Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Fjölnir
LL 4
2
Selfoss
Fjölnir
2
1
FH
Igor Jugovic '52 1-0
1-1 Matija Dvornekovic '74
Igor Jugovic '89 2-1
21.09.2017  -  16:30
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og gola. Völlurinn blautur
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 402
Maður leiksins: Igor Jugovic - Fjölnir
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson ('65)
2. Mario Tadejevic
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
5. Ivica Dzolan
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('82)
20. Mees Junior Siers
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('75)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
6. Fredrik Michalsen
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
7. Bojan Stefán Ljubicic
10. Ægir Jarl Jónasson ('65)
15. Linus Olsson ('75)
18. Marcus Solberg ('82)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Igor Jugovic ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fjölnismenn fagna af miklum krafti. Risastór sigur í fallbaráttunni. Fjölnir er nú fjórum stigum frá fallsvæðinu fyrir síðustu tvær umferðirnar!

FH er áfram í 3. sæti, fjórum stigum á undan KR en stigi á eftir Stjörnunni.
95. mín
Stuðningsmenn Fjölnis vilja að Pétur flauti af.

Fjölnir nær skyndisókn og Birkir á skot fyrir utan teig sem fer hátt yfir.
94. mín
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur er hér á meðal áhorfenda. Ólsarar eiga FH í næsta leik á sunnudag. Ejub er án efa svekktur með úrslitin í dag. Ólsarar eru nú í erfiðri stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar.
93. mín
Fjölnismenn komast tveir á móti tveimur í skyndisókn. Tadejevic á góðan sprett og utan fótar skot en boltinn beint á Gunnar í markinu.
90. mín
Fimm mínútum bætt við. Nær FH að jafna?
89. mín Gult spjald: Igor Jugovic (Fjölnir)
Jugovic fagnaði markinu með því að rífa sig úr að ofan og hlaupa í átt að varamannabekk Fjölnis þar sem liðið fagnaði af krafti. Igor fær gult fyrir að fara úr treyjunni.
89. mín MARK!
Igor Jugovic (Fjölnir)
Stoðsending: Linus Olsson
Igor Jugovic er að tryggja Fjölni sigurinn og gríðarlega mikilvæg stig!

Eftir þunga sókn Fjölnis átti Ægir Jarl fyrirgjöf frá vinstri yfir á fjærtöngina. Eftir barning náði Linus Olsson að pota boltanum út í teiginn á Igor Jugovic sem skoraði með fínu skoti.

Jugovic með bæði mörk Fjölnis í dag eftir að hafa ekki skorað neitt mark hingað til í Pepsi-deildinni í sumar.
86. mín
Hættuleg skyndisókn hjá Fjölni! Birnir Snær fær boltann á vinstri kantinum og leggur hann út á Igor Jugovic. Skotið hjá Jugovic er ágætt með vinstri fæti en Gunnar ver í horn.
85. mín
Steven Lennon nær snúning við vítateigslínuna og þrumuskoti en Þórður slær boltann út í teig.
82. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Lokaskipting Fjölnis. Nær Marcus að skora sigurmarkið?
81. mín
Davíð Þór á þrumuskot úr vítateigsboganum í kjölfarið á hornspyrnu. Boltinn í varnarmann og aftur fyrir.
81. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Robbie Crawford (FH)
Bjarni er búinn að bíða í nokkrar mínútur á hliðarlínunni eftir að koma inn á.
79. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)
Brýtur á Þóri.

78. mín
402 áhorfendur í dag. Mjög dapurt. Einungs einn leikur í gangi í deildinni og bæði þessi lið í hörkubaráttu.
77. mín
Birnir á þrumuskot úr aukaspyrnunni en boltinn fer í varnarmann FH.
76. mín Gult spjald: Jón Ragnar Jónsson (FH)
Gunnar Nielen í alls konar vandræðum! Aftur er Færeyingurinn í basli fyrir utan vítateig. Hann fer út til að ná boltanum úti á vinstri kanti Fjölnis. Birnir nær boltann og er í leið að átt að marki þegar Jón Ragnar brýtur á honum við vítateigslínuna. Klókt brot því að Gunnar var ekki í markinu. Fjölnismenn vilja rautt spjald en fá ekki. Nokkrir FH-ingar voru inni á vítateignum og Pétur telur að Birnir hafi ekki verið öruggur með mark.
75. mín
Inn:Linus Olsson (Fjölnir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
74. mín MARK!
Matija Dvornekovic (FH)
FH jafnar eftir laglega sókn! Gott spil upp vinstri kantinn endar á þversendingu inn á vítateiginn þar sem Davíð Þór Viðarsson kemur á ferðinni. Þórður Ingason ver glæsilega en Matija nær frakastinu og skorar. Fyrsta mark Króatans fyrir FH.

FH-ingar ná strax í boltann og fara með hann á miðjuna. Þeir ætla sér sigur í dag.
70. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Nær Atli að hjálpa FH að finna jöfnunarmarkið?
68. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (FH)
Þetta var appelsínugult. Bergsveinn er alltof seinn aftan í Þóri. Boltinn var löngu farinn.
66. mín
FH-ingar sækja áfram stíft. Fjölnir treystir á skyndisóknir.
65. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Gunnar Már þarf að ljúka leik. Ægir Jarl kemur inn.
63. mín
Gunnar Már fær höfuðhögg og virðist vera að ljúka keppni. Bendir á augun á sér eins og sjónin sé eitthvað að trufla.

60. mín
Gunnar Nielsen aftur í basli í úthlaupi. Gunnar Már er að elta stungusendingu þegar Gunnar Nielsen kemur lengst út í teig. Gunnar nær að handsama boltann en hann dettur síðan. Færeyingurinn var stálheppinn að missa ekki boltann úr höndunum.
59. mín
FH-ingar vaknaðir og sækja stíft. Lennon fær skotfæri í teignum en skotið er ekki gott. Ólíkt honum.
56. mín
FH reynir að svara með jöfnunarmarki. Aukaspyrna af vinstri kantinum út í teiginn á Djornekovic sem á skotið á lofti. Boltinn fer í Gunnar Már og aftur fyrir. Hornspyrna!
Lucas líkir markinu við mark Gylfa gegn Hadjuk Split. Markið hjá Gylfa var flottara en þetta var ekki af ósvipuðu færi. Jugovic var þá aðeins nær markinu.


52. mín MARK!
Igor Jugovic (Fjölnir)
Mikilvægt mark í fallbaráttunni og það er af dýrari gerðinni!

Igor Jugovic reyndi stungusendingu á Þóri en Gunnar Nielsen kom út fyrir vítateig til að hreinsa. Hreinsunin fór beint á Jugovic sem var 40 metra frá marki. Miðjumaðurinn skoraði á glæsilegan hátt með skoti yfir Gunnar. Færeyski markvörðurinn reyndi að hlaupa til baka og verja en skotið var of gott.
47. mín
Þarna munaði engu! Þórir vinnur boltann af Kassim við endalínuna og kemest inn á teiginn. Hann sendir út á Birni sem á skot en varnarmenn FH komast fyrir á síðustu stundu. Þessi bolti var á leið í netið!
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Pitbull hent á fóninn í hálfleik til að reyna að lífga upp á stemninguna og vekja fólkið í stúkunni.
45. mín
Hálfleikur
Nokkuð tíðindalítið hér í fyrri hálfleik. Fjölnismenn byrjuðu betur en FH-ingar voru öflugri síðari hluta hálfleiksins.

Við fáum vonandi mörk í seinni hálfleikinn.


41. mín
Birni Snær ógnar! Kantmaðurinn skemmtilegi leikur illa á Jón Jón Jónsson í teignum. Birnir tekur síðan skotið með tánni en boltinn rétt framhjá fjærstönginni.
40. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Brýtur á Þóri út við hliðarlínu.
37. mín
Pétur dómari er ekki spjaldaglaður í dag. Igor Jugovic slapp með hörku tæklingu áðan og nú sleppur Bergsveinn með brot á Birni. Einhverjir dómarar hefðu spjaldað í þessum tilvikum.
36. mín
FH-ingar stjórna áfram ferðinni. Fjölnismenn verjast hins vegar fimlega.
32. mín
FH-ingar að sækja í sig veðrið. Hættulegri þessa stundina.
29. mín
Skemmtileg útfærsla á aukaspyrnu hjá FH af 30 metra færi. Steven Lennon hleypur framhjá varnarveggnum og fær sendinguna. Hann kemst inn í vítateiginn hægra megin og á þrumuskot úr þröngri stöðu en Þórður ver.

20. mín
Þrumuskot hjá Mario Tadejevic fyrir utan vítateig en boltinn rétt framhjá.

,,Strákar, förum að byrja þetta hérna, come on. Vera nær mönnunum sínum!" öskrar Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
19. mín
Inn:Davíð Þór Viðarsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
Emil fer meiddur af velli gegn gömlu félögunum. Hann er í leikbanni í næsta leik gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudag.

Davíð Þór átti að fá lengri hvíld í dag vegna nárameiðsla en nú lítur út fyrir að hann muni spila yfir 70 mínútur.
18. mín
Mario Tadejevic með tvær hörkutæklingar. Tekur Jón Ragnar og Dvornekovic niður. Boltinn á milli í bæði skiptin.
16. mín
Jafnræði með liðunum þessa stundina . Fjölnismenn virkuðu andlausir gegn Val á sunnudag en það er annað að sjá til þeirra hér í dag. Betra.
10. mín
Snörp sókn hjá Fjölni. Ingimundur fær boltann í þröngu færi hægra megin í teignum og á þrumuskot. Gunnar Nielsen ver út í teiginn og FH-ingar hreinsa.
9. mín
Robbie Crawford spilar í fremstu víglínu með Steven Lennon hjá FH í dag. 4-4-2.
7. mín
Solin skín skært á áhorfendur núna.
5. mín
Mees Siers tapar boltanum illa inn í eigin vítateig Matija Dvornekovic fær fínt færi en Þórður Ingason ver glæsilega. Robbie Crawford nær frákastinu og kemst í dauðafæri en hann er hikandi og utanfótar skot hans fer framhjá.

Fjölnismenn láta Gylfa aðstoðardómara heyra það en þeir vilja meina að boltinn hafi farið út af í byrjun sóknarinnar.
3. mín
Mikill kraftur í Fjölni hér í byrjun. FH hefur ekki ennþá farið yfir miðju.
1. mín
Vinstri bakvörðurinn Mario Tadejevic á hörkusprett inn á teig og skot sem fer í Bergsvein og aftur fyrir endamörk. Fyrsta hornspyrnan!
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! Mees Siers byrjar á miðjunni hjá Fjölni í dag eftir að hafa verið í hægri bakverðinum í sumar. Ivica Dzolan færir sig yfir í hægri bakvörðinn og þeir Torfi Tímoteus Gunnarsson og Hans Viktor Guðmundsson eru í hjarta varnarinnar.
Fyrir leik
Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH, var í sama hlutverki hjá Fjölni í fyrra. Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður FH, er einnig að snúa aftur á sinn gamla heimavöll sem og Guðmundur Karl GUuðmundsson sem er á bekknum hjá FH. Emil Pálsson lék einnig með Fjölni á láni fyrri hluta sumars 2015 en þá var hann valinn bestur í deildinni.
Fyrir leik
Fjölnislagið ómar núna í hátalarakerfinu. Það gerði ágætis hluti í stuðningsmannalagakeppni Brennslunnar á FM957 fyrr á þessu ári.

Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl. FH leikur í svörtum varabúningum sínum í dag.
Fyrir leik
"Davíð hefur verið tæpur í náranum núna í einhverjar þrjár vikur. Það er aftur leikur á sunnudag og við þurfum að gefa honum hvíld þegar það er mögulegt," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, um Davíð Þór Viðarsson fyrirliða sem er á bekknum. Heimir ræddi við Stöð 2 Sport fyrir leikinn.
Fyrir leik
Spá manna í fréttamannastúkunni.

Bjarni Helgason, 433.is
Fjölnir 1-4 FH

Ingvi Þór Sæmundsson, Vísir
Fjölnir 0-3 FH

Jóhann Ingi Hafþórsson, Morgunblaðið
Fjölnir 1-3 FH

Sjálfur spái ég 2-1 fyrir FH.
Fyrir leik
Twitter er að sjálfsögðu opið fyrir umræðuna. Notið #fotboltinet og takið þátt!
Fyrir leik
Liðin að ljúka upphitun. Jói Pé og Chase í hátalarakerfinu. Fáir áhorfendur mættir ennþá enda leiktíminn ekki góður.
Fyrir leik
Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvíkur, er mættur og lítur við í blaðamannastúkunni.

Hann vonast eins og aðrir Ólafsvíkingar eftir sigri FH í dag. Skagamenn eru einnig harðir FH-ingar í dag enda fellur ÍA ef Fjölnir nær í stig!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt.

Fredrik Michalsen, Ægir Jarl Jónasson og Linus Olsson fara á bekkinn hja Fjölni frá því í 4-1 tapinu gegn Val. Igor Jugovic, Torfi Tímoteus Gunnarsson og Ingimundur Níels Óskarsson koma inn.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerir eina breytingu frá því í 2-1 sigrinum á ÍBV. Kassim Doumbia snýr aftur inn í leikbann en Davíð Þór Viðarsson fer á bekkinn. Davíð hefur verið tæpur vegna meiðsla að undanförnu.
Fyrir leik
FH-ingar hafa harma að hefna í dag því Fjölnismenn unnu fyrri leik liðanna í sumar 2-1.

Fyrir leik
FH mætir Víkingi Ólafsvík á sunnudag og Breiðabliki í lokaumferðinni. Fjölnir fær KR í heimsókn hingað í Grafarvog á sunnudag áður en liðið mætir Grindavík á útivelli í lokaumferðinni.
Fyrir leik
Emil Pálsson, Pétur Viðarsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson eru allir á leið í bann eftir fjögur gul spjöld á tímabilinu. Bann þeirra tekur hins vegar ekki gildi fyrr en á morgun.

Emil, Pétur og Þórarinn geta því spilað í dag en þeir verða í banni gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudaginn.
Fyrir leik
Leikurinn hefst nokkuð snemma á virkum degi en ástæðan fyrir því er birtan. Það er farið að dimma fyrr á kvöldin.
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér ætlum við að fylgjast með öllu því helsta í leik Fjölnis og FH í Pepsi-deildinni.

Um er að ræða frestaðan leik úr 15. umferð en honum var frestað vegna þátttöku FH í Evrópudeildinni.

FH er með 34 stig í 3. sæti fyrir þennan leik en Fjölnir er með 21 stig í 10. sæti.

Ef FH vinnur....
Þá er Evrópusæti tryggt hjá FH
Þá er FH komið í 2. sætið upp fyrir Stjörnuna

Ef Fjölnir vinnur eða jafntefli verður niðurstaðan...
Þá fellur ÍA
Þá kemst Fjölnir lengra frá Víkingi Ólafsvík sem er í 11. sæti með 20 stig
Þá er FH áfram í 3. sæti
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Robbie Crawford ('81)
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson ('19)
16. Jón Ragnar Jónsson
19. Matija Dvornekovic
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('70)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
11. Atli Guðnason ('70)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
28. Teitur Magnússon
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('40)
Bergsveinn Ólafsson ('68)
Jón Ragnar Jónsson ('76)
Kassim Doumbia ('79)

Rauð spjöld: