Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Þór
2
2
Fram
Kristján Örn Sigurðsson '19 1-0
1-1 Sigurpáll Melberg Pálsson '33
Gunnar Örvar Stefánsson '48 2-1
2-2 Ivan Bubalo '76
18.08.2017  -  18:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: 9 stig, köld gola og smá úrkoma
Dómari: Tómas Orri Hreinsson
Maður leiksins: Gunnar Örvar Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Freyr Hjaltalín
Orri Sigurjónsson ('71)
4. Gauti Gautason
4. Aron Kristófer Lárusson ('71)
5. Loftur Páll Eiríksson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Atli Sigurjónsson
21. Kristján Örn Sigurðsson
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('88)

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
2. Tómas Örn Arnarson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('71)
6. Páll Veigar Ingvason
13. Ingi Freyr Hilmarsson
18. Alexander Ívan Bjarnason ('88)
26. Númi Kárason
30. Stipe Barac ('71)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Hannes Bjarni Hannesson
Guðni Þór Ragnarsson

Gul spjöld:
Orri Sigurjónsson ('35)
Ármann Pétur Ævarsson ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þór og Fram skilja jöfn hér á Þórsvelli í dag.
93. mín
Alexander Ívan með flotta fyrirgjöf en Kristján skallar yfir, erfitt að ná að skora úr þessari stöðu.
92. mín
Hlynur Atli með skot himinhátt yfir, aldrei líklegt.
91. mín
Atli Sigurjóns með mjög góða fyrirgjöf sem Stipe Barac skallar yfir. Þórsarar eru að reyna að ná þessum 3 stigum hérna í lokin.
90. mín Gult spjald: Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Indriði Áki brýtur á Stipe Barac í skyndisókn, hárrétt spjald.
88. mín
Inn:Alexander Ívan Bjarnason (Þór ) Út:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Gunni þarf að koma af velli og Alexander Ívan kemur inná í hans stað.
87. mín
Gunni haltrar um hérna og gefur til kynna að hann vilji skiptingu, alls ekki gott fyrir Þórsara né Gunna sjálfan ef þetta er alvarlegt.
86. mín
Gunni er staðinn upp og kominn inná aftur, gott að þetta var ekki verra, leit illa út héðan.
84. mín
Gunnar Örvar hoppar uppí bolta og lendir greinilega eitthvað illa því hann fer beint í jörðina, vonandi er þetta ekki alvarlegt hjá honum.
82. mín Gult spjald: Högni Madsen (Fram)
Kristján Örn og Högni Madsen fara í einhverjar stympingar sem endar með að Gunnar Örvar stíar þeim í sundur. Tómas gefur Högna síðan gult spjald við óíþróttamannslega hegðun.
81. mín
Boltinn dettur fyrir Jónas á lofti sem skýtur viðstöðulaust í varnarmann Fram og aftur fyrir. Þórsarar heimta víti fyrir hendi, ég sá ekki hvort hann fór í höndina á honum en það leit ekki út fyrir það.
80. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Manni keyrir inní Hlyn og fær klárt gult spjald.
78. mín
Stipe Barac með gott skot rétt fyrir utan teig sem Hlynur ver frábærlega í hornspyrnu. Atli Sigurjóns tekur spyrnuna sem er mjög léleg og fer yfir allan pakkan og í markspyrnu. Tvær lélegar spyrnur í röð hjá Atla, þa sjáum við ekki oft.
76. mín MARK!
Ivan Bubalo (Fram)
Stoðsending: Guðmundur Magnússon
Bubalo jafnar! Það var ekkert í gangi hjá Fram, Guðmundur Magnússon sendir boltann á Bubalo sem á skot fyrir utan sem endar í markinu, Aron Birkir á klárlega að gera miklu betur þarna. Allt í einu er Fram búið að jafna þennan leik.
75. mín
Högni Madsen brýtur á Jónasi úti á hægri kantinum. Atli Sigurjónsson tekur spyrnuna inná teig en hún er of föst og fer framhjá markinu.
73. mín
Atli Sigurjóns skýtur framhjá eftir fínan sprett hjá Barac.
71. mín
Inn:Stipe Barac (Þór ) Út:Aron Kristófer Lárusson (Þór )
Tvöföld skipting hjá Þórsurum, Stipe Barac kemur einnig inná fyrir Aron Kristófer.
71. mín
Inn:Ármann Pétur Ævarsson (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
Lárus tekur Orra útaf hérna, mjög eðlileg skipting, átti ekki inni eitt brot í þessum leik.
70. mín
Ekkert að gerast í þessum leik eins og er, hundleiðinlegur kafli í gangi.
66. mín
Aftur brýtur Orri af sér, kominn með 5 leikbrot í leiknum svo hann er á mjög hálum ís hérna!
64. mín
Orri Sigurjóns brýtur af sér á miðjum vellinum, er á spjaldi og fær tiltal frá dómaranum, verður að passa sig núna, er líklega á síðasta séns hjá dómara leiksins. Orri er það mikilvægur á miðjunni að ég er ekki viss um að Lárus taki hann útaf samt.
62. mín
Atli Sigurjóns með frábæran sprett einn á einn en varnarmaður Fram nær að trufla hann aðeins og hann nær ekki góðri sendingu fyrir á Jónas, frábær skyndisókn samt sem áður.
59. mín
Tómas dæmir hé mjög sérstakt brot á Gunnar Örvar, Gunni heldur boltanum á lofti tvisvar sinnum, mætti halda að hann sé að dæma tvígrip, eitthvað að ruglast við handboltann.
56. mín
Frammarar dæmdir rangstæðir eftir markspyrnu, saga þeirra í þessum leik, gengur ekkert.
53. mín
Frammarar hafa ekkert gert í þessum leik fyrir utan þetta mark, þeir eiga klárlega skilið að vera undir í þessum leik, gengur ekkert upp hjá þeim, sendingar fara oftar en ekki á Þórsara, þurfa að bæta leik sinn töluvert ef þeir ætla sér eitthvað hér í dag.
48. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Stoðsending: Jónas Björgvin Sigurbergsson
Markahæsti leikmaður Inkasso í fyrra er kominn á blað! Jónas á góða sendingu með jörðina á Gunna, hann tekur á móti honum, dregur boltann aðeins til hliðar og skorar af öryggi.
47. mín
Frammarar með hörmulega hreinsun inní teignum, langt uppí loft og beint í hornspyrnu. Spyrnan er góð hjá Atla og ratar beint á hausinn á Orra Hjaltalín sem skallar fast í nærhornið en Hlynur er vel á verði og hendir sér á boltann og grípur hann.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Lítið gerst í þessum leik eftir að Fram jöfnuðu, vonandi fer leikurinn betur af stað í seinni hálfleik.
42. mín
Þórsarar sækja hérna en komast aldrei í almennilegt færi, endar með langskoti frá Orra Sigurjóns sem var aldrei á leiðinni á markið.
35. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Fram) Út:Brynjar Kristmundsson (Fram)
Brynjar Kristmundsson getur ekki haldið leik áfram og hinn ungi Helgi Guðjónsson kemur í hans stað.
35. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Þór )
Orri Sigurjónsson fær hér gult spjald við litla hrifningu Þórsara. Kemur í hörku tæklingu beint í boltann á fleygiferð, dómarinn metur svo að hann fari með takkana á undan sér og gefur honum gult spjald. Krakkar í stúkunni öskra dýfa! Leikmenn og stuðningsmenn Þórs eru brjálaðir!
33. mín MARK!
Sigurpáll Melberg Pálsson (Fram)
Stoðsending: Guðmundur Magnússon
Frammarar jafna uppúr horninu, góð hornspyrna sem Guðmundur Magnússon flikkar yfir á fjær þar sem fyrirliðinn Sigurpáll Melberg mokar honum yfir línuna!
32. mín
Hlynur Atli með skot að utan sem fer beint í varnarmann Þórs og langt yfir, horn.
30. mín
Orri Sigurjónsson með sendingu beint á sóknarmann Fram, Þórsarar ná að koma boltanum afturfyrir í hornspyrnu og ekkert kemur uppúr henni.
28. mín
Sigurður Marínó með hornspyrnu sem Kristján mokar inn í markið en aftur er dæmt brot, brotið á Hlyn en sé ekki almennilega hvað gerðist. Þórsarar fastir fyrir og ógna mikið í föstum leikatriðum.
28. mín
Aron Kristófer skýtur föstu skoti úr mjög þröngu færi en Hlynur þurfti að hafa sig allan við til að verja það í horn.
25. mín
Atli Sigurjónsson með aukaspyrnu utanaf velli sem endar í netinu en Kristján Örn keyrði inní Hlyn, klárt brot og hárréttur dómur hjá Tómasi.
21. mín
Atli með laglegan bolta inná Gunna en hann er réttilega dæmdur brotlegur, ýtir Dino frá sér.
19. mín MARK!
Kristján Örn Sigurðsson (Þór )
Atli Sigurjónsson með hornspyrnu sem mér sýnist Kristján skallar og Hlynur ver en Kristján fylgir eftir og skorar. 1-0 fyrir heimamenn!
16. mín
Högni Madsen brýtur á Sigga Marínó fyrir utan teig, kjörstaða fyrir aukaspyrnu en hún er ekki góð hjá Atla.
11. mín
Dino Gavric og Gunnar Örvar skalla hér saman sem endar með að Gunni liggur, er þó staðinn á fætur og þeir takast í hendur.
8. mín
Mikill aðgangur í teig Frammara sem endar með skoti frá Jónasi í varnarmann Frammara. Leikurinn byrja rólega en þarna kom fyrsta færið.
6. mín
Hlynur Atli liggur niðri eftir samstuð við Jónas og Fram sparkar boltanum útaf, það var hinsvegar ekkert að honum og leikurinn heldur áfram.
2. mín
Sigurpáll Melberg fær boltann í góðri stöðu upp hægri vænginn en fyrirgjöf hans ratar ekki á neinn og fer í í innkast hinu megin.
1. mín
Leikur hafinn
Þórsarar byrja með boltann og sækja í átt að Boganum.
Fyrir leik
Sigurður Marínó Kristjánsson er að leika sinn 200. leik fyrir Þór og fær afhentan veglegan blómvönd fyrir leik.
Fyrir leik
Jóhann Helgi er markahæstur í liði Þórs í sumar með 6 mörk, þeir eru án hans í dag. Þeir eru hinsvegar með markahæsta leikmann Inkasso 2016 í byrjunarliðinu, Gunnar Örvar, það er morgunljóst að hann ætlar sér að enda sumarið með stæl, kominn með 4 mörk í sumar og mun klárlega ætla sér að komast í tveggja stafa tölu fyrir lok móts.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.
Þórsarar gera eina breytingu frá síðasta leik gegn ÍR, Aron Kristófer Lárusson kemur inn fyrir Jóhann Helga sem er í banni eftir að hafa fengið sitt 7. gula spjald í sumar.
Fram stillir upp óbreyttu liði frá sigrinum á Leikni F í síðustu umferð.
Fyrir leik
Haukar mæta Keflavík og HK mæta Þrótti í kvöld, ef úrslitin verða hagstæð í þessum 2 leikjum og Þórsarar vinna hér í kvöld þá eru Þórsarnir klárlega ennþá í baráttunni um að komast upp.
Fyrir leik
Þórsarar voru komnir á hörku siglingu, tóku 16 stig af 18 mögulegum í 9-14. umferð en töpuðu síðan gegn Haukum úti og gerðu 0-0 jafntefli við ÍR í síðustu umferð á Þórsvelli.
Fram eru búnir að fá 7 stig úr síðustu 3 leikjum eftir brösulegt gengi.
Fyrir leik
Þórsarar sitja í 6.sætinu með 26 stig fyrir þennan leik, 4 stigum frá 2.sætinu. Fram er í 8.sæti með 22 stig. Ef Þórsarar ætla að vera í baráttunni um að komast í Pepsí18 verða þeir að vinna í dag.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og Fram á Þórssvelli í 17.umferð Inkasso-deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
6. Brynjar Kristmundsson ('35)
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Orri Gunnarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Indriði Áki Þorláksson
21. Ivan Bubalo
24. Dino Gavric
32. Högni Madsen

Varamenn:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
9. Helgi Guðjónsson ('35)
9. Ívar Reynir Antonsson
19. Magnús Snær Dagbjartsson
19. Óli Anton Bieltvedt
71. Alex Freyr Elísson

Liðsstjórn:
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Pedro Hipólító (Þ)
Lúðvík Birgisson
Þuríður Guðnadóttir
Ragnar Leó Bjarkason
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson

Gul spjöld:
Högni Madsen ('82)
Indriði Áki Þorláksson ('90)

Rauð spjöld: