Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
KR
0
3
ÍBV
0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson '22
0-2 Hafsteinn Briem '57
0-3 Sindri Snær Magnússon '90
09.09.2017  -  14:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 10°c. logn og gott veður. Skýjað og gæti farið að rigna. Flottar aðstæður og völlurinn lítur vel út
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Sindri Snær Magnússon
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('63)
11. Kennie Chopart (f) ('63)
11. Tobias Thomsen
15. André Bjerregaard
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
9. Garðar Jóhannsson ('63)
20. Robert Sandnes ('63)
23. Guðmundur Andri Tryggvason
24. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker

Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('32)
Pálmi Rafn Pálmason ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV burstar KR hér í dag og voru yfir á öllum sviðum leiksins. Þetta hleypur lífi í botnbaráttuna og setur strik í reikninginn hjá KR í Evrópubaráttunni. Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
93. mín
Stuðningsmenn ÍBV eru staðnir upp fyrir sínu liði. Sigur á vellinum, í stúkunni og hefur KR verið gríðarlega lélegt í dag.
90. mín MARK!
Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Jónas Þór Næs
Frááábært mark!!! Jónas Þór Næs með geggjaða sendingu og skallaði Sindri í stöngina og inn! Geggjuð sókn hjá ÍBV og þrjú stig algjörlega gulltryggð!!! 0-3!!! Hver bjóst við þessu???
89. mín
Garðar fær hér fínt færi en skotið hans alveg glatað. Virkaði bara þungur og skaut framhjá.
86. mín
Arnór Gauti lendir í samstuði þegar hann er kominn inn í teig KR og fellur. Eyjamenn vilja víti en ekkert dæmt, sem ég held að hafi verið 100% rétt ákvörðum hjá Þorvaldi.
84. mín
Skemmtiatriði hérna. Derby er með boltann á jörðinni mjög lengi og reynir Bjerregaard að komast í boltann en Derby grípur hann og hendir sér niður með leikrænum tilburðum. Game on.
83. mín
Óskar að þruuuuma yfir markið. Alls ekki leikur Óskars eða annarra í KR liðinu í dag. Þetta hefur einfaldlega verið dapurt.
81. mín
Inn:Mikkel Maigaard (ÍBV) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Stutt gaman hjá þeim færeyska í dag. Meiddist áðan og þarf að fara af velli.
80. mín
Þarna munaði litlu!!! Arnór Gauti komst inn í boltann á milli Skúla og Beitis en hann féll ekki fyrir hann! Frábær barátta sem skóp næstum því mark!!!
79. mín
Sóknarmaður ÍBV fékk boltann í sig af stuttu færi en Beitir kom til bjargar.
79. mín
ÍBV fær horn!
77. mín
Kaj Leo liggur. Sýndist Óskar brjóta á honum. Atli hafði legið aðeins rétt á undan, þannig að takturinn í leiknum er afar hægur.
74. mín
Arnór Gauti skoraði í síðasta leik. Spurning hvort hann komi ÍBV í 0-3 hér í dag.
73. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV) Út:Shahab Zahedi (ÍBV)
73. mín
Ekkert kom úr horninu.
72. mín
KR fær horn!
70. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Fór groddaralega í Zahedi! Hörku tækling. Fór líka í boltann en alltaf spjald séð héðan.
69. mín
ÓSKAR ÖRN! Kominn í dauðafæri en Derby ver! DAAAUÐAFÆRI!
69. mín
Kaj Leo í færi! Felix með góða fyrirgjöf en Kaj náði ekki valdi á boltanum af stutu færi.
67. mín
Sindri að tefla á tæpasta vað! Togaði í Óskar og aukaspyrna dæmd. Sindri er á gulu en fékk ekki annað spjald.
65. mín
Zahedi með ágætis sprett og lét síðan vaða af 37 metra færi. Beitir greip auðveldlega.
64. mín
Willum að bregðast við erfiðri stöðu!
63. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (KR) Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
63. mín
Inn:Robert Sandnes (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
59. mín
"Við erum hjá þér Heimaey," er sungið í stúkunni. "Willum ertu ekki með varamenn," heyrist KR megin. ÍBV svara með að syngja "Leikurinn er okkar, hann er okkar."
- Já, það er fjör.
58. mín
Margir eru á því að Briemarinn hafi fengið boltann í höndina áður en hann skoraði. Það hefur þá verið að svo stuttu færi að erfitt er að dæma. 0-2 staðan, sem verður að teljast óvænt og er útlitið svart hjá KR.
57. mín MARK!
Hafsteinn Briem (ÍBV)
Það er bara svona!!! Innkast frá Pablo sem skapaði usla. Hafsteinn skallaði boltann í klafs en sá fylgdi eftir og þrumaði Haffi boltanum í netið af afar stuttu færi! 0-2!!! Hvað er að gerast???
56. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Aðeins dregið af Gunnari hérna og kemur ferskur Færeyingur inn á.
53. mín
Óskar Örn með skot en Derby ver vel. Það er aðeins farið að rigna hérna, sem er oft góðu fréttirnar.
50. mín
Zahedi með skalla í slána!!! Flott fyrirgjöf frá Næs þarna og Íraninn hættulegur.
49. mín
Næs með þruuuumuskot en Beitir ver vel.
48. mín
Tobias var rétt búinn að ná að teygja sig í boltann en stóra táin of stutt.
46. mín
Leikur hafinn
ÍBV byrjar seinni hálfleik! Felix hleypur upp, sendir fyrir og Beitir grípur.
45. mín
Hálfleikur
0-1 fyrir Eyjamenn í hálfleik! Hörku leikur í gangi hérna!
45. mín
Hornið tekið stutt og þrumar Óskar að marki en Derby slær yfir!
45. mín
Morten með góða fyrirgjöf en Óskar skallar í varnarmann og í horn.
45. mín
Zahedi með skalla framhjá eftir næs sendingu frá Næs.
45. mín
TOBIAS THOMSEN!!! Vá. Finnur með sendingu og tók daninn klippu sem fór rétt yfir. Glæsileg tilraun!
42. mín
Tobias lá eftir og vildu KR fá aukaspyrnu. Þorvaldur stoppaði leikinn en dæmdi ekkert. Leikurinn farinn af stað.
41. mín
Atli Arnarson með hornið, KR skallar í butu en Felix neglir fyrir. David á þar skalla en yfir markið.
41. mín
ÍBV fær horn.
40. mín
Gunnar Heiðar með Dennis Bergkamp á þetta. Lyfti löppinni áður en Kennie þrumaði fram og skaut daninn undir sólann á Gunnari og lá eftir. Ógeðslega vont að lenda í þessu en áfram gakk. Spurning hvort Þorvaldur hefði átt að gefa spjald þarna.
39. mín
KR fær aukaspyrnu vinstra megin sem Óskar sendir inn í en Pálmi skallar framhjá.
37. mín
VÁÁ stórhætta!! Atli með hornið og datt boltinn dauður niður en KR bjargaði í annað horn. Þá hitti Atli á kollinn á Sindra sem átti slakan skalla framhjá.
36. mín
Haffi með listrænda tilburði. Tók nettan snúning áður en hann sendi inn fyrir á Pablo en KR bjargar í horn.
35. mín
Zahedi tók reyndar spyrnuna sem var hörmung og geystust KR upp en þess að ná að nýta áhlaupið.
35. mín
Sindri vinnur aukaspyrnu á góðum stað fyrir Pablo til að senda fyrir.
32. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Braut á Zahedi sem ætlaði að geysast fram. Virkaði soft.
31. mín
And The Oscar Goeas To... allavega ekki Bjarregaard. Henti sér niður þegar miðvörður ÍBV pikkaði boltanum í burtu en Þorvaldur lét ekki gabba sig.
31. mín
Pablo með sendingu inn fyrir á Zahedi en Skúli með geggjaða tæklingu og bjargar.
29. mín
Pablo með tvö löng innköst hérna en KR-ingar réðu við verkefnið að þessu sinni. Pablo er að skapa usla með þessum grýtingum sínum.
27. mín
ÍBV bjargar á línu!!! Aron Bjarki nær skalla eftir horn og sýndist mér Atli bjarga þarna á línunni.
26. mín
Skúli Jón í bullinu! Missti boltann til Zahedi sem náði ekki að renna fyrir á Gunnar Heiðar því Aron Bjarki bjargaði á síðustu stundu.
25. mín
Óskar Örn geystist upp völlinn og virtist brotið á honum en Þorvaldur dæmdi ekkert. KR-ingar alls ekki sáttir.
24. mín
Gunnar Heiðar skoraði úr svipaðri stöðu og hann hafði klúðrað rétt á undan. Reyndar var hann óáreittari og hann er svo góður í þessum stöðum kappinn.
22. mín MARK!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Stoðsending: Shahab Zahedi
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ!!! ÍBV vann boltann hátt og sendi Zahedi á gamla refinn sem afgreiddi glæsilega í markið! 0-1 fyrir ÍBV!!!
22. mín
Hafsteinn Briem með skalla en varið eftir horn!
22. mín
GUNNAR HEIÐAR!!! Geystist fram völlinn og var með Sindra og Zahedi með sér en reyndi sjálfur og reyndi of mikið og bjargað í horn.
21. mín
KR eru í 4-4-2 en þeir sem eiga að skora mörkin eru duglegir að skipta um stöður

Beitir
Arnór, Skúli, Aron, Morten
Kennie, Finnur, Pálmi, Óskar
André, Tobias
17. mín
ÍBV spilar 5-3-2 / 3-5-2

Derby
Jonas, Hafsteinn, David, Brian, Felix
Sindri, Atli, Pablo
Gunnar Heiðar, Zahedi
16. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Ollari frá Sindra á Kennie sem liggur eftir. Virkaði ferlega óþægilegt og vildu KR-ingar í stúkunni fá annan lit á spjaldið.
15. mín
Trúbadorinn er farinn að hljóma í stúkunni!!! ÍBV lagið tekið af krafti!
14. mín
Kennie með þrumuskot yfir markið.
11. mín
ÍBV fengu hér tvær hornspyrnur sem urðu að engu. Það er frekar hátt spennustig hérna og fáar sendingar að rata á milli samherja.
10. mín
VÁÁÁÁ!!! Þvílíkt færi!!! Atli með glórulausa sendingu og Kennie var við það ná boltanum EN ÞVÍLÍKT TÆKLING hjá Derby!!! Tæklaði boltann í burtu og bjargaði!!! Rosalegt úthlaup!
9. mín
Vóvóvó!!! Pablo með þrumuskot en rétt framhjá!!! ÍBV að gera sig líklegri.
8. mín
Nauhh!!! Zahedi með skot af löngu færi og Beitir var eitthvað staður og boltinn rétt framhjá. Lúmkst þarna hjá Írananum.
6. mín
Sindri er á miðjunni hjá ÍBV í dag. Hann hefur oft þurft að spila aftar en David, Haffi og Brian eru miðverðir.
5. mín
Óskar með skot! André lagði boltann á Óskar sem hitti boltann illa og framhjá fór hann.
3. mín
Hætta við mark KR. Pablo með langt innkast og Sindri náði að flikka en KR bjargar. Pablo tók annað og aftur hætta en KR bjargar aftur í innkast. Aftur kastaði Pablo inn og hætta skapaðist en KR bjargaði frá. ÍBV vann alltaf skallann eftir þessi þrjú innköst en KR bjargaði. Já, líf og fjör.
1. mín
Leikur hafinn
Þorvaldur flautar til leiks!
Fyrir leik
Jæja, liðin labba inn á völlinn og Reykjavík er okkar hljómar!
Fyrir leik
Twitter samfélagið fylgist sannarlega með!

Fyrir leik
Bóas er ekki mættur. Deeeejók. Hann er svo sannarlega á sínum stað!
Fyrir leik
Þá er komið að spá frá blaðamannastúkunni:
Sindri Sverris, mbl: 3-1 fyrir KR
Ástrós, Vísir.is: 3-0 fyrir KR
Maggi, Vísir.is: 2-1
Tryggvi Guðmunds: Drulluleiðinlegt 1-1
Magnús Lúðvíksson, vallarþulur: Spái sannfærandi 2-0 sigri
Sjálfur spái ég 1-0 fyrir KR
Fyrir leik
Start Me Up með Rolling Stones er blastað um Alvogen-völlinn sem stendur! Þvílík negla þetta lag hjá annars stórlega ofmetinni hljómsveit.

Fyrir leik
Það er stór dagur hjá ÍBV fólki í dag. Karlaliðið mætir KR eftir 20 mín og svo kl 17.00 er bikarúrslitaleikur hjá kvennaliðinu þar sem Stjarnan og ÍBV mætast. Hópferð var farin frá Eyjum á þessa leiki og verður forvitnilegt að fylgjast með baráttu um stúkunna í Vesturbænum í dag.
Fyrir leik
Vil hvetja fólk til að nota Twitter og myllumerkið #fotboltinet til að taka þátt í textalýsingunni.
Fyrir leik
KR teflir fram því liði sem flestir hefðu búist við, enda stilla þeir upp sama liði og vann FH í Krikanum.
Fyrir leik
Kaj Leo og Mikkel Maigaard eru á bekknum hjá ÍBV hér í dag. Shahab Zahedi er í byrjunarliðinu sem og Hafsteinn Briem.
Fyrir leik
Næstu leikir liðanna eru 14. september, sem svo skemmtilega vill til að er afmælisdagurinn minn. Þá tekur ÍBV á móti Grindavík og KR sækir Magga Bö heim og etur kappi við Breiðablik.
Fyrir leik
Úr þessum liðum er aðeins Tobias Thomsen sem kemst á topp 10 lista yfir markahæstu menn Pepsi í sumar en hann er með 8 mörk. Liðin hafa ekki verið að raða inn mörkum og segir það sína sögu að þó að KR sé sem stendur í Evrópusæti og ÍBV í fallsæti að þá hefur KR aðeins skorað 5 mörkum meira.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór 3-1 fyrir ÍBV. Andri Ólafs skoraði eitt mark, Sindri Snær tvo en Tobias Thomsen skoraði fyrir KR.
Fyrir leik
Liðin unnu sitt hvorn heimaleikinn á síðustu leiktíð. ÍBV vann 1-0 með marki Bjarna Gunnarssonar á meðan KR vann 2-0 með mörkum Morten Beck Andersen og Óskars Arnar Haukssonar. Ljóst er að aðeins Óskar Örn á möguleika á að skora í leiknum í dag af þeim sem skoruðu í fyrra.
Fyrir leik
Þjálfarar liðanna hafa ósjaldan vakið athygli með ummælum sínum eftir leiki. Willum er oft og tíðum granítharður og tilvalið að rifja upp þetta viðtal sem Benedikt Bóas, góðvinur fótbolta.net, tók um árið.

- Kristján Guðmundsson hefur ósjaldan skrifað fyrirsagnir með tilsvörum sínum. Hér eru nokkur dæmi:
Við erum komnir í störukeppni við falldrauginn
Þeir sýndu ekki kurteisi
Tek djammæli á sviðinu
Hleypa þeim í sandkassann og þá leika þeir sér
Fyrir leik
ÍBV er í fallsæti með 16 stig. Fjölnir og Ólafsvíkur-Víkingar eru með þremur stigum meira og á Fjölnir leik til góða. Bikarmeistararnir frá Vestmannaeyjum fóru illa af ráði sínu í síðasta leik og töpuðu 2-3 fyrir Val. Lokatölur gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum því Valur var talsvert betri aðilinn í leiknum og fékk á sig seinna markið í blálokin.
Fyrir leik
KR kom sér heldur betur í Evrópubaráttuna með 0-1 sigri á FH í síðasta leik. Eina mark leiksins gerði Tobias Thomsen og varð það einkar laglegt. Með sigrinum komst KR í 3. sætið og er með stigi meira en bæði FH og Grindavík. Því skal haldið til haga að FH á leik inni á KR.
Fyrir leik
Góðan daginn góðir hálsar! Hér ætla ég að textalýsa leik KR og ÍBV og er óhætt að segja að mikið sé undir fyrir bæði lið.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('56)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
5. David Atkinson
6. Pablo Punyed
10. Shahab Zahedi ('73)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
27. Brian McLean
30. Atli Arnarson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('56) ('81)
9. Mikkel Maigaard ('81)
18. Alvaro Montejo
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('73)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Matt Garner
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('16)

Rauð spjöld: