Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍR
2
0
Leiknir F.
Viktor Örn Guðmundsson '43 1-0
Jón Gísli Ström '79 2-0
16.09.2017  -  14:00
Hertz völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla
Aðstæður: Góður völlur , þungskýjað og svalt
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Stefán Þór Pálsson (ÍR)
Byrjunarlið:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
Hilmar Þór Kárason ('75)
4. Már Viðarsson (f)
7. Jón Gísli Ström ('90)
10. Viktor Örn Guðmundsson
13. Andri Jónasson
14. Renato Punyed Dubon ('85)
21. Jordian Farahani
22. Axel Kári Vignisson
27. Sergine Fall
29. Stefán Þór Pálsson

Varamenn:
7. Jónatan Hróbjartsson ('75)
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('90)
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
19. Eyþór Örn Þorvaldsson ('85)
20. Gunnar Olgeir Harðarson

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Trausti Björn Ríkharðsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Magnús Þór Jónsson
Sævar Ómarsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Stefán Þór Pálsson ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dómarinn hefur flautað af! Það er ljóst að Leiknir F. eru fallnir úr Inkasso deildinni á meðan ÍR heldur sér uppi.
Það er mikið afrek fyrir jafn lítið bæjarfélag og Fáskrúfsfjörður er ( 650-700 manns) að vera með fótbolta lið í Inkasso deildinni ég óska þeim alls hins besta.
90. mín
Jónatan með flottan bolta á Sergin Fall sem að kemur sér á hægri fótinn en á slakt skot í varnarmann og boltinn fer í horn.
90. mín
Inn:Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR) Út:Jón Gísli Ström (ÍR)
Markaskorarinn fer af velli fyrir Jóhann Arnar Sigurþórsson.
90. mín
Bara uppbótartími eftir.
87. mín
Strömvélinn liggur eftir á vellinum eftir samskipti við Jesus sem hefur ekki átt góðan dag.
87. mín
Inn:Ásgeir Páll Magnússon (Leiknir F.) Út:Darius Jankauskas (Leiknir F.)
Lokaskipting gestanna
85. mín
Inn:Eyþór Örn Þorvaldsson (ÍR) Út:Renato Punyed Dubon (ÍR)
81. mín
Var þetta síðasti naglinn í kistuna fyrir Leiknis menn? 2-0 undir og 9 mínútur eftir ég held að þeir séu búnir að kveðja Inkasso deildina.
79. mín MARK!
Jón Gísli Ström (ÍR)
Stoðsending: Steinar Örn Gunnarsson
STRÖMVÉLINN ! ÍR er komið í 2-0 og þetta er það sem við köllum leið 1. Steinar Örn með sjúka spyrnu úr markinu yfir allan völlinn og beint á Jón Gísla sem er sloppinn í gegn tekur hann vel niður með kassanum og setur hann í vinstra hornið framhjá Robert í markinu. Þetta var sturluð spyrna frá Steinari
78. mín
Sergine Modou Fall kemst í færi en er dæmdur rangstæður , verð samt að gefa Robert kredit í markinu skotið fór af varnarmanni og í öfugt horn en hann varði það samt.
76. mín Gult spjald: Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Kjaftbrúk
75. mín
Þvílík tilfþrif hjá Arkadiusz klippir boltann inn í teignum eftir að boltinn skýst tl hans og skot hans fer í stöngina og í varnarmann á línunni. Leiknir F. mjög svo nálagt því að jafna þarna óheppinn !
75. mín
Inn:Jónatan Hróbjartsson (ÍR) Út:Hilmar Þór Kárason (ÍR)
Fyrsta skipting heimamanna útaf fer Hilmar Þór Kárason sem hefur átt fínasta leik mkill kraftur og inná kemur Jónatan Hróbjartson
74. mín
Vóó þarna tala Sólmundur og Robert ekki saman og lenda í smá veseni áður en Sólmundur hreinsar burt , Renato var að narta í hælanna á honum. Vel gert hjá Sólmundi.
73. mín
En og aftur er Robert að verja frá Hilmari , Hilmar brýtur sér leið í gegn og á fast skot en Robert eins og ég sagði fyrir leik er gífurlega vanmetinn markvörður étur þetta skot.
72. mín
Inn:Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.) Út:Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
Það er létt yfirvinna í gangi þessar mínútur Leiknir F. gera síða aðra skiptingu hérna. Almar Daði fer af vell og inn kemur Guðmundur Arnar
71. mín Gult spjald: Stefán Þór Pálsson (ÍR)
Alltof seinn í tæklinguna , réttlátt
71. mín
Gestirnir kalla eftir víti þegar Almar Daði fellur í teignum eftir fyrrgjöf og er alveg brjálaður en Jóhann dæmir ekki neitt.
70. mín
Það eru 20 mínútur eftir af þessum leik þegar Leiknir F. fá hornspyrnu.
66. mín
Inn:Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.) Út:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.)
Marteinn kemur hér inn fyrir Valdimar en á skýrslu er hann núm er 15 en kemur inná í treyju númer 17 Viðar Jónsson að reyna blekkja menn þarna.
65. mín
Stefán Þór Pálsson er búinn að vera geggjaður í þessum leik. Vinnur hér boltann á miðjunni og keyrir á Jesus Suarez sem að rennur og tekur hann niður þegar Stefán er að sleppa í gegn. Dómarinn gefur hagnað Hilmar nær skoti sem að Robert ver en þá flautar Jóhann.
Stefán skoppaði á höfðinu og þarf aðhlynningu eftir þetta brot , Jesus aftur á gulu spjaldi tæpur hefði verið grimmt að senda hann útaf þarna.
63. mín
Ef að Leiknir F. ætla að fá eitthvað úr þessum leik þurfa þeir að ógna meira sóknarlega , þetta er of tilviljunar kennt hjá þeim og mér finnst Kristinn Justiniano eini sem að reynir að spila honum í stað langra bolta.

Rétt í þessu langur bolti frá vörninni fram , boltinn dettur framan teiginn Almar Daði með skot yfir. Saga Leiknis í þessum leik.
60. mín
Már Viðarsson nálagt því ! ÍR fá horn boltinn er skallaður niður í teiginn þar sem Már Viðarsson nær fínu skoti en boltinn er varinn eða fór í varnarmann Leikni á marklínu.
58. mín
Ég held að Vitaly Barinov sé genginn af göflunum , Leiknir F. fá hornspyrnu sem að ÍR ná að hreinsa, boltinn endar svo hjá Vitaly á miðlínunni þar sem hann bara neglir boltanum í fyrsta og Steinar í markinu á í miklum erfiðleikum með að reikna út boltann sem að endar í þverslánni.
57. mín
Þaðer lítið í þessu þessa stundina. Mikil barátta en fáar ógnanir Leiknir F. fá horn.
53. mín
Frábært varsla frá Robert í markinu. Hilmar Þór nær að slíta sig lausan frá varnarmanni og á fast skot í hornið sem að Robert ver vel í horn.

Upp úr horninu fær Viktor Örn skotfæri fyrir utan teig en skotið hans er slappt og laust yfir markið.
51. mín
ÍR fá hornspyrnu , Viktor er ekkert að flýta sér alltof mikið að taka hana. SPyrnan er hinsvegar góð og fer yfir Robert í markinu sem missir af henni en skallinn frá að mér sýndist Má Viðarsyni er yfir markið.
48. mín
Leiknir F. með álitlega sókn Vitaly setti boltann fram á teig á Almar Daða sem að skallar hann niður fyrir hin unga Dag Inga sem nær ágætis skoti en varnarmenn ÍR komast fyrir það.
46. mín
ÍR byrja af krafti , Jón Gísli setur boltann á Hilmar Þór sem að berst fyrir hornspyrnu. Viktor Örn tekur spyrnuna sem er föst eins og allar hinar en Robert nær að kýla hann frá.
45. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað og það eru þeir rauðklæddu frá Fáskrúfsfirði sem að byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Hertz vellinum þar sem ÍR leiðir með einu marki gegn engu eftir geggjaða aukaspyrnu frá Viktori Erni.

Leiknir F. þurfa að fara djúpt í pokann sinn til að sækja auka orku ætli þeir sér að eiga smá von um áframhaldandi veru í Inkasso.
44. mín
Hvernig bregðast gestinir við þessu marki? tapi þeir í dag falla þeir niður í aðra deld en með sigri eiga þeir smá von að halda sér upp þó markatalan sé gífurlega óhagstæð.
43. mín MARK!
Viktor Örn Guðmundsson (ÍR)
SNUDDAÐU ÞIG NIÐUR ! Viktor Örn skorar úr aukaspyrnunni og þvílík spyrna rétt fyrir utan vítateig hægra megin setur hann boltann í markmannshornið fast í bláhornið. Hann er með öfluga vinstri fót.
42. mín
VÓVÓVÓ Jesus Suarez sem er á gulu spjaldi er stálheppinn hérna að fá ekki sitt seina gula. Hann er í einvígi við Jón Gísla sem að kemst framfyrir hann að lokum og er að sleppa í gegn í gott færi þegar Jesus rekur löppinna í hann og Ström fellur.
39. mín
Dómarinn tekur hérna Viktor Örn í smá tiltal fór harkalega í Kristinn Justiniano sem að liggur kylliflatur. Stuðningsmenn Leiknis vilja fá spjald og það rautt kalla eftir olnboga , þetta leit ver út en það var vel dæmt hjá Jóhanni.
37. mín
Geggjaður bolti frá Jordian Farahani yfir vörn gestanna á Sergine Fall sem að hittir ekki boltann. Þarna verðuru að gera betur drengur!
33. mín
Kristinn Justiniano tekur fína aukaspyrnu á miðjum vallarhelming ÍR-inga en heimamenn ná að hreinsa. Hvorugt liðið að notfæra sér föst leikatriði nógu vel hingað til.
30. mín
Viktor Örn tekur aukaspyrnuna föst spyrnan en tiltulega beint á Robert sem að grípur hann auðveldlega.
29. mín Gult spjald: Jesus Guerrero Suarez (Leiknir F.)
Fær hér gult spjald fyrir að keyra inn í Jón Gísla
28. mín
Arkadiusz ( mögulega erfiðasta nafn sem ég hef skrifað sem fréttaritari ) á hér skot með vinstri fyrir utan teig en boltinn fer yfir markið.
26. mín
Góð skyndisókn hjá heimamönnum , Axel Kári hoppar upp úr tæklingu frá Kristinni og tekur eina 40 metra sendingu frá hægri til vinstri á Sergine Fall sem að nær ekki að nýta sér þetta nógu vel og á slakt skot í hliðarnetið.
25. mín
Leiknir F. fá aukaspyrnu vinstra megin við teiginn sem að Dagur Ingi tekur , ÍR skalla boltann upp í loft þar sem Almar Daði rís hæst í teignum og skallar boltann í varnarmann og í horn.
23. mín
Nei það var Renato Punyed sem tók spyrnuna sem að fer beint í vegginn. Illa farið með gott tækifæri.
22. mín
ÍR fá aukaspyrnu á stór stór stórhættulegum stað inn í teigsboganum , Jesus Suarez brýtur á Strömvélinni og dómarinn dæmir. Þeir standa svona 7 yfir boltanum og vilja taka þetta en ég tippa á að Viktor Örn taki hana.
21. mín
Leiknir F. fá hornspyrnu fín spyrna , boltinn berst svo útúr teignum og ÍR bruna fram í skyndisókn sem að gestirnir ná á endanum að stöðva
19. mín
Leiknis menn sækja , reyna langan bolta sem að Jordian skallar frá en beint út á Valdimar Inga sem að reynir skot en rennur til og boltinn beint á Steinar í markinu. Leiknir F. aðeins að lifna hérna.
17. mín
Heyrðu Heyrðu , Vitaly Barinov ákveður að reyna skot frá miðjuboganum sem reynist vera ágætt á endanum rétt yfir markið. Ekki vitlaus hugmynd hjá hafsentnum.
16. mín
Frábær sprettur hjá Renato Punyed fær langan bolta frá vinstri yfir á hægri kantinn tekur þar Sólmund Aron á og klobbar hann listilega reynir svo skot sem fer í hliðarnetið.
14. mín
Renato reynir að vippa boltanum inn fyrir á Hilmar Þór en Robert í markinu er vel vakandi og kemur út og hirðir þennan bolta. Mjög skemmtilegur markmaður hann Robert
12. mín
ÍR fá aðra hornspyrnu í kjölfar þeirra fyrri og í þetta sinn ratar boltinn á kollinn á Sergine Fall sem að skallar boltann í jörðina g yfir markið úr góðri stöðu. Með þessu áframhaldi gætu ÍR-ingar sett met í fjölda hornspyrna.
11. mín
ÍR fá hornspyrnu , hafa fengið þær nokkrar hér á fyrstu 10 mínútum ... Þetta Viktor er að koma með fasta bolta í teiginn en hingað til hafa gestirnir tæklað þær auðveldlega.
9. mín
Þessi leikur fer ágætlega af stað mikið tempó og liðin skiptast á að sækja. ÍR hafa verið aðeins meira ógnandi.
6. mín
Stefán Þór vinnur boltann á miðjunni fyrir ÍR-inga setur hann út á kantinn á Hilmar sem reynir fyrirgjöf boltinn fer af varnarmanni og í horn.

Hornspyrnan er stórhættuleg frá Viktori Erni og fer í gegnum allan pakkan og aftur fyrir markið. Þarna vantaði bara smá greddu í heimamenn.
3. mín
ÍR fá aukaspyrnu út á vinstri kanti þegar brotið er á Fall. Viktor Örn tekur spyrnuna sem er góð, gestirnir skalla frá beint á Renato Punyed sem á fast skot en Robert ver það vel boltinn hrekkur út í teig og það myndast smá darraðardans áður en Leiknis með hreinsa.
2. mín
Fyrsta skot leiksins er af bjartsýnari gerðinni en það skot tekur Björgvin Stefán með vinstri langt fyrir utan teig og boltinn fer framhjá.
1. mín
Heiðursgestir á þessum leik í dag eru "Gull lið" ÍR sem að komst í fyrsta skiptið í efstu deild karla árið 1998 heilsuðu upp á leikmenn og þjálfara fyrir leik.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað ! ÍR byrja með boltann
Fyrir leik
Fyrir fólk í aðdáenda klúbb "Magga Stullu" sem er aðstoðarþjálfari ÍR í dag. Þá virðist hann alfarið hafa lagt stullurnar á hilluna og er farinn að vinna með þykka íþróttsokka girta yfir Jogging buxurnar. Mikil vonbrigði fyrir okkur hörðustu og dyggustu aðdáendur hans.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og halda til búningsherbergja. Það eru ekki margir komnir í stúkuna , það verður enginn afsökun tekin gild í dag fyrir að mæta ekki á völlinn!
Fyrir leik
Aðstæður í dag eru með fínasta móti. Þungskýjað og svalt gæti dottið á skúrir (við vonum það) sem gerir leikinn ennþá skemmtilegri. Hvet fólk til að mæta í léttri yfirhöfn og fjölmenna á völlinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér til hliðar.


ÍR stillir upp mjög sóknarsinnuu liði en þeir Jón Gísli , Ström , Hilmar Þór Kárason og Sergine Modou Fall byrja allir , það er greinilegt að Addó ætli sér að sila taktískt og agað en ná í 3 stig og tryggja veruna í deildinni með snörpum sóknum.
Gunnar Olgeir Harðarson leikmaður 3.flokks ÍR er í fyrsta sinn í hóp hjá meistaraflokk í dag.

Björgvin Stefán Pétursson fyrirliði Leiknir F. er á sínum stað í byrjunarliðinu og Robert Winogordzki sem er mjög vanmetinn markmaður er á milli stanganna. Viðar Jónsson vil örruglega að sýnir menn skori snemma og fái sjálfstraust í liðið strax. Verður fróðlegt að sjá upplegg þeirra gegn sóknar uppstillingu ÍR.
Fyrir leik
Staða liðanna fyrir þessa umferð er þannig að ÍR sitja í 10. sæti með 16 stig og -12 í markatölu á meðan Leiknir F sitja í 11. sæti með 10 stig og -25 í markatölu.

Það skal enginn vanmeta þá fegurð sem að knattspyrna er , Leiknir F. vann Hauka 6-0 fyrir austan í seinustu umferð á meðan ÍR tapaði 4-0 fyrir Leikni R.
Ná Leiknir F. að bjóða okkur upp á aðra eins rómantík og á seinasta ári og setja smá spennu í þetta fyrir lokaumferðina? eða munu ÍR senda Leiknir F. niður um deild hér í dag.
Fyrir leik
Margir telja að ÍR séu hólpnir frá falli en þeir einstaklingar hafa greinilega gleymt ævintýrinu sem að Leiknir F. bauð upp á í lok síðasta tímabils.
Leiknir þurfti að vinna HK stórt í lokaumferðina og treysta á að Huginn myndu tapa stórt fyrir Selfossi til þess að eiga möguleika á að halda sér í Inkasso deildinni að ári.
Á 88. mínútu í leik HK og Leiknir F. var staðan 2-5 fyrir Leiknir á meðan staðan var 3-1 fyrir Selfoss á móti Huginn og leit þetta því ekki vel út fyrir Fáskrúfsfirðinga þar sem þeim vantaði þriggja marka viðsnúning fyrir markatöluna.
Til að gera langa en geggjaða ævintýrasögu stutta þá skoraði James Mack fyrir Selfoss á 91 mínútu og tryggði þeim 4-1 sigur á Huginn. Á sama tíma í Kópavogi var Kristófer Páll Viðarsson búin að koma Leiknir F. í 6-2 og vantaði þeim því eitt mark til að halda sér uppi og spennan rafmögnuð. Í uppbótartíma fá Leiknir vítaspyrnu sem að Kristófer Páll Viðarsson tekur 1 á móti Andra Þór í markinu tekur Kristófer spyrnuna ískaldur og skorar og kemur Leiknir F. í 7-2 og tryggir þannig veru Fáskrúfsfirðinga í Inkasso deildinni að ári.

Gjörsamlega sturluð lokaumferð
Fyrir leik
Komiði marg blessuð og sæl á þessum yndisfagra laugardegi hér mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍR og Leiknir F í Inkasso deild karla sem hefst klukkan 14:00 á Hertz vell í Breiðholti.
Byrjunarlið:
1. Robert Winogrodzki (m)
5. Vitaly Barinov
5. Almar Daði Jónsson ('72)
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
9. Björgvin Stefán Pétursson
10. Kristinn Justiniano Snjólfsson
18. Valdimar Ingi Jónsson ('66)
18. Jesus Guerrero Suarez
21. Darius Jankauskas ('87)
23. Sólmundur Aron Björgólfsson
23. Dagur Ingi Valsson

Varamenn:
12. Bergsveinn Ás Hafliðason (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('72)
10. Marteinn Már Sverrisson ('66)
11. Sæþór Ívan Viðarsson
16. Unnar Ari Hansson
22. Ásgeir Páll Magnússon ('87)

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Jens Ingvarsson
Magnús Björn Ásgrímsson

Gul spjöld:
Jesus Guerrero Suarez ('29)
Kristinn Justiniano Snjólfsson ('76)

Rauð spjöld: