfir teigin og mætir lágri hornspyrnunni, nær lausu skoti sem er bjargað á línu af leikmanninum á nær stönginni.
10. mín
FH vinnur hornspyrnu.
10. mín
Marjani fyrirgjöf/skot sem sleikir slánna hjá FH-ingum.
8. mín
Marjani og Guðný eiga gott kapphlaup um boltann sem Guðný vinnur. Líflegt hér í byrjun.
4. mín
Caroline Murray reyndir langt skot en Tori grípur örruglega.
4. mín
Þórdís Elva er hársbreidd frá því að koma boltanum á Heiðu Rakel en varnarmaður FH kemur stóru tá í hann og sendir hann útaf.
1. mín
Bæði lið taka snöggan hring fyrir leik, Haukar byrja boltann og sækja í átt að lögreglustöðinni.
Fyrir leik
DJ-inn skiptir úr Gísla Pálma yfir í Botnleðju á meðan leikmenn halda inn í klefa, þetta er alveg að bresta á.
Fyrir leik
Ætla að spá þessum leik 2-1, Haukar skora snemma en FH liðið kemur gírað úr hálfleik og setur tvö.
Fyrir leik
Stuðningssveit Hauka, Rauði Herinn, voru að marsera inní Kaplakrika með fána, stemningu og sirka 10 trommur.
Fyrir leik
Jóhann Unnar gerir hinsvegar þrjár breytingar, Rún Friðriksdóttir, Sara Rakel Hinriksdóttir og Sólveig Stefánsdóttir koma inn fyrir Sunnu Þorbjörnsdóttir, Alexöndru Jóhannsdóttir og Kolbrún Tinnu Eyjólfsdóttir.
Fyrir leik
Lið FH steinlág í síðasta leik fyrir pásuna, 5-0 tap gegn Breiðablik. Orri gerir tvær breytingar frá þeim leik, Melkorka Katrín og Nadía Atladóttir koma inn fyrir Rannveigu Bjarnadóttir og Selmu Dögg.
Fyrir leik
Fyrstu leikmenn eru að týnast út á völl í upphitun og þegar ég gekk inn var verið að hita grillið fyrir Kjötkompaní-borgaranna. Það er smá vindur og skýjað en annars mjög fínt veður.
Fyrir leik
FH liðið getur verið nokkuð sátt með stöðu sína, þær eru í sjöunda sæti, eins stigi á eftir Grindavík en eiga tvo leiki til góða. Það sem af er móti hafa þær ekki tapað leik á móti liði í neðri helming deildarinnar, né tekið stig á móti liðunum í efri hlutanum. Þær eru sirka einum sigri frá því að gulltryggja sæti sitt í Pepsi á næsta ári, en spurning hvort markmiðið sé ekki að bæta árangurinn frá í fyrra og klára í efri hluta deildarinnar.
Fyrir leik
Haukar töpuðu síðasta leik sínu fyrir landsleikjahlé og er komin með bakið upp við vegg í deildinni. Þær hafa einungis náð í eitt stig í sumar og sitja límdar við botninn, fimm stigum á eftir KR. Ef þær ætla að bjarga sér þurfa þær að læra að vinna leiki, fyrr frekar en seinna.
Fyrir leik
Gott kvöld og velkomin í Kaplakrika. Blessuðu landsleikjahléinu er loksins lokið og núna getur Pepsi deildin farið aftur af stað á fullu.
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Rún Friðriksdóttir ('80)
6. Vienna Behnke
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f)
12. Marjani Hing-Glover
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir
8. Svava Björnsdóttir
9. Konný Arna Hákonardóttir ('80)
11. Erla Sól Vigfúsdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
18. Alexandra Jóhannsdóttir
19. Andrea Anna Ingimarsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Hildigunnur Ólafsdóttir
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: