Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fjölnir
2
2
ÍA
1-0 Ólafur Valur Valdimarsson '48 , sjálfsmark
1-1 Stefán Teitur Þórðarson '53
1-2 Steinar Þorsteinsson '60
Þórir Guðjónsson '75 2-2
14.09.2017  -  17:00
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og gola. Völlurinn fínn
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic
5. Ivica Dzolan
7. Birnir Snær Ingason ('79)
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
15. Linus Olsson
20. Mees Junior Siers
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('70)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
6. Fredrik Michalsen
7. Bojan Stefán Ljubicic
10. Ægir Jarl Jónasson ('79)
18. Marcus Solberg ('70)
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Gunnar Már Guðmundsson ('56)
Ingimundur Níels Óskarsson ('62)
Igor Jugovic ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Rosalegum baráttuleik lokið. Dramatískar lokamínútur en ekkert sigurmark.

Leikmenn beggja liða liggja hér ósáttir eftir á vellinum. Stig gerir lítið fyrir liðin. Skagamenn eru nánast fallnir og Fjölnir er núna í bullandi fallhættu í 10. sætinu.

Skýrsla og viðtöl innan tíðar.
93. mín
DRAMATÍK! Hvernig gátu Fjölnismenn ekki skorað sigurmarkið þarna? Ivica Dzolan í dauðafæri inni á teignum og Árni Snær ver af stuttu færi. Linus fær frákastið en varnarmaður kemst fyrir skot hans úr dauaðfæri! Rétt áður en þetta gerðist hitti Marcus Solberg ekki boltann í dauðafæri.
92. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (ÍA)
Hér er allt að verða vitlaut. Fyrst fá Skagamenn ekki innkast sem þeir töldu sig eiga að fá. Ægir Jarl leikur á Viktor sem sparkar hann niður á vinstri kantinum. Linus er þá nánast sloppinn í gegn þegar Guðmundur Ársæll flautar aukaspyrnu í stað þess að láta leikinn halda áfram. Fjölnismenn eru brjálaðir enda var Linus nánast sloppinn í gegn.
90. mín
Fjórar mínútur eftir. Fáum við sigurmark?
90. mín
Skagamenn fjölmenna fram í hornspyrnu og aftur komast Fjölnismenn í góða stöðu. Þórir og Linus eru tveir á móti Gylfa en sendingin hjá Þóri klikkar!
88. mín
Fjölnismenn fara illa með vænlega skyndisókn. Þórir keyrði á fáliðaða vörn Skagamanna en var alltof lengi að gefa yfir á Linus sem var einn og óvaldaður. Þórir keyrði upp að endamörkum og gaf þá fyrir en fyrirgjöfin fór beint á Árna í markinu.
87. mín Gult spjald: Igor Jugovic (Fjölnir)
Fer í bakið á Patryk.
85. mín
Skagamenn tóku yfir leikinn eftir fyrra mark Fjölnis og áttu mjög öflugan 20 mínútna kafla. Heimamenn hafa komist betur inn í leikinn eftir það og eru líklegri núna síðari hlutann í seinni hálfleiknum.
84. mín
Ægir Jarl nálægt því! Mees Siers á fyrirgjöf eftir gott þríhyrningsspil. Fyrirgjöfin skoppar út í teiginn á Ægi Jarl sem á þrumuskot á lofti en Árni Snær ver til liðar.
81. mín
Gylfi Veigar með hreinsun af gamla skólanum. Boltinn berst á Garðar sem á skot yfir af 25 metra færi.
79. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Félagarnir Ægir og Birnir skipta. Ægir fer beint á vinstri kantinn.
75. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Fjölnismenn ná mikilvægu jöfnunarmarki eftir skallatennis á teignum!

Fyrirgjöfin kemur á fjærstöng þar sem Linus ætlar að skalla boltann aftur fyrir markið. Ólafur Valur reynir að skalla boltann frá en hann skallar boltann aftur fyrir sig á Þóri sem skallar í netið af stuttu færi.

Ólafur Valur hefur verið viðloðandi öll mörkin í seinni hálfleik, á sitthvorum enda vallarins!
74. mín
Birnir Snær fellur á teignum og Fjölnismenn vilja víti. Ekkert dæmt.
74. mín
Inn:Patryk Stefanski (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Mark og flott frammistaða hjá Stefáni.
73. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Fjölnismenn vilja rautt spjald! Arnar Már fer hátt með sólann í tæklingu á Mees Siers. Arnar náði boltanum fyrst en hann fór mjög hátt með sólann. Svakaleg tækling. Gústi Gylfa og félagar á bekknum hjá Fjölni ósáttur.
71. mín
Birnir Snær með sláarskot!! Birnir fær boltann á vinstri kanti og leikur inn á völlinn. Gott skot hans fer svo í slána og út.

Birnir var besti maður Fjölnis í fyrri halfleik en hann hefur lítið sést í þeim síðari. Þarna minnti hann hins vegar á sig.
70. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Fyrsta skipting Fjölnismanna.
68. mín
Fjölnismenn eru í 10. sæti eins og staðan er núna, með jafnmörg stig og Víkingu Ólafsvík í 11. sætinu. Ólsarar eiga leik gegn Stjörnunni í kvöld. Fjölnir gæti endað daginn í fallsæti.
68. mín
Ingimundur Níels í færi en Árni Snær ver.
65. mín
Sjálfstraustið hjá Ólafi Val hefur farið upp um tuttugu hæðir eftir sjálfsmarkið í byrjun síðari hálfleiks. Hann hefur lagt upp tvö mörk og reynir nú skot frá miðju! Boltinn hins vegar framhjá markinu.
63. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
Garðar gullskór kemur inn á. Stefán Teitur fer á kantinn og Garðar fram.
62. mín Gult spjald: Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
60. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Ólafur Valur Valdimarsson
Skagamenn eru búnir að snúa taflinu við! Þeir hafa einfaldlega verið miklu betri undanfarnar mínútur.

Ólafur Valur á aðra fyrirgjöf frá vinstri, boltinn hefur viðkomu í varnarmanni og fer þaðan inn á markteiginn þar sem Steinar kemur á ferðinni og skorar! Mark í öðrum leiknum í röð hjá Steinari.

Ólafur Valur hefur átt tvær stoðsendingar eftir að hann skoraði sjálfsmarkið.
57. mín
Hörkuárekstur! Arnór Snær og Hans Viktor skella saman eftir aukaspyrnu hjá ÍA. Þeir fá báðir aðhlynningu.

Miklu meiri kraftur í Skagamönnum þessar mínúturnar!
56. mín Gult spjald: Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Fyrsta gula spjaldið í dag.
56. mín
Stefán Teitur er ógnandi. Nú á hann skot rétt yfir markið frá vítateigslínu.

,,C'mon, farið að rífa þetta upp hérna!" öskrar Gústi Gylfa á sína menn.
Svavar Elliði lætur sig ekki vanta í stúkuna.


53. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Skagamenn ekki lengi að svara fyrir sig. Ólafur Valur á háan fallhífarbolta inn á teig sem Þórður virðist ná að handsama.

Eftir baráttu við Skagamenn missir Þórður boltann frá sér og Stefán Teitur skorar í autt markið. Mögulegt brot á Þórði en hann kvartar samt lítið.

Hinn 18 ára gamli Stefán Teitur að skora annan leikinn í röð.
48. mín SJÁLFSMARK!
Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Fjölnismenn komast yfir. Klaufalegt sjálfsmark!

Hættulítil sending inn á vítateiginn sem Árni Snær kemur út til að grípa. Ólafur Valur veit ekki af Árna og ætlar að skalla til baka á hann. Skallinn fer í eigið net. Ólafur Valur hleypur á eftir boltanum en nær ekki til hans í tæka tíð.

46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Við heimtum mörk!
45. mín
Guðfinnur Helgi, einn af áhorfendum leiksins, á afmæli í dag. Hann fær óskalög með Írafár í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.

Baráttan er í 1. sæti hér á Fjölnisvelli og fallegur fótbolti í 2. sæti í þessum fallbaráttuslag. Það vantar meira hugmyndaflug í sóknarleik liðanna.
45. mín
Stefán Teitur með skottilraun en hittir ekki markið.
45. mín
Tvær mínútur í viðbótartíma.
43. mín
Sóknarleikur Skagamanna byggist upp á löngum sendingum fram völlinn sem varnarmenn Fjölnis hafa leikið sér að hingað til. Lítil hætta.
41. mín
Barningur inni á vítateig Fjölnis eftir hornspyrnu. Skagamaður fellur. ,,Af hverju dæmir þú ekki víti ef þú ert að horfa á þetta?" öskrar Jon Þór á Guðmund dómara.
33. mín
Birnir Snær með svölustu sendingu leiksins. Dregur boltann með sér og sendir svo með hælnum á Þóri.
31. mín
Linus Olsson í fínu færi en skot hans yfir. Fjölnismenn eru brjálaðir. Vilja meina að skotið hafi farið í varnarmann.
30. mín
Vandræðagangur í vörn Fjölnis. Heimamenn í miklu basli með að koma boltanum í burtu. Þórður fær skotfæri utarlega í teignum. Skot hans fer í Dzolan og þaðan í fangið á Þórði. Besta tilraun Skagamanna hingað til.
29. mín
Birnir Snær leggur boltann út á Ingimund Níels fyrir utan vítateig. Skotið hjá Ingimundi fór hátt yfir og langt niður á æfingasvæði Fjölnis!
27. mín
Fjölnismenn áfram hættulegri. Þeir fá núna tvær hornspyrnur með stuttu millibili.
25. mín
Skyndisókn hjá Fjölni. Viktor Örn hreinsar fyrirgjöf út til hægri á Þóri sem er utarlega í teignum. Þórir lætur vaða en skotið yfir markið.
24. mín
Fyrsta marktilraun ÍA. Stefán Teitur með fyrirgjöf frá hægri sem Albert Hafsteinsson skallar framhjá. Albert ekki sá hávaxnasti á vellinum en hann náði skallanum þarna á fjærstönginni.
22. mín
Fyrri hálfleikur að verða hálfnaður. Fjölnismenn hafa verið líklegri það sem af er. Skagamenn hafa lítið ógnað ennþá.
Minnum á #fotboltinet fyrir umræðu um leiki dagsins í Pepsi-deildinni.
17. mín
Birnir er búinn að vera sprækur á vinstri kantinum og Skagamenn eiga í erfiðleikum með hann. Nú fær Viktor Örn, hægri bakvörður, tiltal eftir að hafa togað í Birni.
13. mín
Arnar Már fær tiltal hjá Guðmundi dómara eftir tæklingu sem hann átti á Birni áðan.
12. mín
Glæsilegt spil hjá Fjöni þar sem Birnir Snær er miðpunkturinn. Ingimundur Níels kemst í ágætis færi en skot hans fer beint á Árna í markinu.
7. mín
Fyrsta marktilraun. Tadejevic á fyrirgjöf frá vinstri en skotið hjá Ingimundi framhjá. Ingimundur var aðþrengdur og í erfiðri stöðu.
5. mín
Guðmundur Böðvar Guðjónsson, miðjumaður ÍA, er búinn að öskra stanslaust síðan leikurinn hófst. Hann er að mæta gömlu félögum sínum í Fjölni í dag.

Í stúkunni eru stuðningsmenn ÍA byrjaðir að öskra Skagamenn! Baráttuandi á Akranesi.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Vallarþulurinn er ennþá að kynna liðin hér í Grafarvogi. Byrjum aðeins á eftir áætlun.

Fyrsta mark dagsins er komið í Eyjum. ÍBV leiðir gegn Grindavík. Vond tíðindi fyrir bæði Fjölni og ÍA í fallbaráttunni!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl með ungum knattspyrnuiðkenndum úr Fjölni.

ÍA leikur í svörtum varabúningum sínum í dag.
Fyrir leik
Fjölnislagið með Jónsa ómar nú í hátalarakerfinu. ,,Gefum allt í leikinn, gul og hreykin, gefumst aldrei upp!"

Fjölnismenn þurfa heldur betur að gefa allt í þennan sex stiga leik í dag.
Fyrir leik
Gummi Steinars, aðstoðarþjálfari Fjölnis, leikur varnarmann og leyfir sóknarmönnum Fjölnis að spreyta sig. Gummi var ekki þekktur fyrir varnar hæfileika á góðum ferli sínum.
Fyrir leik
Sól og blíða í Grafarvogi. Fínasta fótboltaveður.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús.

Ein breyting er á byrjunarliði Fjölnis síðan í 4-4 jafnteflinu gegn Víkingi Ólafsvík. Birnir Snær Ingason kemur inn í liðið fyrir Marcus Solberg.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, heldur sig við sama byrjunarlið og í 2-0 sigrinum á KA á sunnudaginn. Garðar Gunnlaugsson, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra, er því áfram á bekknum.
Fyrir leik
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA er í viðtali á heimasíðu félagsins.

,,Sigurinn í síðasta leik var kærkominn, vægt til orða tekið. Hann breytir miklu fyrir liðið. Nú er verkefnið að tengja saman tvo sigurleiki og við erum staðráðnir í því að fara í Grafarvog til að ná í sigur. Stuðningur við liðið hefur verið frábær í undanförnum leikjum og ég hef fulla trú á því að svo verði í næsta leik einnig. Hann skiptir liðið miklu máli."
Fyrir leik
Skagamenn ætla að leggja allt í lokabaráttuna í deildinni. Fríar rútuferðir eru fyrir stuðningsmenn á leikinn í dag. Rútan fer stundvíslega klukkan 16 frá Akranesi.
Fyrir leik
Fjölnismenn hafa harma að hefna eftir fyrri leikinn gegn ÍA í sumar. Skagamenn unnu þar 3-1 en það var einn af þremur sigurleikjum liðsins í sumar.
Fyrir leik
Matthías Vilhjálmsson spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni.

Fjölnir 3 - 1 ÍA
Markaleikur umferðarinnar þar sem ég spái 3-1 sigri Fjölnismanna í skemmtilegasti leik umferðarinnar. Jafnvel mark ársins verður í þessum leik.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!
Hér verður fylgst með gangi mála í fallbaráttuslag Fjölnis og ÍA í 19. umferð Pepsi-deildarinnar.

Skagamenn unnu KA í síðustu umferð og halda enn í vonina um að geta bjargað sæti sínu. Óhagstæð úrslit í leikjum dagsins gætu hins vegar fellt Skagamenn!

Fjölnir gerði 4-4 jafntefli við Víking Ólafsvík í síðasta leik og Grafarvogsliðið er nú stigi frá fallsvæðinu.

Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Albert Hafsteinsson ('63)
10. Steinar Þorsteinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('74)
20. Gylfi Veigar Gylfason
24. Viktor Örn Margeirsson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Varamenn:
15. Hafþór Pétursson
18. Guðfinnur Þór Leósson
18. Rashid Yussuff
19. Patryk Stefanski ('74)
32. Garðar Gunnlaugsson ('63)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson
Gísli Þór Gíslason
Ármann Smári Björnsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('73)
Viktor Örn Margeirsson ('92)

Rauð spjöld: