Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
HK
2
0
Þór
Viktor Helgi Benediktsson '36 1-0
Bjarni Gunnarsson '89 2-0
09.09.2017  -  17:00
Kórinn
Inkasso deildin 1. deild karla
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Maður leiksins: Guðmundur Þór Júlíusson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson ('90)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson (f)
8. Viktor Helgi Benediktsson
9. Brynjar Jónasson ('81)
10. Ásgeir Marteinsson ('87)
14. Grétar Snær Gunnarsson
19. Arian Ari Morina
29. Reynir Már Sveinsson

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson
11. Axel Sigurðarson ('81)
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson
17. Andi Andri Morina
18. Hákon Þór Sófusson ('87)
24. Stefán Bjarni Hjaltested ('90)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Pétur Pétursson
Matthías Ragnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Ásgeir Marteinsson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK-ingar sækja sinn tólfta sigur í deildinni, leiðinleg ferð heim á Akureyri framundan fyrir Þórsara.
90. mín
Inn:Stefán Bjarni Hjaltested (HK) Út:Bjarni Gunnarsson (HK)
89. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (HK)
Stoðsending: Hákon Þór Sófusson
HK-ingar að klára þennann leik!

HK-ingar fá skyndisókn, boltinn berst út á hægri vænginn á Hákon Þór sem klobbar varnarmann Þórsara, keyrir inn á teiginn og leggur hann út á Bjarna sem klárar vel!

Game over.
87. mín
Inn:Hákon Þór Sófusson (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
Fínn leikur hjá Ásgeiri.
85. mín
HK-ingar komnir mjög aftarlega á völlinn og beita skyndisóknum, Þórsarar mikið meira með boltann en eru ekki að ná að skapa sér neitt.
81. mín
Inn:Axel Sigurðarson (HK) Út:Brynjar Jónasson (HK)
Axel fer á kanntinn og Bjarni upp á topp.
78. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (HK)
Fyrir litlar sakir.
75. mín
Inn:Tómas Örn Arnarson (Þór ) Út:Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Seinasta skipting Þórsara í dag.
71. mín
Brynjar Jónasson á skot sem Orri Freyr kemst fyrir, boltinn berst út á lofti á Reyni Má sem á gott utanfótarskot rétt framhjá.
68. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
68. mín
Dauðafæri!

Brynjar Jónasson pakkar Orra Frey saman í návígi, kemst í gott færi en skotið hans fer framhjá.
55. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Fyrsta skipting leiksins.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur kominn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Lítið sem ekkert gerst eftir markið.
36. mín MARK!
Viktor Helgi Benediktsson (HK)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
MAAARK!

Fyrsta hornspyrna leiksins, Ásgeir Marteinsson með flottann bolta inn á teiginn þar sem Viktor Helgi skallar boltann í boga yfir Aron Birki, geggjaður skalli!

1-0 HK!
29. mín
Bjarni Gunnarsson með geggjaðan sprett upp hægri vænginn, á frábæra sendingu inn í teiginn en Ásgeir rétt missir af boltanum.

Bjarni yfirburðar maður á vellinum.
25. mín
Hörður Ingi með fínt hlaup inn á teiginn, boltinn dettur fyrir Ásgeir sem á vinstri fótar skot beint á Aron Birki.
12. mín
Annað færi HK-inga á sömu mínútunni.

Þórsarar eru að væla yfir innkasti og ekkert að spá í að verjast, HK-ingar taka innkastið fljótt, Bjarni Gunnarsson labbar framhjá Ármann Ævarssyni og á skot rétt framhjá!

Stórhættulegt.
11. mín
Fyrsta færi leiksins.

Bjarni Gunnarsson vinnur boltann á hægri kantinum, keyrir upp vænginn, á flotta sendingu út í teiginn þar sem Brynjar Jónasson skýtur beint á Aron Birki í marki Þórsara
5. mín
Voða rólegt hér fyrstu mínúturnar, liðin að þreifa á hvort öðru.
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður Óli flautar til leiks.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn, Sigurður Óli ræðir við fyrirliða liðanna.
Fyrir leik
10 mínútur í leik og fólk farið að týnast í stúkuna. Kristófer Sigurgeirsson þjálfar Leiknis frá Reykjavík er mættur, Þórsarar fá Leiknismenn í heimsókn í næstu umferð.
Fyrir leik
HK-ingar hinsvegar mörðu ÍR-inga í seinastu umferð 3-2, mörk HK-inga komu öll frá framherjanum Brynjari Jónassyni, vonandi fyrir HK-inga heldur hann uppteknum hætti hér í dag.
Fyrir leik
Þórsarar töpuðu gegn Keflvíkingum í seinustu umferð, Keflvíkingar tryggðu sér sæti í Pepsi deild karla á næstkomandi tímabili með sigri á Gróttu 3-0, með þeim sigri felldu Keflvíkingar einnig Gróttumenn þannig Gróttumenn spila í 2. deild á næsta tímabili.
Fyrir leik
Bæði lið sýnast ver vel stemmd og hita vel upp. Byrjunarliðin eru kominn inn hér til hliðana. Hörkuleikur framundan!
Fyrir leik
HK-ingar sitja í 5.sæti deildarinnr með 33 stig en Þórsarar í 7.sæti með 30 stig.

Tómas Þór Þórðarsson íþróttrfréttamaður á 365 spáði í leiki 20.umferðinnar hjá okkur á fotbolta.net og spáði hann 3-1 sigri HK-inga, ,,Lið fólksins vinnur tólfta leikinn sinn gegn Þórsurum sem sjá ekki ljósið við enda gangann" sagði Tómas Þór í spá sinni.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkominn í beina textalýsingu úr leiks HK og Þórs í 20. umferð Inkasso deildarinnar. Leikið verður í Kórnum, heimavell HK-inga og má búast við hörku leik.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('68)
Orri Freyr Hjaltalín ('75)
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('55)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Atli Sigurjónsson
18. Alexander Ívan Bjarnason
21. Kristján Örn Sigurðsson

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
2. Tómas Örn Arnarson ('75)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
15. Guðni Sigþórsson ('68)
26. Númi Kárason
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('55)

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Guðni Þór Ragnarsson
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: