Samsung völlurinn
sunnudagur 24. september 2017  kl. 14:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Smá vindur á annað markið
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 833
Maður leiksins: Anton Ari Einarsson (Valur)
Stjarnan 1 - 2 Valur
0-1 Bjarni Ólafur Eiríksson ('20)
0-2 Guðjón Pétur Lýðsson ('40, víti)
1-2 Hilmar Árni Halldórsson ('91, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('61)
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
14. Hörður Árnason
18. Daníel Laxdal
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson ('57)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('61)
17. Ólafur Karl Finsen ('57)
26. Kristófer Konráðsson
27. Máni Austmann Hilmarsson

Liðstjórn:
Fjalar Þorgeirsson
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('38)

Rauð spjöld:

@maggimar Magnús Már Einarsson


93. mín Leik lokið!
Íslandsmeistararnir vinna en Stjarnan fer samt í Evrópukeppni á næsta ári eftir jafntefli KR í dag
Eyða Breyta
91. mín Mark - víti Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan), Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Skorar af öryggi.
Eyða Breyta
91. mín
Stjarnan fær víti! Jósef með fyrirgjöfina sem fer í hendina á Arnari Sveini. Helgi Mikael bendir á punktinn.
Eyða Breyta
90. mín
833 áhorfendur á vellinum.
Eyða Breyta
89. mín Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Sigurður Egill Lárusson (Valur)

Eyða Breyta
88. mín
Darraðadans á teignum. Guðjón Baldvinsson nær á endanum skotinu en Anton Ari ver.
Eyða Breyta
88. mín
Valsmenn í hættulegri skyndisókn. Einar Karl fær færið en skot hans fer hátt yfir og út í lækinn bakvið markið.
Eyða Breyta
87. mín
Valsmenn bjarga á línu! Baldur með skalla eftir horn sem Sigurður Egill bjargar á línu.
Eyða Breyta
83. mín
Stórsókn hjá Stjörnunni en Valsmenn komast fyrir skotin í teignum. Dion Acoff á síðan hörkusprett upp hægri kantinn en Daníel Laxdal nær að koma fyrirgjöf hans í burtu.
Eyða Breyta
81. mín
Aftur stöngin út hjá Stjörnunni! Aukaspyrna inn á teiginn sem Jósef skallar til hliðar. Hilmar Árni fær boltann við vítapunktinn og á þrumuskot viðstöðulaust á lofti en það fer í stöngina og framhjá!
Eyða Breyta
77. mín
Stjarnan sækir áfram á meðan Valsmenn verjast vel. Íslandsmeistararnir á góðri leið með að sigla sigrinum í hús.

Fjölnir og KR eru að gera jafntefli. Stjarnan er nánast að tryggja Evrópusæti ef það verða úrslitin í Grafarfvogi.
Eyða Breyta
71. mín Dion Acoff (Valur) Andri Adolphsson (Valur)
Tvöföld skipting.
Eyða Breyta
71. mín Nicolas Bögild (Valur) Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)

Eyða Breyta
70. mín
Andri Adolphsson leikur á Hörð Árna með frábærum skærum. Andri á síðan þrumuskot á nærstöngina sem Haraldur ver.
Eyða Breyta
65. mín
Stjarnan sækir meira á meðan Valsmenn beita skyndisóknum.
Eyða Breyta
61. mín Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Ævar fer í vængbakvörðinn.
Eyða Breyta
61. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Valur)
Stekkur nánast á Óla Kalla til að stöðva hann. Réttur dómur.
Eyða Breyta
58. mín
Hætta eftir aukaspyrnu Stjörnunnar en boltinn endar hjá Antoni.
Eyða Breyta
57. mín Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Baldur fer á miðjuna og Óli Kalli á hægri kantinn.
Eyða Breyta
57. mín
Þrjú efstu liðin fara í Evrópu.



Eyða Breyta
56. mín
KR-ingar eru komnir yfir gegn Fjölni. Stefnir þá í hálfgerðan úrslitaleik hjá KR og Stjörnunni um Evrópusæti í lokaumferðinni.
Eyða Breyta
55. mín
Baldur Sig með skalla eftir horn en Anton Ari ver á línunni.
Eyða Breyta
52. mín
Kristinn Ingi að sleppa aleinn í gegn en er flaggaður rangstæður.
Eyða Breyta
47. mín
Bjarni Ólafur tekur aukaspyrnuna en hún fer yfir markið.
Eyða Breyta
46. mín
Andri Adolphsson fær aukaspyrnu cm frá vítateigslínunni hægra megin! Þarna munaði litlu að hann fengi vítið!
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Stjarnan er núna með vindinn í bakið.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Valsmenn hafa ekki sótt mikið í fyrri hálfleik en Íslandsmeistararnir hafa náð að uppskera tvö mörk. Stjörnumenn hafa fengið fleiri færi en Anton Ari og stöngin hafa komið í veg fyrir að heimamenn komist á blað.

Stjarnan þarf að spýta í lófana í síðari hálfleik til að ná í mikilvæg stig í Evrópubaráttunni.
Eyða Breyta
45. mín
Guðjón Baldvins fellur eftir baráttu við Eið Aron og Stjarnan vill víti. Hefði verið harður dómur.
Eyða Breyta
45. mín
Ein mínúta í viðbótartíma.
Eyða Breyta
40. mín Mark - víti Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Skorar af öryggi.
Eyða Breyta
39. mín
Haraldur virðist hafa farið illa út úr samstuðinu. Friðrik Ellert, sjúkraþjálfari, skoðar hann. Haraldur heldur leik áfram.
Eyða Breyta
38. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Stjörnumenn hópast að Helga til að mótmæla dómnum. Daníel Laxdal fær gult spjald fyrir kjaftbrúk.
Eyða Breyta
38. mín
Valur fær vítaspyrnu! Fín sókn sem endar á fyrirgjöf frá Andra Fannari meðfram jörðinni. Kristinn Ingi á hælspyrnu framhjá Haraldi sem kemur á fleygferð út á móti. Haraldur fellir Kristinn í kjölfarið en boltinn dreif ekki á markið. Helgi Mikael flautar vítaspyrnu!
Eyða Breyta
36. mín
Stöngin! Eyjólfur Héðins með fyrirgjöf frá vinstri og Baldur skallar í stöngina og út. Smalinn er að gera sig líklegan!
Eyða Breyta
35. mín
Hilmar Árni með skotið fyrir utan teig eftir fínt spil. Boltinn fer yfir markið.

Stjarnan er að ógna meira. Valur í raun varla átt færi fyrir utan markið.
Eyða Breyta
33. mín
Dauðafæri! Jóhann Laxdal með fyrirgjöfina frá hægri inn á markteiginn þar sem Baldur er einn og óvaldaður. Baldur nær skallanum en Anton ver glæsilega.
Eyða Breyta
26. mín
Eyjólfur Héðinsson með skot fyrir utan teig en það fer framhjá og er hættulítið.
Eyða Breyta
20. mín MARK! Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Fyrta markið er komið! Guðjón Pétur á hornspyrnu sem Stjörnumönnum mistekst að koma í burtu. Boltinn dettur dauður í teignum og Bjarni Ólafur skorar með þrumuskoti upp í þaknetið.

Bjarni Ólafur skoraði einnig í fyrri leiknum gegn Stjörnunni í sumar. Varnarmaðurinn öflugi er með fyrirliðabandið í dag í fjarveru Hauks Páls.
Eyða Breyta
19. mín
Andri Fannar með fyrirgjöf fyrir Val en boltinn fer ofan á markið.
Eyða Breyta
16. mín
Baldur Sig með fyrirgjöf sem Jóhann Laxdal skallar framhjá.
Eyða Breyta
15. mín
Hilmar Árni á frábæran sprett þar sem hann leikur varnarmenn Vals grátt. Hann rennir boltanum til hægri í teignum þar sem Jóhann Laxdal er í þröngu færi. Jóhann á skot sem fer yfir grindverkið fyrir aftan markið. Hefur hitt hann betur!
Eyða Breyta
13. mín
Baldur Sigurðsson er úti hægra megin í 3-4-3 leikkerfi Stjörnunnar. Valur spilar 4-3-3.
Eyða Breyta
7. mín
Valsmenn eru með smá vind í bakið. Tvær stungusendingar í röð frá þeim sem hafa farið beint í fangið á Haraldi núna.
Eyða Breyta
4. mín
Langur bolti fram og Guðjón Baldvinsson á gott skot frá vítateigslínu. Anton Ari ver vel. Hornspyrna.
Eyða Breyta
4. mín
Meiri kraftur í Stjörnunni í byrjun.
Eyða Breyta
2. mín
Mikið af laufblöðum í öðrum vítateignum. Haustið.
Eyða Breyta
2. mín
Silfurskeiðin er mætt. Fleiri áhofendur að mæta.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Helgi Mikael er búinn að flauta á.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spáin er klár!

Hörður Snævar Jónsson, 433.is
Stjarnan 1 - 3 Valur

Stefán Árni Pálsson, Vísir
Stjarnan 3 - 1 Valur

Sigrún María Jörundsdóttir, vallarþulur
Stjarnan 2 - 1 Valur

Björn Már Ólafsson, Morgunblaðið
Stjarnan 2 - 1 Valur

Viðar Helgason, eftirlitsmaður, spáir leynilega.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Sigrún María Jörundsdóttir, vallarþulur, kynnir liðin og óskar Val til hamingju með titilinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mjög fáir áhorfendur mættir hér í Garðabæ. Ekki hálf stúka.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spennandi að sjá uppstillingu Stjörnunnar í dag. Hólmbert hefur verið frammi en miðjumaðurinn Alex kemur inn. Baldur Sigurðsson gæti farið í fremstu víglínu í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sjónvarspmaðurinn Benedikt Valsson spáir í leikina í þessari umferð.

Stjarnan 0 - 3 Valur
Þetta verður auðvelt fyrir Íslandsmeistarana, 0-3 á teppinu og Óli Jó ofboðslega hnyttin í viðtali eftir leik. Hendir jafnvel í fimmaur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru klár. Hólmbert Aron Friðjónsson er frá keppni eftir höfuðhögg gegn ÍA í síðustu viku. Alex Þór Hauksson kemur inn í liðið í hans stað í dag.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, tekur út leikbann í dag. Sindri Björnsson tekur sæti hans í liðinu. Andri Fannar Stefánsson kemur í hægri bakvörðinn fyrir Arnar Svein Geirsson og Andri Adolphsson kemur inn fyrir Dion Acoff.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, tekur út leikbann í dag. Haukur er kominn með sjö gul spjöld á þessu tímabili. Harður í horn að taka.
Eyða Breyta
Fyrir leik
1-1 jafntefli varð niðurstaðan í fyrri leik þessra liða í sumar. Stjarnan vann hins vegar 2-1 á Valsvelli þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!

Hér verður bein textalýsing frá leik Stjörnunnar og Vals í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Valsarar mæta kátir til leiks eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn um síðustu helgi.

Stjarnan þarf sigur í dag til að tryggja Evrópusæti fyrir næsta tímabil. Ef það gengur ekki þá gæti liðið átt fyrir höndum úrslitaleik gegn KR í lokaumferðinni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin í Pepsi-deildinni í ár skila Evrópusæti.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('71)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('89)
17. Andri Adolphsson ('71)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
3. Edvard Dagur Edvardsson
9. Patrick Pedersen
9. Nicolas Bögild ('71)
13. Rasmus Christiansen
14. Arnar Sveinn Geirsson ('89)
16. Dion Acoff ('71)

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Sindri Björnsson ('61)

Rauð spjöld: