Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
19:15 0
0
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
19:15 0
0
FH
Mjólkurbikar karla
19:15 0
0
KR
Fylkir
0
1
FH
0-1 Megan Dunnigan '89
13.08.2017  -  18:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Andri Vigfússon
Maður leiksins: Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
4. Brooke Hendrix
5. Maruschka Waldus
6. Hulda Sigurðardóttir ('72)
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
13. Kaitlyn Johnson
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir ('68)
20. Caragh Milligan
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
24. Eva Núra Abrahamsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
Vésteinn Kári Árnason
Rakel Leósdóttir
Kolbrún Arnardóttir
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dramatískur endir í Árbænum. Það eru gestirnir sem fara heim í Hafnarfjörð með þrjú dýrmæt stig. Stig sem Fylkir hefði svo sárlega þurft á að halda í baráttunni um áframhaldandi veru í deildinni.

Ég þakka fyrir mig í bili og minni á viðtöl og skýrslu í kvöld.
92. mín
Fylkir fær hornspyrnu í uppbótartíma. Berglind Rós setur boltann fyrir en Megan ætlar að klára þetta á fullu fyrir FH og er lang grimmust í teignum.
89. mín MARK!
Megan Dunnigan (FH)
Stoðsending: Diljá Ýr Zomers
MAAAAARK!

FH-ingar eru komnar yfir!

Vinna boltann á miðjunni, spila út til hægri á Diljá Ýr sem á frábæra fyrirgjöf á kollinn á Megan sem skallar í netið af stuttu færi.

Er FH að tryggja sæti sitt í deildinni og drepa vonir Fylkiskvenna um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu?
86. mín
Flott fyrirgjöf frá Caragh en boltinn endar í öruggum höndum Lindsey.

Nær annað hvort liðið að stela þessu?
82. mín
Flott varsla hjá Ástu!

Er eldsnögg niður og heldur ágætu skoti frá Caroline.
80. mín
Andri ekki spenntur fyrir að lyfta spjaldi í dag. Megan var að strauja Tinnu Bjarndísi en sleppur með skrekkinn þrátt fyrir að vera að brjóta kröftuglega í þriðja sinn.
79. mín
Fjúddífjú!

Þarna skapast hætta eftir hornspyrnuna!

Ásta Vigdís missir boltann út í teig og hann endar fyrir fótunum á Helenu Ósk sem neglir í stöngina!
77. mín
Aftur horn hjá FH en það er dæmt á þær sóknarbrot..

Það skiptir ekki máli því innan við mínútu síðar fær FH áttunda hornið sitt. Ætla þær ekkert að fara að nýta þetta?
77. mín
FH fær enn eina hornspyrnuna. Guðný tekur og setur hættulegan bolta á fjær en Ásta Vigdís gerir vel í að grípa boltann.
74. mín
Inn:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (FH) Út:Nadía Atladóttir (FH)
72. mín
Inn:Hulda Sigurðardóttir (Fylkir) Út:Eva Núra Abrahamsdóttir (Fylkir)
Eva Núra kemur inná í sínum öðrum leik í sumar. Gaman að fá hana aftur í Pepsi.
70. mín
Fylkir þarf nauðsynlega að vinna ef liðið ætlar að gera atlögu að því að halda sæti sínu í deildinni. Þær hafa 20 mínútur til að setja mark!
68. mín
Inn:Rakel Leósdóttir (Fylkir) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Fylkir)
68. mín
Það er byrjað að rigna í Árbænum. Það gerir þetta vonandi bara enn fjörugra.
67. mín
Aftur vinnur Caroline horn eftir skottilraun og aftur tekur Guðný spyrnuna.

Ágætur bolti en Maruschka er hrikalega öflug í loftinu og skallar frá.
66. mín
CAROLINE MURRAY!

Flott tilþrif hjá Caroline. Sækir inn á völlinn og lætur vaða, boltinn strýkur varnarmann og dettur ofan á samskeytin fjær. Þarna munaði litlu.

FH fær horn í kjölfarið en Fylkiskonar ná að hreinsa.
65. mín
Maruschka tekur spyrnuna en neglir í vegginn!
64. mín
Það er að lifna yfir þessu. Fylkir brunar í sókn og Jasmín er nálægt því að komast í skot í teignum. Varnarmenn FH komast fyrir á síðustu stundu og Fylkir fær horn.

Í kjölfarið á horninu verður barningur rétt utan vítateigs FH og Thelma Lóa fellur við. Mér fannst þetta ekki brot en Andri dæmir aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM stað.
62. mín
Alda ógnar með sinni fyrstu snertingu. Á ágætan skalla eftir hornspyrnu Guðnýjar en Ásta bjargar á marklínu!
62. mín
Inn:Alda Ólafsdóttir (FH) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (FH)
61. mín
FH fær aukaspyrnu vinstra megin á miðjum vallarhelmingi Fylkis.

Staður sem Guðný Árnadóttir hatar ekki og sú lætur vaða!

Ásta hendir í sjónvarpsvörslu, nær að blaka boltanum í samúel og aftur fyrir.
58. mín
Nú eru það FH-ingar sem fá horn. Brooke átti fantagóða tæklingu á Caroline og reddaði í horn áður en Caroline gat sett boltann fyrir.

Döpur spyrna hjá Guðnýju. Setur boltann beint aftur fyrir.
56. mín
Fín tilraun hjá Caragh!

Var komin á fleygiferð upp að vítateig og lét vaða. Boltinn af varnarmanni FH og aftur fyrir. Enn ein hornspyrnan.

Berglind Rós setur boltann fyrir en Lindsey er sterk í loftinu og handsamar boltann.
54. mín
Ásta Vigdís lætur Lovísu Sólveigu heyra það. Lovísa tók þarna furðulega ákvörðun og hljóp með boltann undir pressu í öftustu línu í stað þess að spila á samherja. Hefði getað komið sér í klípu þarna.
48. mín
Jasmín búin að sýna fín tilþrif nokkrum sinnum í leiknum. Þarna sneri hún á fjóra FH-inga með einni nettri hreyfingu áður en hún spilaði á næsta mann. Vel gert.
47. mín
Horn!

Geggjuð sending frá Maruschku og upp í horn á Huldu Sig sem setur boltann í varnarmann og aftur fyrir.

Berglind tekur hornið og finnur hausinn á Maruschku en hún nær engum krafti í skallann.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað aftur. Engar breytingar hafa verið gerðar.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Flóridana vellinum, markalaust í ágætum fótboltaleik. Fylkisliðið hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu mínútur og verið líklegra. Besta færi leiksins til þessa eiga FH-ingar hinsvegar en Caroline átti skalla í stöng snemma leiks.

Nú er það kaffitími. Sjáumst eftir korter.
45. mín
Það er svolítil harka í þessu. Erna Guðrún hrinti þarna Kaitlyn úti á miðjum velli. Sleppur við spjald.

Thelma Lóa var svo að brjóta Melkorku sem er ekkert alltof sátt.
44. mín
Sóknarþungi Fylkis er að aukast þessa stundina. Caragh átti rétt í þessu stórhættulega fyrirgjöf sem sóknarmenn Fylkis rétt misstu af.

Stuttu síðar fá Fylkiskonur horn en spyrnan frá Berglindi er alveg glötuð og endar aftur fyrir.
39. mín
Melkorka svellköld þarna. Hristir töffarann Kaitlyn af sér þegar hún skýlir boltanum aftur fyrir. Kaitlyn flýgur næstum á skiltið fyrir aftan markið og Mellý fer til hennar og segir henni að hunskast á fætur. Sagan segir að Kaitlyn sé algjör nagli úr grjóthörðu úthverfi Los Angeles borgar, með 11 tattú (þar af tvö sleeve) og þetta var því extra skemmtilegt og ískalt múv hjá FH-ingnum unga.
37. mín
Kaitlyn!

Flottir taktar hjá nýliðanum. Leikur sér að Ernu Guðrúnu og kemst inn á teig. Reynir skot úr heldur þröngu færi, nokkurn veginn beint á Lindsey sem lendir þó í smá basli við að halda föstu skotinu.
36. mín
Flottir taktar hjá Jasmín en Megan mætir henni svo af hörku og sparkar í ökklann á henni. Ekkert dæmt en sókn Fylkis heldur áfram.

Maruschka á frábæra skiptingu út til hægri á Caragh sem á ágæta fyrirgjöf en sóknin rennur út í sandinn.
27. mín
Fín varnarvinna hjá Tinnu Bjarndísi. Nær að renna sér í boltann þegar Caroline er við það að sleppa í gegn.

FH fær hornspyrnu. Guðný tekur spyrnuna en hin hávaxna Maruschka rís hæst í teignum og skallar frá.
21. mín
Smá töf á leiknum hérna. Berglind Rós liggur á vellinum og þarf aðhlynningu en harkar svo af sér.
18. mín
Aftur stórhætta eftir fyrirgjöf frá hægri. Í þetta skiptið á Karólína Lea flottan kross á kollinn á Diljá sem skallar í hliðarnetið.
15. mín
Karólína Lea fær alltof mikið pláss á miðjunni, hleypur að marki og lætur vaða utan teigs. Fínasta skottilraun en boltinn rétt framhjá.
13. mín
STÖNGIN ÚT!

Þarna munaði litlu að FH næði forystunni.

Megan á flotta skiptingu út til hægri á Helenu. Helena á fína fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Caroline vinnur skallann. Hann er ekki góður en Ásta misreiknar sig og missir af boltanum sem rúllar í stöngina og út.
10. mín
Lið FH lítur svona út:

Lindsey
Nadia - Guðný - Melkorka - Erna Guðrún
Megan - Victoria
Helena - Karólína - Caroline
Diljá
10. mín
Fylkir stillir upp í 3-4-3:

Ásta
Tinna Bjarndís - Lovísa - Brooke
Caragh - Berglind Rós - Maruschka - Hulda Sig.
Thelma Lóa - Jasmín - Kaitlyn
8. mín
Fyrsta marktilraun gestanna. Megan reynir langskot en setur boltann framhjá.
6. mín
Fín sókn hjá Fylki. Berglind með góða sendingu inn á Thelmu Lóu sem er nálægt því að sleppa í gegn en Lindsey kemur vel út á móti og nær til boltans á síðustu stundu.
2. mín
Fylkir fær aukaspyrnu úti á hægri kanti. Berglind Rós setur boltann inn á teig en Hendrix fær hann í höndina og FH-ingar fá aukaspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir í FH byrja, með bakið í Árbæjarlaug.
Fyrir leik
Andri dómari fer yfir málin með fyrirliðunum Tinnu og Ernu. Ítarlegt spjall svo allt ætti að vera á tæru.
Fyrir leik
Jæja. Nú er stutt í þetta. Við sjáum byrjunarliðin hér til hliðar.

Hemmi gerir eina breytingu frá 3-3 jafnteflinu við Þór/KA. Reynsluboltinn Lovísa Sólveig kemur inn í liðið á kostnað Tinnu Bjarkar.

Orri gerir einnig eina breytingu á sínu liði frá 1-0 sigrinum á Haukum. Diljá Ýr Zomers kemur inn fyrir Bryndísi Hrönn.
Fyrir leik
FH vann fyrri viðureign liðanna 2-0 með mörkum frá þeim Megan Dunnigan og Bryndísi Hrönn Kristinsdóttur. Sá leikur var spilaður 2. maí.

Það hefur ýmislegt breyst síðan þá en helst ber að nefna þjálfaraskiptin hjá Fylki. Jón Aðalsteinn Kristjánsson lét af störfum fyrir EM-frí og Hermann Hreiðarsson fór í brúnna í hans stað.

Hemmi byrjar vel með liðið en Fylkir gerði 3-3 jafntefli gegn toppliði Þórs/KA fyrir norðan á fimmtudaginn. Þar fór mikið fyrir nýju leikmönnum liðsins en Fylkisliðið var atkvæðamest Pepsi-deildarliða í leikmannaglugganum og fékk til sín þrjá erlenda leikmenn. Fylkiskonur hafa því greinilega ekki kastað inn handklæðinu og ætla að gera alvöru atlögu að því halda sér í deildinni.

FH-ingar eru í 6. sæti með 15 stig. Ekki líklegar til að dragast niður í fallbaráttuna en þurfa sigur í dag til að koma sér þægilega fyrir.
Fyrir leik
Halló halló!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fylkis og FH í Pepsi-deild kvenna.

Um er að ræða frestaðan leik frá 11. umferð en aðrir leikir þeirrar umferðar voru spilaðir 1. og 2. júlí.
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Victoria Frances Bruce
8. Megan Dunnigan
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('62)
16. Diljá Ýr Zomers
18. Caroline Murray
22. Nadía Atladóttir ('74)

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir
17. Alda Ólafsdóttir ('62)

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Halla Marinósdóttir
Maria Selma Haseta
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Snædís Logadóttir
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: