Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Þór/KA
3
3
Fylkir
Sandra Mayor '41 , víti 1-0
1-1 Kaitlyn Johnson '43
1-2 Kaitlyn Johnson '44
1-3 Caragh Milligan '51
Sandra María Jessen '86 2-3
Sandra Mayor '89 3-3
10.08.2017  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: 12 gráður og skýjað
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Sandra María Jessen
Byrjunarlið:
Ágústa Kristinsdóttir ('54)
Natalia Gomez
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir ('72)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('33)
19. Zaneta Wyne
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir ('54)
14. Margrét Árnadóttir ('72)
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('33)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Saga Líf Sigurðardóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
Hannes Bjarni Hannesson

Gul spjöld:
Bianca Elissa ('61)
Sandra Mayor ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
3-3 jafntefli niðurstaðan hér á Akureyri í stórskemmtilegum leik sem var uppfullur af dramatík. Bæði lið sýndu karakter og komu tilbaka eftir að hafa verið undir.

Annars þakka ég bara kærlega fyrir mig. Yfir og út!
90. mín Gult spjald: Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
Sparkar boltanum í burtu eftir að hafa verið dæmd rangstæð.
90. mín
Sandra María hér í fínu færi en skýtur boltanum framhjá.
90. mín
5 mínútum bætt hér við.
89. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!

Sandra Jessen fær geggjaða sendingu inná teiginn og virðist vera að missa boltan í hendur Ástu en nær að renna honum út á Borgarstjórann sem að rennur boltanum í autt markið.
88. mín
Inn:Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
86. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
ÞAÐ ER VON!

Góð sending fram endar á kollinum á Söndru Mayor sem að skallar boltan fyrir fætur Söndru Maríu sem að potar honum inn. Stefnir allt í fjörugar lokamínútur hér á Þórsvelli.
84. mín
Sandra Mayor brunar hér inní teig og á fasta fyrirgjöf fyrir markið sem að varnarmenn Fylkis ná að bjarga í horn.
81. mín
Inn:Lovísa Sólveig Erlingsdóttir (Fylkir) Út:Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir (Fylkir)
Fyrirliðinn kemur hér útaf. Virtist fá eitthvað högg áðan. Búinn að vera flott í dag.
77. mín
Margrét Árnadóttir hér í góðu færi en Tinna Bjarndís nær að trufla skotið með góðri tæklingu og boltinn endar í höndunum á Ástu Vigdísi.
74. mín Gult spjald: Sandra Mayor (Þór/KA)
Fyrir mótmæli.
74. mín
Góð aukaspyrna Nataliu sem að Sandra nær að skjóta í átt að marki en Ásta Vigdís grípur hann og virðist detta inní markið en Sigurður dæmir aukaspyrnu á Þór/KA í staðinn. Mjög furðuleg uppákoma hér.
72. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
Síðasta skipting Donna í þessum leik.
72. mín
Inn:Eva Núra Abrahamsdóttir (Fylkir) Út:Kaitlyn Johnson (Fylkir)
Katilyn búin að skila sínu hér í dag.
71. mín
Mikið klafs hér í vítateig Fylkis en enginn leikmaður Þór/KA þorir að skjóta. Sóknin rennur út í sandinn.
68. mín
Það er góð stemmning hér Þórsvelli og áhorfendur eru duglegir að láta í sér heyra. Svona viljum við hafa þetta.
65. mín
Leikurinn fer þessa stundina fram á vallarhelming Fylkis en Þór/KA eiga erfitt með að brjóta upp þeirra varnir.
61. mín Gult spjald: Bianca Elissa (Þór/KA)
61. mín
Góður bolti hér hjá Nataliu og Sandra Jessen á fínan skalla á beint á Ástu. Bianca keyrir svo inní hana.
61. mín
Aukaspyrna hér á hættulegum stað fyrir Þór/KA. Natalia Gomez stendur yfir boltanum.
59. mín
Sandra Mayor hér með skemmtilega klippu eftir hornspyrnu sem að ratar beint á kollinn á Söndru Maríu en færið of þröngt. Þór/KA sækja stíft þessa stundina.
57. mín
Góð pressa hjá Söndru Maríu sem að nær að koma boltanum á Huldu Björg en skot hennar mátlaust og framhjá.
54. mín
Inn:Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Út:Ágústa Kristinsdóttir (Þór/KA)
52. mín
Sandra María í dauðafæri eftir góða fyrirgjöf frá nöfnu sinni Mayor en nær ekki að skalla í opið markið.
51. mín MARK!
Caragh Milligan (Fylkir)
FYLKIR KOMNAR Í 3-1!!! Ég var varla búinn að ýta á enter á síðustu færslu þegar að Caragh Milligan sleppur ein í gegn og skorar framhjá Bryndísi Láru. Nú er brekkan orðin brött fyrir Þór/KA.
51. mín
Lítið sem ekkert að gerast hérna fyrstu mínúturnar.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hér hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér á Þórsvelli. Fylkisstúlkur leiða hér með tveimur mörkum gegn einu eftir rosalegar lokamínútur.
44. mín MARK!
Kaitlyn Johnson (Fylkir)
ÉG Á EKKI TIL EITT AUKATEKIÐ ORÐ! Katilyn Johnson skorar hér annað mark beint eftir hornspyrnu. Þetta snérist heldur betur í höndunum á norðanstúlkum á stuttum tíma.
43. mín MARK!
Kaitlyn Johnson (Fylkir)
HVAÐ ER AÐ GERAST!? Fylkir koma strax til baka og jafna. Sýndist það vera Katilyn Johnson.
41. mín Gult spjald: Tinna Björk Birgisdóttir (Fylkir)
41. mín Mark úr víti!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Öryggið uppmálað hjá Borgarstjóranum. Aldrei spurning.
41. mín
VÍTI! Sandra María fellur hér í teignum.
39. mín
DAUÐAFÆRI!!! Algjört samskiptaleysi hjá Ástu Vigdísi og Huldu Sigurðardóttur sem verður til þess að Hulda Björg kemst ein á móti marki en boltinn í stöngina.
38. mín
Góð sókn hérna hjá Þór/KA sem að endar með skoti frá Nataliu Gomez en boltinn yfir.
36. mín
Berglind Rós fær hér tiltal frá Sigurði. Stúkan er gáttuð að hann skildi ekki gefa henni gult spjald þarna. Það hefði hins vegar bara verið vitleysa.
35. mín
Eftir flotta byrjun hjá Fylki hafa þær átt erfitt með að brjóta upp vörn Þór/KA.
33. mín
Andrea Mist hefur fært sig niður í stöðu vængbakvarðar og Hulda Ósk kemur upp á kantinn.
33. mín
Inn:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Anna Rakel getur ekki haldið leik áfram. Skellur fyrir Þór/KA.
31. mín
Eftir hornspyrnu Þór/KA á Jasmín Erla misheppnaða hreinsun sem að Hulda Björg nýtir sér og á þrumuskot en að fer beint í varnarmann Fylkis. Þór/KA búnar að vera líklegri.
30. mín
Natalia Gomez þvælir hér þrjá leikmenn Fylkis á miðjum vellinum og á síðan skot sem er hátt yfir.
28. mín
Anna Rakel er kominn inná aftur og hnéð allt uppvafið. Léttir fyrir Þór/KA.
26. mín
Donni og Hemmi Hreiðars duglegir að láta hvorn annan heyra það á hliðarlínunni. Verður áhugavert að fylgjast með þeim í þessum leik.
23. mín
Anna Rakel liggur eftir á vellinum eftir viðskipti sín við Caragh Milligan sem að fær tiltal frá Sigurði. Vonum að þetta sé ekkert alvarlegt.
21. mín
Boltinn skoppar fyrir fætur Söndru Maríu inní teignum sem að dúndrar honum yfir markið. Þór/KA sækja meira þessa stundina.
20. mín
Þarna vildi Þór/KA fá víti eftir að Sandra Mayor datt í teignum en Sigurður Hjörtur gerir rétt við að flauta ekki
17. mín
Anna Rakel með geggjaða sendingu fyrir sem að Sandra María nær að koma út á Zaneta Wyne sem að skýtur í fyrsta framhjá.
17. mín
Hemmi Hreiðars lætur vel í sér heyra af bekknum. Vantar ekki passionið þar.
16. mín
Andrea Mist með skot utan af kanti sem að Ásta Vigdís grípur örugglega.
15. mín
Það er mikið undir hjá báðum liðum og það sést á spilamennsku þeirra. Ekkert gefið eftir inná vellinum.
11. mín
DAUÐAFÆRI! Eftir ágætissókn Þór/KA komast Fylkir í skyndisókn þar sem að Jasmín Erla gerir vel að koma boltanum á Katilyn Johnson sem að hins vegar missir boltan of langt frá sér og Bryndís grípur boltan örugglega.
6. mín
Sandra María með fína tilraun eftir góða sendingu frá Zaneta Wyne en boltinn rétt framhjá. Fjörugar upphafsmínútur hér á Þórsvelli.
4. mín
Fylkir næstum því komnar yfir! Ágústa reynir að koma boltanum útúr teignum og skýtur beint í átt að marki þar sem að Bryndís Lára ver meistaralega í slánna og út. Þór/KA stálheppnar þarna
1. mín
Leikur hafinn
Fylkisstúlkur byrja með boltan og sækja í áttina að Glerárskóla.
Fyrir leik
Liðin mættust á Fylkisvelli í 3. umferðinni 7. maí síðastliðinn. Þá vann Þór/KA 1-4 sigur. Margrét Árnadóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir skoruðu fyrir Þór/KA en Rakel Leósdóttir fyrir Fylki.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þór/KA hefur verið langbesta lið deildarinnar í sumar en þær hafa unnið tíu af 11 leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Þær eru á toppi deildarinnar með 31 stig, fimm stigum meira en Stjarnan sem er í öðru sæti og hefur spilað einum leik meira.

Fylkir er hinsvegar í slæmum málum. Þær eru í fallsæti, næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig í 10 leikjum. Þær hafa unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað 8.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Komiði sæl og verði velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Þórs/KA og Fylkis í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum en leikið er á Þórsvelli á Akureyri.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir ('81)
Tinna Björk Birgisdóttir
4. Brooke Hendrix
5. Maruschka Waldus
6. Hulda Sigurðardóttir ('88)
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
13. Kaitlyn Johnson ('72)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
20. Caragh Milligan
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir ('81)
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('88)
24. Eva Núra Abrahamsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Hafsteinn Steinsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Vésteinn Kári Árnason
Rakel Leósdóttir
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:
Tinna Björk Birgisdóttir ('41)
Thelma Lóa Hermannsdóttir ('90)

Rauð spjöld: