Þróttur R.
2
1
HK
0-1 Brynjar Jónasson '42
Rafn Andri Haraldsson '58 1-1
Viktor Jónsson '82 2-1
18.08.2017  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Geggjaðar , gervigras og sólskins algjört logn
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 500
Maður leiksins: Vilhjálmur Pálmason ( Þróttur )
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f)
3. Finnur Ólafsson ('82)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason
8. Aron Þórður Albertsson
9. Viktor Jónsson
10. Rafn Andri Haraldsson
14. Hlynur Hauksson ('53)
21. Sveinbjörn Jónasson ('45)
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
3. Árni Þór Jakobsson ('53)
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson ('45)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
11. Emil Atlason
15. Víðir Þorvarðarson
19. Karl Brynjar Björnsson
28. Heiðar Geir Júlíusson ('82)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hallur Hallsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jamie Brassington

Gul spjöld:
Hreinn Ingi Örnólfsson ('23)
Finnur Ólafsson ('61)
Aron Þórður Albertsson ('65)
Rafn Andri Haraldsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið ! Þróttur heldur áfram að sigra á heimavelli og stoppar 5 leikja sigurgöngu HK-inga !

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms
90. mín
HVAÐ ER Í GANGI !! ÞVílikt Dauðafæri og ekki eitt heldur tvö hjá HK en á óskiljanlegan hátt nær Arnar Darri að bjarga í markinu ! ÓTRÚLEGT !!
90. mín
Viktor Jónsson við það að komast einn á móti auðu marki vinnur boltann af harðfylgi og er nálagt því að pota honum framhjá Arnar Darra í markinu !
90. mín
Það eru læti í teignum Grétar Sigfinnur aðeins að sýna unglömbunum hver það er sem að ræður á vellinum.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma
90. mín Gult spjald: Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
87. mín
Það er sama formúlan hjá Þrótti Vilhjálmur keyrir upp vinstri kantinn og á sendingu fyrir á Viktor sem á slæma fyrstu snertingu en nær þó skotinu en of seint og varnarmenn HK komast fyrir .
86. mín
langt innkast hjá gestunum og Arnar Darri í stökustu vandræðum að ná þessum bolta á endanum fær hann skot í sig og Þróttur hreinsar
85. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (HK)
Skapið að fara með menn . Grétar virðist fá Gult fyrir kjaftbrúk
82. mín
Inn:Heiðar Geir Júlíusson (Þróttur R.) Út:Finnur Ólafsson (Þróttur R.)
82. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Vilhjálmur Pálmason
ÞRÓTTUR ER KOMIÐ YFIR !!! Frábær sókn hjá þeim þar sem boltinn endar á vinstri kantinum hjá Vilhjálmi sem á frábæra fyrirgjöf á Viktor sem virðist aðeins ýta í bakið á varnarmanninum en hirðir skallan og stangar hann í netið ! Káti Víkingurinn er kominn með 9 mörk í sumar ! 2-1 Þróttur
80. mín
Jói Kalli vill að sýnir menn pressi Þróttaranna hátt síðustu 10 mínúturnar á útivelli til að sækja 3 stig . Þetta er þjálfari og lið með sjálfstraust í lagi.
80. mín
Þróttur fær hornspyrnu , spyrnan er ágætt en Hreinn ingi nær ekki skallanum sínum á markið
77. mín
Inn:Reynir Már Sveinsson (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
Ásgeir ekki náð sé á strik í dag getur betur
77. mín
Rosalegur bolti frá Aroni inn á Viktor sem að hittir hann ekki í fyrsta nær þó boltanum í annari tilraun en nær ekki að setja hann á markið í mjög góðu færi !
76. mín
15 mínútur eftir ! Nær annaðhvort liðið að stela þessu ?? ég spáði þremur mörkum ég tel það 100 % að við fáum sigurmark hér í dag bara hvor megin verður það ?
73. mín
Vilhjálmur Pétursson kemst upp að enda línu leggur boltann út í teiginn á Rafn Andra se að tekur skotið en fyrirliðinn Leifur Andri með frábæra tæklingu og kemst fyrir skotið .
72. mín
Inn:Axel Sigurðarson (HK) Út:Arian Ari Morina (HK)
Arian Ari ekki sést mikið í síðari var geggjaður í þeim fyrri
72. mín
Bjarni Gunnarsson með skot sem fer alla leið niður á B5 svo hátt fór það yfir
71. mín
Þróttarar kalla eftir hendi og víti en fá ekki neitt .

Köttararnir eru með geggjað trommusóló í stúkunni
69. mín
Ég missi ekkert kjálkann í gólfið ef að það kemur rautt spjald í þennan leik þvílik harka og barátta sem við erum að sjá á vellinum .
67. mín
Viktor Jónsson með annan skalla en nær ekki að teygja sig í hann til að ná honum á markið
65. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Fær hér spjald fyrir brot var of seinn
62. mín
Þróttarar eru kröftugir þessar mínúturnar , komast í góða skyndisókn en Vilhjálmur á ekki nógu góðan kross . Þeir ná boltanum hinsvegar aftur og þap kemur annar kross á Daða sem nær ekki að skalla boltann almennilega og sóknin rennur út í sandinn.
61. mín Gult spjald: Finnur Ólafsson (Þróttur R.)
Verðskuldað
61. mín
ÚFF !! Frábær sending innfyrir frá Vilhjálmi á Daða bergs en Arnar Freyr nær að renna sér á boltann rétt áður en Daði Nær honum
58. mín MARK!
Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Daði Bergsson
ÞEIR HAFA JAFNAÐ !! Þróttarar eru búnir að jafna þennan leik , kemur langur bolti út á hægri kantinn þar sem að Daði Bergsson tekur hann niður og aftur fyrir sig snyrtilega og leggur boltann fyrir Rafn Andra sem setur hann í hornið Rafn hefur verið flottur í síðari hálfleik en frábær innkoma hjá Daða Bergsyni 1-1
56. mín
Rafn Andri Setur boltann út á hægri kant á Aron Þórð sem á fína fyrirgjöf nni í teiginn Viktor Jónsson nær skallanum en hann er beint á Arnar Freyr í markinu góð sókn
55. mín
Jæja skot á markið Brynjar Jónasson á skot fyrir utan teig sem fer í varnarmann en Arnar Darri handsamar boltann í markinu .
55. mín
Ekki jafn mikið um færi í síðari hálfleik en HK er meira ógnandi fá hér hornspyrnu sem að Ásgeir tekur en hún er slök.
53. mín
Inn:Árni Þór Jakobsson (Þróttur R.) Út:Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Hlynur Hauksson virðist vera meiddur og er brjálaður þurfa að fara útaf
51. mín Gult spjald: Bjarni Gunnarsson (HK)
Fær hér heimskulegt gult spjald fyrir að hrinda Aroni Þórði í jörðina
49. mín
Hefur Jói Kalli tekið þátt í Herra Ísland ?? Ef ekki þá er það rannsóknarefni út af fyrir sig . Lookið upp á 10 skyrta létt peysa yfir hana og hárið vel sleikt hann lítur út eins og milljón bucks í kvöld
48. mín
Flott sókn hjá heimamnnum Rafn Andri og Vilhjálmur spila vel saman á vinstri kanti VIlhjálmur kemur með hættulega fyrirgjöf sem fer framhjá öllum pakkanum en þá mætir Aron Þórður og gefur hann fyrir frá hægri á Rafn Andra sem á góðan skalla rétt framhjá markinu .
47. mín
Það er unun að horfa á Grétar Sigfinn spila fótbolta þvílikur hershöfðinginn hann stjórnar og segir mönnum til útum allan völl frá öftustu línu.
45. mín
Inn:Daði Bergsson (Þróttur R.) Út:Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.)
Mjög skiljanleg skipting Daði Gæti hresst upp á þetta hjá heimamönnum
45. mín
Síðari Hálfleikur er kominn af stað og reglum samkvæmt byrja gestirnir með boltan og sækja þeir núna í átt að miðbænum fagra.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Eimskipsvellinum ! Bráðskemmtilegur fyrri hálfleikur mikið af tæklingum spjöldum og mark !

HK-ingar hafa náð að skapa sér fleiri færi en Þróttarar eru að ógna án þess að ná skapa sér alvöru færi .

Ég ætla skella mér í burger sem að Halldór Gylfason er að bjóða upp á í Hálfleik
45. mín
Ásgeir Marteins tekur spyrnuna í markmannshornið en boltinn fer framhjá markinu .
44. mín
SEINNA GULA ???? NEI ! Þarna er Hreinn ingi stálheppinn en og aftur er Arian að taka góðan sprett og er að sleppa í gegn þegar Finnur virðist aðeins ýta á hann og Hreinn sem aftasti maður stígur fyrir hann og HK fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað ! Hreinn heppinn þarna
42. mín MARK!
Brynjar Jónasson (HK)
Stoðsending: Arian Ari Morina
Það hlaut að koma að þessu !! Frábært samspil HK sem endar hjá Ariana út á hægri kantinum en og aftur notar hann hraðann sinn og fer auðveldlega framhjá varnarmönnum gefur boltann fyrir marki þar sem Brynjar Jónasson kemur eins og gammur og potar boltanum í netið ! Brynjar var búinn að vera ógna þessu 1-0 HK
40. mín
Arian Ari er að leggja Hlyn Hauksson í einelti í vinstri bakverðinum fer illa með hann hérna nær fyrirgjöf en Þróttur nær að hreinsa og bruna upp í skyndisókn en það verður ekkert úr henni
39. mín
Það er allt að verða vitlaust hérna ! Hreinn Ingi með alvöru varnartæklingu á Arian Ara og gestirnir kalla eftir víti . Hreinn tekur boltann og þetta var góð tækling
38. mín
Er að fýla hvað Jói Kalli er duglegur að öskra og kalla á sína leikmenn stanslaust að í þessum pressubolta sem þeir spila . Gregg Ryder er búinn hafa hægt um sig á hliðarlínunni ekki hent einu sinni í breska orðið F*** fær hrós fyrir það .
36. mín Gult spjald: Brynjar Jónasson (HK)
Tekur ljóta tæklingu aftan í Hrein Inga þarna réttlátt spjald ... Kallar svo á Hrein stattu upp Au***** og er heppin fá ekki annað gult fyrir það en Jóhann gefur honum tiltal
33. mín
Arian Ari með flottan sprett upp hægri kantinn fer illa með varnarmenn þróttar og leggur boltann eftir jörðinni inn á teiginn en Þróttarar bjarga áður en sóknarmenn gestanna komast í boltann .
30. mín
Frábær útfærsla á horninu hjá Þrótturum taka það stutt , léttur einn tveir út við kantinn boltinn lagður út á Odd sem að á skot sem að varnarmenn HK komast fyrir nánast á marklínu eftir mikinn darraðardans dæmir Jóhann Ingi aukaspyrnu á Þrótt
29. mín
Þróttarar ógna , Sveinbjörn Jónasson gerir vel og vinnur boltann inn í teig gestanna neglir honum fyrir þar sem gestirnir hreinsa út fyrir teiginn beint í lappirnar á Oddi Björnssyni en skot hans fer vel framhjá
27. mín
Þarna birtist Ásgeir Marteinsson haft fremur hægt við sig en á ég hér ágætis skot tilraun en framhjá markinu fer boltinn.
25. mín
HK-ingar halda áfram að keyra hratt á heimamenn þegar þeir hafa boltann kemur hættuleg fyrirgjöf frá hægri sem að Þróttarar hreinsa í horn þeir ná ekki hreinsa hornið og gefa annað horn .
24. mín
Ef ég væri Auðunn Blöndal myndi ég skella á 3 mörk í þessum leik mjög opinn og hraður leikur og bara tímaspursmál hvenær fyrsta markið kemur.
23. mín Gult spjald: Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)
Langar í treyjuna hans Brynjars og reynir af krafti að ná henni úr henni
19. mín Gult spjald: Viktor Helgi Benediktsson (HK)
Ætlar í tæklinguna virðist renna og þetta lítur verr út en það var en rétlátt gult spjald .
17. mín
Það er mikið líf í Viktori Hárfagra hjá Þrótti virðist vera vel stemmdur í þennan leik og er aggressivur bæði með bolta og án hans
15. mín
Flott sókn hjá gestunum sem endar á því að Hörður ingi á flottan kross frá vinstri sem að Bjarni " Skrokkur " reynir við en er dæmdur brotlegur eftir að hafa farið aðeins í Arnar Darra í markinu
11. mín
HK eru að setja góða pressu á Þrótt sóknarlega ! Núna á Grétar Snær fínasta skot sem að Arnar ver í horn .
11. mín
Núna á Brynjar skalla að marki Þróttar en Arnar Darri á auðvelt með það hann ætlar að skora í dag
9. mín
Þróttarar með hættulega aukaspyrnu sem varnarmaur gestanna virðist skalla í átt að eigin marki en Arnar Freyr grípur boltann .
8. mín Gult spjald: Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Það er allt vitlaust hérna á vellinum og fyrsta gula spjaldið er komið eins og ég spáði , virtist samt vera lítið að þessu Guðmundur náði boltanum fyrst en fór kannski full hátt með fótinn
7. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu út á kanti sem að Rafn Andri tekur HK ná að hreinsa frá áður en boltinn kemur aftur inn í teig en Þróttarar eru dæmdir rangstæður mikið líf í byrjun .
5. mín
Brynjar Jónasson virðist ætla vera í þessum skotum fyrir utan teig í dag á hér annað slakt skot framhjá markinu .
4. mín
Það er alvöru barátta hérna í byrjun enginn leikmaður gefur eftir og tæklingarnar eru harðar hjá báðum liðum . Held það líði ekki langur tími þar til fyrsta gula spjaldið kemur í þessum leik .
2. mín
ÚFF ! Þetta leit ekki vel út Viktor Jónsson virðist fara með olnbogann beint í andlitið á Grétari Snær sem að steinliggur dómarinn dæmir brot en Jói Kalli er brjálaður á línunni og heimtar spjald .
1. mín
Fyrsta skotið er gestanna Bjarni Gunnarsson leggur boltan út á Brynjar Jónasson sem á slakt skot fyrir utan teig
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað ! Það eru heimamenn sem að byrja með boltann og sækja í átt að miðbænum .

Þess má til gaman geta að Halldór Gylfason leikari er vallarþulur í dag og sá tók alvöru kynningu
Fyrir leik
Leikmenn hafa lokið upphitun og halda inn í klefa fyrir lokaræður þjálfaranna . Köttararnir hita upp með fjöldasöng í tjaldinu sínu og HK-ingar eru mættir með stærstu trommu sem ég hef séð í stúkuna , þetta verður einvígi innan sem utan vallar .
Fyrir leik
Hvet sem flesta áhorfendur og stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn . Það er fössari geðveikt veður og tvö frábær lið að mætast opnaðu kaldan drykk komdu að tana og skelltu þér á völlinn. Mæli einnig með góðri sólarvörn fyrir þá sem brenna auðveldlega mæli ég einna helst með Proderm sólavörninni alvöru gæði
Fyrir leik
Þróttur bíður ekki upp á ásættanlegt net hérna í fjölmiðlastúkunni líður eins og það sé árið 2000 og ég þurfi að hringja í það til að tengjast því en við reynum að gera gott úr þessu
Fyrir leik
Þróttarar hafa verið sterkir á heimavelli þeir hafa spilað 8 leiki unnið 6 gert 1 jafntefli og tapað einum leik og ljóst að heimamenn með sína frábæru stuðningsmenn hafa gert Eimskipsvöllinn að gryfju .

HK er hinsvegar á fljúgandi siglingu og hafa unnið síðustu 5 leiki sína í deildinni og eru ávallt hættulegir í sínum sóknarleik geta þeir sótt þrjú stig hér í dag ?
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér til hliðar

Þróttur gerir tvær breytingar frá tapleiknum á móti Keflavík þeir Hlynur Hauksson og Sveinbjörn Jónasson koma inn fyrir Árna Þór Jakobsson og Víðir Þorvarðarson

HK-ingar gera hinsvegar eina breytingu á sínu liði frá sigri á Selfossi í seinustu umferð Birkir Valur Jónsson kemur inn í staðinn fyrir Ingimar Elí Hlynsson
Fyrir leik
Til að fylgjast með

Viktor "Hárfagri" Jónsson( NR 9 Þróttur ) hefur verið heitur í sumar og er kominn með 8 mörk í 12 leikjum . Sterkur snöggur framherji sem veit sannarlega hvar markið er staðsett .

Ásgeir Marteinsson ( NR 10 HK ) er öflugur kant framherji sem hefur spilað frábærlega í sumar hann er beinskeyttur leikmaður snöggur og teknískur og ekki margar varnir sem að ráða við hann þegar hann er á deginum sínum .
Fyrir leik
Þróttarar hafa átt í smá brasi í undanförnum leikjum en eru að safna að sér stigum og sigrum og halda sér í baráttunni um Pepsi Deildar sætið þeir sitja í 3 sæti með 30 stig jafn mörg stig og Fylkir sem eru í 2 sæti

HK hefur unnið 5 leiki í röð og eru allt í einu komnir í dauðafæri á Pepsi Deildar sæti með 27 stig í 5 sæti með sigri í dag geta þeir gert alvöru atlögu að Pepsi deildar sætinu
Fyrir leik
Komiði sæl kæru lesendur hér mun fara fram bein textalýsing frá stórleik Þróttar og HK í Inkasso ástríðunni
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
3. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Viktor Helgi Benediktsson
9. Brynjar Jónasson
10. Ásgeir Marteinsson ('77)
14. Grétar Snær Gunnarsson
19. Arian Ari Morina ('72)

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
8. Ingimar Elí Hlynsson
11. Axel Sigurðarson ('72)
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson
17. Andi Andri Morina
18. Hákon Þór Sófusson
24. Stefán Bjarni Hjaltested
29. Reynir Már Sveinsson ('77)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Oddur Hólm Haraldsson
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Pétur Pétursson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Þór Júlíusson ('8)
Viktor Helgi Benediktsson ('19)
Brynjar Jónasson ('36)
Bjarni Gunnarsson ('51)
Grétar Snær Gunnarsson ('85)

Rauð spjöld: