Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
1' 0
0
Valur
Haukar
0
6
Fylkir
0-1 Orri Sveinn Stefánsson '27
0-2 Andri Þór Jónsson '34
0-3 Hákon Ingi Jónsson '45
0-4 Arnar Már Björgvinsson '55
0-5 Arnar Már Björgvinsson '63
0-6 Hákon Ingi Jónsson '87
16.09.2017  -  14:00
Gaman Ferða völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Maður leiksins: Oddur Ingi Guðmundsson, Fylkir
Byrjunarlið:
Árni Ásbjarnarson
3. Sindri Scheving
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
7. Davíð Sigurðsson
11. Arnar Aðalgeirsson
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)
33. Harrison Hanley ('46)

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
8. Ísak Jónsson
10. Daði Snær Ingason
12. Þórir Jóhann Helgason ('46)
13. Viktor Ingi Jónsson
17. Gylfi Steinn Guðmundsson
22. Alexander Freyr Sindrason
26. Álfgrímur Gunnar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Andri Fannar Helgason
Þórður Magnússon

Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 0-6 sigri Fylkis sem með þessu hefur tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni að ári. Til hamingju Fylkir. Haukar eru að tapa sínum öðrum leik í röð 0-6, gjörsamlega áhugalausir um verkefnið í dag.
87. mín MARK!
Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Stoðsending: Emil Ásmundsson
Þá loksins bætti Hákon öðru marki við. Emil renndi boltanum á Hákon sem var með varnarmann í sér en setti hann á fjærstöngina án þess að Árni kæmi neinum vörnum við. Mörkin eru orðin sex hjá Fylki í dag.
85. mín
Fylkismenn reyna allt til að nýta sér vankanta Árna í markinu. Arnar Már með þrumuskot með vindi úr miðjuhringnum sem fór rétt yfir. Skömmu síðar varði Árni af stuttu færi frá Andrési Má.
82. mín
Emil með hörkuskot að marki sem Árni varði vel í horn.
77. mín
Haukar eitthvað aðeins að sýna lit síðustu mínútur. Skoruðu fyrst mark sem var dæmt af vegna hendi og svo átti Björgvin skot sem Aron Snær varði.
72. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Haukar)
Aron fær spjald fyrir tæklingu út við hliðarlínu. Hann tók eina slíka áðan án þess að það væri flautað en núna sleppur hann ekki.
70. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Andri Þór Jónsson (Fylkir)
67. mín
Hákon Ingi aftur með hættulegt færi sem Árni náði að verja. Eins og Árni leit illa út í mörkunum og fyrri hálfleiknum í heild sinni þá hefur hann samt varið nokkrum sinnum vel í þeim síðari.
66. mín
Hugarfari Haukamanna í þessum leik er best lýst með því að Fylkir var að fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingnum. Þetta var fyrsta brot Hauka í leiknum og það var varamaðurinn Þórir Jóhann Helgason sem braut.
66. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
65. mín
Emil með skalla fyrir utan teig sem Árni rétt náði að blaka yfir markið.
63. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
Þvílíka veislan hjá Fylkismönnum í dag. Andrés Már sem var nýkominn inná renndi boltanum stutt til hliðar á vinstri kantinum á Arnar Már sem lyfti honum á markið, yfir Árna og beint í netið. 0-5!
62. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
55. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Fylkir)
Þetta er algjör upprúllun. Hákon Ingi sendi boltann út til vinstri á Valdimar sem kom með góðan lágan bolta inn í teiginn, beint á Arnar Má sem renndi honum í markið. Staðan orðin 0-4 og Haukar búnir að fá á sig 10 mörk í síðustu tveimur leikjum.
51. mín
Hákon Ingi komst í gott færi eftir stoðsendingu frá Aroni Snæ í markinu, átti gott skot að marki en Árni varði aftur vel frá honum í hon. Eftir hornið átti Andri Þór skot í varnarmann og aftur horn.
48. mín
Hákon Ingi með fast skot að marki sem Árni náði að verja vel í horn.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Haukar gerðu eina breytingu á liði sínu í hálfleik sem má sjá hér að neðan.
46. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Haukar) Út:Harrison Hanley (Haukar)
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Ásvöllum. Fylkir er að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni í dag á sannfærandi hátt með 3-0 forystu í hálfleik. Haukar virðast hinsvegar vera komnir í vetrardvala, eru ekkert að sýna í þessum leik og töpuðu síðasta leik gegn Leikni Fáskrúðsfirði 6-0.
45. mín MARK!
Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Þessi leikur er að verða leikur kattarins að músinni. Hákon Ingi fékk boltann út í teiginn frá Ásgeiri og skoraði með þéttföstu skoti í bláhornið.
44. mín
Mark dæmt af Hákoni vegna rangstöðu en hann setti boltann í netið í kjölfarið af föstu skoti Odds Inga sem var varið.
39. mín
Hákon Ingi var næstum því búinnn að skora fáránlegt mark. Emil sendi góðan bolta á Hákon sem var með mann í sér, kiksaði boltann að marki og átti að vera auðvelt fyrir Árna í markinu sem missti af boltanum en getur þakkað fyrir að hann fór rétt framhjá markinu.
37. mín
Sigurður Óli hefur ekki haft neitt að gera í þessum leik og til merkis um það má nefna að núna á 37. mínútu var hann að dæma fyrstu aukaspyrnuna í leiknum.
34. mín MARK!
Andri Þór Jónsson (Fylkir)
Stoðsending: Orri Sveinn Stefánsson
Annað mark með sömu uppskrift. Frábær hornspyrna hjá Oddi Inga, Orri skallaði boltann sem barst á Andra sem afgreiddi af stuttu færi í markið.
32. mín
Oddur Ingi með gott skot að marki sem fór rétt framhjá stönginni hjá Haukum.
27. mín MARK!
Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Stoðsending: Oddur Ingi Guðmundsson
Það er komið mark í leikinn. Orri Sveinn skallaði boltann í netið eftir góða hornspyrnu frá Oddi Inga. Leikurinn hefur verið mjög dapur til þessa og vonandi hleypir markið lífi í þetta.
21. mín
Oddur Ingi með skot fyrir utan teig sem Árni átti auðvelt með að verja.
15. mín
Þetta fer frekar rólega af stað fyrstu mínúturnar. Liðin skiptast á að sækja án þess að búa til nein marktækifæri.
5. mín
Haukar vildu fá aukaspyrnu á hættulegum stað þegar þeir töldu brotið á Arnari Aðalgeirssyni sem féll við vítateigslínuna. Sigurður Óli var ekki á sama máli og lét leikinn ganga áfram.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Haukar byrja með boltann og leika í átt að Hafnarfirðinum. Þeir leika í sínum hefðbundnu alrauðu búningum en Fylkir er í sínum varabúningum sem eru alhvítir.
Fyrir leik
Það eru ekkert sérstakar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu, 10 stiga hiti, rok og gengur á með skúrum. Sigurður Óli Þórleifsson dæmir leikinn í dag. Breki Sigurðsson og Skúli Freyr Brynjólfsson eru línuverðir og Slava Titov er skiltadómari. Akurnesingurinn Ólafur Ingi Skúlason er svo eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Í annað skiptið á tímabilinu hafa Haukar misst aðalmarkvörð sinn í meiðsli því Terrance William Dieterich sem hefur varið markið í síðustu átta leikjum puttabrotnaði á æfingu í vikunni og verður ekkert meira með í sumar. Þetta gerist sléttum tveimur mánuðum eftir að Trausti Sigurbjörnsson meiddist og varð frá út tímabilið. Terrance William var fenginn í hans stað þá en núna þarf Árni Ásbjarnarson varamarkvörður að leysa stöðuna.
Fyrir leik
Fylkir vann gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur á Þrótti í síðustu umferð á sama tíma og Haukar töpuðu 6-0 á útivelli gegn Leikni Fáskrúðsfirði sem er gott að því fallið úr deildinni.

Þetta segir okkur þó alls ekki að verkefnið verði auðvelt fyrir Fylkismenn í dag því Haukar eiga gríðarlega sterkan heimavöll eins og kom fram í tölfræði útreikningum Arnars Daða Arnarssonar tölfræðings Fótbolta.net.

Á Ásvöllum hafa Haukar leikið 32 leiki á síðustu þremur árum, gert 6 jafntefli og tapað fjórum leikjum.

Síðasti tapleikurinn kom gegn Grindavík 21. júlí árið 2016.
Fyrir leik
Þórarinn Ingi spáði í næstsíðustu umferð í Inkasso-deildinni fyrir Fótbolta.net

Haukar 2 - 2 Fylkir
Tveir grilluðustu menn deildarinnar mætast hér. Albert Brynjar og Bjöggi Stef. Myndi setja tvö mörk á báða en verð því miður að setja einungis eitt á Albert þar sem að ég hef heyrt að hann eyði óhóflegum tíma í barna golfleik í Playstation þessa daganna. Einbeiting af skornum skammti.
Fyrir leik
Fótbolti.net verðlaunar markahæsta leikmann mótsins á lokahófi 29. september næstkomandi. Baráttan um gullskóinn verður háð hér á Ásvöllum í dag.

Björgvin Stefánsson (Haukum) og Albert Brynjar Ingason (Fylki) eru í 2. - 3. sæti með 14 mörk, einu marki frá Jeppe Hansen framherja Keflavíkur sem er markahæstur með 15 mörk.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram á Floridana velli Fylkismanna 7. júlí síðastliðinn fyrir framan 550 áhorfendur.

Þá vann Fylkir 2-0 sigur með mörkum frá Valdimari Þór Ingimundarsyni og Oddi Inga Guðmundssyni en mörkin komu á síðustu 20 mínútunum.
Fyrir leik
Þetta er stór dagur fyrir Fylki því stig í dag mun duga þeim til að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deild karla að nýju.

Fylkir féll úr deildinni á síðasta ári og allt stefnir í að liðinu muni takast markmið sitt að fara beint upp að nýju.

Liðið er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi frá toppliði Keflavíkur en sex stigum á undan Þrótti og HK sem koma í 3. - 4. sætinu.

Haukar eru svo í 5. sæti með 33 stig og hafa í raun ekki að neinu að keppa í mótinu það sem eftir er.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Hauka og Fylkis í 21. og næst síðustu umferð Inkasso-deildarinnar

Leikurinn sem fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði hefst klukkan 14:00 í dag.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
4. Andri Þór Jónsson ('70)
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('62)
11. Arnar Már Björgvinsson
16. Emil Ásmundsson
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('66)

Varamenn:
10. Andrés Már Jóhannesson ('62)
14. Albert Brynjar Ingason
24. Elís Rafn Björnsson ('70)
29. Axel Andri Antonsson
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: