Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
ÍR
0
1
Selfoss
0-1 Barbára Sól Gísladóttir '40
14.08.2017  -  19:15
Hertz völlurinn
1. deild kvenna
Dómari: Jóhannes Elíasson
Maður leiksins: Alex Alugas
Byrjunarlið:
1. Auður Sólrún Ólafsdóttir (m)
3. Andrea Magnúsdóttir
8. Lilja Gunnarsdóttir
9. Klara Ívarsdóttir ('68)
10. Ástrós Eiðsdóttir
13. Mykaylin Rosenquist
18. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('73)
20. Heba Björg Þórhallsdóttir
20. Sandra Dögg Bjarnadóttir
23. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
24. Bryndís María Theodórsdóttir

Varamenn:
12. Ingibjörg Fjóla Ástudóttir (m)
7. Selma Rut Gestsdóttir
8. Elín Huld Sigurðardóttir ('73)
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir
15. Sigríður Guðnadóttir
22. Lísbet Stella Óskarsdóttir
24. Sonja Björk Guðmundsdóttir ('68)
26. Anna Bára Másdóttir

Liðsstjórn:
Guðmundur Guðjónsson (Þ)
Tara Kristín Kjartansdóttir
Helga Dagný Bjarnadóttir
Magnús Þór Jónsson
Karen Rut Ólafsdóttir
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Heba Björg Þórhallsdóttir ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið

Skýrsla og viðtöl koma inn seinna í kvöld
90. mín
VÁ! Chanté kýlir boltann úr horninu beint í sína eigin slá!!!
90. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað fyrir ÍR. Nú stendur Heba yfir boltanum! Dúndrar Önnu Maríu niður og boltinn fer í horn
90. mín
Það bendir allt til þess að þetta fari bara svona hér í kvöld!
90. mín
Rangstaða dæmd, Chanté tekur spyrnuna. Hún er að tefja. Klók einsog einhverjir segja
90. mín
Þetta leit ekkert sérstaklega vel út, Ástrós fær aukaspyrnu úti hægra megin. Líklega þeirri seinasti séns
90. mín
Inn:Ásta Sól Stefánsdóttir (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
80. mín
Inn:Dagný Rún Gísladóttir (Selfoss) Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Skipting. Unnur Dóra ætlar að hlaupa útaf, hún fær skipun að hægja á sér og labba þetta. Selfoss er ekkert að drífa sig.
78. mín
Dagmar með neglu utan að velli. Réttframhjá! Við fáum hörku lokamínútur. Benedorm hvað? Ég ætla að fylgjast með þessu!!
77. mín
DAUÐAFÆRI!! Ástrós ein á móti markmanni en ákveður að taka hann utanfótar og hún snýr hann framhjá!! Unnur Dóra getur sagt henni það að hún fær ekki betra færi!
76. mín
Hornspyrna sem ÍR tekur. Þær ná skalla og réttframhjá!! Þarna var hætta
75. mín
Mætti halda að Selfoss hafi gluggað í textalýsinguna inná . Alugas með geggjaða sendingu inn fyrir á Unni Dóru. Hún með Bryndísi Maríu í bakinu á bara Auði eftir. Skýtur framhjá. Unnur, þú færð ekki betra færi!
74. mín
Unnur Dóra með mjög gott skot, en það er rétt yfir. Sko! það er líf í þessu og vel það
74. mín
HORNSPYRNA HJÁ SELFOSS. AUÐUR KÝLIR ÞETTA ÚT. !
73. mín
Inn:Elín Huld Sigurðardóttir (ÍR) Út:Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (ÍR)
72. mín
Vonandi hressist þetta.
71. mín
ÍR með langa sendingu fram. Þær hafa staðið sig vel þrjá öftustu í varnarlínu ÍR en það hefur lítið gengið upp fyrir framan þær. Selfoss er hinsvegar eins og þær væru líka til í að vera með mér á Benedorm og eru að bíða eftir að þetta klárist.
70. mín
Ég væri þessa stundina frekar til í að vera í pakkaferð á Benedorm, þetta er ekki upp á marga fiska.
68. mín
Inn:Sonja Björk Guðmundsdóttir (ÍR) Út:Klara Ívarsdóttir (ÍR)
67. mín Gult spjald: Alfreð Elías Jóhannsson (Selfoss)
Ekki sáttur við þessa tæklingu á Alugus. Skiljanlega
66. mín Gult spjald: Heba Björg Þórhallsdóttir (ÍR)
66. mín
Þær eru ansi sprækar þessar mínúturnar ÍR stelpur. Það virðist fara í Selfoss stelpur, skiljanlega. Andrea keyrð niður og tekur þessa aukaspyrnu líklega
65. mín
Magda reynir óvænt lang skot utan af velli. Auður í smá vandræðum en það bjargast
60. mín
Geggjuð sending inn fyrir hjá Hebu inn fyrir á Dagmar, galopið færi. Dómarinn ákveður að dæma rangstöðu. Ekki viss með þetta, en treystum honum
57. mín
Inn:Írena Björk Gestsdóttir (Selfoss) Út:Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Halldóra færir sig þá í hægri bakvörðinn. Magda inn á miðjuna og Írena fer á hægri kant.
56. mín
stórhættulegt horn! Chanté missir af honum. Mikill darraðadans í teignum sem endar með skoti frá Mykalin en Chante ver
55. mín
ÍR hefur náð að halda boltanum vel það sem af er seinni hálfeik. Þær ætla sér að jafna sýnist mér. Vinna núna hornspyrnu. Grunar að þær hafi fengið góðan hárblásara í hálfleik
51. mín
Ástrós vinnur aukaspyrnu á miðjum helmingi Selfoss. Andrea reynir sendingu. Auðvelt fyrir Chanté. Miða við hvað Andreu dettur stundum hug í að lúðra á markið vildi ég fá skot þarna.
49. mín
Chante með hálf misheppnaða sendingu. Grunar að þessi bolti hjá Chante hafi átt að fara lengra en beint í fæturnar á Dagmar. Dagmar reynir langskot yfir hana en Chanté nær þessu
48. mín
Leikurinn byrjar af krafti. Ír hafa haldið boltanum ágætlega og staðráðnar að bæta upp fyrir fyrri hálfleikinn
46. mín
Leikur hafinn
Selfoss byrjar
45. mín
Hálfleikur
Verðskulduð forysta. Selfoss hefur átt miklu hættulegri og skarpari sóknir í fyrri hálfleik. En eflaust létt að hafa skorað eitt.
ÍR þarf að halda fund í hálfleik, svo mikið er víst.
40. mín MARK!
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Stoðsending: Anna María Friðgeirsdóttir
Anna María tekur þetta. Skot beint í slánna. Boltinn hrekkur út og ÍR fær tækifæri til að hreinsa frá. Barbára smellhittir hann í fjærskeytin! Glæsilegt mark

-Verðskulduð forysta!
40. mín
Heba brýtur á Alugus rétt fyrir utan teig, fer í bakið á henni og aukaspyrna á stórhættulegum stað!!
38. mín
Sjón var sögu ríkari! Alugas stingur Klöru af, þarna fann ég virkilega til með Klöru. Ef ég hefði ekki vitað betur hefði ég haldið að Alugas væri spíttbátur. Skemmtilegur spíttbátur
33. mín
Sandra keyrir Mögdu niður í teignum. Þar sem hún kom æðandi á hlaupinu og hefði komist í dauðafæri. Þarna vill allur Selfoss bær fá víti!! Þessi dómari er ekki sá vinsælasti á vellinum einsog er
33. mín
Ha? Ástrós keyrir inn í bakið á Unni Dóru og hann dæmir ekki neitt. Svo er keyrt í bakið á Ástrósu, á miklu minni valtara og þá flautar hann. Þetta var sérstakt.
32. mín
miðverðir ÍR eru vonandi á yfirvinnukaupi. Þær Bryndís, Lilja og Mykaylin eru örugglega búnar að skalla svona samtals 78 bolta frá. Þetta verður löng vakt
31. mín
Alugas með skemmtilegar hreyfingar. Snýr á varnarmenn og á bara skotið eftir en því er bjargað í horn! Hún er skemmtileg!
29. mín
Magda með háa sendingu sem svífur yfir Auði í markinu. Mig grunaði nú að þessi myndi bara enda inni, veit ekki hvort að Auður var svo viss heldur!
28. mín
Allur Selfoss bær sendur að hita upp. Skýr skilaboð, Alfreð vill mark
27. mín
Andrea með langskot, það fer nú ekki betur en svo að það endar við endalínu hægra megin. Boltanum er rennt út á Söndru og keyrt í bakið á henni á vítateigslínu. Þarna vilja Ír ingar fá eitthvað fyrir sinn snúð einsog þeir segja!
26. mín
Sandra með góða stungu inn fyrir. Chante út úr markinu og á undan Dagmar sem reynir að ná til hans!
24. mín
Geggjuð tilraun Alugas! Tekur hann viðstöðulaust á lofti. Rétt framhjá !
18. mín
Það er gaman að sjá að eftir að Selfoss missti leikmenn í skóla einsog Evu Lind og Ernu hafa þær ákveðið að treysta á sínar konur. Mikið af ungum og efnilegum stelpum bæði inná vellinum og á bekknum. Svo sýnist mér allur bærinn verið mættur í stúkuna. Svona á þetta að vera!
16. mín
ÍR ætlar að spila boltanum úr vörninni og Selfoss er strax mætt í hápressu. Ætla greinilega að vinna hans eins ofarlega og þær geta. Allar mættar og vinna innkast.
16. mín
Magda keyrir upp vinstra megin og vinnur hornspyrnu. Selfoss liggur vel á Ír ingum núna
15. mín
Áts, Mykalin keyrir inn í bakið á Unnu Dóru. Hún hefur örugglega lent í einhverju þæginlegra á lífsleiðinni. Aukaspyrna. Ekki hættulegt og fer framhjá
11. mín
Selfoss byrjar leikinn miklu betur. Reyna háa sendingu inn fyrir á Alugas sem rétt missir af honum. Þær hafa mikið reynt að finna hana það sem af er leiknum. En hún kom núna í glugganum frá FH. Meðan ég skrifa þetta er hún að stinga 2 ír menn af. JÁ! Hún er góð! Boltinn dettur svo út á Selfoss konu sem á misheppnað skot framhjá.
8. mín
Selfoss spilar með 4 í vörn. Þær Katrínu, Rosssi, Brynju og Önnu Maríu. Íris og Halldóra Birta á miðju. Magda á vinstri og Barbára á hægri. Sú glænýja Alugas er í holunni fyrir aftan Unni Dóru.
7. mín
ÍR ætlar að spila 3-5-2 í dag sýnist mér. Bryndís-Lilja-Mykaylin sjá um vörnina.
Klara og Andrea á miðjunni og Heba fyrir framan þær. Á köntunum eru Mónika og Ástrós og frammi eru þær Dagmar og Sandra
6. mín
jesús kristur. Selfoss vinnur boltann eftir aukaspyrnuna og þær eru þrjár á tvær. Barbára með boltann hægra megin við endalínuna. Getur skotið sjálf en ákveður að gefa hann fyrir niðri. Ónákvæm sending. Þarna átti Barbára líklega bara að skjóta sjálf. Hálfgert dauðafæri. Ef það er til
4. mín
Aukaspyrna út vinstra megin. Andrea röltir að boltanum og ætlar að taka þetta. Lilja með skallann en það er hreinsað !
4. mín
Það er virkilega djúsí fótboltaveður. Búið að stytta upp og ég get lofað ykkur því að þetta verður skemmtilegt! Það verður allavegana gaman hjá mér, lofa því
3. mín
úff!!!! Þvílík hætta. Íris með góða sendingu inn fyrir á Unni Dóru. Hún sólar Auði í markinu og á bara eftir að rúlla honum inn. Þarna birtist einsog guðsgjöf fyrir ÍR stelpur Bryndís María og hreinsar hann af henni burt! Unnur Dóra átti ekki von á Bryndísi þarna. Því lofa ég ykkur!
1. mín
Leikur hafinn
ÍR BYRJAR MEÐ BOLTANN
Fyrir leik
ÍR gerir 2 breytingar á liðinu síðan í síðasta leik. Heba fyrirliði og Ástrós koma inn fyrir þær Sonju og Önnu Báru.

Selfoss gerir líka tvær breytingar. Katrín Ýr og Unnur Dóra koma inn fyrir þær Kristrúnu og Karen Ingu.

Ekki veit ég hvort að Kristrún sé meidd eða hvað. Veit fyrir víst að Selfoss myndi þiggja það að hafa hana með sér á vellinum í kvöld en hún ásamt Magdalenu í liði Selfoss hafa skorað 9 mörk hvor í sumar
Fyrir leik
Það er toppslagur annað kvöld þegar HK/Víkingur og Þróttur mætast svo það læðist að mér sá grunur að Selfoss ætli sér sigur hér í kvöld til að halda toppsætinu. Mætti segja að Selfoss væri heitasta liðið í deildinni um þessar mundir, hafa ekki tapað leik síðan 26.maí!

ÍR ætlaði sér örugglega fyrir mót að vera ofar í töflunni miða við hópinn sem þær eru með. Þær munu því eflaust leggja allt í sölurnar í kvöld til að nálgast toppliðin.

Síðasta umferð var spiluð 2.ágúst. ÍR gerði jafntefli við Keflavík 2-2. Selfoss vann Sindra 2-1.
Fyrir leik
Góða kvöldið!

ÍR og Þróttur mætast á ÍR vellinum í kvöld.

Fyrri leikur liðanna fór 1-1 þann 9.júní.

Þegar 6 leikir eru eftir er Selfoss í toppsætinu með 29 stig og ÍR situr í 5.sæti með 18 stig.
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir ('57)
Anna María Friðgeirsdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('90)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f) ('80)
16. Alexis C. Rossi
18. Magdalena Anna Reimus
19. Alex Nicole Alugas
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Varamenn:
8. Ásta Sól Stefánsdóttir ('90)
14. Harpa Hlíf Guðjónsdóttir
20. Írena Björk Gestsdóttir ('57)
21. Þóra Jónsdóttir
25. Eyrún Gautadóttir
26. Dagný Rún Gísladóttir ('80)
74. Brynhildur Sif Viktorsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Bríet Mörk Ómarsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Jóhann Ólafur Sigurðsson

Gul spjöld:
Alfreð Elías Jóhannsson ('67)

Rauð spjöld: