Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
KA
1
1
Stjarnan
Ásgeir Sigurgeirsson '41 1-0
Aleksandar Trninic '55
1-1 Jósef Kristinn Jósefsson '85
Hólmbert Aron Friðjónsson '96
14.08.2017  -  18:00
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Toppaðstæður. Ljúft veður á Akureyri.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Ásgeir Sigurgeirsson - KA
Byrjunarlið:
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
4. Vedran Turkalj
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('61)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('83)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('94)
19. Darko Bulatovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Emil Lyng

Varamenn:
18. Aron Elí Gíslason (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Guðmann Þórisson
7. Daníel Hafsteinsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('83)
25. Archie Nkumu ('61)
30. Bjarki Þór Viðarsson ('94)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Davíð Rúnar Bjarnason
Eggert Högni Sigmundsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Emil Lyng ('37)
Callum Williams ('78)
Steinþór Freyr Þorsteinsson ('90)

Rauð spjöld:
Aleksandar Trninic ('55)
Leik lokið!
Liðin skipta stigunum á milli sín hér í kvöld!
97. mín Gult spjald: Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
96. mín Rautt spjald: Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Fær seinna gula spjald sitt og þar með rautt! Fær gult fyrir að hindra Rajko í að spyrna frá markinu. Er ekki sáttur.
95. mín
Eyjólfur Héðinsson með skot á mark KA fyrir utan teig en auðvelt fyrir Rajko.
94. mín
Inn:Bjarki Þór Viðarsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Markaskorari KA tekinn af velli.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 7 mínútur! Leikurinn hefur verið mikið stopp í seinni hálfleiknum.
90. mín Gult spjald: Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
89. mín
Leikurinn er kominn aftur í gang.
87. mín
Leikurinn verið stopp eftir markið. Rajko markvörður þarf aðhlynningu. Ljóst að uppbótartíminn í kvöld verður dágóður!
86. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
85. mín MARK!
Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Stjarnan jafnar!!! Guðjón Baldvins með skalla sem Rajko varði en hélt ekki boltanum! KA náði ekki að hreinsa frá og Jósef Kristinn var ákveðnastur og kom boltanum inn af stuttu færi!

Mikil barátta í aðdragandanum og leikmenn KA vilja meina það að brotið hafi verið á Rajko.
83. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
81. mín
Vantar meiri greddu í Stjörnuliðið. Fyrirgjöf inn í teiginn sem skoppar framhjá mönnum. Og nú var KA að fá dauðafæri en Lyng skaut yfir!
79. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan)
Óttar með brot við hliðarlínuna og Túfa og fleiri KA-menn kölluðu eftir rauðu! Guðmann Þórisson er í liðsstjórn KA og fær rautt fyrir mótmæli!!! Mikill hiti í gangi.
78. mín Gult spjald: Callum Williams (KA)
Stoppaði hraða sókn Stjörnunnar með broti.
75. mín
Hólmbert skallar rétt framhjá eftir fyrirgjöf Hilmars Árna. Ég hélt að þessi væri á leið inn!
70. mín
Leikurinn fer fram á vallarhelmingi KA, eitthvað sem var viðbúið eftir rauða spjaldið.
66. mín
Guðjón Baldvins skallar yfir. Gæti orðið langur lokakafli fyrir heimamenn.
61. mín
Inn:Archie Nkumu (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
60. mín
Naujjj! Smalinn Baldur Sigurðsson með skot í utanverða stöngina. KA menn heppnir þarna.
55. mín Rautt spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Úfff mjög ljót tækling á Hilmar Árna á miðjum vellinum! Trninic alltof seinn og málarameistarinn hikar ekki, tekur rauða spjaldið beint upp. Held að ekki sé hægt að mótmæla þessum dómi.
53. mín
Stjarnan heldur áfram að ógna! Jósef Kristinn með fyrirgjöf sem Hilmar Árni skallar yfir.
50. mín
Naumlega framhjá! Baldur Sigurðsson með skot rétt framhjá. Besta tilraun Stjörnunnar í langan tíma.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
46. mín
Inn:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Skipting hjá Stjörnunni í hálfleik. Geri ráð fyrir meiðslum hká Alex.
45. mín
Hálfleikur
KA var í skotgröfunum í byrjun leiks en kom sér út úr þeim og náði upp fínni ógn áður en markið kom.
44. mín
Ásgeir Sigurgeirsson með sendingu fyrir sem var ætluð Elfari Árna en Brynjar Gauti náði að bjarga þessu.
43. mín
Húsvíkingarnir halda áfram að gefa fyrir KA. Skemmst er að minna því að Hrannar og Hallgrímur sáu um markaskourina gegn Fjölni í síðasta leik. 2-2 endaði þar.
41. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
ÍSINN ER BROTINN HÉR Á AKUREYRI!!!

Elfar Árni kom boltanum innfyrir á Ásgeir Sigurgeirsson sem var í flottu færi og kláraði frábærlega með skoti á lofti sem endaði í fjærhorninu.
41. mín
Elfar Árni með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en máttlítill skalli og auðvelt fyrir Harald.
40. mín Gult spjald: Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
KA fær aukaspyrnu milli miðlínu og vítateigs.
37. mín Gult spjald: Emil Lyng (KA)
Krækir sér í gult spjald þar sem hann var ofan í Haraldi Björnssyni þegar hann var að fara að sparka út. Erlendur átti ekki annan kost en að gefa spjald.
35. mín
Ásgeir heldur leik áfram. Allt í góðum gír.
34. mín
Ásgeir Sigurgeirsson þarf aðhlynningu.
32. mín
VÓ! Hólmbert Aron skallar rétt yfir markið eftir frábæra hornspyrnu Hilmars Árna. Hörkufæri.
30. mín
Óttar Bjarni með skalla eftir hornspyrnu en vel yfir markið.
27. mín
Hallgrímur Mar tekur skærin við vítateigsendann og sendir stórhættulega sendingu fyrir en enginn nær að reka tá í knöttinn. KA að ógna þessa stundina.
25. mín
Hallgrímur Mar með flotta skottilraun en Haraldur Björnsson nær að koma fingurgómunum í boltann og yfir fór skotið.

Það er að lifna yfir þessum leik, sem betur fer.
23. mín
ÁSGEIR SIGURGEIRSSON Í HÖRKUFÆRI!!! Hirti sendingu frá Óttari Bjarna og lék á Brynjar Gauta áður en hann komst í hörkufæri en var of lengi að taka skotið!!! Hörður Árnason naði að komast fyrir á síðustu stundu.
20. mín
Þar kom hætta við mark KA. Hilmar Árni að valda usla og svo endar þetta með skoti frá Hólmberti framhjá. KA-menn ósáttir við að ekki hafi verið dæmt að brotið hefði verið á Hrannari í aðdragandanum.
19. mín
Jósef Kristinn með fyrirgjöf sem Hrannar skallar í hornspyrnu. Hilmar Árni með hornið. Boltinn af varnarmanni og í annað horn.
18. mín
"Þetta er farið að minna óþægilega mikið á FH leikinn" segir kollegi minn hér í fréttamannastúkunni. KA og FH gerðu markalaust jafntefli um verslunarmannahelgina hér á Akureyrarvelli i leik sem var hreinlega hundleiðinlegur.
13. mín
Ef ég myndi skrifa það að leikurinn færi fjörlega af stað þá væri ég að ljúga.
10. mín
Stjörnumenn mun meira með boltann þessar fyrstu mínútur leiksins. KA-menn liggja aftarlega og bíða.
3. mín
Guðjón Baldvinsson með fyrsta skotið í leiknum en það er beint á Rajko í markinu.
2. mín
Callum Williams skallar boltann afturfyrir í hornspyrnu. Hilmar Árni með spyrnuna en KA skallaði frá.
1. mín
Leikur hafinn
Það voru Stjörnumenn sem byrjuðu með boltann.
Fyrir leik
Jæja liðin eru mætt út á völl. Trommusláttur úr stúkunni og leikmenn KA kasta KA-treflum upp til áhorfenda. Gengur misjafnlega að drífa alla leið upp í stúku.
Fyrir leik
Umræða um fjölda uppalda í byrjunarliðinu í fréttamannastúkunni. Vinsæl umræða þegar rætt er um ríginn milli KA og Þórs.

Nokkrar mínútur í leikinn.
Fyrir leik
Að sjálfsögðu höfðinglegar móttökur sem maður fær á Akureyri. Hér eru KA-menn búnir að búa til skemmtilega aðstöðu fyrir aftan annað markið, gamall vélaskúr sem er búið að gera upp sem upphitunaraðstöðu fyrir stuðningsmenn. Pizzur og ískaldur léttöl á krana. Leiðinlegt að þurfa að afþakka bjórinn.
Fyrir leik
Ég er búinn að vera að flakka um norðurhluta landsins um helgina og sá einmitt leikmenn KA á Húsavík á laugardaginn. Menn voru að þjappa sér saman með mórölskum degi. Vel við hæfi að gera það á Húsavík enda lykilmenn KA sem koma þaðan.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér sitthvorum megin við textann.

KA gerir eina breytingu á liðinu frá 2-2 jafntefli við Fjölni í síðustu umferð. Elfar Árni Aðalsteinsson kemur inn fyrir Steinþór Frey Þorsteinsson.

Engin breyting er á liði Stjörnunnar frá 2-0 sigrinum á Breiðabliki í síðustu umferð.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson málarameistari dæmir leikinn á Akureyri í kvöld. Á línunum er hann með þá Gylfa Má Sigurðsson og Adolf Þorberg Andersen sér til aðstoðar og þá er Ásgeir Þór Ásgeirsson skiltadómari. Einar K. Guðmundsson er eftirlitsmaður KSÍ á leiknum.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Guðlaugur Baldursson þjálfari Keflavíkur spáði í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net

KA 2 - 3 Stjarnan
KA-menn hafa verið óútreiknanlegir síðustu vikurnar en það er langt síðan að Stjarnan tapaði í deildinni og ég held að það gerist ekki í þessum leik. Þetta verður fjörugur markaleikur.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, fimm stigum á eftir toppliði Vals sem á leik gegn KR í kvöld.

KA menn eru í baráttu á hinum enda deildarinnar, hafa 17 stig í 8. sætinu og eru fjórum stigum frá ÍBV sem er í fallsæti, næst neðsta sætinu.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin mættust fyrr í sumar í 4. umferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 21. maí og þá vann Stjarnan 2-1 sigur.

Guðjón Baldvinsson kom Stjörnunni yfir en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin. Eyjólfur Héðinsson skoraði svo sigurmarkið þegar 7 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Halló!

Hér á Akureyri verður spilað í Pepsi-deildinni í kvöld þar sem KA tekur á móti Stjörnunni í Pepsi-deildinni.

Leikurinn hefst 18:00 og hér fylgjumst við með öllu því helsta sem gerist.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('86)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
14. Hörður Árnason
19. Hólmbert Aron Friðjónsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('46)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
9. Daníel Laxdal
16. Ævar Ingi Jóhannesson
20. Eyjólfur Héðinsson ('46)
23. Dagur Austmann
27. Máni Austmann Hilmarsson
30. Ólafur Bjarni Hákonarson
77. Kristófer Konráðsson ('86)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Hólmbert Aron Friðjónsson ('40)
Óttar Bjarni Guðmundsson ('79)
Eyjólfur Héðinsson ('97)

Rauð spjöld:
Hólmbert Aron Friðjónsson ('96)