Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Stjarnan
3
0
Víkingur Ó.
Hilmar Árni Halldórsson '33 1-0
Hólmbert Aron Friðjónsson '75 2-0
Ólafur Karl Finsen '77 3-0
14.09.2017  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Mjög huggulegar
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 561
Maður leiksins: Eyjólfur Héðinsson - Stjarnan
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('81)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson ('59)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('81)
14. Hörður Árnason
19. Hólmbert Aron Friðjónsson
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson ('81)
6. Þorri Geir Rúnarsson ('81)
16. Ævar Ingi Jóhannesson
17. Ólafur Karl Finsen ('59)
27. Máni Austmann Hilmarsson
29. Alex Þór Hauksson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan í öðru sæti, sjö stigum frá Valsmönnum þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðin eiga eftir að mætast.

Ólsarar í fallsæti eftir kvöldið.
94. mín
VÁ! Ólafur Karl Finsen skýtur yfir úr daaauuuuðafæri!
92. mín
Ólafur Karl Finsen slapp í gegn en Martínez náði að verja.
90. mín
Stuðningsmenn Stjörnunnar taka Víkingaklappið hérna í lokin. Svaka gaman.
88. mín
Ólafur Karl Finsen með skot í varnarmann og afturfyrir... hornspyrna.
85. mín
Sótt á báða bóga hér í Garðabæ núna en úrslitin eru ráðin.
81. mín
Inn:Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan) Út:Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
81. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
78. mín
Inn:Egill Jónsson (Víkingur Ó.) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
78. mín
Inn:Gabrielius Zagurskas (Víkingur Ó.) Út:Eivinas Zagurskas (Víkingur Ó.)
77. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
FLÓÐGÁTTIR!

GUÐJÓN BALDVINS skýtur í ÓLAF KARL FINSEN og inn!

15. markið sem Ólafsvík fær á sig í fjórum leikjum.
75. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Laxdal
GAME OVER!!! Hólmbert með hnitmiðað skot í stöngina og inn. Snyrtilegt mark!

Laumaði boltanum framhjá Tomasz Luba og óverjandi skot.
71. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Pape mættur inn. Hvað er hann að fara að færa okkur?
70. mín
Halli Björns virtist vera að missa boltann úr höndunum eftir hornspyrnu en náði að handsama hann í tilraun tvö.

Leikurinn stopp. Turudija þarf aftur að fá aðhlynningu.
68. mín
Ólsarar fá hornspyrnu.
63. mín
Stjarnan mun meira með boltann og sækir grimmt. En meðan munurinn er bara eitt mark er þetta augljóslega opið.

Hilmar Árni með langskot. Cristian Martínez hélt þessu!
62. mín
Eyjólfur Héðinsson með skemmtilega skottilraun en framhjá fer boltinn... fór af varnarmanni og í horn.
59. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Finsen var duglegur að vippa í Víkinni á dögunum. Fáum vonandi hressar vippur frá honum í kvöld.

Þá tekur Jóhann Laxdal flotta gabbrhreyfingu og skýtur yfir. Fær lagið um sig frá Silfurskeiðinni í kjölfarið.
56. mín
Kenan Turudija liggur á vellinum og þarf aðhlynningu. Leikurinn stopp.
52. mín
Þorsteinn Már í DAUÐAFÆRI skyndilega! En HALLI BJÖRNS með risavörslu og nær svo að klófesta knöttinn... afskrifum ekki ólseiga Ólsara! Þeir geta alveg refsað heimamönnum.
50. mín
HALLÓ HALLÓ! ÞRUMA ÚR HEIÐSKÍRU!

Eivinas frá Litháen nær hörkuskoti sem Halli Björns ver vel í horn! Halli viðtal eins og hann er víst kallaður núna.
49. mín
Seinni hálfleikur hefst eins og þeim fyrri lauk. Stjarnan sækir.
47. mín
Minni lesendur á að henda kassamerkinu #fotboltinet á færslur um leikinn á Twitter. Valdar færslur koma hingað inn í lýsinguna.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Ef það eru gefin stefgjöld fyrir fótboltaleiki þá er JóiPé að moka vel inn í Garðabænum í kvöld. DJ Sigrún María að spila hann í drasl.
45. mín
Björn Már Ólafsson, stuðningsmaður Stjörnunnar, er mættur í kaffi í fréttamannastúkuna. Ég bað hann um eitt orð til að lýsa fyrri hálfleik: "Barningur".
45. mín
Hálfleikur
Yfirburðir Stjörnunnar eru miklir. Hálfleikur. Rétt fyrir hálfleikinn átti Jóhann Laxdal stórhættulegt skot sem Cristian varði vel. Þarna þekki ég Cristian. Ég ætla að þamba kaffi í hálfleik.

Heyrumst eftir smá.
43. mín
Hilmar Árni lét vaða af löngu færi! Gott skot en hittir ekki á rammann.
41. mín
Vó! Guðjón Baldvins með rosalega skottilraun. Tók boltann á lofti og hann flaug ekki langt framhjá.

Stjarnan með öll völd. Ef liðið nær öðru marki held ég að það drepi þetta algjörlega og geti endað í stórri tölu.
38. mín
HÖRKUSÓKN STJÖRNUNNAR! Þeir hóta öðru marki. Baldur Sig með skot sem fór í varnarmann og í hornspyrnu...

Vallargestir geta glaðst. Ákveðið hefur verið að spila lagið "If I were sorry" með Svíanum Franz í hálfleik.
33. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Eyjólfur Héðinsson
ROSALEG MARKVARÐARMISTÖK FRÁ CRISTIAN MARTÍNEZ!

Breiðholtssamvinna! Eyjólfur Héðinsson renndi boltanum á Himma sem lét vaða fyrir utan teig.

Cristian virtist vera að verja boltann auðveldlega en hann missti boltann inn. Þetta var ekki einu sinni mjög fast!

Svo bregðast krosstré... sundkennarinn í miklu veseni þarna.
32. mín
Ólsarinn Gunnlaugur Hlynur með skot fyrir utan teig. Yfir. Engin hætta.
30. mín
Guðjón Baldvinsson skýtur hátt yfir. Hitti boltann illa og er greinilega ósáttur við sjálfan sig.
27. mín
Stjarnan að eiga fínar sóknir en eins og svo oft áður vantar að reka smiðshöggið. Gestirnir baráttuglaðir og selja sig dýrt.
23. mín
Sóknarþungi Stjörnunnar að aukast! Baldur Sigurðsson skallar naumlega framhjá eftir hornspyrnu.
20. mín
Hilmar Árni með stórhættulega hornspyrmu, svo kemur skalli í varnarmann sem var réttur maður á réttum stað.
19. mín
Það var að koma hamborgarasending í fréttamannastúkuna. Dekrað við fólk hér að vanda.

Þá er Hilmar Árni í HÖRKUFÆRI en Nacho Heras bjargar með geggjaðri tæklingu á ögurstundu.
17. mín
Kwame Quee með skot í varnarmann og í hornspyrnu...
15. mín
Sigrún María vallarþulur var að panta sér flug til Boston fyrir áhugasama.
14. mín
RÉTT FRAMHJÁ! Jóhann Laxdal lagði boltann út á Brynjar Gauta sem lét vaða af löngu færi, fast skot neðarlega rétt framhjá.
11. mín
Gunnlaugur Hlynur komst í fínt skotfæri en hitti boltann ekki nægilega vel. Framhjá. Þá láta stuðningsmenn Ólafsvíkurliðsins heyra í sér í stúkunni. Hinumegin er Silfurskeiðin afar fámenn og þögul.
8. mín
Hilmar Árni tók aukaspyrnu á hættulegum stað en skaut beint í vegginn.
7. mín
HÁRFÍNT YFIR FRÁ HÓLMBERTI!

Hólmbert Aron lætur vaða eftir hættulega sókn Stjörnunnar, skot rétt fyrir utan teig en boltinn hafnar ofan á þaknetinu. Fyrsta marktilraun heimamanna.
4. mín
Kwame Quee sýnir skemmtileg tilþrif og flott samspil með Þorsteini Má en boltinn endar í markspyrnu. Það er góður taktur í Kwama hér í upphafi.
2. mín
NAUJJJJ!!!! KWAME QUEE SKÝTUR RÉTT FRAMHJÁ!

Þessi stórskemmtilegi leikmaður sýnir greddu, hirðir boltann og lætur vaða. Svona á að byrja leiki.
1. mín
LEIKURINN ER FARINN AF STAÐ!!!!

Víkingur Ólafsvík hóf leik en liðið er í hvítum varabúningum sínum og sækir í átt að Mathúsi Garðabæjar.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Afskaplega döpur mæting í stúkunni! Vonandi fjölgar hratt og vel því þetta er nánast vandræðalegt.
Fyrir leik
Í stúkunni hér í Garðabænum er ekki bara verið að ræða um fótbolta. Benedikt Sveinsson kaupsýslumaður er í umræðunni líka. Sumt skrifar maður ekki undir. Förum ekki nánar út í þá umræðu...
Fyrir leik
Er Zoran Miljkovic mættur í stúkuna? Ég get svarað því. Já hann er mættur!
Fyrir leik
Ég er í góðum félagsskap í fjölmiðlastúkunni. Fæ góða menn til að spá.

Gummi Hilmars á Mogganum: 3-0 sigur Stjörnunnar.
Smári Jökull á Vísi: Ég ætla að segja... (mikið hugsað)... 2-1 Stjarnan.
Fyrir leik
Úrslit staðfest úr öðrum leikjum 19. umferðar.

Víkingur Ólafsvík er í fallsæti þegar þessi leikur er flautaður á. Fjölnir og ÍA gerðu jafntefli og ÍBV vann Grindavík.

Með sigri í kvöld komast Ólsarar upp í 9. sæti.
Fyrir leik
Vinsælasta lag Íslands í dag sett á hæsta styrk nú þegar stutt er í leik. B.O.B.A. með Króla og JóaPé. Jói einmitt úr Garðabænum. Geggjað lag.
Fyrir leik
Hamborgaralyktin svífur yfir allan Garðabæinn. Ég svelti mig einmitt í dag fyrir þessa kvöldstund hér á Samsung-vellinum. Að vanda var Páló fyrsti áhorfandinn sem mætti á völlinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Ejub Purisevic reynir að þétta varnarleikinn og gerir varnarsinnaða breytingu á byrjunarliðinu. Pape Mamadou Faye fer á bekkinn. Alexis Egea kemur inn.

Hjá Stjörnunni er Eyjólfur Héðinsson settur í byrjunarliðið en hinn ungi Alex Þór Hauksson er á bekknum.
Fyrir leik
Það er búið að kveikja á tónlistinni, verið að vökva völlinn og allt í gír hérna á Samsung vellinum.

Fyrir leik eru allir í góðu skapi. Er búinn að hitta dómarana, Dúlluna, Ejub og Davíð Snorra. Allir svona líka hressir! Ég lofa ykkur því að þeir verða ekki allir hressir eftir leik í kvöld. Það getur ekki verið.
Fyrir leik
Alls hafa þessi lið mæst 14 sinnum í leikjum á vegum KSÍ. Stjarnan hefur unnið 6 leiki, Víkingur Ólafsvík 3 og 5 viðureignir hafa endað með jafntefli. Markatalan 25-15, Stjörnunni í vil.
Fyrir leik
Þrotamennirnir í vörninni
Víkingur Ólafsvík berst fyrir lífi sínu, liðið er einu stigi fyrir ofan fallsæti þegar þetta er skrifað.

Varnarleikur liðsins hefur fengið harða gagnrýni að undanförnu enda hafa lekið inn 12 mörk í síðustu þremur leikjum. Þrotamenn er orðið sem Óskar Hrafn Þorvaldsson notaði í Pepsi-mörkunum um miðverði liðsins.
Fyrir leik
Verður fjör á hliðarlínunni?
Maður blótar því að fréttamannastúkan sé ekki nálægt varamannabekkjunum. Aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar, Brynjar Björn og Davíð Snorri, eru mættir úr banni! Davíð var mikið í sviðsljósinu í fyrri viðureign þessara liða í sumar en hann fór með himinskautum á hliðarlínunni og lét mann og annan heyra það.

Stjörnumenn voru alls ekki í sínum besta gír í þeim leik. Ólsarar unnu 2-1 með mörkum Kwame Quee og Guðmundar Steins Hafsteinssonar. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna.

Guðmundur Steinn er á meiðslalista Ólsara og ólíklegt að hann komi meira við sögu á tímabilinu. Áfall fyrir gestina þar sem hann er þeirra markahæsti maður.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld! Lokaleikur 19. umferðarinnar fer fram hér í Garðabænum þar sem Stjarnan og Víkingur Ólafsvík eigast við. Ég mun fylgja ykkur í gegnum leikinn en það er Þóroddur Hjaltalín sem sér um dómgæsluna.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('71)
2. Alexis Egea
2. Ignacio Heras Anglada
5. Eivinas Zagurskas ('78)
7. Tomasz Luba
10. Kwame Quee
13. Emir Dokara
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('78)
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
4. Egill Jónsson ('78)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('71)
8. Gabrielius Zagurskas ('78)
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
18. Leó Örn Þrastarson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: