Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KA
1
1
Valur
Elfar Árni Aðalsteinsson '47 1-0
1-1 Guðjón Pétur Lýðsson '62 , víti
14.09.2017  -  17:00
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað og örlítil gola
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Áhorfendur: 670 manns
Maður leiksins: Elfar Árni Aðalsteinsson
Byrjunarlið:
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
4. Vedran Turkalj
5. Guðmann Þórisson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
19. Darko Bulatovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('59)
25. Archie Nkumu ('81)
28. Emil Lyng

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('81)
7. Almarr Ormarsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('59)
30. Bjarki Þór Viðarsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Davíð Rúnar Bjarnason
Eggert Högni Sigmundsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Aleksandar Trninic ('45)
Hrannar Björn Steingrímsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigurður Óli flautar hér til leiks loka og 1-1 jafntefli staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms.
90. mín Gult spjald: Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Dion við það að sleppa í gegn og Hrannar togar hann niður. Hárrétt.
90. mín
Fjórum mínutum bætt við.
88. mín
Lítið eftir af leiknum. Fáum við dramatískt sigurmark í lokin?
85. mín
Valur fær hér aukaspyrnu á fínum stað sem að Einar Karl tekur. Bolti hans er góður og endar fyrir fætur Guðjóns Péturs en skot hans framhjá markinu.

Algjört dauðafæri en Guðjón virðist ekki hafa hitt boltann!
84. mín
Ekkert verður úr horninu annað en skyndisókn Valsara en Rajko er vel á verði og sópar þessum útaf.
83. mín
Darko með enn eina fyrirgjöfina sem varnarmenn Vals skalla í hornspyrnu.
81. mín
Inn:Dion Acoff (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Síðasta skipting Vals í þessum leik.
81. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Archie Nkumu (KA)
Ólafur Aron kemur inná við mikinn fögnuð stuðningsmanna KA.
80. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Liðin skiptast á að halda boltanum án þess að skapa sér neitt.
76. mín
Bjarni Ólafur er staðinn upp. Virðist ekki vera jafn alvarlegt og með Hauk Pál í fyrri hálfleik.
75. mín
Elfar fer hérna illa með Einar Karl og er nálægt því að koma boltanum á Emil Lyng sem er einn inní vítateig en varnamenn Vals bjarga í horn á síðustu stundu. Eftir hornið nær Hallgrímur föstu skoti sem endar beint í andlitinu á Bjarna Ólafi sem liggur óvígur eftir.
72. mín
Hornspyrnan ratar beint á kollinn á Eið Aroni en skalli hans hátt yfir markið.
72. mín
Guðjón Pétur gerir sig reiðubúinn til að taka hornspyrnu.
69. mín
Emil Lyng þarf hérna að fá aðhlynningu eftir að Aleksandar lenti ofan á honum. Hann stendur hins vegar upp aftur og getur haldið leik áfram.
67. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Út:Nicolas Bögild (Valur)
67. mín
Það hefur lifnað yfir Völsurum eftir vítið. Meira með boltann þessa stundina.
62. mín Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Guðjón Pétur skorar af miklu öryggi. Stefnir allt í spennandi lokamínútur hérna.
62. mín
VALUR FÆR VÍTI!!

Bogild kominn að endalínunni og Guðmann tæklar hann. Mjög klaufalegt!
60. mín
Verdan lætur hér boltann fara útaf og býst við að fá innkastið. Línuvörðurinn er hins vegar ekki sammála öllum til mikillar undrunar. Sigurður Óli ákveður þá hins vegar að stíga inní og breyta dómnum. Mjög furðulegt.
59. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Steinþór haltrar hér útaf. Búinn að vera líflegur í dag.
57. mín
ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS!!!!

Darko með frábæra fyrirgjöf á Steinþór sem nær fínu skoti en Anton Ari ver vel. Í kjölfarið nær Elfar frákastinu við marklínuna en Eiður Aron gerir frábærlega og nær að komast fyrir skotið. KA menn miklu líklegri.
56. mín
Steinþór kominn aftur inná völlinn. Ásgeir Sigurgeirs gerir sig hins vegar klárann til að koma inná. Líklegast fyrir Steinþór.
55. mín
Nú liggur Steinþór eftir. Búinn að vera mikið meiddur á tímabilinu.
52. mín
VALSARAR SKORA NÆSTUM ÞVÍ SJÁLFSMARK!!!

Hallgrímur með gjörsamlega geggjaða sendingu á Emil sem að nær vondri móttöku. Einar Karl ætlar í kjölfarið að hreinsa í horn en boltinn endar í stönginni. Þetta hefði verið skrautlegt.
49. mín
Valsarar reyna að svara strax fyrir markið en skot Nicolas er hátt yfir markið.
47. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA MENN KOMNIR YFIR!!!

Steinþór kemur boltanum út á Hallgrím sem á glæsilega fyrirgjöf sem að Elfar flugskallar í netið.
46. mín
Leikurinn hafinn hér á ný. Einar Karl er ennþá inná vellinum en hann er klárlega ekki 100% heill.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Sigurður Óli til loka fyrri hálfleiks. Staðan markalaus hér á Akureyrarvelli í annars fjörugum leik. Einar Karl gat varla labbað hérna undir lokin og verður fróðlegt að sjá hvort að hann verði ennþá inná vellinum í seinni hálfleik.
45. mín Gult spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Sigurður Óli spjaldar Aleksandar réttilega.
45. mín
Nú liggja Aleksandar og Einar Karl eftir. Aleksandar eltir lélega sendingu Steinþórs og kemur of seint inní Einar Karl.
45. mín
Sigurður Egill með góða sendingu inná Einar Karl sem skýtur í fyrsta á nærstöng en Rajko mjög vel á verði og ver í horn. Ekkert verður úr hornspyrnunni.
41. mín
Þeir göbbuðu mig þarna. Hornspyrnan hins vegar slök og Hrannar hreinsar boltanum í innkast.
41. mín
Valur fær hornspyrnu sem að þeir virðast ætla að taka stutt.
38. mín
EMIL LYNG Í DAUÐAFÆRI!!

Darko fíflar hér Orra uppúr skónum og nær góðri fyrirgjöf sem að Steinþór skallar beint fyrir fætur Emils við markteigslínuna en skot hans yfir markið. KA menn líklegri þessa stundina.
33. mín
Darko hérna með frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Steinþóri en Anton er vel á verði í markinu og grípur þennan.
31. mín
Nicolas Bogild kemst hér í fínt færi rétt við vítateigslínuna en skot hans fer í varnarmann og útaf. Í kjölfar hornspyrnunar nær Kristinn Ingi ágætum skalla en yfir markið.
30. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
28. mín
Aftur leggst Haukur Páll niður. Hann hlýtur að vera með heilahristing og getur ekki tekið þátt meira í dag. Skellur fyrir Val.
28. mín
Bjarni Ólafur nær að koma boltanum inní teig þar sem að Sigurður Egill nær að komast í boltann en skotið hátt yfir.
26. mín
Steinþór hér með flikk flakk innkast í áttina að Archie en hann er dæmdur brotlegur.
23. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Steinþór nær að koma boltanum út í teiginn á Hallgrím sem að hótar skotinu tvisvar og enda mep a skjóta í hausinn á Hauki og útaf. Eftir hornið liggur Haukur svo eftir og heldur um hausinn á sér. Þetta getur ekki hafa verið gott.
21. mín
Steinþór Freyr fellur hér í teignum og vill fá vítaspyrnu. Í kjölfarið stendur hann upp og veður í Eið Aron og lætur hann heyra það. Sigurður Óli nennir ekkert að standa í neinu af þessu og lætur leikinn bara halda áfram.
18. mín
Valsarar taka hér snöggt innkast á Guðjón Pétur sem á flottan bolta á Sigurð Egil sem að nær að koma sér framhjá Rajko í markinu en varnarmenn KA ná að bjarga á ögurstundu.
16. mín
Hornspyrna Hallgríms beint í hendur Antons.
15. mín
Emil Lyng fær hér boltann við vítateigshornið og á fínt skot sem að Anton Ari ver í horn.
13. mín
Aukaspyrna Hallgríms yfir markið.
13. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað fyrir KA. Hallgrímur gerir sig reiðubúinn til að taka hana.
11. mín
Klukkan er komin aftur í gang en er hins vegar tveimur mínútum eftir á. Það er betra en ekkert.
9. mín
Trninic með svakalega tæklingu á Andra Adolphsson sem að liggur eftir. Hefði getað fengið gult þarna.
7. mín
Ghetto klukkan sem að ég talaði um áðan er búin að drepa á sér. Pirrandi.
6. mín
KA fær aukaspyrnu á svipuðum stað og Valur áðan. Hallgrímur sendir snöggan bolta á Darko sem að missir hann hins vegar of langt frá sér og aftur fyrir endamörk.
5. mín
Valur mun meira með boltann fyrstu mínúturnar án þess að ná að skapa sér neitt.
3. mín
Valsarar fá aukaspyrnu út á kannti. Guðjón Pétur tekur spyrnuna sem að KA menn ná að hreinsa burt.
1. mín
Valsarar byrja með boltann og sækja í átt að Greifanum.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn. Það sem vekur líklegast mesta athygli er að Óli Jó er ekki með 10/11 derhúfuna á hausnum. Ákveðin vonbrigði.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik og fólk er farið að láta sjá sig. Vonum að það verði fjölmennt í stúkunni í dag og góð stemmning.
Fyrir leik
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er mættur á Akureyrarvöll og ræðir hér málin við Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóra KA.
Fyrir leik
Sigurður Óli Þórleifsson flautar leikinn hér á Akureyrarvelli í dag en hann þurfti einmitt að fylla í skarðið fyrir meiddan Gunnar Jarl í miðjum leik Víkings R. og Stjörnunar í síðustu umferð. Stóð sig með prýði þar og býst ég ekki við öðru en að hann muni gera það líka í dag.
Fyrir leik
Vallarklukkan á Akureyrarvelli hefur verið heitt topic meðal stuðningsmanna KA en hún er gjörsamlega handónýt. Vallarstarfsmenn Akureyrarvallar hafa hins vegar ekki dáið ráðalausir þar sem að búið er að binda nýja vallarklukku við Eimskipsgám með reipi. Mjög ghetto útfærsla þarna á ferð.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og gera bæði lið þrjár breytingar frá síðasta leik. Hjá KA koma Ásgeir, Almarr og Callum út og inn koma Guðmann, Steinþór og Emil Lyng. Callum er eins og fyrr sagði í leikbanni og fór Almarr útaf meiddur í síðasta leik. Hann sest hins vegar á bekkinn í dag.

Hjá Val setjast Rasmus Christiansen, Dion Acoff og Patrick Pedersen á bekkinn. Inn í þeirra stað koma Nicolas Bogild, Sigurður Egill og Bjarni Ólafur.
Fyrir leik
Matthías Villhjálmsson, leikmaður Rosenborg, spáði í 19.umferð Pepsi deildarinnar en hann býst við hörku leik á Akureyrarvelli í dag.


KA 1 - 1 Valur

Ég held að þetta verði erfiður leikur fyrir Valsara sem hafa litið vel út í sumar og sérstaklega ef Guðmann er orðinn klár fyrir KA.
Fyrir leik
Callum Williams fékk beint rautt spjald gegn ÍA í síðustu umferð og horfir því á leikinn úr stúkunni í dag. Guðmann Þórisson, fyrirliði KA, var í fyrsta skipti í leikmannahóp eftir meiðsli í síðustu umferð og verður áhugavert að sjá hvort að hann verði í byrjunarliði í dag.
Fyrir leik
Síðast þegar Valur mætti á Akureyrarvöll var árið 2015 í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppnis í þeim leik þar sem að Valur stóð uppi sem sigurvegari. Þeir enduðu svo á því að fara alla leið og vinna bikarinn.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna á Hlíðarenda endaði með 1-0 sigri Vals en þá varð Darko Bulotovic fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi leiks.
Fyrir leik
KA menn fóru í fýluferð á Akranes í síðustu umferð og töpuðu 2-0 á móti botnliði ÍA. Valsarar unnu á meðan góðan 1-0 sigur á Breiðablik.
Fyrir leik
Valsarar sitja í efsta sæti deildarinnar með 40 stig og gætu orðið Íslandsmeistarar í dag með hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum. Heimamenn sigla hins vegar lygnan sjó í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa textalýsingu á leik KA og Vals í Pepsi deild karla.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('30)
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Nicolas Bögild ('67)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson ('81)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
5. Sindri Björnsson ('30)
9. Patrick Pedersen
13. Arnar Sveinn Geirsson ('67)
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff ('81)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: