Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Ísland
0
1
Finnland
0-1 Alexander Ring '8
Rúrik Gíslason '75
02.09.2017  -  16:00
Tampere
Undankeppni HM
Dómari: Pavel Kralovec (Ték)
Áhorfendur: 16.000
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('59)
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
13. Ingvar Jónsson (m)
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Hjörtur Hermannsson
16. Rúnar Már Sigurjónsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
19. Rúrik Gíslason ('59)
21. Arnór Ingvi Traustason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ragnar Sigurðsson ('33)
Aron Einar Gunnarsson ('45)
Emil Hallfreðsson ('46)
Rúrik Gíslason ('74)

Rauð spjöld:
Rúrik Gíslason ('75)
Leik lokið!
Grátlegt tap í Finnlandi. Fyrsti sigur þeirra í riðlinum. Glæsilegt mark Alexander Ring úr aukaspyrnu skilur liðin að.

Nú þarf íslenska liðið að ná vopnum sínum fljótt. Stór og mikilvægur leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudag. Það eru ennþá þrír leikir eftir í þessum riðli!

Við komum með viðtöl frá Finnlandi á eftir.
Magnús Már Einarsson
94. mín
FJórar mínútur liðnar í viðbótartíma. Finnar eiga innkast á miðju.
Magnús Már Einarsson
93. mín
Ring með skot fyrir utan en yfir markið.
Magnús Már Einarsson
92. mín
Ísland manni færri en Finnar eru í nauðvörn. Tvær og hálf eftir.
Magnús Már Einarsson

Magnús Már Einarsson
90. mín
Fjórar mínútur í viðbótartíma. Koma svo!
Magnús Már Einarsson
90. mín
Nei nei nei! Þarna munaði engu! Jón Daði skallar á Gylfa sem á skotið á lofti en Hradecky ver. Björn Bergmann nær frákastinu en Hradecky ver aftur. Björn er síðan flaggaður rangstæður.
Magnús Már Einarsson
88. mín
Aron á sendingu inn á teig en hún er of löng. Boltinn aftur fyrir. Tvær mínútur eftir af venjulegum leiktíma og svo er uppbótartíminn. Hann verður nokkrar mínútur.
Magnús Már Einarsson
88. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Magnús Már Einarsson
86. mín
Jón Daði að koma inn á...
Magnús Már Einarsson
85. mín
Dauðafæri hjá Finnum! Markkannen sleppur aleinn í gegn og reynir að vippa yfir Hannes. Hannes stendur nægilega lengi og slær boltann til hliðar.
Magnús Már Einarsson
83. mín
Inn:Thomas Lam (Finnland) Út:Preparim Hetemaj (Finnland)
83. mín
OOOOHHHHH... Gylfi með skot rétt framhjá.
82. mín Gult spjald: Eero Markkanen (Finnland)
81. mín
Þung pressa frá Finnum eftir skyndisókn sem endaði með skoti sem ekki fór á rammann.
80. mín
Það má færa rök fyrir því að við séum að bragða á eigin meðali í þessum leik. Ísland hefur unnið sigra með svipuðum hætti og Finnar virðast vera að gera í þessum leik.

Ítreka VIRÐAST. Þetta er ekki búið þó útlitið sé svart.
75. mín Rautt spjald: Rúrik Gíslason (Ísland)
Rúrik tók Finna niður þegar þeir voru að fara í skyndisókn.

Fær sitt annað gula spjald með stuttu millibili.

Úffff... þetta ætlar ekki að vera okkar dagur.

Nú verður maður að trúa á svipaða dramatík og í fyrri leiknyum gegn Finnum.
75. mín
Skalli á markið en Hannes las þetta og var mættur í hornið og greip boltann.
75. mín
Úfff... Finnar í hörkufæri en við náum að bjarga í horn.
74. mín Gult spjald: Rúrik Gíslason (Ísland)
73. mín
Aron Einar með skot í teignum sem fer í jörðina og skoppar yfir. Arnór Ingvi að búa sig undir að koma inn.
72. mín
Björn Bergmann fær aukaspyrnu á vinstri kantinum. Gylfi tekur spyrnuna.
70. mín
Þurfum að fara að ná inn marki... Eitt mark og finnska liðið gæti farið á taugum.
68. mín
Birkir Bjarna vinnur hornspyrnu. Náum ekkert að skapa okkur úr henni.
67. mín
Finnar með skot. Beint á Hannes.
64. mín
RÚRIK BJARGAR Á LÍNU!!!

Skalli frá Finnum eftir horn. Rúrik var við stöngina og bjargaði þessu.
63. mín
Raggi Sig bjargar í horn.
61. mín
NEEEEIIIIII!!!! Björn Bergmann í dauðafæri en varnarmaður náði á ótrúlegan hátt að kasta sér fyrir skotið. Þarna munaði litlu. Rosalega litlu.
59. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Rúrik fer í hægri bakvörðinn.
59. mín
Inn:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Bætt í sóknina
59. mín
Gylfi búinn að vera ógnandi síðustu mínútur en Finnar náð að kasta sér fyrir skot hans.
57. mín
Alfreð að koma sér í færi en Finnar bjarga á síðustu stundu!
57. mín
Það vantar herslumun og aðeins meiri gæði í sendingarnar á síðasta þriðjungi. Koma svo...
55. mín
Ísland fékk hornspyrnu en Finnar skölluðu frá.
54. mín
Björn Bergmann að búa sig undir að koma inn. Rúrik klæddi sig aftur í vesti.
54. mín
Íslendingar að sækja en finna ekki glufur á finnsku vörninni.
53. mín
Leikmaður Finna fær aðhlynningu. Leikurinn stopp. Rúrik Gíslason að búa sig undir að koma inn.
51. mín
Emil í hörkufæri!!! Boltinn dettur til hans fyrir utan vítateiginn en hann hitti boltann illa og skotið yfir.
47. mín
Finnar fengu hornspyrnu sem Robin Lod tók. Hannes kýldi boltann frá.
46. mín Gult spjald: Emil Hallfreðsson (Ísland)
Fyrir brot.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Engar breytingar í hálfleiknum.
45. mín
Miðað við upphitunina eru ekki líkur á skiptingu í hálfleik. Menn ekki á sérstöku tempói.
45. mín
Þó leikkerfið hafi virkað gegn Króatíu er spurning hvort Heimir fari ekki aftur í hefðbundna 4-4-2 í seinni hálfleik.

Það má skella skuld á dómarann en okkar lið getur líka miklu betur... vonandi verður þetta betra í seinni hálfleik.
45. mín
Tékkneski dómarinn að fá verðskuldað drull á Twitter.

Það kæmi mér ekki á óvart ef við fáum Björn Bergmann eða Jón Daða inn strax í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
45. mín Gult spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Fyrir brot. Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
44. mín
Fyrirgjöfin úr aukaspyrnunni fór framhjá öllum pakkanum. Munaði litlu að Aron Einar næði til knattarins. Asskoti tæpt.
43. mín Gult spjald: Jere Uronen (Finnland)
Braut á Gylfa. Aukaspyrna með fyrirgjafarmöguleika frá hægri.
39. mín
Skot úr aukaspyrnu frá Finnum. Hannes ver.
38. mín
Hradecky markvörður tekur sér góóóðan tíma í útspark. Finnar strax byrjaðir að tefja.
37. mín
Íslenska liðið liggur á því finnska þessa stundina en opin færi eru ekki að detta inn.
33. mín
Inn:Sauli Vaisanen (Finnland) Út:Juhani Ojala (Finnland)
Varnarmaður Finna fer meiddur af velli.
33. mín Gult spjald: Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Raggi lendir í glímu við einn Finnann þar sem þeir liggja saman á vellinum.
32. mín
Hendi!!! Rétt fyrir utan teig Finna. Tékkneski dómarinn dæmir ekkert. Dómgæslan hallar á íslenska liðið.
Góð mynd af brotinu áðan.
30. mín
Fimbulfamb í teig Finna. Press frá íslenska liðinu núna! Koma svon.
28. mín Gult spjald: Robin Lod (Finnland)
Sóli í sköflung Alfreðs!!!

Þetta átti að vera rautt! Dómarinn var alveg upp við brotið.
27. mín
Finnar með marktilraun! Skotið framhjá fjærstönginni.
26. mín
VÁÁÁ!!! Hradecky með misheppnaða sendingu úr markinu, beint á Alfreð sem var í dauðafæri en náði ekki góðri snertingu og missti boltann of langt frá sér. Hradecky náði að redda sér!

Þarna munaði litlu.
25. mín
Smá darraðadans eftir hornið og Aron Einar nær að teygja sig í boltann og ná skoti. Hradecky varði.
24. mín
Ísland fær horn...
20. mín
Fyrirgjöf frá vinstri, Hörður Björgvin, en Jói Berg er eini Íslendingurinn í teignum og nær ekki að gera sér mat úr þessu.
19. mín
Finnar eru að halda boltanum leiðinlega vel...
15. mín
Dómarinn að þvælast fyrir Birki Bjarnasyni. Birkir klobbaði hann bara!
14. mín
Hættuleg sókn Íslands en búið að dæma rangt innkast.

Verið að taka Víkingaklappið. Gekk svona bærilega. Menn ekki alveg í takt.
11. mín
Maður er hálfpartinn í losti eftir þetta mark frá Ring.

Emil Hallfreðs að fá gagnrýni á samskiptamiðlum fyrir að hafa brotið af sér á þessum stað.
8. mín MARK!
Alexander Ring (Finnland)
Finnar skora beint úr aukaspyrnunni.

Ring náði draumaskoti og úr varð glæsilegt mark.

Andskotinn. Sláin inn.
8. mín
Finnar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Emil Hallfreðsson braut á Hetemaj. Klaufalega brotið.
6. mín
Aron Einar með fyrstu marktilraun Íslands. Fékk pláss og tíma nokkuð fyrir utan teig og lét vaða. Skotið framhjá.
5. mín
Birkir Már í góðri fyrirgjafarstöðu en á slappa sendingu fyrir, beint á fyrsta varnarmann.
4. mín
Finnar fengu horn. Birkir Bjarna náði að skalla boltann frá.
3. mín
Birkir Már dæmdur brotlegur á miðjum vellinum.

Finnska Tólfan lætur vel í sér heyra fyrir aftan annað markið. Það verður hörkustemning í dag.
2. mín
Jói Berg vann boltann og geystist upp hægra megin. Sending hans ekki nægilega nákvæm og Finni komst á milli.
1. mín
Leikur hafinn
Finnar eru alhvítir. Við albláir. Finnar byrjuðu með knöttinn.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki. Gæsahúð.
Fyrir leik
Mörg kunnugleg andlit í stúkunni. Sverrir Bergmann og Svali mættir. Báðir í körfuboltatreyjum. Böddi Bergs einnig mættur.

Fyrir leik verður mínútu þögn. Fyrrum formaður finnska sambandsins lést á dögunum.
Fyrir leik
Áhorfendur að koma sér fyrir á vellinum. Stutt í þetta. Strákarnir á fullu í upphitun. Vallarþulurinn að fara með svakalega ræðu á finnsku. Fallegt tungumál finnskan.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð. Ísland er með sama lið og vann Finnland.

Hannes í markinu.
Birkir Már og Hörður Björgvin bakverðir. Kári og Raggi í hjarta varnarinnar.
Jói Berg og Birkir Bjarna á köntunum. Aron Einar og Emil á miðjunni. Gylfi fyrir framan þá.
Alfreð fremstur.
Fyrir leik
Þessir eru einu spjaldi frá banni: Birkir Bjarnason, Alfreð Finnbogason, Kári Árnason og Rúrik Gíslason.
Fyrir leik
Spámaður dagsins kemur úr röðum körfuboltalandsliðsins
Fyrir leik
Við ræddum við Gylfa í aðdraganda leiksins.
Fyrir leik
Helsta stjarna Finna er markvörðurinn Lukás Hradecky en hann er aðalmarkvörður Eintracht Frankfurt í þýsku Bundesligunni. Hradecky er 27 ára og fæddist í Slóvakíu en fluttist ungur til Finnlands.
Fyrir leik
Það er hrikalega hörð barátta í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst beint á HM. Ísland og Króatía eru með 13 stig, Tyrkland og Úkraína hafa 11 stig.

Finnar hafa aðeins eitt stig og alveg ljóst að Ísland á að taka þrjú stig í dag. Það er líka alveg nauðsynlegt í baráttunni. Það má þó búast við því að heimamenn muni láta finna vel fyrir sér.

Fyrir leik
Tékkneski dómarinn Pavel Kralovec verður með flautuna. Pavel hélt upp á fertugsafmæli sitt fyrr í þessum mánuði en hann hefur um margra ára skeið dæmt leiki á vegum UEFA og FIFA. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann dæmir hjá íslenska landsliðinu.

Á síðasta leiktímabili dæmdi hann meðal annars leik Manchester United og Saint-Etienne í Evrópudeildinni á Old Trafford. Hann dæmdi tvo leiki í lokakeppni EM í fyrra; Úkraína - Norður Írland og Rúmenía - Albanía.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag! Það er loksins komið að því að íslenska landsliðið verði í eldlínunni í undankeppni HM en nú er komið að leik gegn frændum okkar Finnum hér í Tampere. Leikurinn verður 16 að íslenskum tíma, 19 að finnskum tíma.

Leikurinn fer fram í Tampere þar sem endurbætur standa yfir á Ólympíuleikvanginum í Helsinki, þjóðarleikvangi Finna. Tampere leikvangurinn er næst stærsti leikvangur Finnlands, tekur tæplega 17 þúsund manns í sæti.
Byrjunarlið:
1. Lukas Hradecky (m)
2. Paulus Arajuuri
4. Joona Toivio
5. Juhani Ojala ('33)
6. Alexander Ring
8. Preparim Hetemaj ('83)
9. Eero Markkanen
14. Tim Sparv (f)
18. Jere Uronen
21. Kasper Hamalainen

Varamenn:
12. Jesse Joronen (m)
23. Anssi Jaakola (m)
3. Sauli Vaisanen ('33)
10. Teemu Pukki
11. Jasse Tuominen
13. Glen Kamara
15. Markus Halsti
16. Simon Skrabb
17. Juha Pirinen
19. Thomas Lam ('83)
20. Fredrik Jensen

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Robin Lod ('28)
Jere Uronen ('43)
Eero Markkanen ('82)

Rauð spjöld: