Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Valur
3
2
Fylkir
Vesna Elísa Smiljkovic '5 1-0
1-1 Brooke Hendrix '43
Ariana Calderon '83 2-1
2-2 Kaitlyn Johnson '87
Vesna Elísa Smiljkovic '90 , víti 3-2
23.08.2017  -  19:15
Valsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Maður leiksins: Maruschka Waldus
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Ariana Calderon
8. Laufey Björnsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('76)
26. Stefanía Ragnarsdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('92)

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Hlíf Hauksdóttir
13. Anisa Raquel Guajardo ('76)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
25. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
27. Hanna Kallmaier ('92)

Liðsstjórn:
Úlfur Blandon (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Elfa Scheving Sigurðardóttir
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Pála Marie Einarsdóttir ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið og Valskonur koma sér upp í 3. sæti á markatölu! Fylkiskonur hinsvegar áfram með 5 stig í 9. sæti.

Þetta var áhugaverður leikur. Mjög rólegur og óspennandi lengst framan af en það var aldeilis nóg af tilþrifum og dramatík í lokin sem bættu upp fyrir fyrri hlutann.

Ég þakka fyrir mig í bili og minni á viðtöl og skýrslu í kvöld.
92. mín
Inn:Hanna Kallmaier (Valur) Út:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur)
Fríða fær spark aftan á hné og þarf að fara útaf. Eygló fær sínar fyrstu Pepsi-mínútur í hægri vængbakverði. Laufey fer niður í hafsent og Stefanía inn á miðju.
92. mín
Þetta eru rosalegar lokamínútur. Valskonur aftur með fína sókn en Anisa skallar fyrirgjöf Stefaníu yfir.
90. mín Gult spjald: Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir (Fylkir)
Fær spjald fyrir brotið sem leiddi til vítaspyrnudómsins.
90. mín Mark úr víti!
Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
ÞVÍLÍK DRAMATÍK!

Allt í einu nóg að gera eftir 82 pollrólegar mínútur!

Tinna Bjarndís brýtur á Vesnu inná teig og ekkert hægt að gera nema dæma víti.

Vesna fer sjálf á punktinn og skorar örugglega.

3-2!
87. mín MARK!
Kaitlyn Johnson (Fylkir)
VÁÁÁÁ!

Fylkiskonur eru búnar að jafna og markið ekkert smá glæsilegt!

Valskonum mistekst að hreinsa frá og boltinn dettur fyrir Kaitlyn utan teigs. Hún svoleiðis smellhittir boltann og neglir honum framhjá Söndru!

2-2! Jahérna hér!
83. mín MARK!
Ariana Calderon (Valur)
MAAAARK!

Ariana skorar og kemur Val yfir!

Það virtist ekkert vera í kortunum en þetta mark er Valskonum kærkomið.

Stefanía átti fyrirgjöf frá hægri en ég sá ekki nógu vel hver það var sem átti snertinguna sem skilaði boltanum út á Ariönu sem kláraði laglega yfir Ástu.
82. mín
Thelma Lóa er komin fremst hjá Fylki og Þóra Kristín út til hægri.
81. mín
Inn:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (Fylkir) Út:Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
Skipting hjá Fylki. Þóra Kristín leysir Huldu Sig. af og fær sína eldskírn í meistaraflokki en hún er efnilegur leikmaður, fædd árið 2001.
79. mín
Ágæt tilraun frá Vesnu!

Hún lætur vaða rétt utan teigs en setur boltann yfir.
78. mín
Þarna munaði engu að Kaitlyn slyppi í gegn!

Pála átti slakan skalla til baka og Kaitlyn komst á milli hennar og Söndru. Arna Sif hefur verið best Valskvenna í kvöld og hún mætir á síðustu stundu og bægir hættunni frá!
76. mín
Inn:Anisa Raquel Guajardo (Valur) Út:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Úlfur gerir sína fyrstu breytingu. Anisa inn fyrir Thelmu Björk sem er mögulega eitthvað meidd.

Pála tekur við fyrirliðabandinu.
71. mín Gult spjald: Pála Marie Einarsdóttir (Valur)
Mér sýnist Birkir vera að spjalda Pálu fyrir mótmæli.
68. mín
Pála er búin að taka tvö löng innköst inná teig á síðustu mínútum og í bæði skiptin skapast hætta. Í seinna skiptið sýnist mér Valskonur eiga tilkall til vítaspyrnu en Arna Sif skallar boltann mögulega í höndina á varnarmanni. Við fáum því miður engar endursýningar hér og því erfitt að meta þetta.
67. mín
Inn:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Lovísa Sólveig Erlingsdóttir (Fylkir)
Fyrsta skipting leiksins. Thelma Lóa fer á vinstri kantinn og mér sýnist Jasmín ætla í vinstri vængbak. Áhugavert.
66. mín
Sjeiser!

Þarna gerir Birkir dómari mistök. Það er brotið á Thelmu Björk en hún var búin að senda Hlín í gegn þegar hún féll við. Birkir dæmir aukaspyrnu í stað þess að beita hagnaði og Valskonur eðlilega ekki sáttar!
64. mín
Jæja. Stefanía vinnur horn. Hrafnhildur tekur stutt á Vesnu en þetta er ekki nógu vel framkvæmt og Fylkiskonur keyra í skyndisókn. Jasmín vinnur hornspyrnu hinum megin eftir fína varnarvinnu Laufeyjar. Hulda sendir fyrir en Sandra gerir vel í að fara út og grípa boltann.
63. mín
Þetta er slappt hjá Valskonum um þessar mundir. Spurning hvort Úlfur eigi leynivopn á bekknum til að hleypa lífi í þetta?
62. mín
Díses! Hrikaleg þversending hjá Berglindi Rós. Vesna nær boltanum og stingur inn á Hlín sem er ein í gegn en rangstæð. Þarna munaði litlu.
55. mín
Klaufagangur hjá Tinnu Björk. Missir sendingu Málfríðar Ernu framhjá sér og Hlín nær til boltans. Fer upp að endamörkum og lyftir boltanum fyrir á kollinn á Vesnu sem skallar yfir.
53. mín
Lipur tilþrif hjá Jasmín í vítateig Vals en Arna Sif á svakalega tæklingu og vinnur boltann. Vel gert hjá Örnu Sif, var með þetta hárrétt tímasett.
52. mín
Valskonur fá innkast uppí hægra horni. Pála Marie skokkar fram völlinn og tekur langt innkast inn á teig. Hættulegur bolti sem endar aftur fyrir eftir klafs í teignum.
50. mín
Ódýr hornspyrna sem Fylkir fær. Hulda Sig setur boltann á fjær þar sem Sandra reynir að koma út í boltann en það er brotið á henni.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað aftur. Stefanía er komin út til hægri og Hlín upp á topp hjá Val. Mér sýnist þetta vera óbreytt hjá Fylki.
46. mín
Hálfleikur
Ágæt mæting á Valsvelli. Hér eru meðal annars FH-ingar og Árbæingar í ÍBV sem áttust við í gær.
46. mín
Hálfleikur
Nú er það hálfleikur. Coke Zero og kanilsnúðar. Sjáumst eftir korter.
46. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Valsvelli. Staðan 1-1 í heldur bragðdaufum leik.

Valskonur fengu sannkallaða draumabyrjun en náðu ekki að fylgja henni eftir og hafa ekki náð að skapa sér nein teljandi færi hér í fyrri hálfleik. Það hafa Fylkiskonur reyndar heldur ekki en þær hafa fengið hafsjó af aukaspyrnum utan af velli og hornspyrnum og jöfnuðu eftir eina slíka, rétt fyrir hálfleik.
45. mín
Síðasti séns hjá Val. Hornspyrna frá hægri. Hrafnhildur snýr boltann inn og Arna Sif kemst í boltann en nær ekki að stýra skallanum á rammann svo hættan líður hjá.
43. mín MARK!
Brooke Hendrix (Fylkir)
Stoðsending: Hulda Sigurðardóttir
MAAAARK!

Fylkiskonur eru búnar að jafna! Þær fengu horn frá vinstri. Hulda Sig setti boltann fyrir og mér sýnist það vera Brooke Hendrix sem kom boltanum í netið eftir barning í teignum.

Virkilega gott veganesti inn í seinni hálfleikinn fyrir Fylki.
42. mín
Aftur fín sókn hjá Fylki. Hulda snuddar boltann utanfótar inná teig í átt að Kaitlyn en Pála kemst inná milli og reddar í horn.
41. mín
Enn og aftur fær Fylkir aukaspyrnu úti á velli og alltaf er það Berglind Rós sem setur boltann inná teig. Sandra fer út í þennan en það er brotið á henni og Valskonur fá aukaspyrnu.
40. mín
Hætta í vítateig Vals!

Jasmín snýr laglega og setur boltann inn á teig í áttina að Maruschku. Hún er nálægt því að komast í skot en Hlín birtist á ögurstundu og hreinsar.
36. mín
Valur fær horn hægra megin. Vesna fer yfir og setur boltann út í teiginn í þetta skiptið. Arna Sif er sterkust í loftinu og á fínan skalla sem stefnir í átt að hægri stönginni. Þar er Hulda Sig og hreinsar frá.
35. mín
Valur fær aukaspyrnu á miðjuboganum á vallarhelmingi Fylkis. Thelma Björk setur boltann upp í hægra horn á Hlín en hún nær ekki að koma boltanum fyrir.
34. mín
Boltinn fór aftur fyrir þarna áðan og Fylkir fær horn. Berglind Rós setur boltann fyrir en sendingin er slök og beint í hendurnar á Söndru.

Pála virðist vera búin að jafna sig og er komin aftur inná.
33. mín
Obbosí. Þetta var ekki gott. Kaitlyn reynir fyrirgjöf en setur boltann beint í andlitið á Pálu sem liggur eftir.
30. mín
Fylkir fær enn eina aukaspyrnuna úti á velli. Berglind setur boltann inn á teig en Valskonur hreinsa.
25. mín
Fylkisaukaspyrna langt utan af velli. Berglind Rós setur boltann inná teig en Valskonur koma boltanum frá.

Þær bruna í sókn og Thelma Björk þræðir boltann laglega inn á Vesnu. Hún leggur boltann út í teig þar sem Hrafnhildur mætir en hægri fóturinn svíkur hana og hún setur boltann hátt yfir.
22. mín
Fín sókn hjá Fylki!

Maruschka kemst inn í sendingu Pálu Marie og brunar af stað. Setur boltann út til hægri á Jasmín sem kemur boltanum inná teig en Valskonur hreinsa í horn.

Berglind Rós tekur hornið. Reynir að leggja boltann út í skot en þetta set up mistekst algjörlega og Valskonur bruna í sókn. Vesna ber upp boltann í stöðunni 4v3 en nær ekki að koma honum á samherja. Þarna átti markaskorarinn að gera betur.
16. mín
Ágætis sóknaruppbygging frá Val en Vesna nær ekki að þræða boltann inn á Hlín sem kom á hlaupinu.
14. mín
Ágæt sókn hjá Fylki. Jasmín reynir að finna Kaitlyn í teignum en Málfríður les þetta vel og hreinsar í innkast.
12. mín
Fylkir fær aukaspyrnu aftarlega út til hægri á vallarhelmingi Vals. Berglind Rós setur boltann háan inná teig en Sandra veður út í teiginn og grípur boltann á hæsta punkti. Vel gert.
8. mín
Fylkiskonur fá horn. Berglind Rós setur boltann fastan niðri og út í teig en hann fer í gegnum allan pakkann og Valsarar snúa vörn í sókn.

Valskonur vinna horn en Brooke er hrikalega sterk í loftinu og skallar frá!
5. mín MARK!
Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
MAAAAARK!

Valskonur eiga fyrsta horn leiksins. Vesna vann hornið og tekur það sjálf!

Hún gerir sér lítið fyrir og snýr boltann bara beint inn!

Óskabyrjun hjá Val!
4. mín
Valsarar þurfa aðeins að hræra í sinni uppstillingu í fjarveru Elínar Mettu. Thelma Björk er með fyrirliðabandið og fer inná miðjuna, Vesna upp á topp og Hlín út til hægri. Annars lítur liðið svona út:

Sandra
Málfríður - Arna Sif - Pála
Hlín - Laufey - Ariana - Hrafnhildur
Thelma Björk - Stefanía
Vesna

Það er áhugaverð uppstilling hjá Fylki en Hulda Sig er mætt upp á topp og Jasmín út til hægri:

Ásta Vigdís
Tinna Bjarndís - Brooke - Tinna Björk
Caragh - Maruschka - Berglind Rós - Lovísa Sólveig
Jasmín - Hulda Sig. - Kaitlyn
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Fylkir byrjar og brunar í sókn. Kaitlyn reynir skot utan teigs en það er beint á Söndru.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og nú er ekki eftir neinu að bíða.
Fyrir leik
Elín Metta er mætt í stúkuna í góðum félagsskap ungra knattspyrnustúlkna úr Val. Þá er Elísa Viðarsdóttir á svæðinu og gefur sér tíma til að spjalla við unga fótboltagutta. Flottar fyrirmyndir.
Fyrir leik
Korter í leik og leikmenn og dómarar enn á fullu í upphitun á meðan völlurinn er vökvaður.

Margmenni á vellinum og mikil virkni enda sex aðstoðarþjálfarar á leikskýrslu í kvöld auk aðalþjálfaranna tveggja.
Fyrir leik
Það er sól og blíða í miðborginni. Stjórnin á fóninum og allt að verða klárt. Byrjunarliðin liggja fyrir eins og sjá má hér til hliðar.

Hjá Val er markahrókurinn Elín Metta í leikbanni eftir að hafa fengið 4 gul spjöld og munar um minna. Hrafnhildur Hauksdóttir kemur inn í liðið í hennar stað.

Breytingarnar eru öllu fleiri hjá Fylkiskonum. Ásta Vigdís kemur aftur í markið en hún mátti ekki spila gegn Breiðablik í síðasta leik þar sem hún er hjá Fylki á láni frá þeim grænklæddu. Þá eru þær Hulda Sig og Tinna Björk komnar aftur inn í liðið auk Jasmínar Erlu sem missti af síðasta leik vegna meiðsla. Þórdís Edda, Thelma Lóa og Sunna Baldvins fara á bekkinn en Eva Núra Abrahamsdóttir er hvergi sjáanleg.
Fyrir leik
Fyrri deildarviðureign liðanna fór fram 20. maí á Fylkisvelli og Valskonur unnu þá 2-0 sigur.

Það voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og áðurnefnd Elín Metta Jensen sem skoruðu mark Vals í þeim leik. Ef ég man rétt þá var þetta fyrsti leikur Vals í "nýja" leikkerfinu sem hefur reynst þeim svo vel.

Nokkuð fjörugur leikur þar sem Fylkiskonan fyrrverandi, Jesse Shugg, klúðraði víti í stöðunni 1-0 fyrir Val og Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir markvörður varði og varði.

Sjáum hvað setur á Valsvelli hér á eftir. Vonandi verður nóg fjör.
Fyrir leik
Bæði lið hafa komið nokkuð vel undan EM-fríinu þó stigasöfnun þeirra hafi ekki verið sambærileg.

Valskonur hafa verið á mikilli siglingu og unnið tvo gríðarlega sterka sigra í síðustu tveimur deildarleikjum. Fyrst unnu þær Blika 2-0 og síðan Stjörnuna 2-1. Landsliðskonan Elín Metta Jensen hefur verið á skotskónnum og skoraði þrjú af þeim fjórum mörkum sem liðið hefur skorað eftir EM-pásuna.

Fylkisliðið hefur einnig leikið vel eftir hlé en aðeins náð sér í eitt stig. Það hafa þó orðið framfarir á leik liðsins og nýjir erlendir leikmenn komið sterkir inn. Þar að auki virðist sem nýr þjálfari liðsins, Hermann Hreiðarsson, hafi náð að berja einhverja trú í leikmenn sem eru farnir að spila af meiri gleði og baráttu en fyrir hlé.

Tvö lið í góðum gír = Fáum vonandi skemmtilegan fótboltaleik
Fyrir leik
Heil og sæl ágætur lesendur Fótbolta.net.

Hér verður hægt að fylgjast með leik Vals og Fylkis í Pepsi-deild kvenna. Um er að ræða leik í 14. umferð Íslandsmótsins en hann hefst á slaginu 19:15.
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
4. Brooke Hendrix
5. Maruschka Waldus
6. Hulda Sigurðardóttir ('81)
13. Kaitlyn Johnson
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir ('67)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
20. Caragh Milligan
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Sunna Baldvinsdóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('67)
28. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('81)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Vésteinn Kári Árnason
Rakel Leósdóttir
Kolbrún Arnardóttir
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir ('90)

Rauð spjöld: