Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Haukar
5
3
Leiknir R.
Björgvin Stefánsson '10 1-0
1-1 Aron Fuego Daníelsson '17
Arnar Aðalgeirsson '32 2-1
Arnar Aðalgeirsson '45 3-1
Björgvin Stefánsson '69 4-1
Haukur Ásberg Hilmarsson '73 5-1
5-2 Anton Freyr Ársælsson '82
5-3 Anton Freyr Ársælsson '90
31.08.2017  -  19:15
Gaman Ferða völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Grátt yfir. Fínt fótboltaveður
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
3. Sindri Scheving
6. Gunnar Gunnarsson (f) ('90)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
7. Davíð Sigurðsson
11. Arnar Aðalgeirsson
12. Þórir Jóhann Helgason ('83)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
19. Baldvin Sturluson ('75)
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)

Varamenn:
8. Ísak Jónsson ('83)
10. Daði Snær Ingason
13. Viktor Ingi Jónsson
16. Birgir Magnús Birgisson ('75)
17. Gylfi Steinn Guðmundsson
21. Alexander Helgason ('90)
22. Alexander Freyr Sindrason

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson
Elís Fannar Hafsteinsson
Þórður Magnússon

Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Haukar tapa ekki á heimavelli. Hér var niðurstaðan 5-3 sigur í furðulegum leik.

Haukar eru með 33 stig í þriðja sæti, Leiknir R. er með 29 stig.
90. mín
Leiknir komst nálægt því að skora aftur í næstu sókn. Terrance ver frá Kolbeini, sem var í mjög góður færi. Hann hefði getað búið til spennu.
90. mín MARK!
Anton Freyr Ársælsson (Leiknir R.)
ÞVÍLÍK SLUMMA!

Leiknir minnkar muninn í 5-3 í þessum furðulega leik. Þarna nýttu Leiknismenn sér mistök Hauka. Þeir komust inn í sendingu og brunuðu í sókn. Boltinn berst inn á miðju og þar ákveður Anton Freyr að svoleiðis setja hann! 5-3, geggjaður leikur!
90. mín
Inn:Alexander Helgason (Haukar) Út:Gunnar Gunnarsson (Haukar)

89. mín
Nú komast Haukarnir í sókn. Ísak Jónsson leggur boltann út á Aron, sem er frábær skotmaður. Aron stillir boltanum upp og setur hann á markið, en Eyjó blakar þessu yfir.
88. mín
Gestirnir eru í stórsókn. Þetta hefur verið mjög kaflaskiptur leikur. Leiknismenn eru að reyna að koma inn þriðja markinu. Það gæti komið hérna á síðustu mínútunum.
84. mín
Það verður lítið úr hornspyrnunni sem Leiknir fær í kjölfarið.
84. mín
Ágætis tilraun. Gestirnir reyna skot utan af velli sem fer af varnarmanni og fram hjá.
83. mín
Inn:Ernir Freyr Guðnason (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
83. mín
Inn:Ísak Jónsson (Haukar) Út:Þórir Jóhann Helgason (Haukar)
82. mín MARK!
Anton Freyr Ársælsson (Leiknir R.)
MARK!!!

Jæja, gestirnir ná að minnka muninn. Anton Freyr stekkur á frákast og kemur honum fram hjá Terrance. Trúi ekki öðru en að þetta sé bara sárabótamark.
81. mín
Leiknismenn eru að fá skell eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð.
81. mín
Haukar eru bara mjög líklegir til að bæta við. Varamaðurinn Birgir Magnús prjónar Hauk Ásberg í gegn, en skot hans fer fram hjá markinu.
80. mín
Stúkan lætur heyra í sér. Will Grigg lagið sungið af ástríðu.
79. mín
Aron Jóhannsson með stórhættulega aukaspyrnu á kollinn á Davíð sem skallar hann yfir. Þetta var mjög gott færi!
75. mín
Inn:Birgir Magnús Birgisson (Haukar) Út:Baldvin Sturluson (Haukar)
Fyrsta breyting heimamanna.
74. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Leiknisljónið út og boxarinn inn.
73. mín MARK!
Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Stoðsending: Björgvin Stefánsson
HAUKUR ÁSBERG KÓRÓNAR MAGNAÐAN LEIK SINN!

Skyndisókn aftur. Björgvin fær boltann og setur hann fyrsta upp í plássið fyrir Hauka sem nýtir hraða sinn, fer alla leið og klárar þetta. Set spurningamerki við Eyjólf.

Haukarnir að rúlla yfir Leiknismenn núna.
69. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Stoðsending: Haukur Ásberg Hilmarsson
ÞETTA ER SVO EINFALT!

Aftur er kemur fyrirgjöf frá hægri frá Hauki og Björgvin klárar. Eins einfalt og það gerist.

Öll mörk Hauka hafa verið mjög svipuð.
68. mín
ÞAÐ ER FJÖR Í ÞESSUM LEIK! Kæruleysi í vörn Hauka og þeir tapa boltanum. Sýndist það vera Sævar sem komst í gott færi, en enn og aftur ver Terrance.
67. mín
VÁ!!! Haukarnir keyra í skyndisókn. Arnar fær boltann og kemur honum út hægra megin á Hauk. Haukur keyrir á manninn og sendir hann út á Arnar sem hefði getað fullkomnað þrennu sína. Þarna voru Haukamenn óheppnir!
65. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Haukar)
Peysutog.
62. mín
Þórir Jóhann kemst í fínt færi, en skýtur framhjá.

Haukarnir hafa aðeins vaknað síðustu mínúturnar.
61. mín
Gestirnir brunuðu síðan í sókn og áttu skot sem Terrance átti ekki í miklum vandræðu með.
60. mín
VAR ÞETTA VÍTI? Arnar Aðalgeirsson fellur í teignum og þjálfarar Hauka eru brjálaðir. Það var klárlega snerting, en Arnar var alltaf að leita að þessu. Kannski víti fyrir það.
57. mín
Það kemur fyrirgjöf frá hægri. Björgvin reynir flugskalla sem fer fram hjá. Ágæt tilraun.
56. mín
Haukarnir verða að fara að vakna! Það liggur mark í loftunum hjá gestunum.
55. mín
ALVÖRU VARSLA! Kristján Páll og flotta fyrirgjöf og Sævar Atli, ungi strákurinn nær góðum skalla, sem Terrance ver frábærlega. Haukarnir heppnir.
53. mín
Daníel Snorri kemst í fínt skotfæri, en hittir boltann illa. Yfir markið.
50. mín
Ragnar Leósson reynir tilraun við miðlínuna. Sér að Terrance er dálítið framarlega, en tilraunin var ekki sérstök hjá honum og dreif ekki að marki.
48. mín
Leiknir kemur af krafti hér í upphafi seinni hálfleiks. Þeir eru búnir að fá ótal hornspyrnur í þessum leik og eftir eina þeirra komast þeir í ágætis færi. Þeir skotu sem Terrance ver.
46. mín
Hálfleikur
Keyrum þetta í gang!
45. mín
Hvað mun Kristófer Sigurgeirsson gera í hálfleik? Finnur hann réttu orðin?
45. mín
Þessi fyrri hálfleikur hefur verið hálf einkennilegur.

Leiknismenn hafa verið ívið sterkari og þeir eru óheppnir að staðan sé eins og hún er. Þeir fengu tækifæri til þess að komast yfir í stöðunni 1-1. Haukarnir eru hins vegar duglegir í því að refsa og það hafa þeir svo sannarlega gert í kvöld.

Björgvin Stefánsson og Arnar Aðalgeirsson hafa verið fremstir í flokki Haukamanna, en þriggja manna varnarlína Leiknismanna hefur átt í erfiðleikum með þá.
45. mín
Hálfleikur
Þetta mark kom alveg undir lokin í fyrri hálfleiknum.
45. mín MARK!
Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Stoðsending: Björgvin Stefánsson
MARK!!!!

Haukarnir að skora og það er alveg gegn gangi leksins! Arnar Aðalgeirsson að skora sitt annað mark í leiknum. Hann er á eldi.

Þriðja mark Hauka í kvöld og þau eru öll frekar lík. Þau hafa öll komið eftir fyrirgjafir.
44. mín
Þessi fyrri hálfleikur er að klárast. Haukarnir halda boltanum þessa stundina.
41. mín
Haukarnir gleyma sér í vörninni og Sævar Atli kemst í DAUÐAFÆRI! Hann reynir skot sem Terrance ver í stöngina!

Sævar hefur verið mjög sprækur.
38. mín
VÓ! Þessar fyrirgjafir eru hættulegar hjá gestunum. Það skapast alltaf hætta og Haukarnir eiga erfitt með að verjast þeim. Það tekst í þetta sinn.

Leikmaður Leiknis fékk nægan tíma til að skjóta, en hann var aðeins of lengi að þessu.
35. mín
Leiknir ógnar! Barningur eftir horn og þeir reyna síðan skot. Varnarmaður Hauka reynir að henda sér fyrir, fer ekki í hann, en hann fer í annan varnarmann.

Gestirnir ætla að jafna strax!
32. mín MARK!
Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Stoðsending: Haukur Ásberg Hilmarsson
MARK!!!! Þetta er alvöru fótbotaleikur!

Haukur Ásberg er núna kominn á hægri kantinn. Hann keyrir þar upp og sendir hann út á Arnar, sem átti að vera á vinstri kantinum. Arnar var ekki kominn á vinstri kantinn.

Arnar renndi honum síðan laglega í netið. 2-1 fyrir Hauka!
31. mín
Gestirnir gera athlögu. Fastur bolti sendur fyrir, en það nær enginn að pota honum inn.
25. mín
Leiknismenn kalla eftir víti. Skúla er haldið í teignum. Dómarinn dæmir ekki. Þjálfarar Leiknis kalla eftir víti, en Stefán segir þeim að róa sig niður.
24. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU! Geggjuð sending hjá Aroni Jó upp völlinn. Arnar nær völdum á boltanum hægra megin og kemur honum fyrir á Björgvin sem stýrir honum rétt fram hjá!

Leiknismenn geta talið sig heppna þarna.

22. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.) Út:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
Skiptin snemma. Væntanlega einhver meiðsli.
20. mín
Það hefur verið meiri kraftur í gestunum til að byrja með, þeir tóku svo sannarlega við sér eftir markið sem Björgvin skoraði.
17. mín MARK!
Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Kristján Páll Jónsson
MARK!!! Leiknismenn hafa verið að reyna síðustu mínútur og þeir eru búnir að jafna!

Leiknisljónið sjálft jafnar. Það kemur fyrirgjöf frá hægri og Aron er óvaldaður í teignum. Hann klárar þetta vel.

Þetta er jafnt. Hörkuleikur!
13. mín
Terrance hefur verið þrusugóður eftir að hann kom aftur í Hauka.
12. mín
Gestirnir reyna að svara strax! Boltinn sendur fyrir, Skúli er stór og nær skallanum. Skallinn er laus og hnitmiðaður, Terrance ver þetta gríðarlega vel.
10. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Stoðsending: Haukur Ásberg Hilmarsson
MARK!!!!!!

Það þarf ekki að spurja að þessu! Björgvin Stefánsson skorar!

Haukur Ásberg fær sendingu vinstra megin og kemur honum fyrir á Björgvin Stefáns sem skorar auðveldlega. Hann heldur áfram að raða inn í þessari Inkasso-deild!
7. mín
Sævar Atli kemst í álitlega stöðu. Reynir að keyra á varnarmaann, kemst ekki alveg í færi og reynir skot sem fer af varnarmanni og fram hjá.
4. mín
Nú fá Haukarnir hornspyrnu sem Davíð Sigurðsson skallar yfir.
2. mín
Leiknismenn komast strax í færi. Boltinn dettur út í teiginn og Árni Elvar á skot sem fer yfir markið. Leiknir fær aðra hornspyrnu í kjölfarið, en það verður ekkert úr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið. Daníel Snorri tekur upphafssparkið!
Fyrir leik
Það styttist í leikinn. Það er farið að blása smávegis. Ekkert skrýtið við það á Blásvöllum.
Fyrir leik
Leiknismenn eru með tvo markverði á bekknum. Ekki veit ég af hverju. Eyjólfur Tómasson hefur verið hrikalega góður í undanförnum leikjum og var m.a. leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni í 17. umferð eftir goða frammistöðu gegn Selfossi.
Fyrir leik
Þessi leikur verður spilaður undir flóðljósum. Lúxus!
Fyrir leik
Völlurinn hefur verið vökvaður. Hann lítur vel út.
Fyrir leik
Það eru tveir aðrir leikir í textalýsingu hjá okkur í kvöld. Stjarnan mætir FH í Pepsi-deild kvenna kl. 20:00 og þá er leikur FH og KR í Pepsi-deidld karla í gangi.

FH - KR (Pepsi-deild karla)

Stjarnan - FH (Pepsi-deild kvenna)
Fyrir leik
Þetta er eini leikur kvöldsins í Inkasso-deildinni. Það voru fjórir leikir í gær.
Fyrir leik
Kollegi Stefáns, Kristófer Sigurgeirsson, gerir nokkrar breytingar á sínu liði frá sigurleiknum gegn Þrótti R.. Skúli E. Kristjánsson Sigurz, Árni Elvar Árnason og Sævar Atli Magnússon koma inn í byrjunarliðið fyrir Ósvald Jarl, Tómas Óla og Brynjar Hlöðversson.

Ætla að fylgjast sérstalega vel með Sævari Atla, sá er líka fæddur 2000. Efnilegur strákur sem hefur fengið nokkur tækifæri í Leiknisliðinu í sumar.
Fyrir leik
Byrjunarlið Leiknis R.:
22. Eyjólfur Tómasson (m)
4. Halldór Kristinn Halldórsson
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
10. Ragnar Leósson
15. Kristján Páll Jónsson
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
17. Aron Fuego Daníelsson
20. Bjarki Aðalsteinsson
23. Árni Elvar Árnason
26. Sævar Atli Magnússon
27. Anton Freyr Ársælsson
Fyrir leik
Stefán Gíslason gerir eina breytingu á Haukaliðinu. Harrison Hanley kemur út og er ekki í hóp í dag. Inn í hans stað kemur Þórir Jóhann Helgason.

Þórir er fæddur 2000. Gríðarlega efnilegur strákur.
Fyrir leik
Byrunarlið Hauka:
30. Terrance William Dieterich (m)
3. Sindri Scheving
5. Gunnar Gunnarsson
6. Davíð Sigurðsson
7. Björgvin Stefánsson
11. Arnar Aðalgeirsson
12. Þórir Jóhann Helgason
18. Daníel Snorri Guðlaugsson
19. Baldvin Sturluson
22. Aron Jóhannsson (f)
24. Haukur Ásberg Hilmarsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa skilað sér í hús.
Fyrir leik
Minni lesendur á kassamarkið #fotboltinet. Líklegt að það birtist í textalýsingunni.
Fyrir leik
Haukar elska að spila á heimavelli í Inkasso-deildinni. Ég segi þetta í hverri einustu textalýsingu sem ég er með hér á Ásvöllum.

Haukar hafa ekki tapað deildarleik hérna í meira en ár!
Fyrir leik
Síðasti leikur Hauka var í Kórnum í Kópavogi. Þar töpuðu þeir 2-0 gegn HK og spiluðu hreint út sagt ekki vel. Leiknir hefur verið á skriði, þeir unnu Þrótt R. á heimavelli í síðustu umferð.
Fyrir leik
Spámaðurinn í þessari umferð Inkasso-deildarinnar hjá Fótbolta.net er Almarr Ormarsson. Hann spáir Haukasigri á teppinu í kvöld.

Haukar 2 - 0 Leiknir R.
Besti aðstoðarþjálfari landsins, Hilmar Trausti Arnarsson, tapar yfirleitt ekki heimaleikjum og það verður enginn breyting á hér. Bjöggi Stef ætlar sér að enda með gullskóinn svo hann skorar bæði mörkin. Hilmar fagnar sigrinum með því að skreppa til útlanda.
Fyrir leik
Flautuleikari (dómari) í dag er Elías Ingi Árnasson. Óskum honum góðs gengis í kvöld.

Hann dæmdi líka leik Hauka og Keflavíkur. Þá gaf ég honum 3 í einkunn. Vonumst eftir betri frammistöðu frá honum og hans treymi í kvöld.
Fyrir leik
Ég mætti á síðasta heimaleik Hauka. Það var gegn Keflavík. Ég get svarið það, það var einn skemmtilegasti fótboltaleikur sem ég hef séð og ég hef séð þá nokkra.

Hvet alla til þess að skella sér á Gaman Ferða völlinn í kvöld! Það klikkar aldrei.
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust fyrr á tímabilinu var niðurstaðan frekar dautt 0-0 jafntefli í Breiðholtinu. Viljum ekki sjá neitt þannig hér í kvöld!
Fyrir leik
Leiknir úr Breiðholtinu hafa verið eins og áður segir upp og niður í sumar. Þeir hafa núna unnið fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað þremur í röð þar áður.

Leiknir er með einu stigi minna en Haukar og eru í sjöunda sæti.
Fyrir leik
Ef ég ætti að setja það upp í prósentum hvort Haukar nái öðru sætinu þá myndi ég setja það í svona 3-4%, jafnvel minna.

Kraftaverkin geta þó gerst...
Fyrir leik
Haukar unnu Keflavík 4-2 á dögunum, en síðan töpuðu þeir 2-0 gegn HK. Ef þeir hefðu unnið leikinn gegn HK þá hefðu þeir verið í ágætis möguleika á #pepsi18; möguleikinn væri að minnsta kosti ekki svo gott sem útilokaður. Hann er það núna. Haukarnir eru níu stigum á eftir Fylki í augnablikinu og geta minnkað það niður í sex stig með sigri í dag. Það er þó lítið eftir af mótinu og lítill möguleiki í þessu fyrir Haukana, jafnvel þó þeir vinni í kvöld.
Fyrir leik
Fáum vonandi fjörugan og skemmtilegan leik, frekar lítið í húfi. Haukar eru í fimmta sæti með 30 stig. Leiknismenn hafa verið upp og niður í sumar, þeir eru með 29 stig.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan.

Verið velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Hauka og Leiknis R. í Inkasso-ástríðunni. Ég mun lýsa því sem fyrir augu ber á Gaman Ferða vellinum. Endilega fylgist með!
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('22)
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Ragnar Leósson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('83)
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
17. Aron Fuego Daníelsson ('74)
23. Anton Freyr Ársælsson

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
9. Kolbeinn Kárason ('74)
10. Daníel Finns Matthíasson ('22)
18. Sebastian Miastkowski
19. Ernir Freyr Guðnason ('83)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Ari Már Fritzson
Gísli Friðrik Hauksson
Garðar Gunnar Ásgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: