Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
2
0
Breiðablik
0-0 Martin Lund Pedersen '3 , misnotað víti
Hólmbert Aron Friðjónsson '46 1-0
Hilmar Árni Halldórsson '67 2-0
09.08.2017  -  20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Hilmar Árni Halldórsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
14. Hörður Árnason
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('88)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
6. Þorri Geir Rúnarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson
17. Ólafur Karl Finsen ('88)
23. Dagur Austmann
27. Máni Austmann Hilmarsson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+4 leiknum er lokið. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Það er í það minnsta 4 mínútum bætt við
88. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
88. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
87. mín
Það er allt vitlaust á vellinum. Stjörnuáhorfendur heimta að Þóroddur gefi Elfari sitt annað gula spjald og er það réttlætanlegt.
85. mín
85 mínútur komnar á klukkuna og tíminn er að renna út fyrir Blika að ætla að fá eitthvað úr þessum leik.
83. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
78. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
75. mín
Arnþór Ari með gott skot að marki Stjörnunnar sem Haraldur varði vel.
73. mín
Ég fékk ábendingu frá BöMachine sem er að horfa á leikinn að það hefði ekki verið Baldur Sig sem átti stoðsendinguna í marki Hilmars Árna heldur Alex Þór Haukson. Ég treysti Magga Bö til að hafa þetta rétt.
70. mín
Þarna stóð Gulli vaktina. Jósef Kristinn komst inn í sendingu og komst einn á móti Gulla sem gerði vel og kom út á móti og varði vel.
67. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Alex Þór Hauksson
MMMMMMAAAAARRRKKKKK!!! Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir stoðsendingu frá Alex Þór. Hilmar átti skot úr utanverðum teignum og var Gulli í boltanum en ekki nóg til að stöðva skotið sem fór í markið. Gulli átti að gera miklu betur.

Þessi sókn Blika kom eftir að Damir Muminovic sendi beint á mótherja úr vörninni undir engri pressu.
64. mín
Blikar eru að sækja í sig veðrið og hafa verið að ógna síðustu mínútur.
63. mín
Þarna átti Aron Bjarna að gera betur. Flott spil á Blikum sem leiddi til þess að Aron fékk sendingu inn í teig Stjörnunnar en skot hans var lélegt og framhjá markinu.
Eiður Smári er víst á meðal áhorfenda að fylgjast með syninum.


Þórður Steinar er hárprúður mjög


59. mín
Hólmbert er kominn aftur inn á eftir að hafa fengið aðhlynningu
58. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik) Út:Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik)
Við þessa breytingu fara Blikar í 442
58. mín
Hólmbert liggur hér eftir á vellinum og heldur um hnéð/lærið.
56. mín
Það kom mark fyrir tíu mínútum og svo varla söguna meir....allavegana hingað til.
48. mín
Það er að segja, auðvitað tók þetta langan tíma, markið kom ekki fyrr en á 46 mínútu en meiningin er sjálfsögðu sú að það tók ekki langan tíma eftir að seinni hálfleikur hófst :)
46. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
MMMMMAAAAAARRRRRKKKKKKKK!!!! Tók ekki langan tíma! Hólmbert Aron skallar boltann í netið eftir hornspyrnu sem enginn annar og öllum að óvörum Hilmar Árni tók.
46. mín
Jæja jæja jæja, seinni hálfleikur er hafinn. Koma svo, fáum mörk í þetta og fjör og hita og læti.
45. mín
Kominn hálfleikur. Fáum okkur kaffi og hitum okkur upp fyrir fjörugar 45 mínútur til viðbótar.
45. mín
Það eru komnar 45 mín á klukkuna. 3 mín bætt við.
38. mín
Leikurinn er ennþá í járnum eins og sagt er og ómögulegt að segja hvernig hann fer. En ég held þó að það sé sanngjarnt að segja að Stjörnumenn hafi haft örlitla yfirburði það sem af er.
31. mín
Nú verður Elfar að fara að passa sig. Hann er á gulu spjaldi og er búinn að vera tvisvar tæpur eftir að hafa fengið það, síðan voru Stjörnumenn núna rétt í þessu í sókn og Elfar heldur fasta glímutaki um Guðjón Baldvins en ekkert dæmt. Óskiljanlegt.
29. mín
Ojjj þetta hefur verið sárt! Gísli Eyjólfs með þrusu skot sem virtist fara beint í punginn á Herði Árna.
25. mín
ÚFFFFF þarna munaði svo litlu fyrir Blika. Aron átti stórgóða sendingu inn í teig Stjörnunnar og Elfar kom á ferðinni og svoleiðis smellhitti boltann með pönnunni en boltinn fór rétt framhjá.
23. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
22. mín
Guðjón Baldvins var tekin út af á hliðarlínuna og læknir Stjörnunnar búinn að vera ræða ansi mikið við hann. Héldum við í blaðamannastúkunni að Gaui yrði tekinn út af en að endingu var honum hleypt inná.
19. mín
Elfar og Gaui skullu saman og lá Gaui eftir í allavegana mínútu. En stóð á fætur eftir aðhlynningu og ætlar að halda áfram.
17. mín
Gaui Baldvinss með skæri inn í teig eftir flotta sendingu frá Jóa Lax en skotið framhjá.
15. mín
Rétt áður en brotið átti sér stað sýndi Kiddi Jóns frábæra takta, tók boltann í snúningshring og það gekk frábærlega upp og því reyndi hann það aftur en þá misstókst það.
14. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Fær gult fyrir ljótt brot. Fór með takkana út í lappirnar á Alex Þór.
12. mín
Það er ákefð í báðum liðum og smá harka. Menn ætla að selja sig dýrt í kvöld. Vil ekki jinxa neinu en ég yrði hissa ef ég sæi ekki nokkur fótboltamörk skoruð í kvöld.
7. mín
Vel gert Jói Laxdal! Arnþór Ari var við það að komast í skotfæri en Jói náði að koma í veg fyrir það og kom boltanum út fyrir.
5. mín
Stjörnumenn eru að spila 3-4-3 að mér sýnist og Blikar eru að gera það einnig.
5. mín
Hlutirnir byrja af krafti. Hörður Árnason braut á Martin Lund inni í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Martin Lund fór sjálfur á punktinn og spyrnan hans var bara léleg. Skotið var laust og átti Haraldur ekki í neinum vandræðum með að verja skotið.
3. mín Misnotað víti!
Martin Lund Pedersen (Breiðablik)
2. mín
Víti! Martin Lund fær vítaspyrnu!
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Heimamenn spila í átt að Hafnarfirði en Blikar í átt að Kópavogi.
Fyrir leik
Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði og markmaður Blika er með gullfallegt regnboga-fyrirliðaarmband til stuðnings Gay Pride sem hófst í vikunni. Það sama gerir Baldur Sigurðsson fyrirliði Stjörnunnar.
Fyrir leik
Meðan ég man, ég gerði mistök hér áðan. Hörður Árnason er svo sannarlega í byrjunarliðinu eins og sjá má en það er Daníel Laxdal ekki. Hann er meiddur. Daníel hinsvegar var í liðinu á móti ÍBV.
Fyrir leik
5 mínútur í þetta. Kaffið er komið í bollann og Stjörnuborgarinn í magann. Ég er klár, en þið?
Fyrir leik
15. mínútur í að leikar hefjist. Eins og fram hefur komið er Þóroddur Hjaltalín að dæma í kvöld og með honum eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson.
Fyrir leik
Siggi Dúlla er að labba hér um grasið að dúllast í mönnum, dúllan sem hann er.
Fyrir leik
Það er allt til alls í Garðabænum. Veðrið er fínt, smá vindur. Grasið er vökvað, línurnar eru hvítar, grillið orðið heitt og tónlistin er byrjuð að óma og því vonandi að leikmenn standi undir tilefninu og gefi fólkinu frábæran leik.
Fyrir leik
Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunnar er svo í banni í kvöld og er því skiljanlega ekki með. Óttar Bjarni Guðmundsson og Alex Hauksson koma inn í liðið í stað Eyjó og Harðar Árna
Fyrir leik
Eins og sjá má að þá eru byrjunarlið liðanna kominn á vefinn. Það vekur helst athygli að Þórður Steinar Hreiðarsson leikmaður Blika er í byrjunarliðinu en hann er nýkominn aftur til Blika eftir að hafa verið að spila með Augnablik í 4.deildinni í sumar. Hann kemur í stað Davíð Bjarna Ólafssonar sem fer á bekkinn frá því í leiknum á móti Fjölni.
Fyrir leik
Fyrir tveimur árum varð allt vitlaust er Ólafur Karl Finsen leikmaður Stjörnunnar fór inn í búningsklefa Blika á Kópavogsvelli. Myndband af þvi ferli komst svo fyrir sjónir almennings. Hægt er að rifja það upp hér
Fyrir leik
Lárus Orri, þjálfari Þórs, spáir 2-3 útisigri Blika:

Ég held að Blikarnir haldi áfram runi og taki Stjörnuna á heimavelli í skemmtilegum leik. Stjarnan hefur verið að hiksta.
Eins og venjan er að þá fylgist ég jafnvel með Twitter og leiknum á meðan leik stendur. Hafir þú eitthvað skemmtilegt að segja um leikinn að þá endilega notaðu myllumerkið #fotboltinet og það er aldrei að vita nema það slæðist inn í textalýsinguna.
Fyrir leik
Ég sá síðasta leik gestanna, þegar þeir unnu Fjölnir í Kópavoginum. Spilamennska þeirra í þeim leik var einstakalega skemmtileg oft á tíðum. Einnig er ég búinn að sjá tvo leiki með gestgjöfunum og hafa báðir þeir leikir verið gríðarlega skemmtilegir þannig að ég býst við miklu í kvöld.
Fyrir leik
Komiði sæl og blelluð. Þið eruð komin í samband við beina textalýsingu frá 14. umferð Pepsí deildar karla. Nánar tiltekið leik Stjörnunnar og Breiðabliks. Leikurinn hefst kl. 20:00 og er það Þóroddur Hjaltalín sem er flautuleikari kvöldsins.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason ('83)
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason
19. Kristinn Jónsson ('78)
21. Dino Dolmagic
30. Andri Rafn Yeoman
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('58)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
13. Sólon Breki Leifsson
15. Davíð Kristján Ólafsson ('78)
16. Ernir Bjarnason
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('58)
18. Willum Þór Willumsson ('83)
21. Guðmundur Friðriksson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('14)
Elfar Freyr Helgason ('23)

Rauð spjöld: