Stjarnan
1
0
Valur
Guðmunda Brynja Óladóttir '113 1-0
13.08.2017  -  16:00
Samsung völlurinn
Borgunarbikar kvenna
Aðstæður: Bjart, létt gola en ekkert alltof hlýtt
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 243
Maður leiksins: Ana Victoria Cate
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
Harpa Þorsteinsdóttir ('103)
Ana Victoria Cate
4. Kim Dolstra
5. Lorina White
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
14. Donna Key Henry ('81)
17. Agla María Albertsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('81)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('103)
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Inga Birna Friðjónsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
STJARNAN ER Á LEIÐ Í ÚRSLITIN!!!

Þetta eina mark í seinni hálfleik framlengingarinnar dugði þeim. Flott hjá þeim að klára þetta eftir að hafa stjórnað leiknum mikið til í seinni hálfleik og í framlengingunni en það þarf líka að skora mörk og það leit ekki vel út með það lengi vel!! Valur hefði samt alveg eins getað stolið þessum farmiða í úrslitaleikinn en þetta datt með þeim bláklæddu í dag.

Ég þakka fyrir mig í bili. Viðtöl og skýrsla koma inn hér seinna í kvöld.
118. mín
DAUÐAFÆRI!!

Elín Metta á fyrirgjöf frá hægri þar sem Málfríður Erna kemur á ferðinni og skallar boltann. En henni brást bogalistin þarna og hún sneiðir hann framhjá stönginni fjær. Ég get alveg ímyndað mér hvað Kristín Ýr, aðstoðarþjálfari Vals, hefur verið ósátt við þennan skalla hjá Fríðu sem hefur oft klárað svona færi!!
116. mín
Agla María fær boltann uppá hægri kantinum og virðist ætla að hlaupa bara upp að hornfána. Arna Sif er, eðlilega, ekki sátt við það plan og gerir atlögu að henni. Aðstoðardómaranum þykir nóg um hörkuna af hálfu Örnu og dæmir aukaspyrnu.

Stjarnan tekur aukaspyrnuna en halda sínu plani og reyna bara að komast sem næst hornfánanum.
113. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Katrín Ásbjörnsdóttir
ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVÍ AÐ VIÐ FENGJUM MARK Í ÞENNAN LEIK!!

Katrín á sendingu inn á milli hafsenta Vals þar sem Gumma mætir, er ein gegn Söndru og klárar með hnitmiðuðu skoti upp við vinstri stöngina. Vel gert hjá Gummu en sá ekki almennilega hvort að það var eitthvað sem Sandra hefði getað gert betur. Ælta bara að giska á ekki þar sem Gumma kláraði þetta afskaplega snyrtilega!
110. mín
Valur fær horn. Stefanía tekur hornið en enginn leikmaður Vals nær til boltans og þetta rennur útí sandinn.
107. mín
Elín Metta að minna á sig. Fer framhjá Kristrúnu heldur auðveldlega og setur boltann svo útí teiginn en þar er bara enginn til að klára þessa sókn!! Hefði verið draumur markaskorara að fá þessa sendingu á þessum stað í teignum!!
106. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikkur framlengingar er hafinn.
105. mín
Hálfleikur í framlengingunni. Við erum allavega búin að sjá færi hérna í framlenginunni sem er góðs viti. Nú er bara spurning hvort við fáum mark í seinni hálfleik framlengingarinnar eða hvort að við förum í vítaspyrnukeppni....!!
104. mín
Agla María tekur aukaspyrnu útá hægri kantinum, setur hann langan á fjær þar sem Ana ég skot sem Sandra ver vel! Stjörnustúlkur eru líklegri þessa stundina.
103. mín
Inn:María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Þetta skot var það síðasta sem Harpa gerði í þessum leik. María fer á miðjuna og Katrín færir sig í fremstu stöðu á vellinum.
102. mín
HVERNIG TÓKST ÞEIM EKKI AÐ SKORA?

Stjarnan tekur innkast. Boltinn berst á Hörpu sem lætur bara vaða og ég held að enginn hafi búist við því að þetta væri neitt sérstakt skot þegar það syngur í stönginni og berst svo út á Önu sem lúrir inní markteignum. Ana er aftur á móti alltof lengi að leggja boltann fyrir sig og er undir pressu þegar hún setur loksins boltann beint í Söndru og á einhvern óskiljanlegan hátt tekst þeim ekki að skora!!! Þvílíkt tækifæri! Þau verða bara ekki betri en þetta!!
100. mín
Katrín á langa sendingu uppí hægra hornið á Öglu Maríu sem reynir fyrirgjöf í fyrsta en fer í Pálu og útaf. Horn.

Agla María tekur hornið sjálf. Boltinn berst síðan aftur út á hana og hún reynir skot, en það er beint á Söndru. Gripið.
98. mín
Gestirnir aðeins að minna á sig!!

Boltinn berst á Elínu Mettu sem er fyrir framan teiginn og reynir skot í fyrsta. En hefði þurft að bíða örlítið lengur eftir að boltinn kæmi aðeins neðar þar sem skotið hennar fer himinhátt yfir. Elín Metta getur miklu, miklu betur en þetta!
96. mín
Fyrsta marktilraunin í þessari framlengingu lítur dagsins ljós. Þetta var samt eiginlega ekki beint marktilraun, en Lorina kemst inná teiginn hjá Val og reynir fyrirgjöf en lendir í klafsi og boltinn fer af varnarmanni og upp í loftið en lendir beint í öruggum höndum Söndru.
93. mín
Þessi framlenging er bara meira af því sama þessa stundina. Valur liggur til baka, Stjarnan heldur boltanum og reynir að finna glufur.
91. mín
Leikur hafinn
Ég get ekki betur séð en að þeir sem halda uppi mesta stuðinu í stúkunni Valsmegin séu meðlimir Improv Íslands! Ég er ekki frá því að ég hefði heldur viljað vera á sýningu hjá þeim heldur en á þessum bragðdaufa leik á köflum....en vonandi eigum við kröftuga og spennandi framlengingu í vændum!!

Anisa sparkar þessu af stað fyrir Valsstelpur.
90. mín
Thelma tekur aukaspyrnuna og hún ákeður bara að skjóta á markið en Gemma grípur þennan örugglega, enda skotið svo til beint á hana.

Pétur flautar svo til leiksloka um leið og Gemma grípur boltann. Við erum á leiðinni í framlengingu!
90. mín
Það stefnir allt í framlengingu hérna en Valur er þó að fá aukaspyrnu hérna á hættulegum stað. Ná þær að stela þessu hérna í lokin??
89. mín
Pála kemur fram til að taka eitt af sínum löngu innköstum. Hann fer á Örnu Sif en síðan ná varnarmenn Stjörnunnar að koma boltanum aftur í innkast.

Aftur tekur Pála langt og aftur inná Örnu Sif en það verður meira úr þessu færi og það endar þannig að Arna Sif fær annan skalla en hann fer rétt yfir og lendir ofan á þaknetinu.
88. mín
Laufey á hérna fína sendingu uppí hornið hægra megin á Elínu Mettu sem hefur nægan tíma en fyrirgjöfin hennar beint í hendurnar á Gemmu.
83. mín
Heimaliðið fær enn eina hornspyrnuna eftir að Arna Sif skallar fyrirgjöf í horn. Þetta var föst fyrirgjöf og munaði ekki miklu að Arna setti boltann á sitt eigið mark en hún vissi pottþétt 100% hvað hún var að gera og sá til þess að engin hætta skapaðist.
82. mín
ELÍN METTA!!

Hún gerir þetta svo vel! Fer illa með Kristrúnu og kemur sér í gott skotfæri með vinstri. Skotið fast og með jörðinni en tiltölulega nálægt Gemmu í markinu sem ver vel.
81. mín
Inn:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan) Út:Donna Key Henry (Stjarnan)
Hrein sóknarmannaskipting.
Donna hefur ekki heillað mig í leik sínum í dag. Ég sá hana spila leik á fimmtudaginn þar sem hún átti virkilega góðan leik en hún hefur virkað þreytt og lítið hreyfanleg í leiknum í dag.
78. mín
Stuðningsfólk Stjörnunnar er loksins orðið leitt á þófinu og farin að hvetja sínar konur áfram. Áhangendur gestanna hafa verið duglegir að láta í sér heyra allan leikinn og eiga hrós skilið.
75. mín
Gestirnir komast í skyndisókn, Elín Metta setur hann inní þar sem Anisa skallar hann aftur fyrir sig fjærstönginni til að reyna að koma honum aftur útí teiginn en þetta gengur ekki upp hjá þeim.
74. mín
Stjarnan heldur áfram að halda boltanum og Valur liggur til baka. Ekkert nýtt, bara sama og hefur verið allan seinni hálfleikinn. Þetta er mjög óspennandi! Ég vil fá mark!
70. mín
HARPA!!

Harpa fær hér flotta sendingu frá Donnu sem var komin upp að endamörkum hægra megin við markið og nær skoti að marki en Sandra ver frá henni!!! Fínasta færi!!

69. mín
Þegar ég var rétt búin að skrifa síðustu færslu fóru Valsstelpur loksins fram yfir miðju og Hlín átti svo fyrirgjöf sem Gemma gerði vel í að koma út og grípa.
68. mín
Valsliðið liggur bara alveg til baka og freistar þess væntanlega að komast í skyndisóknir en það er ekkert voðalega mikið að frétta af því. Þær ná varla að koma boltanum fram yfir miðjan vallarhelminginn sinn!
64. mín
Stjarnan að halda boltanum ágætlega sín á milli. Koma svo boltanum á Hörpu þar sem hún finnur sig í kunnuglegri stöðu, með varnarmann í bakinu og bakið í átt að markinu. Harpa skýlir boltanum vel og leggur hann út á Katrínu í skot en skotið alls ekki nógu gott og fer hátt yfir. Þarna hefði Katrín geta gert betur.
60. mín
Inn:Anisa Raquel Guajardo (Valur) Út:Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Anisa fer alveg uppá topp, þar sem Hlín var að spila, en hún færir sig út í stöðuna hennar Vesnu.

Vesna búin að eiga fínan leik, sérstaklega í fyrri hálfleiknum.
59. mín
LOKSINS GERÐIST EITTHVAÐ!

Donna sneri af sér varnarmann á kantinum hægra megin og kom svo boltanum inn á Hörpu sem var aðeins fyrir utan teiginn. Hún lét bara vaða og skotið alveg ljómandi fínt en Sandra varði það mjög vel í horn.

Stjarnan tekur hornið og uppúr verður aðeins krafs inní teignum sem Sandra handsamar svo. Best hornspyrnan sem Stjarnan hefur tekið í þessum leik.
55. mín
Kristrún reynir skot fyrir utan teig sem varnarmaður Vals skallar uppí loft og aftur fyrir endamörk. Stjarnan fær horn sem Donna og Kristrún taka stutt. Donna gerir ágætlega og kemur sér í skotfæri en það er þröngt og varnarmenn Vals koma þessu í burtu.
53. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan vítateigshornið hægra megin. Katrín tekur spyrnuna eins og fyrr en hún er bara hræðileg!!! Með jörðinni inní teiginn á fyrsta varnarmann Valsstúlkna! Stjarnan hefur farið afar illa með föst leikatriði í þessum leik og þurfa aðeins að fara að spýta í ef þær ætla sér í þennan úrslitaleik sem í boði er!
50. mín
Gestirnir liggja til baka hér í byrjun seinni hálfleiks og beita löngum sendingum fram völlinn. Það er ekkert að virka neitt sérstaklega fyrir þær en á meðan er Stjarnan ekki heldur að finna glufur á vörninni hjá þeim. Það væri fínt að fara að fá mark í þennan leik og aðeins meiri hasar...
49. mín
Ágætis spil hjá heimaliðinu þar sem Agla María rennir honum út á Kristrúnu sem tekur hann í fyrsta inn fyrir í hlaupaleiðina hennar Hörpu en krafturinn í sendingunni er aðeins of mikill og Sandra hansamar þennan áður en Harpa nær snertingunni.
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn aftur af stað.
45. mín
Hálfleikur
Pétur dómari flautar til hálfleiks í kjölfar rangstæðunnar.

Þetta byrjaði fjörlega þar sem Valur tók fljótlega yfir en hættulegustu færin þeirra komu úr föstum leikatriðum. Þetta jafnaðist síðan þegar tók að líða á hálfleikinn en ekki mikið um opin færi. Vonandi fáum við fleiri svoleiðis í seinni hálfleiknum!
45. mín
Heimaliðið fær hornspyrnu. Ætli þetta verði ekki síðasti sénsinn til að gera eitthvað hérna í seinni hálfleik. Agla María tekur hornið en Sandra kýlir hann frá og gestirnir komast í skyndisókn þar sem boltinn berst til Pálu sem var fljót að koma sér fram og hún á ljómandi fína sendingu inná Hlín sem hefði verið komin í dauðafæri, ein gegn Gemmu, ef hún hefði ekki verið dæmd rangstæð!!
45. mín
Vegna meiðslanna hjá Söndru áðan er bætt við 5 mínútum.
44. mín
Á meðan að það er lognmolla hér er gaman að segja frá því að ÍBV er búið að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum með því að vinna Grindavík í vítaspyrnukeppni!! Annað árið í röð sem þær fara í úrslit. Við óskum þeim til hamingju með það.
42. mín
Agla María tekur sprettinn inná teiginn með 4 í kringum sig, tekur skotið en það hrekkur af varnarmanni og út. Stjarnan nær að halda pressunni og Lára reynir sendingu inná Hörpu inná teignum en móttakan ekki nægilega góð og þetta verður að engu.
40. mín
Stjarnan fær tvær hornspyrnur í röð. En ekki mikil hætta á ferð.
36. mín
Það er búið að huga að Söndru og leikurinn getur farið í gang aftur. Það verður væntanlega góðum tíma bætt við þennan fyrri hálfleik útaf þessu.
31. mín
FRÁBÆRT FÆRI!

Agla María var að komast í mjög ákjósanlega stöðu inní teignum eftir að hafa fengið langan bolta frá Láru. Hún fór framhjá varnarmanni en snertingin til að komast framhjá varnarmanninum var aðeins of föst og Sandra gerði vel í að koma útúr markinu og handsama boltann. Maður hefur nú alveg séð Öglu Maríu klára svona færi!

Agla María virðist hafa farið aðeins í Söndru þegar hún reyndi að teygja sig í boltann og fær einhverjar ávítur frá Pétri dómara. Það er verið að huga að Söndru.
30. mín
Valsstelpur fá horn. Vesna tekur. Ekkert nýtt. Arna Sif nálægt því að komast í gott skallafæri þar sem hún er stórhættuleg en varnarmenn Stjörnunnar ná að koma í veg fyrir það og ekkert verður úr þessu.
29. mín
Hér er fyrsta almennilega færi Stjörnunnar!!

Donna fær boltann í teignum og nær að leggja hann út á Önu í skotinu en skotið ekki á rammann!
28. mín
Harpa skýlir boltanum vel eftir innkast og reynir að koma honum inn fyrir á Donnu í hlaupinu en Thelma gerir vel varnarlega og stígur Donnu út á meðan boltinn rennur útaf.
27. mín
Heimaliðið að spila ágætlega sín á milli og reyna að byggja upp sókn sem endar með því að þær fá horn. Agla María tekur hornið langt á fjær en boltinn er of hár fyrir Önnu Maríu sem nær ekki til hans og boltinn fer því yfir alla og útaf hinum megin.
25. mín
Stuðningsfólk Vals í stúkunni heimtar hér að fá aukaspyrnu rétt á vítateigslínunni þegar Lorina fer í Elínu Mettu en Pétur dómari dæmir bara markspyrnu og þar verð ég nú bara að vera sammála honum.
18. mín
Stjarnan að fá sína aðra aukaspyrnu á síðustu 2 mínútum. Kristrún náði skoti eftir þá fyrri en það var töluvert framhjá. Seinni aukaspyrnan rennur svo útí sandinn.
16. mín
Stjarnan fær horn sem Agla María tekur fasta niðri en einhvern veginn fer þessi bolti bara í gegnum allan pakkann án þess að heimaliðið nái skoti en gesirnir nálægt því að komast í skyndisókn í kjölfarið, sem Lorina stoppar.
14. mín
Stjarnan sækir hérna aukaspyrnu aðeins fyrir utan vítateigshornið hægra megin. Katrín tekur spyrnuna en spyrnan fer í gegnum allan pakkann og út fyrir hliðarlínuna hinum megin.

Gestirnir eru sprækari þessar fyrstu mínútúr en heimakonur eru aðeins að vinna sig inní þetta.
11. mín
Valur fær enn eina hornspyrnuna!
En í þetta skiptið tekur Vesna hana utarlega í teiginn þar sem enginn samherji er en Harpa er þar alein og skallar hann frá.
9. mín
Gestirnir fá horn. Þær eru að sækja í sig veðrið. Aftur tekur Vesna.

Nú er það langur á fjær þar sem Pála er í færi en Gemma ver frá henni!! Pála hefði nú örugglega óskað sér að fá þennan í skallahæð en úr verður samt fínasta færi og gestirnir ekki langt frá því að komast yfir hérna í byrjun leiks.
8. mín
STÖNGIN ÚT!!! VÁ VESNA!

Vesna kann þetta heldur betur! Setur boltann í stöngina fjær en heimastúlkur heppnar að sleppa með skrekkinn þarna!
7. mín
Lorina brýtur á Thelmu sem var á góðri ferð upp vinstri kantinn. Aukaspyrnan á milli vítateigs og hliðarlínu. Vesna stillir boltanum upp og gerir sig klára í að taka þessa spyrnu.
5. mín
Valsstúlkur fá horn sem Vesna tekur. Gemma í markinu blakar honum í burtu. Arna Sif gerir vel og nær fyrirgjöf, Pála nær skoti á vítateig en skotið fer í varnarmann en munaði engu að Ariana kæmist í færi út frá þessu en Gemma nær að handsama boltann og enda þessa sókn gestanna.

En gaman að sjá Örnu í fyrirgjafahlutverkinu og Pálu í skotinu, stöður sem þær finna sig ekki oft í.
4. mín
Liðin eru aðeins að dreifa fyrir sér en eru ekki að gefa mikl færi á sér varnalega. Fara varlega hérna í byrjun.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn.

Gestirnir byrja og sækja í átt að Flataskóla.
Fyrir leik
Hér er allt að verða tilbúið. Katrín og Elín Metta takast í hendur og dómararnir stilla sér upp.
Fyrir leik
Það er allt að gerast í Vestmannaeyjum! Það stefndi allt í sigur heimaliðsins þegar gestirnir úr Grindavík jöfnuðu í uppbótartíma!! Leikurinn þar er því á leið í framlengingu og allt opið þar ennþá! Spennandi!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

Stjarnan gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik gegn ÍBV þar sem Harpa Þorsteinsdóttir kemur inn í byrjunarliðið í stað Guðmundu Brynju Óladóttur.

Valur gerir engar breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Breiðablik á fimmtudaginn. Elín Metta er fyrirliði hjá Val í dag eins og í leiknum gegn Breiðablik en það var einmitt hennar fyrsti leikur sem fyrirliði liðsins.
Fyrir leik
Þegar kemur að fjölda bikarmeistaratitla bera lið Vals og Breiðabliks höfuð og herðar yfir önnur lið en það fyrrnefnda hefur unnið þá flesta, eða 13 slíka frá árinu 1981, þegar keppnin hófst í kvennaflokki! Lið Stjörnunnar hefur orðið bikarmeistari 3 sinnum á þessum tíma, í fyrsta skipti árið 2012, síðan 2014 og svo 2015. Þá hefur lið Stjörnunnar einungis komist í úrslit bikarsins tvisvar sinnum áður en þær náðu titlinum fyrst, eða árin 1993 og 2010.

Lið Vals hefur komist í úrslitaleikinn sjálfan í 21 skipti af þeim 36 sem fram hafa farið! Þær eru því mjög nálægt því að hafa spilað 6 af hverjum 10 úrslitaleikjum sem hafa verið spilaðir frá árinu 1981. Það er ekki slæm tölfræði og mér finnst ekki ólíklegt að þær vilji halda þessari tölfræði.

Þannig að það mætti segja að sagan væri með liði Vals hér í dag en þá er samt athyglisvert að benda á að lið Vals hefur ekki náð í úrslitaleikinn sjálfan síðan þær spiluðu við lið Stjörnunnar árið 2012, þar sem Stjarnan einmitt vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Þannig að dæmi þá hver fyrir sig með hverjum sagan stendur!
Fyrir leik
Sæl verið þið og velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Vals í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna.

Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabænum og ég vona að sem flestir leggi leið sína hingað til að styðja sín lið því það er mikið í húfi; úrslitaleikurinn sjálfur á Laugardalsvelli þann 8. september.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
5. Ariana Calderon
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('60)
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Hlíf Hauksdóttir
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
13. Anisa Raquel Guajardo ('60)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
27. Hanna Kallmaier

Liðsstjórn:
Úlfur Blandon (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: