Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Keflavík
68' 2
0
Breiðablik
Mjólkurbikar karla
Víkingur R.
LL 4
1
Víðir
Mjólkurbikar karla
KA
LL 2
1
ÍR
Mjólkurbikar karla
ÍA
LL 3
0
Tindastóll
Mjólkurbikar karla
Afturelding
LL 4
1
Dalvík/Reynir
Mjólkurbikar karla
Grótta
LL 0
3
Þór
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
LL 0
1
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
LL 1
2
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
LL 0
3
Fram
Stjarnan
2
0
FH
Katrín Ásbjörnsdóttir '12 1-0
Harpa Þorsteinsdóttir '67 2-0
31.08.2017  -  20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Alskýjað, rigningarúði og létt gola
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 167
Maður leiksins: Lára Kristín Pedersen
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
4. Kim Dolstra
5. Lorina White
6. Lára Kristín Pedersen ('82)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('88)
17. Agla María Albertsdóttir ('72)
24. Bryndís Björnsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
8. Imen Trodi
9. Kristrún Kristjánsdóttir
14. Donna Key Henry ('72)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('88)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aðalbjörn dómari hefur flautað til leiksloka.

Stjarnan tekur 3 stig og færir sig nær Val og ÍBV. FH stelpur áttu þó flottar síðustu 10 í fyrri og góðan seinni hálfleik. Ekki auðveldur sigur fyrir Stjörnuna þó að þær hafi skapað sér fleiri færi.

En ég þakka fyrir mig í bili og minni á viðtöl og skýrslu seinna í kvöld.
90. mín
Lorina sýnir hérna flotta takta. Stingur sér inná milli tveggja varnarmanna FH og kemur sér í fína stöðu til að setja boltann inná teiginn. En fyrirgjöfin ekki eins flott og taktarnir á undan og þar setur hún boltann bara á engan! En það voru nú ekki margir inná teignum svo sem.
90. mín
Donna reynir skot úr teignum en langt yfir.
90. mín
Það er ekki mikið að gerast hérna á lokamínútunum. Virðist bara vera að renna út án þess að nokkuð markvert gerist.
89. mín
Helena kemst inná teiginn hjá Stjörnunni og reynir skot en það er svolítið langt framhjá.
88. mín
Inn:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
85. mín
Katrín komin í frábært færi eftir að hún fer framhjá varnarmanni FH, hefði bara þurft að leggja hann í hornið fjær en bregst bogalistin! Skotið samt ekkert lélegt, en Lindsey ver þetta bara alveg frábærlega!
84. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu. Katrín tekur, rennir til hliðar á Hörpu sem sendir inná teiginn þar sem Donna virðist ætla að stökkva uppí skallabolta, en nær ekki en virðist boltinn hreinlega ætla að leka inn þegar Lindsey stekkur fyrir hann. Þetta var furðulegt.
82. mín
Inn:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Út:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Miðjumaður út - miðjumaður inn. Viktoría kemur hér inn á móti sínum gömlu félögum.
79. mín
Gumma fer illa með varnarmann FH, rennir boltanum á Katrínu sem reynir að komast í skotfæri en er við það að missa hann, nær þó að pota honum áfram á Donnu sem nær ágætu skoti á markið en Lindsey vel vakandi, snögg niður og ver þennan.
76. mín
Aðalbjörn dómari stoppar hér leikinn en Victoria Frances varð fyrir því óhappi að hlaupa á hann og hún steinlá! Aðalbjörn ákvað bara að stoppa lekinn til að athuga hvort að það væri ekki alveg í lagi með hana. Vel gert verð ég að segja.
76. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (FH) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (FH)
Diljá kemur inná vinstri vænginn þar sem Karólína var að spila
75. mín
Harpa með skot sem Lindsey ver vel. Stjörnustelpur voru að leita að skotinu, Katrín sendir hælsendingu á Donnu sem reynir skot, en í varnarmann og þaðan berst boltinn til Hörpu sem á skotið.
72. mín
Inn:Donna Key Henry (Stjarnan) Út:Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Donna fer á hægri kantinn en Gumma er kominn yfir á þann vinstri.
68. mín
Gumma í dauðafæri!

Agla María, enn og aftur, með fyrirgjöf frá vinstri. Fastur bolti sem Gumma gerir mjög vel í að ná til með því að stinga sér fram fyrir varnarmanninn. En boltinn var í erfiðri hæð og hún reynir að leggja hann fyrir sig með því að taka hann á kviðinn! En það er aldrei auðvelt og hún nær ekki að leggja hann almennilega fyrir sig og skotið er eftir því, fer framhjá.
68. mín
Harpa er komin á bragðið! Fær hér sendingu inn fyrir vörnina frá Katrínu og lætur vaða en þessi rennur framhjá fjær.
67. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Hvað sagði ég áðan?? Allt er þegar þrennt er!!

Agla María fær sendingu út á vinstri vænginn frá Önu Victoriu, hún keyrir með hann aðeins fram og sendir hann fyrir. Þar stekkur Lindsey upp og virðist ætla að grípa hann en missir hann milli handa sér og beint fyrir fætur Hörpu sem klárar þetta auðveldlega. En þetta verður að skrifast á LIndsey í markinu því miður!
64. mín
Guðný reynir langa sendingu fram á Megan, sem hefur betur í skallaeinvíginu við Kim. Megan nær að fleyta boltanum áfram í átt að Karólínu en Bryndís kemst fyrir.

Leikurinn er svo stoppaður þar sem Kim hefur fengið eitthvað högg á höfuðið í skallaeinvíginu við Megan. En það er í lagi með hana og leikurinn heldur áfram.
61. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu ca. 10 metrum fyrir framan miðjan teiginn.

Katrín rétt rennir honum til hliðar þar sem Harpa kemur í skot en varnarmaður FH kemst fyrir þetta. Stjörnustelpur fá innkast, boltinn berst á Hörpu inná teignum, í hennar uppáhaldsstöðu, með manninn í bakinu, hún skýlir honum vel og rennir út á Katrínu en þetta er þröngt þarna inná teignum og þó að Katrín nái skotinu þá eru alltof margir varnarmenn þarna í kringum hana og skotið hefur sennilega ekki náð nema hálfan meter áður en það var stoppað.
59. mín
Caroline hirðir hér boltann af Öglu Maríu, á svo flotta sendingu upp völlinn á Helenu sem reynir fyrirgjöf en Anna María kemst fyrir þetta og FH fá horn.

Það skapast hætta inná teig Stjörnunnar sem endar þó með því að Gemma kemur útúr markinu, stekkur manna hæst og grípur hann.
57. mín
Katrín reynir skot fyrir utan teig sem fer aðeins yfir markið.
54. mín
KARÓLÍNA!!

Nú er það dauðafæri hjá FH! Karólína fær langan bolta inn fyrir vörn Stjörnunnar, erfiður bolti en hún gerir afar vel í að taka hann niður áður en hann sveif aftur fyrir endamörk. Nær að leggja hann þokkalega fyrir sig og kemur skoti á markið en Gemma vel vakandi í markinu og er komin nánast ofan í hana þegar hún skýtur og ver þetta.

Það er alvöru leikur í gangi hérna á Stjörnuvelli. Nóg að gerast.
53. mín
HVERNIG SKORAÐI HÚN EKKI???

Lára reynir sendingu inná teiginn í átt að Hörpu en þetta leit út fyrir að vera auðveld sending fyrir varnarmenn FH að eiga við en á einhvern óskiljanlegan hátt fór þessi framhjá Melkorku, eða bara í gegnum hana hreinlega, og beint fyrir fætur Hörpu sem var allt í einu komin í dauða, dauða, dauðafæri! Ein gegn Lindsey. En hún skýtur beint í hendurnar á henni!!! Harpa búin að fá 2 dauðafæri í þessum leik! Ég segi að hún skori úr því 3ja ef hún fær það...allt er þegar þrennt er, er það ekki?
51. mín
Hér rennur boltinn framhjá marki Stjörnunnar án þess að nokkur komi nálægt honum!!! Þarna hefðu FH stelpur hæglega getað jafnað ef einhver hefði verið nægilega grimm til að koma og klára þetta!!
47. mín
Dauðafæri!!

Agla María rennir boltanum útí teig á Hörpu sem reynir hælspyrnu sem fer þó ekki á markið en þar fyrir aftan kemur Katrín á ferðinni og reynir að pota í hann, varnarmaður rétt potar þessum þó frá og þar kemur Gumma í dauðafæri, Lindsey kemur út á móti henni og gerir greinilega nóg því Gumma hamrar honum langt yfir af nokkurra metra færi!!
46. mín
Helena lætur strax finna fyrir sér og er nálægt því að koma sér í upplagt færi inná teig Stjörnunnar. En varnarmenn Stjörnunnar komast fyrir þetta á síðustu stundu! Vel gert hjá Helenu.
46. mín
Inn:Rannveig Bjarnadóttir (FH) Út:Nadía Atladóttir (FH)
Rannveig fer á miðjuna en Erna Guðrún færir sig niður í vinstri bakvörðinn þar sem Nadía var.
46. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Alda Ólafsdóttir (FH)
Helena tekur stöðu Öldu fremst á vellinum.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Heilt yfir hafa Stjörnustúlkur verið betra liðið í þessum fyrri hálfleik. Það fór þó að færast meira líf í lið FH síðustu 10 mínútur hálfleiksins. Ef að Stjörnustelpur hafa ekki í huga að bjóða FH stelpum uppí dans hér í seinni hálfleik þá er alveg ljóst að þær vilja fara að nýta færin sín betur!
45. mín
Ana Victoria ákveður að taka smá einspil og gerir það bara ljómandi vel. Fer í gegnum varnarlínu FH og er að nálgast endamörk, leitar að sendingunni útí teiginn en Lindsey gerir virkilega vel í að koma út á móti henni og lokar á hana. Stjarnan fær horn sem ekkert verður úr.
45. mín
Victoria Frances kemst í skotstöðu og lætur vaða aftur! Af hverju ekki? Þetta skot með vinstri og það var ekki galið. Gemma þurfti alveg að hafa fyrir því allavega.
43. mín
Stjörnustelpur bruna í sókn strax eftir hornið hjá FH. Harpa sendir langan upp á Öglu Maríu sem er komin upp á hægri kantinn. Hún tekur á rás inn völlinn og lætur vaða með vinstri en skotið ekki mjög fast og töluvert framhjá.
42. mín
VÓ!

Victoria Frances reynir hér skot fyrir utan teig og Gemma þarf að hafa sig alla við að verja þennan! Fínasta skot og fínasta markvarsla! Þarna voru heimastúlkur heppnar að FH jöfnuðu ekki leikinn!

FH fá horn en varnarmenn Stjörnunnar skalla frá.
39. mín
Stjarnan fær horn. En ekkert kemur útúr því.
38. mín
María Selma á svo fyrirgjöf hér rétt eftir skallann hjá Karólínu og það verður einhver misskilingur á milli varnarmanns og Gemmu í markinu en það reddast og Gemma handsamar boltann.

Það er að færast aðeins meira líf í þetta núna!
37. mín
Eitthvað hefur þessi fyrsta marktilraun kveikt í FH því hér koma þær í þessa fínu sókn! Caroline kemst upp að endamörkum hægra megin og setur hann háan inná teiginn. Þar mætir Karólína og skallar hann í átt að markinu. Skallinn leit út fyrir að vera of hár en Gemma þarf að hafa sig alla við að blaka honum frá marki þar sem boltinn var á leið í slánna eða hrienlega bara rétt undir slánna! En Gemma nær svo að fanga boltann áður en sóknarmenn FH komast í frákastið.
35. mín
FH fá aukaspyrnu á fínum stað eftir að dæmd er hendi á Kim eftir eitthvað klafs. Guðný tekur að sjálfsögðu þessa aukaspyrnu eins og þær flestar fyrir FH held ég. Ég held að þetta hafi bara verið skot hjá Guðnýju og hann lendir ofan á þaknetinu! Fyrsta marktilraun FH í þessum leik held ég.
34. mín
Harpa á hér skot á markið, sem ég held að hafi átt að vera fyrirgjöf. En þessi fer beinustu leið í hendurnar á Lindsey sem á ekki í erfiðleikum með þetta.
30. mín
Megan reynir sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar þar sem Alda eltir. Lorina er þó nær boltanum þegar Gemma ákveður að vaða útúr markinu, út fyrir teiginn og renna sér fyrir boltann. Við það lendir hún í samstuði við Öldu og meiðist eitthvað svo að stoppa þarf leikinn. Eitthvað samskiptaleysi þarna þar sem Lorina hefði einfaldlega bara getað rennt þessum til baka á Gemmu og óþarfi fyrir hana að koma svona langt útúr markinu!

En það er í fínu lagi með Gemmu sem stendur upp og er tilbúin að halda áfram leik.
25. mín
Agla María sendir boltann á Láru sem snýr á 2 varnarmenn á vítateigslínunni áður en hún rennir honum út til hægri á Gummu utarlega í teignum. Gumma tekur hann með sér innar á teiginn og er komin í dauðafæri, skýtur en Lindsey ver þetta stórkostlega! Aðalbjörn dómari dæmir þó markspyrnu...
24. mín
Nadía brýtur á Öglu Maríu nálægt hornfána vinstra megin og fær tiltal.

Katrín tekur aukaspyrnuna og Gumma tekur strauið á nærstöngina þar sem hún skallar boltann og ég hélt að þessi væri á leiðinni inn en hann fór rétt framhjá!!
23. mín
FH-ingar eru búnar að halda boltanum vel innan síns liðs í tæpar 2 mínútur og reyna að finna glufu á vörn Stjörnunnar. Þetta endar með að boltinn rennur aftur fyrir endamörk án þess að FH nái að klára sóknina. En þær eru þó að halda boltanum ágætlega og það besta sem við höfum séð frá þeim hingað til í leiknum.
20. mín
Agla María tekur boltann langt út á velli, brunar af stað, hreinlega labbar í gegnum vörn FH og endar þetta svo á skoti í hliðarnetið. Hefði kannski mátt leggja þennan útí teiginn en vá hvað þetta virkaði einfalt fyrir hana!
18. mín
Agla María keyrir inní teiginn, reynir fyrirgjöf en vörn FH kemur þessu frá. Boltinn rennur út fyrir miðjan teiginn þar sem Bryndís mætir og lætur vaða á markið. Skotið ágætlega fast en rétt framhjá vinstri stönginni. Ekki vitlaus hugmynd.
16. mín
NEI HARPA!! Þetta var DAUÐAfæri!

Agla María fær boltann við miðlínu, fer á fullt og kemur með þessa gullsendingu á milli varnarmanna FH, beint í fætur á Hörpu sem á fullkomna móttöku og leggur hann upp í skot, ein gegn Lindsey, en bara hittir ekki boltann almennilega! Skotið laust og beint á Lindsey! Þarna hefði hún getað gert svo miklu betur!

12. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
KATRÍN!!!

Harpa fær boltann aðeins fyrir framan teiginn, sendir hann með hælsendingu inná Katrínu sem hleður í skotið en varnarmaður kemst fyrir skotið. En Katrín hirðir frákastið og tekur hann á lofti í hægra hornið. Óverjandi fyrir Lindsey í markinu.
12. mín
Gemma með mjög tæpa markspyrnu út á Bryndísi en sú síðarnefnda bjargar þessu með sendingu til baka.
10. mín
FH stillir líka upp í 4-3-3:

Karólína - Alda - Caroline
Megan - Erna - Victoria
María Selma - Melkorka - Guðný - Nadía
Lindsey
9. mín
Stjarnan stillir upp í 4-3-3:

Agla María - Harpa - Gumma
Ana - Katrín - Lára
Lorina - Kim - Anna María - Bryndís
Gemma
7. mín
Gumma reynir skot eða fyrirgjöf, er nú ekki alveg viss, eiginlega frá endalínu, en í öllu falli sleikir þessi slánna!!
5. mín
Agla María með fyrsta skot leiksins. Eftir fínt uppspil, sending frá Láru á Hörpu og frá Hörpu inn á milli bakvarðar og hafsents. Agla María lék á Nadíu og lét vaða á markið. Fast skot meðfram jörðinni en beint í hendurnar á Lindsey.
3. mín
FH-ingar fara hér í fyrsta skipti yfir miðju og Caroline Murray reynir að leika á Lorinu, tekst ágætlega upp hjá henni til að byrja með en Lorina hleypir henni ekki langt frá sér og endar svo að Lorina nær þessum af Caroline.
3. mín
Stjarnan heldur pressunni og FH-ingar hafa ekki enn farið yfir miðjuna. Harpa er hérna með mislukkaða sendingu inná Öglu Maríu en hefði betur hamrað á markið.
1. mín
Stjarnan er ekkert að bíða með að setja á FH-liðið og bruna beint í sókn. Ana Cate á sendingu inn á Gummu en hún er aðeins of föst og rennur útaf.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann og sækja í átt að læknum.
Fyrir leik
Liðin ganga hér útá völl í takt við dramatíska tónlistina.
Fyrir leik
Nú styttist verulega í þetta og boltasækjarnir hafa komið sér fyrir útá velli með fánana sína.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

FH gerir 2 breytingar á sínu liði frá jafnteflisleiknum gegn ÍBV í síðasta leik. Maria Selma Haseta og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir koma inn í byrjunarliðið og þær Rannveig Bjarnadóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir fá sér sæti á bekknum.

Stjarnan gerir einnig 2 breytingar á sínu liði frá tapleiknum gegn Val. Þar koma inn Lorina White og Harpa Þorsteinsdóttir en Kristrún Kristjánsdóttir og María Eva Eyjólfsdóttir fara á bekkinn.
Fyrir leik
Síðasti leikur Stjörnunnar í deildinni var 17. ágúst. Þær hafa svo í millitíðinni farið til Króatíu þar sem þær spiluðu í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna. Þar mættu þær KÍ Klaksvík frá Færeyjum, Isatov frá Makedóníu og Osijek frá Króatíu. Þær unnu mjög stórt gegn KÍ Klaksvík og Isatov og tryggðu svo farseðilinn áfram í 32-liða úrslitin með 1-0 sigri gegn Osijek. Þær skoruðu samtals 21 mark í þessum 3 leikjum og fengu ekkert mark á sig. Þannig að þær eru að koma úr vel heppnaðri keppnisferð þrátt fyrir að gengi þeirra hér heima hafi ekki verið frábært áður en þær fóru út. Nú er spurning hvort að þær nái að gíra sig upp fyrir þennan leik eða hvort að einbeitingin sé hreinlega öll á bikarúrslitaleiknum þann 9. september og Meistaradeildinni!
Fyrir leik
Þó að liðin sitji hlið við hlið í töflunni þá er samt þónokkuð langt á milli þeirra. Þar eru í raun nokkurs konar skil á milli efstu 5 liðanna og svo neðstu 5. Stjarnan er með 27 stig en FH með 19. Stjarnan getur með sigri komist nær liðum Vals og ÍBV, í 3. og 4. sæti, en bæði eru með 31 stig. FH liðið er með 5 stigum meira en Grindavík í 7. sætinu en næsti leikur FH er einmitt gegn Grindavík.
Fyrir leik
Talandi um slakt gengi Stjörnunnar eftir landsleikjapásuna þá byrjuðu þær á að gera markalaust jafntefli við Grindavík, gerðu svo 2-2 jafntefli við ÍBV þar sem ÍBV jafnaði á 89. mínútu og töpuðu svo fyrir Val.

FH-ingar hafa því nælt sér í fleiri stig en Stjörnustúlkur frá landsliðspásunni þar sem þær hafa unnið 1 leik, gert 1 jafntefli og tapað einum leik. Í fyrsta leik sínum eftir pásuna unnu þær Hauka, því næst töpuðu þær fyrir KR en náðu svo góðu jafntefli gegn ÍBV í síðasta leik.
Fyrir leik
Leikurinn er sá síðasti í 15. umferð deildarinnar.

Liðin eru hlið við hlið í stöðutöflunni þar sem Stjarnan er í 5. sæti og FH í því 6. Það má líklega færa rök fyrir því að FH-ingar séu sáttari við stöðu sína í deildinni eins og er heldur en Stjörnuliðið. FH stúlkur hafa verið að spila fínan fótbolta, ná fínum úrslitum heilt yfir og eru alltaf til í að veita öllum liðum góðan leik.

Stjörnuliðið var í fínum málum fyrir landsliðspásuna og þóttu mögulega hvað líklegastar til að veita Þór/KA samkeppni á toppnum. En slök úrslit leikja þeirra eftir pásuna hafa gert það að verkum að þær eru í raun búnar að spila sig útúr þeirri baráttu. Sem er synd vegna þess að þeirra næsti leikur er einmitt gegn Þór/KA fyrir norðan og það hefði verið gaman ef það væri meira undir í þeim leik!
Fyrir leik
Velkomin kæru lesendur Fótbolta.net í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og FH í Pepsi-deild kvenna.

Leikurinn fer fram á Stjörnuvellinum og hefst stundvíslega kl. 20:00.
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Victoria Frances Bruce
8. Megan Dunnigan
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('76)
17. Alda Ólafsdóttir ('46)
18. Caroline Murray
22. Nadía Atladóttir ('46)

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir ('46)
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('46)
16. Diljá Ýr Zomers ('76)

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Halla Marinósdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Snædís Logadóttir
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: