ÍA
0
1
ÍBV
0-1 Brian McLean '36
20.08.2017  -  16:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Fínasta móti sól og léttur andvari
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Brian Mclean (ÍBV)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Albert Hafsteinsson ('87)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('71)
15. Hafþór Pétursson
18. Rashid Yussuff
24. Viktor Örn Margeirsson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
8. Hallur Flosason
10. Steinar Þorsteinsson ('71)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('87)
19. Patryk Stefanski
20. Gylfi Veigar Gylfason

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson
Guðmundur Sigurbjörnsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Ólafur Valur Valdimarsson ('12)
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eyjamenn sigra hérna á skipaskaganum í leik þar sem þeir voru betri aðillinn í þessum leik .
Harður nagli í fallkistu Skagamanna og þetta lítur alls ekki vel út fyrir þá .

Ég þakka fyrir mig
90. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Neglir þarna í Pablo smá pirrings brot og alveg hárrétt
90. mín
FRÁBÆR MARKVARSLA !!! VÁÁÁÁÁ Garðar Gunnlaugsson svo nálagt því að jafna þennan leik en Derby nær að setja fingurgómanna í boltann sem stenfdi upp í markvinkillinn !
90. mín
SVO NÁLAGT ! en og aftur er ÞÞÞ að taka geggjaðar aukaspyrnur og skagamenn fæa frían skalla inn í teig en boltinn fer beint á Derby í markinu .
90. mín
Garðar Gunnlaugs tekur spyrnuna en hún fer beint æi veggnn hann verður að setja þetta á rammann drengurinn !!
90. mín
Það eru 4 mínútur í Uppbótartíma .
89. mín
Eyjamenn eru við það að komast í skyndisókn þegar Árni SNær mætir þem á miðjum velli og nær boltanum ! Skagamenn fá aukaspyrnu svo á stórhættulegum stað !
88. mín
Steinar Þorsteinsson með skotilraun en eyjamenn komast fyrir skagamenn fá hornspyrnu !
87. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
85. mín
Fimm mínútur eftir , ÍA gerir lokaáhlaup hér og eru að setja mikla pressu og langa bolta á vörn ÍBV en þeir virðast ráða við þetta í vörninni
82. mín
Inn:Alvaro Montejo (ÍBV) Út:Mikkel Maigaard (ÍBV)
Síðasta skipting eyjamanna lítur hér dagsins ljós .
81. mín Gult spjald: Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
Fær hér spjald eftir að hafa togað aftan í Steinar Þorsteinsson . Steinar kloppaði Óskar skemmtilega og var kominn á beina braut skynsamlega brotið
80. mín
SKAGAMENN VILJA VÍTI !!! En þetta er aldrei víti , Albert Hafsteinsson á frábæran bolta inn á teig þar sem ÞÞÞ kemur á fleygiferð Derby er hinsvegar á undan í boltann og slær hann burt og þeir lenda saman .
77. mín
Skemmtileg sókn hjá skagamönnum . ÞÞÞ fer illa með Brian Mclean og nær flottri fyrirgjöf eftir jörðinni sem að Derby nær ekki að halda og slær út í teig en eyjamenn eru fyrstir á boltann sem betur fer fyrir þá. Þarna vantaði hrægamm til að hirða boltann fyrir skagamenn.
76. mín
Það eru 15 mínútur eftir geta skagamenn jafnað ? Hafa þeir nógu mikla orku til að jafna leikinn þeir þurfa númer 1,2 og 3 sigur hér í dag jafntefli er ekki nógu gott fyrir þá . Eyjamenn virðast hafa þæginleg tök á þessu en eru byrjaðir að falla vel aftur á völlinn það gæti reynst dýrkeypt í stað þess að halda áfram að sækja og drepa leikinn.
74. mín
Mikkel í draumalandi gæti verið nafn á bók væri hún gefin út í dag , hann kemst inn í sendingu á miðjunni og tekur skotið um leið alla leið frá miðjuboganum en skot hans var slakt og aldrei nein hætta á ferðum.
73. mín
Viktor Örn rennur hér á miðjum vellinum og missir boltann eyjamenn keyra hratt upp í skyndisókn þar sem boltinn endar há Rauðvínu Gunnari Heiðari en skot hans fer yfir og framhjá markinu .
71. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Fyrsta skipting skagamanna og hún kemur á 70 mínútu .
71. mín
Jæja tvær sóknir tvö skot hjá ÍA í þetta sinn var það Garðar Gunnlaugsson eftir góða fyrirgjöf frá hægri en skot hans fer framhjá .
70. mín
ÚFF upp úr engu á ÞÞÞ mjög fast skot á mark eyjamanna sem að Derby þurfti að hafa sig allan við að verja ! Loksins fengum við skot á markið .
68. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Eyjamenn gera sína aðra breytingu í þessum leik . Arnór Gauti kemur inn með ferska fætur í stað Kaj sem hefur ekki alveg náð sínum besta leik í dag
65. mín
Af hverju gerir Gulli ekki skiptingar breytir um taktík ? ég skil það ekki þetta er virkilega bragðdauft og skagamenn virðast ekki hafa trú á að þeir geti jafnað þenann leik .
64. mín
Eyjamenn taka langt innkast inn á teig sem að skagamenn hreinsa í horn .

Árni lendir smá basli í teignum en ver svo skot eyjamanna auðveldlega .
61. mín
Árni Snær stálheppinn ætlar sparka boltanum út en hittir hann herfilega beint á Mikkel Maigaard sem kemur boltanum á Kaj Leo en hann nær ekki skoti á markið og brýtur ´svo af sér .
58. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu fínn bolti inn á teig sem eyjamenn eru fyrstir á eftir léttan darraðardans í teingum fellur boltinn út á Ólaf Val sem tekur skotið en það fer framhjá markinu
57. mín
Kaj líflegur núna á hér fast skot sem fer framhjá markinu , það vantar alla grimmd í skagamenn þið eruð að berjast fyrir sæti ykkar í deildinni hvar eru tæklingarnar og baráttan
56. mín
Kaj Leo á góðan sprett fer framhjá Rashid með einni snertingu og leggur boltann á Mikkel sem að á skot sem er laflaust og beint á Árna í markinu .
55. mín
Inn:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Út:Shahab Zahedi (ÍBV)
Rauðvínið Gunanr Heiðar kemur hérna inn á fyrir Shahab sem átti ágætis leik en það vantar aðeins upp á hjá honum
51. mín
Shahab með ágætis sprett inn í teig skagamanna en skot hans fer langt framhjá verður að gera betur .
50. mín Gult spjald: Shahab Zahedi (ÍBV)
Alltof alltof seinn og tekur ÞÞÞ niður eftir að hafa átt slaka sendingu
49. mín
Smá orðaskipti milli Brian Mclean og ÞÞÞ . ÞÞÞ virðist lenda oná tánum á honum og Brian var ekki sáttur
47. mín
Góð sókn hjá ÍA færa boltann frá hægri til vinstri þar sem Ólafur Valur gerir mjög vel og leggur boltan út á Garðar Gunnlaugs sem skýtur boltanum yfir markið , Garðar getur gert betur hann veit það .
46. mín
Mér sýnir Gunnlaugur ekki breyta miklu fyrir síðari hálfleikinn . Skagamenn verða að fá þrjú stig úr þessum leik annars eru þeir svo gott sem fallnir .
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn og það eru skagamenn sem að byrja með boltann
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér á Floridana skaganum staðan er 1-0 fyrir ÍBV eftir herfileg mistök Árna í markinu .

Bæði lið hafa verið ógnandi en Eyjamenn virðast vera einu skrefi á undan eins og Gulli sé að sækja bara stigið miða við hvað skagamenn liggja aftarlega.

Ég ætla ná mér í kalt gos og léttar veitingar sem skagamenn bjóða frítt fyrir alla á vellinum VEL GERT !

44. mín
Garðar Gunnlaugsson liggur hérna eftir og heldur um andlitið á sér eftir baráttu við Brian Mclean sá ekki hvað gerðist en Garðar endaði á fjórum fótum og lá svo eftir á . Vonandi er í lagi með hann
42. mín
Eyjamenn virðast ætla beinta löngum innköstum í allan dag og þau eru að skapa hættu Sindri flikkar boltanum áfram á Brian sem að flikkar honum lengra og skagamenn eiga í smá vesni með a koma boltanum frá en ná því á endanum .
41. mín
Pétur er aðeins að missa tökinn á þessu hérna leikmenn eru að hnakkrífast útaf litlum smáatriðum og léttum stympingum en Pétur segir hingað og ekki lengra og brýtur þetta upp .
40. mín
Það er smá pirringur í Skagamönnum þessa stundina Garðar og Derby aðeins að kítast eftir að Derby sem er meistari í að taka tíma í hlutina dregur nokkrar dýrmætar sekúndur af klukkunni ... í Fyrri hálfeik .. já gott fólk í fyrri hálfleik
38. mín
Hvernig bregðast Skagamenn við þessu marki ?? þeir eru búnir vera ógnandi í sínum föstu leikatriðum en eru kannski að ná að skapa sér nóg í opnum leik .
36. mín MARK!
Brian McLean (ÍBV)
Stoðsending: Matt Garner
BRIAN MCLEAN !! Staðan er 1-0 eyjamenn fá langt innkast sem að skagamenn koma ekki í burtu boltinn endar hjá Matt Garner sem á frábæra fyrirgjöf frá vinstri kantinum á Brian sem að skallar boltann beint á Árna en Árni á óskiljanlegan hátt fær hann í gegnum klofið á sér og inn hann á að gera miklu betur gæti reynst dýrkeypt ! 1-0 ÍBV
34. mín
ÞÞÞ er búinn að eiga frábærar spyrnur í dag núna nær Garðar Gunnlaugs skoti í varnarmann , Eyjamenn hreinsa burt áður en skagamenn koma boltanum á ÞÞÞ sem á skot framhjá markinu .
33. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á stór stór hættulegum stað en skot Garðar Gunnlaugs fer í vegginn og aftur fyrir Hornspyrna ÍA
32. mín
Shahab í en einu hálffærinu en hann er bara ekki að ná hitta boltann almennilega verður að fara gera betur ef hann ætlar vinna sér inn fast sæti í liðinu . Hann er samt að koma sér í færin
32. mín
Frábær sprettur hjá Ólafi Val fer illa með tvo varnarmenn eyjamanna á vinstri kantinum leggur hann út í teiginn á Guðmund Böðvar sem á skot sem að Derby ver
30. mín
Þessi föstu leikatriði hjá skagamönnum eru að valda eyjamönnum smá erfiðleikum ÞÞÞ með hornspyrnu frá endalinunni hægri megin á Rashid sem á góðan skalla rétt framhjá markinu.
29. mín
ÞÞÞ með enn eina aukaspyrnuna og í þetta skiptið reynir Derby að kýla hann en hittir boltan hrikalega hann fellur fyrir Hafþór Pétursson sem að er ekki í góðu jafnvægi og skot hans fer í varnarmann ÍBV Derby heppinn þarna.
27. mín
Shahab með laust skot á Árna í markinu eftir að Mikkel Maigaard gerði vel og kom boltanum á hann í teignum
26. mín
Shahab er búinn að vera mikið í boltanum fyrstu 25 mínúturnar og er oft að komast í einn á einn stöðu en hann er bara ekki að gera þetta nægilega vel . Stór með ágætis hraða ætti að geta skapað sér færi úr svona stöðum .
25. mín
Pétur Guðmundsson Dómari dæmir hér aukaspyrnu hristir spreybrúsan sinn og spreyjar eins og alvöru graffari á völlinn . En spyrnan hjá ÞÞÞ er ekki góð og fer beint á Derby.
24. mín
Eyjamenn ná ágætri sókn upp hægri kantinn verður smá darraðardans í teignum áður en Shahab reynir skotið en varnarmenn skagamanna komast fyrir það og þessi sókn rennur út í sandinn.
20. mín
Albert Hafsteinsson með flott tilþrif fer framhjá varnarmanni klobbar svo Atla áður en hann lætur vaða fyrir utan teig en skotið hans fer yfir markið
19. mín
Fínasta sókn hjá ÍBV Atli Arnason fær boltann frá Pablo eftir gott spil en skot hans fyrir utan teig er laflaust og lekur framhjá markinu .
17. mín
Skagamenn hafa sótt í sig veðrið síðust mínúturnar , Rashid á hér góða fyrirgöf sem að Derby grípur inn í.
15. mín
ÞÞÞ Tekur aukaspyrnu frá hægri kant eyjamenn skalla upp í lofti en boltinn endar hjá Garðari en hann nær ekki nógu miklum krafti í skotið og Derby grípur hann
12. mín
Vandræðargangur á Derby ig það er ekki í fyrsta skiptið á þessu tímabili , það kemur löng spyrna fram sem að Garða Gunnlaugsson eltir Derby kemur alla leið útur teignum og ætlar að skalla hann en misreiknar sig og skallar boltan aftur sig en þar var Brian Mclean mættur til að skalla boltan frá
12. mín Gult spjald: Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Fyrir grimma tæklingu
11. mín
Frábær hornspyrna frá ÞÞÞ sem að Derby rétt nær að slá höndunum í og skagamenn fá aðra hornspyrnu núna hinum megin frá
10. mín
ÍA fær sína fyrstu hornsyrnu og það er spyrnusérfræðingurinn ÞÞÞ sem að tekur hana .
9. mín
Bæði lið virðast vera spila 4-3-3 í dag en falla vel til baka þegar þau verjast það er greinilegt að bæði lið ætla sækja til sigurs í dag enda ekkert annað í boði
7. mín
Eyjamenn með ágætis spil upp hægri kantinn en ná ekki að koma boltanum fyrir markið Skagamenn að verjast vel og eru skipulagðir
5. mín
ÞÞÞ Með eina bylmingsneglu en þessi bolti fór hátt yfir og hátt framhjá Góð tilraun samt sem áður
2. mín
Skagamenn eiga í erfiðleikum með að hreinsa eftir darraðardans í teignum og ÍBV fá aðra hornspyrnu en skagamenn hreinsa þessu frá
2. mín
ÍBV fær fyrstu hornspyrnu leiksins . Leikmenn beggja liða að þreifa fyrir sér
1. mín
Leikur hafinn
Kick off ! Það eru ÍBV sem að byrja með boltann í þessum sex stiga leik góða skemmtun kæru lesendur góða skemmtun
Fyrir leik
Pirates of the Carribean lagið er komið á og liðin ganga út á völlinn við mikið lófatak stuðningsmanna beggja liða ! Brekkan er þéttsetinn og það er ágætlega mætt í stúkuna
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl í upphitun og fólk er byrjað að týnast á völlinn . Þetta verður algjör hörkuleikur , það verða spjöld það verða tæklingar og það verða mörk , ég ætla gerast það djarfur að spá að það komi 4 mörk í dag .
Fyrir leik
Mjög athyglisvert að Gunnar Heiðar er á bekknum í dag en í hans stað byrjar Íraninn Shahab Zahedi sem hefur ekki spilað margar mínútur frá því hann kom í glugganum , Kristján Guðmundsson að taka áhættu hér
Fyrir leik
Ég hvet fólk til að taka þátt í leiknum og nota hashtagið #fotboltinet a Twitter . Alltaf gaman þegar fólk tekur virkan þátt og það gerir leikinn en skemmtilegri .
Fyrir leik
Ég ætla hrósa skagamönnum fyrir völlinn og aðstæður hér völlurinn lítur mjög vel út nýlega sleginn og fallegt grasið . Veður aðstæður í dag eru með fínasta móti sól og heiðskírt en góður andvari eins og gengur og gerist á skipaskaga.
Fyrir leik
Það er oft talað um að Rauðvín eldist vel og þá hlýtur Gunnar Heiðar Þorvaldsson að vera gæða rauðvín frá 1982 en hann hefur skorað 6 mörk í deildinni í 12 leikjum og skoraði sigurmark Eyjamanna í úrslitaleik bikarsins
Fyrir leik
Það urðu margir hissa þegar að Tryggvi Hrafn Haraldsson fór til Halmstad í Svíþjóð eftir að hafa verið einn af þeirra bestu mönnum í sumar það er erfitt er að sjá hver getur tekið við hans kefli en Skagamenn vonast til að Garðar Gunnlaugsson fari að detta í gang .
Fyrir leik
Það er svo mikið hérna undir í dag hjá báðum liðum ÍA sitja í 12 og neðsta sæti með 10 stig 6 stigum frá FJölni og örruggu sæti en Fjölnir á leik til góða.

Eyjamenn sitja einu sæti ofar í því 11 með 13 stig þremur stigum á eftir FJölnir og 5 stigum á eftir Breiðablik og KA þeir eru vonandi búnir að hrista bikarþynnkuna af sér fyrir þennan leik.

Bæði lið þurfa þrjú stig hér í dag þetta er ekki flókið sannkallaður sex stiga leikur .
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá botnbaráttuslag ÍA og ÍBV
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Matt Garner
5. David Atkinson
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('68)
9. Mikkel Maigaard ('82)
10. Shahab Zahedi ('55)
11. Sindri Snær Magnússon
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Brian McLean
30. Atli Arnarson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
12. Jónas Þór Næs
18. Alvaro Montejo ('82)
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('68)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Jón Ólafur Daníelsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Georg Rúnar Ögmundsson

Gul spjöld:
Shahab Zahedi ('50)
Óskar Elías Zoega Óskarsson ('81)

Rauð spjöld: