Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Fylkir
3
1
Þróttur R.
Emil Ásmundsson '37 1-0
1-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson '45
Oddur Ingi Guðmundsson '50 2-1
Ragnar Bragi Sveinsson '70 3-1
07.09.2017  -  17:30
Floridana völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla
Aðstæður: Hlýtt í Árbænum og frábærar aðstæður fyrir fótbolta.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1.180
Maður leiksins: Albert Brynjar Ingason
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('84)
Ragnar Bragi Sveinsson ('86)
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson ('75)
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('84)
11. Arnar Már Björgvinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('75)
24. Elís Rafn Björnsson ('86)

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Einar Örn Guðmundsson

Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('61)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Pétur flautar hér til leiksloka og 3-1 sigur Fylkis staðreynd og eru þeir komnir langleiðina með að tryggja sér sæti í Pepsi deildinni að ári. Þróttarar sitja hins vegar með sárt ennið og Pepsi draumurinn fjarlægist.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Stuðningsmenn Fylkis staðnir á fætur og láta vel í sér heyra. Mega vera sáttir með sína menn hér í dag.
90. mín
Þróttarar reyna hvað þeir geta til að skora en ekkert gengur. Fylkismenn mjög þéttir og gefa lítið af færum á sig.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við. Þetta virðist vera komið í höfn hjá Fylki.
89. mín
Nú er búið að reka einhvern úr þjálfaraliði Þróttar af bekknum. Sá hins vegar ekkert hver það var.
86. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Síðasta skipting leiksins.
85. mín
Aukaspyrna Hlyns endar á pönnunni á Heiðari Geir en boltinn beint í fangið á Aroni Snæ.
84. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
83. mín
Albert Brynjar sleppur hér í gegn en Arnar Darri lokar vel á hann og ver.
81. mín
Þróttur sækir hér stíft án þess að skapa sér nein marktækifæri að viti. Þurfa mark eins og skot.
79. mín Gult spjald: Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Alttof seinn hérna inní Andra Þór og réttilega spjaldaður. Þróttarar orðnir pirraðir.
77. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Fyrirliðarnir voru farnir að rífast eitthvað hérna og fá báðir gult spjald að launum.
77. mín Gult spjald: Grétar Sigfinnur Sigurðarson (Þróttur R.)
77. mín
Hreinn Ingi hérna með hörkuskot langt utan af velli en Aron Snær slær boltann í horn.
75. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
Emil var byrjaður að haltra og kemur hér útaf. Búinn að vera einn besti leikmaður Fylkis hér í dag.
75. mín
Ásgeir Börkur gerir vel í að vinna boltann hér á miðjunni og Oddur Ingi kemst í fínt færi en skotið er laflaust og beint á Arnar Darra.
73. mín
Hér fellur Daði Bergsson í teignum og einhverjir hér í stúkunni heimta vítaspyrnu. Pétur gerir hins vegar rétt í því að leyfa leiknum að halda áfram.
70. mín MARK!
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
3-1!!!!

Ragnar Bragi sleppur hér einhvernveginn í gegn og fíflar Arnar Darra uppúr skónum og rennir boltanum í autt markið. Nú er brekkan orðin brött fyrir Þróttara og Pepsi draumurinn fjarlægist.
69. mín
Inn:Heiðar Geir Júlíusson (Þróttur R.) Út:Oddur Björnsson (Þróttur R.)
Síðasta skipting Greg í leiknum.
68. mín
Aukaspyrna Emils endar hátt yfir markið og gott færi rennur í sandinn.
67. mín
Fylkismenn fá hér aukaspyrnu á hættulegum stað.
65. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Stoppar hér skyndisókn. Réttlætanlegt.
62. mín
Fín sókn Þróttara endar með skalla Daða en boltinn svífur rétt yfir markið.
61. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Aukaspyrnan er vond og Þróttarar eru við það bruna upp í skyndisókn en Emil stoppar það og fær gult spjald að launum.
60. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Brýtur hér klaufalega á Emil út á kanti og fær verðskuldað gult spjald.
57. mín
EMIL SVO NÁLÆGT ÞVÍ!!!

Enn og aftur er Albert Brynjar að skapa usla. Hann á hér frábæran sprett upp kantinn og góða sendingu sem að endar fyrir fætur Emils sem að bombar boltanum hins vegar í slánna.
55. mín
Samkvæmt mínum heimildum eru 1.180 áhorfendur á þessum leik.
53. mín
Greg gerir hér tvöfalda breytingu á liði sínu. Það vakti athygli fyrir leikinn að Viktor skyldi ekki byrja.
52. mín
Inn:Viktor Jónsson (Þróttur R.) Út:Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.)
52. mín
Inn:Daði Bergsson (Þróttur R.) Út:Víðir Þorvarðarson (Þróttur R.)
50. mín MARK!
Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
FYLKISMENN KOMNIR YFIR!!!

Albert Brynjar með góða sendingu inní teiginn sem að annaðhvort Oddur Ingi eða Vilhjálmur pota í netið. Skráum það á Odd þangað til að annað kemur í ljós.
49. mín
Nú reynir Albert Brynjar skot utan af velli en boltinn hátt yfir. Fylkismenn meira með boltann fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik.
48. mín
Fyrstu tilraun seinni hálfleiks á Oddur Ingi en skot hans er hátt yfir.
46. mín
Leikurinn er hafinn hér á ný og Þróttarar byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Pétur flautar strax í kjölfarið til hálfleiks. Þetta jöfnunarmark galopnaði þennan leik. 1-1 í fjörugum leik.
45. mín MARK!
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (Þróttur R.)
ÞETTA ER LEIKUR!!!

Geggjuð hornspyrna hjá Rafni endar beint á kollinum á Grétari sem að stangar hann í netið. Seinni hálfleikurinn verður hörkuspennandi.
45. mín
Þróttar hér í fínni sókn sem endar með hornspyrnu. Síðasti séns til að jafna fyrir hálfleik.
44. mín
Fylkismenn halda hér boltanum vel og ætla sér greinilega ekki að hleypa Þrótturum inní leikinn. Pressa hátt og loka vel á sóknarmenn Þróttar.
41. mín
Þetta mark Fylkis virðist hafa kveikt ennþá meira í þeim og halda þeir áfram að sækja meira. Ég held að Greg þurfi að taka eina góða hárþurrku í hálfleik.
37. mín MARK!
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
FYLKIR ER KOMIÐ YFIR!!!

Ragnar Bragi með snilldartakta inná teignum og kemur boltanum út á Albert Brynjar sem á geggjaða fyrirgjöf beint á kollinn á Emil Ásmunds sem að skallar boltann í slánna og inn.
35. mín
Hornspyran frá Rafni er fín en Fylkismenn ná að bægja hættunni frá.
35. mín
Það er að færast smá líf í Þróttara og þeir eru farnir að sækja meira. Eiga núna hornspyrnu.
31. mín
Aron Þórður hér með flottan sprett utan af kantinum og endar á því að skjóta en Aron Snær grípur þennan auðveldlega.
27. mín
Ásgeir Börkur fær hér geggjaða sendingu innfyrir vörn Þróttara og tekur boltann á lofti. Skotið er hins vegar beint á Arnar Darra og þessi sókn rennur útí sandinn.
25. mín
Hornspyrnan hjá Oddi er góð og endar á hausnum hans Ara en boltinn yfir markið. Fylkismenn ennþá líklegri.
25. mín
Fylkismenn fá hér enn eina hornspyrnuna.
23. mín
Fylkismenn sækja mun meira og þurfa Þróttarar aðeins að rífa sig í gang ætli þeir sér sigur í þessum leik.
19. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Valdimar með geggjaða sendingu á Albert Brynjar sem að er slopinn einn á móti Arnari Darra en færið er þröngt og Arnar Darri lokar vel þarna.
16. mín
Rafn Andri missir hér boltann á miðjunni en vinnur hann aftur með þremur hörkutæklingum. Alvöru barátta í miðjumanninum þarna.
14. mín
Ég fékk ósk mína uppfyllta og stúkan er þéttsetin. Stuðningsmenn beggja liða láta vel í sér heyra. Frábær stemmning hér á Floridana vellinum.
11. mín
Emil Ásmunds með geggjaða fyrirgjöf sem að svífur yfir Arnar Darra en boltinn er aðeins of hár fyrir Valdimar. Þarna hefði Fylkir getað komið sér í ansi vænlega stöðu.
9. mín
Ljóst er að Þróttur þarf að sækja duglega í þessum leik þar sem að jafntefli gerir nákvæmlega ekki neitt fyrir þá.
7. mín
Skyndisókn Fylkis eftir skemmtilegn klobba frá Alberti Brynjari rennur útí sandinn. Fylkismenn sækja meira fyrstu mínúturnar.
5. mín
Hornspyrnan endar í klafsi en Þróttarar koma boltanum burt. Fylkismenn halda áfram að sækja og Albert fær fína sendingu inná teiginn en nær ekki að koma boltanum í markið.
5. mín
Oddur Ingi býr sig hérna undir að taka hornspyrnu fyrir Fylki.
3. mín
Hér reynir hins vegar Oddurinn í hinu liðinu skot fyrir utan teig en það er langt framhjá.
3. mín
Oddur Björnsson hér með skot á lofti fyrir utan teig en boltinn yfir markið.
1. mín
Hornspyrna hérna strax í upphafi fyrir Fylkismenn. Oddur tekur spyrnuna en hún endar beint í fanginu á Arnari Darra.
1. mín
Fylkismenn byrja með boltann og sækja í átt að Árbæjarlaug.
Fyrir leik
Leikmenn ganga hér inná völlinn. Fólk er að koma sér fyrir og spennan er gríðarleg.
Fyrir leik
Fólk er hér að týnast á völlinn og geri ég kröfu á það að völlurinn verði þéttsetinn hér í dag. Stórlaxar í Árbænum sötra hér á einum Egils Gull í heiðursstúkunni. Undirritaður virðir það.
Fyrir leik
Hjá Fylki kemur Emil Ásmundsson inn í liðið fyrir Andrés Már Jóhannesson síðan í sigrinum gegn Selfyssingum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Athygli vekur að Viktor Jónsson byrjar á bekknum hjá Þrótti í kvöld. VIktor er langmarkahæsti leikmaður Þróttar í sumar en hann hefur skorað tíu af 28 mörkum liðsins í Inkasso-deildinni.

Daði Bergsson fer einnig á bekkinn frá því í sigrinum gegn Leikni Fáskrúðsfirði en þeir Sveinbjörn Jónasson og Víðir Þorvarðarson koma inn í liðið. Hreinn Ingi Örnólfsson snýr einnig aftur eftir leikbann en hann tekur stöðu Karls Brynjars Björnssonar í vörninni.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Það er enginn í leikbanni hjá hvorugu liði og engin ný meiðsli sem að ég veit af. Það þýðir einfaldlega það að bæði lið mæta til leiks með sína sterkustu hópa. Það eru frábærar fréttir fyrir hinn hlautlausa fótboltaáhugamann.
Fyrir leik
Þar höfum við það. Fimm ólíkir spádómar frá fimm ólíkum snöppurum. Verður áhugavert að sjá hvort að einhver þeirra hefur rétt fyrir sér þegar upp er staðið.
Fyrir leik
Daníel Már (snap:djaniel88)

,,Ég spái því að leikurinn verði flautaður af á sjötugustu."
Fyrir leik
Viðar "Enski" Skjóldal (snap:enskiboltinn)

,,Fylkir vinnur 2-1."
Fyrir leik
Brynjar Steinn (snap:binniglee)

,,Haha ég veit ekkert um fótbolta og hvað er að gerast en ég myndi giska á 3-2 fyrir Þróttum."
Fyrir leik
Hjálmar Örn Jónsson (snap:hjalmarorn110)

,,Þetta verður hörkuleikur en þarna mætast tvö lið af þeim fjórum sem að ég held með í Inkasso. Ætla að spá þessu sem markaleik 3-3 en annað liðið verður lent 2-0 undir eftir 25 mín."
Fyrir leik
Tryggvi Freyr Torfason (snap:tryggvu)

,,Ég held að þetta verði hörkuleikur. Það verður eitt rautt spjald í leiknum en ég hef ekki hugmynd um hvoru megin. Þetta fer 2-2 jafntefli. Albert Ingason skellir í tvö mörk og Viktor Jónsson og Rafn Andri með mörkin fyrir Þróttara."
Fyrir leik
Eins og áður kom fram er þessi leikur gríðarlega mikilvægur og fannst mér því vel við hæfi að fá fleiri til að spá í spilin. Ég fékk þess vegna fimm fræga snappara til að gefa sitt mat á þessum stórleik.
Fyrir leik
Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður 365, spáði í 20.umferð Inkasso-deildarinnar. Hann spáir Fylkismönnum 2-1 sigri.

,,Fylkir er ekki með lið til að spila upp á jafntefli og Þróttur vann síðasta leik sem þýðir að liðið tapar núna. Fylkir klárar þetta undir lokin þegar Þróttur er að leita að sigurmarki." sagði Tómas Þór um þennan leik.
Fyrir leik
Fylkir vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð og sáu Ragnar Bragi Sveinsson og Albert Brynjar Ingason um að skora mörkin.

Þróttur vann Leikni F. á heimavelli 2-0 þar sem að Viktor Jónsson og Rafn Andri Haraldsson skoruðu mörkin.
Fyrir leik
Fylkismenn sitja í öðru sæti deildarinnar með 39 stig á meðan að Þróttarar fylgja þeim fast á eftir í þriðja sætinu með 36 stig. Markatala Fylkis er mun betri heldur en markatala Þróttar þannig að það dugar ekkert nema sigur fyrir gestina hér í dag vilji þeir ennþá eiga séns á sæti í Pepsi-deildinni að ári.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á stórleik Fylkis og Þróttar R.

Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði lið og gæti reynst ansi afdrifaríkur í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f)
3. Finnur Ólafsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason
8. Aron Þórður Albertsson
10. Rafn Andri Haraldsson
14. Hlynur Hauksson
15. Víðir Þorvarðarson ('52)
21. Sveinbjörn Jónasson ('52)
27. Oddur Björnsson ('69)

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
3. Árni Þór Jakobsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson ('52)
9. Viktor Jónsson ('52)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
11. Emil Atlason
19. Karl Brynjar Björnsson
28. Heiðar Geir Júlíusson ('69)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hallur Hallsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jamie Brassington

Gul spjöld:
Hlynur Hauksson ('60)
Aron Þórður Albertsson ('65)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('77)
Vilhjálmur Pálmason ('79)

Rauð spjöld: