Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Fjölnir
LL 4
2
Selfoss
Fylkir
2
1
ÍR
0-1 Sergine Fall '52
Hákon Ingi Jónsson '64 1-1
Emil Ásmundsson '89 2-1
23.09.2017  -  14:00
Floridana völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla
Aðstæður: Erfiðar þungur völlur og blástur
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Ásgeir Börkur Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('87)
11. Arnar Már Björgvinsson ('59)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('55)

Varamenn:
9. Hákon Ingi Jónsson ('55)
10. Andrés Már Jóhannesson ('59)
24. Elís Rafn Björnsson ('87)
29. Axel Andri Antonsson
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Albert Brynjar Ingason ('31)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('42)
Emil Ásmundsson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Egill Arnar hefur flautað þennan leik af Fylkir eru Inkasso meistarar árið 2017 eftir 2-1 sigur á ÍR í Árbænum í dag!

Fylkir eru aldeilis að svarta þeim gagnrýnisröddum sem að dundu á þeim eftir fallið úr Pepsi í fyrra og fara beint upp aftur sem meistarar.

Viðtöl og skýrslur væntanleg
90. mín
Leik HK og Keflavík er lokið og er þetta því nokuð ljóst Fylkir eru Inkasso meistarar í ár!
90. mín
Fylkir fá horn eftir horn hérna og stúkan syngur olei olei olei
90. mín
Það eru 610 áhorfendur hér í dag og meirihluti þeirra er hoppandi og skoppandi í stúkunni!
89. mín MARK!
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Orri Sveinn Stefánsson
ÞETTA ER KOMIÐ FYLKIR ERU KOMNIR Í 2-1! Frábær fyrirgjöf frá Orra Sveini sem að Emil étur eins og gammur í teignum og setur hann í bláhornið með skalla! Fylkir virðast ætla klára þetta og verða Inkasso meistarar!
89. mín
Fylkir fá horn þar sem að Orri Sveinn nær skallanum en ÍR bjarga á línu !
88. mín
Það er svo mikill stemming í stúkunni hérna að meira að segja Ágúst Bent er mættur að hvetja sitt lið áfram og allir standa á fætur hér í stúkunni við erum að detta í uppbótartíma!
87. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Þriðja og síðasta breyting heimamanna.
87. mín
Þetta er ekkert í höfn hjá heimamönnum þeir verða að klára þennan leik af fullum krafti ÍR þarf bara eitt mark til að eyðileggja fagnaðarlætinn.
84. mín
ÞVERSLÁINN!! Jón Gísli Ström setur boltann í þverslánna eftir að Jóhann Arnar tekur skot setur Jón tánna í boltann og í þverslánna þarna voru Fylkis menn stál stálheppnir!
83. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Fær hér gult spjald
Skalla sjoppan er klár samkvæmt Fylkismönnum
82. mín
ÍR fá aukaspyrnu á vinstri kantinum sem að Viktor tekur boltinn fer beint á Jordian Farahani sem á slakan skalla framhjá markinu.
80. mín
Fylkir með álitlega sókn sem endar á skoti frá Hákoni Inga en það fer framhjá markinu.
78. mín
Fylkir sleppa 2 á 2 hérna í álitlegri skyndisókn en eru dæmdir rangstæður klaufalegt hjá heimamönnum.
77. mín
ÍR fá horn Jóhann Arnar búinn að koma sterkur inn fyrir gestina sækir hér horn eftir að hafa kloppað varnarmann Fylkis
76. mín
Það er svo mikill stemming í árbænum að þeir skella í Víkingarklappið ógurlega í stúkunni.
75. mín
Það eru 15 mínútur eftir af þessum leik og Fylkismenn leita að sigurmarkinu það myndi gulltryggja þetta efsta sæti. Miða við framvindu leiks HK-Keflavík þá eru HK mun mun betri.
72. mín
Inn:Eyþór Örn Þorvaldsson (ÍR) Út:Sergine Fall (ÍR)
ÍR gerir sína aðra breytingu.
70. mín
HK ER KOMIÐ YFIR Í KÓRNUM! staðan er 2-1 þar Bjarni Gunnarsson með markið. Eins og staðan er núna eru Fylkir í efsta sætinu!
66. mín
Allt í einu bullandi líf í stúkunni og á vellinum! Ásgeir Börkur gerir það sem hann gerir svo vel vinnur boltann á vallarhelmingi gestanna boltinn berst inn fyrir vörnina á Albert Brynjar sem að keyrir upp að endalínu og reynir fyrirgjöf/skot ekki viss en Steinar gerir vel í markinu og slær boltann í horn.
64. mín MARK!
Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
Fylkir hafa jafnað og það eru varamennirnir sem að skapa þetta mark. Fyrst kemur frábær skiting frá vinstri til hægri frá Ara Leifssyni á Andrés Má sem að setur boltann fyrir markið þar kemur Hákon Ingi eins og alvöru markaskorari og rennir sér á boltann sem fer framhjá Steinari í markinu 1-1 !
63. mín
Síðustu mínútur hafa verið daprar af hálfu Fylkis manna , slakar sendingar og hægur sóknarleikur.
60. mín
Hvernig bregðast Fylkis menn við þessu marki þeir hafa aðeins breytt taktíkinni sinni en hafa þó síst verið lakara liðið í dag þvert á móti hafa þeir ógnað meira í þessum leik.
59. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir)
Helgi virðist ætla fríska all verulega upp á þetta hjá sínum mönnum tvær breytingar stuttu eftir markið.
58. mín
Inn:Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR) Út:Renato Punyed Dubon (ÍR)
ÍR gera sína fyrstu skiptingu Renato átt fínan leik.
55. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Helgi setur framherja inná eftir þeir fá á sig markið hann veit að ekkert nema sigur dugir til að landa efsta sætinu eins og staðan er núna.
52. mín MARK!
Sergine Fall (ÍR)
Stoðsending: Jón Gísli Ström
HVAÐ ER AÐ GERAST!! ÍR er komið yfir í þessum leik. Það kemur langur bolti fram á Jón Gísla Ström sem er í baráttu við Orra sem að virðist ekki ná að hreinsa þessu Strömvélin gerir vel og leggur boltann út á Sergine Fall sem að setur boltann eftr jörðinni í nær hornið óverjandi fyrir Aron Snæ. 1-0 ÍR
50. mín
Þvílíkur bolti frá Oddi Inga innfyrir á Arnar Má sem að tekur ágætlega við honum en týnir svo boltanum undir sér áður en hann tekur aðra snertingu sem er arfaslök og beint í hendurnar á Steinari í markinu, þarna verður Arnar aðgera betur.
47. mín
Helgi Sig hefur gefið sínum mönnum auka orku í hálfleik aftur komast þeir í álitlega sókn sem fer í þetta skiptið upp hægri kantinn það kemur góð fyrirgjöf inn í boxið en Albert Brynjar nær ekki skallanum á markið.
46. mín
Fylkir byrja af krafti kemur langur bolti á vinstri kantinn , þar sem Ásgeir Örn tekur hann í fyrsta fyrir með vinstri en sóknarmenn Fylkis rétt missa af honum.
45. mín
Síðari hálfleikur er kominn í gang! Það eru ÍR sem að byrja með boltann og sækja í átt að Skalla!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Árbænum búið að vera ágætis tempó í þessum leik bæði lið átt ágætis færi þó Fylkir hafi ógnað meira.

Ég ætla skella mér í léttan burger með Styrmir Erlendssyni kvennagulli með meiru og létt slúður í stúkunni.
45. mín
GEGGJUÐ SÓKN hjá Fylkir! Keyra upp hægri vænginn þar sem Arnar Már setur boltann fyrir eftir jörðinni Viktor Örn nær að tækla fyrir boltann en ÍR ná ekki að hreinsa , boltinn endar hjá Valdimar sem að tekur skotið í varnarmann yfir Steinar í markinu en Jrdian er mættur líkt og áður í leiknum og bjargar nánast á línu áður en boltinn fer inn.
45. mín
Albert Brynjar er við það að sleppa í gegn en Jordian nær að komast í boltann og bjargar því að Albert lendi einn á móti Steinari.
42. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Börkurinn bíður Renato Punyed velkominn í Inkasso deildina. Fer harkalega í Renato og Renato liggur eftir. Egill ákvepur að spjalda Börkinn en þetta var aldrei gult illa vegið að Ásgeiri þarna.
42. mín
Valdimar með eitt lúmskt skot hérna sem að endar á þaknetinu , mikið að gera hjá Steinari í markinu þessar mínúturnar.
41. mín
Tíðindi úr Kórnum HK hafa jafnað staðan er 1-1 Eiður Gauti með markið.
40. mín
Steinar Örn í vandræðum með fyrirgjöf frá Arnari Má og rétt nær að slá boltann yfir slánna. Fylkir fær horn spyrnan er frábær og Steinar lendir í vandræðum en nær að bjarga sér.
37. mín
Albert Brynjar búin að vera frískur síðustu mínúturnar og er að keyra mikið á vörn ÍR með boltann og skapa hættu.
36. mín
Fylkir fær horn spyrnan er frábær og beint á kollinn á Orra Svein sem að skallar boltann rétt yfir markið.
34. mín
Guðni Bergsson Formaður KSÍ er mættur á Floridana völlinn hann hefur verið duglegur að mæta á leiki í öllum deildum algjörlega til fyrirmyndar hjá Guðna.
31. mín Gult spjald: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Fyrir létt tuð
30. mín
DAUÐAFÆRI !!! ÍR sleppa í gegn Sergine Fall með sínum ógnarhraða kemur boltanum fyrir Ström fellur í teignum ekkert er ædmt boltinn endar aftur hjá Fall sem að setur boltann í stöngina fær hann svo aftur í sig og aftur fyrir. Besta færi leiksins.
28. mín
Frábær sprettur hjá Arnari Má býr til extra sókn fyrir Fylkir , fer svo í léttan þríhyrning og gefur boltann fyrir markið með vnstri þar sem Valdimar hoppar manna hæst en nær ekki nógum krafti í skallan og hann fer framhjá.
24. mín
FYLKIR SKORAR en neiiiiiii það er flögguð rangstæða! Frábær skyndisókn hjá Fylkir keyra 5 fram á ógnarhraða og koma boltanum frá hægri til vinstri sem endar á góðri fyrirgjöf á Ásgeir Börk sem að skorar en það er dæmt af vegna rangstæðu ekki á hverjum degi sem að Börkurinn skorar og ekki telur það í dag.
23. mín
En ein aukaspyrnan sem að ÍR fær Renato tekur hana frá hægri kantinum ágætis spyrna en Fylkis menn skalla boltann í horn. Viktor Örn tekur hornið Fylkir skalla frá og bruna fram í skyndisókn!
22. mín
ÍR fá aukaspyrnu á miðjlínunni. Viktor Örn er þekktur fyrir öflugan vinstri fót og núna einnig fyrir ofurtrú á þeirri löpp reynir skot sem að fer þó á rammann en Aron Snær grípur þetta fremur auðveldlega.
19. mín
HVað var þetta? Bæði lið halda að boltinn sé að fara útaf í markspyrnu en boltinn fer í hornfánan og helst inná vellinum Andri Jónasson skokkar í róleg heitum að honum og enginn Fylkis maður virðist ætla pressa svo kemur smá pressa og þeir dansa tangó þarna við endalínuna í góðar 15 sekúndur áður en Andri neglir boltanum í Fylkis mann og í markspyrnu.
18. mín
Albert Brynjar með hálffæri en skot hans fer vel framhjá.
17. mín
Þarna voru ÍR stálheppnir það kemur langur bolti fram Steinar kemur út úr markinu og skallar hann frá beint á Odd Inga sem að reynir skotið á autt markið boltinn er á leið í netið þegar Jordian Farahani bjargar því sem bjarga verður og neglir boltanum í burtu.
12. mín
Það eru tíðindi úr Kórnum. Keflavík er komið í 1-0 Leonard Sigurðsson með markið.
10. mín Gult spjald: Viktor Örn Guðmundsson (ÍR)
Fyrir eina iðnaðara tæklingu á blautu grasinu.
10. mín
ÍR byrja sterkt fyrstu 10 mínúturnar og eru að ógna ágætlega núna átti Renato Punyed flottan sprett og setti hann skemmtilega innfyrir vörn Fylkis á Sergine Fall en varnarmenn Fylkirs eru öflugir og ná að bjarga þessu Ásgeir Börkur öskrar svo sína menn áfram.
9. mín
Jón Gísli Ström liggur eftir á vellinum og heldur utan um hnakkan á sér virðist hafa fengið smá högg þegar hann fór upp í skallaboltan en mér sýnis hann ætla harka þetta af sér.
7. mín
Fylkir fá sína fyrstu hornspyrnu sem að Oddur Ingi tekur , boltinn fer í gegnum pakkan og endar að mér sýnist hjá Ara Leifsyni sem er einn á auðum sjó en Steinar Örn kemur frábærlega út á móti og ver skotið frá Ara.
5. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er gestanna. Viktor Örn tekur spyrnuna sem er ágæt en Andri Þór Jónsson skallar hana frá.
4. mín
Fínasta sókn hjá ÍR Jónatan Hróbjartsson tekur boltann skemmtilega niður og reynir að renna honum í gegn á hinn eldsnögga Sergine Fall en boltinn skýst eftir grasinu og Aron Snær handsamar hann auðveldlega.
3. mín
Þetta fer fremur rólega af stað hérna í Árbænum. Gæti tekið tima að venjast aðstæðum og roki.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað og það eru heimamenn sem að byrja með boltann og sækja í átt að frægu Skallasjoppunni í Árbænum.
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks , það er ljóst að áhorfendametið í næst efstu deild verður ekki slegið í dag en það er samt sem áður ágætis mæting í stúkuna. Það er en tími til að mæta á völlinn!
Fyrir leik
Það er mikill umræða í fjölmiðlastúkunni hví Ragnar Bragi sé ekki í hóp hjá Fylkir í dag en fátt er um svör. Liðin eru hinsvegar að taka síðustu skrefin í upphitun og halda til klefa það eru 10 mínúur í þessa veislu!
Fyrir leik
Fyrir alvöru Inkasso ástríðu fans vil ég hvetja ykkur til að taka þátt í leiknum með því að nota hashtaggið #fotboltinet og taka þátt í umræðunni. Mun Keflavík lyfta titlinum eða ná Fylkir að stela honum í seinustu umferðinni.
Fyrir leik
Það eru margir að spá í veðráttunni í dag. Ég er áhugamaður um veðráttu á Íslandi og get sagt ykkur að veðrið er alls ekki jafn slæmt og margur myndi halda. Það er ágætis blástur og léttar skúrir inn á milli en það er ekkert sem við Íslendingar látum á okkur fá , á Íslandi eigum við fyrirtæki eins og 66 Norður sem hanna frábærar úlpur eitt stykki svoleiðis og þér verður ekki kalt! Mætum á völlinn og styðjum okkar lið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar

Fylkir gerir eina breytingu á sínu liði frá 6-0 sigri á Haukum í síðustu umferð Hákon Ingi Jónsson fer á bekkinn og inn kemur markamaskínan Albert Brynjar Ingason.

ÍR gera tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Leiknir F. í síðustu umferð en þeir Jónatan Hróbjartsson og Óskar Jónsson koma inn í liðið í stað Stefáns Þór Pálssonar og Hilmar Þór Kárasonar.
Fyrir leik
Áhorfandamet í næst efstu deild er 1180 áhorfendur en það var á leik Fylkis og Þróttar.

Fylkismenn hafa gefið það út að þeir ætli sér að bæta það í dag. Það verður mikið um húllumhæ og fer þar fremst í flokki hin margumtalaða síldarveisla sem er mikil hefð í seinasta heimaleik Fylkis ár hvert.
Fyrir leik
Það er ekki einungis barátta um efsta sætið í Inkasso ástríðunni í dag. Heldur hefur markakóngs baráttanna sjaldan verið jafn hörð.

Jeppe Hansen er markahæstur með 15 mörk og verður í eldlínunni gegn HK í dag.
Albert Brynjar Ingason fylgir fast á eftir með 14 mörk og er í eldlínunni hér í dag.
Björgvin Stefánsson er einnig með 14 mörk og verður í eldlínunni gegn Selfoss.

Þrír efstu
Jeppe Hansen Keflvík 15 mörk
Albert Brynjar Ingason Fylki 14 mörk
Björgvin Stefánsson Haukum 14 mörk

Allir þessir framherjar eru líklegir til að skora í dag og það verður gaman að sjá hvort að Jeppe endi sem markakóngur Inkasso deildarinnar í ár eða ná Albert eða Björgvin að hirða það af honum?
Fyrir leik
Það er svo margt sem getur gerst í dag.
Keflavík eru efstir fyrir lokaumferðina með 46 stig en eiga mjög erfiðan útileik á móti HK í Kórnum.
Fylkir eru í öðru sæti með 45 stig en hafa betri markatölu en Keflavík

Möguleikarnir
-Keflavík vinnur sinn leik verða þeir meistarar
-Ef að Fylkir tapar verða Keflavík meistarar sama hvað
-Ef að Keflavík tapar nægir Fylkir jafntefli með betri markatölu
-Ef að Fylkir vinnur og Keflavík gerir jafntefli eða tapar verða Fylkir meistarar


Staðan í toppbaráttunni fyrir lokaumferðina
1. Keflavík 46 stig (+20)
2. Fylkir 45 stig (+30)
3. Þróttur R. 39 stig (+12)
4. HK 39 stig (+7)
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl hér mun fara fram bein textalýsing frá leik Fylkis og ÍR í Inkasso ástríðunni.
Byrjunarlið:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
4. Már Viðarsson (f)
7. Jón Gísli Ström
7. Jónatan Hróbjartsson
10. Viktor Örn Guðmundsson
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
14. Renato Punyed Dubon ('58)
21. Jordian Farahani
22. Axel Kári Vignisson
27. Sergine Fall ('72)

Varamenn:
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('58)
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
19. Eyþór Örn Þorvaldsson ('72)
29. Stefán Þór Pálsson

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hilmar Þór Kárason
Magnús Þór Jónsson
Sævar Ómarsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Viktor Örn Guðmundsson ('10)

Rauð spjöld: