Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Fram
0
4
Þróttur R.
0-1 Hreinn Ingi Örnólfsson '11
0-2 Viktor Jónsson '18
0-3 Ólafur Hrannar Kristjánsson '51
0-4 Sveinbjörn Jónasson '90
23.09.2017  -  14:00
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla
Aðstæður: Leiðindaveður í Laugardalnum í dag
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Ólafur Hrannar Kristjánsson
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Helgi Guðjónsson
10. Orri Gunnarsson ('46)
14. Hlynur Atli Magnússon ('71)
21. Indriði Áki Þorláksson
21. Ivan Bubalo
23. Benedikt Októ Bjarnason
24. Dino Gavric
32. Högni Madsen

Varamenn:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
6. Brynjar Kristmundsson ('71)
9. Ívar Reynir Antonsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
19. Axel Freyr Harðarson
71. Alex Freyr Elísson ('46)

Liðsstjórn:
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Pedro Hipólító (Þ)
Lúðvík Birgisson
Þuríður Guðnadóttir
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson

Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('45)
Hlynur Atli Magnússon ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
4-0 sigur Þróttar staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Alex Freyr með glórulausa flugtæklingu en sleppur við spjald. Hvernig veit ég ekki.
90. mín MARK!
Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.)
Skorar eftir hornspyrnu. Þá er þessi leikur svo sannarlega búinn.
88. mín
Ég er ekki að grínast þegar ég segi það er gjörsamlega ekkert að gerast í þessum leik. Hræðileg afrþeying fyrir áhorfendur.
83. mín
Guðmundur er staðinn upp og leikurinn getur haldið áfram.
82. mín
Nú liggur Guðmundur Magnússon eftir viðskipti sín við Karl Brynjar.
80. mín Gult spjald: Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
78. mín
Indriði Áki gerir vel í að koma boltanum inná Brynjar en hann er alltof lengi að skjóta og missir boltann.
76. mín
Enn ein hornspyrnan fyrir Fram.
75. mín
Alex Freyr stálheppinn að sleppa við spjald þarna. Kom alltof seint inní Hlyn Hauks en Arnar lætur leikinn halda áfram.
72. mín
Aukaspyrna á fínum stað fyrir Fram. Brynjar Kristmundsson tekur en Þróttarar bægja hættunni frá.
71. mín
Inn:Brynjar Kristmundsson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
70. mín
Guðmundur Magnússon með fínan skalla en er síðan flaggaður rangstæður. Frammarar líklegri aðilinn þessa stundina.
68. mín Gult spjald: Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Brýtur á Oddi og fær gult spjald. Vildi meina að hann hafði farið í boltann. Hafði mögulega eitthvað til síns máls.
66. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni og stuðningsmenn Þróttar syngja afmælislagið fyrir Berg. Ég veit ekki hver Bergur er en ég óska honum samt sem áður til hamingju með daginn.
65. mín
Hornspyrna fyrir Fram. Helgi Guðjóns tekur.
61. mín
Þessi seinni hálfleikur er búinn að vera alveg ævintýrilega leiðinlegur og er gjörsamlega ekkert að gerast þessa stundina.
59. mín
Inn:Birgir Ísar Guðbergsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
Síðasta skipting Þróttara.
58. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Mjög harður dómur.
56. mín
Alex Freyr geysist hér uppí skyndisókn en rennur á ögurstundu og sóknin rennur útí sandinn.
51. mín MARK!
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þróttur R.)
Staðan orðin 3-0. Ólafur Hrannar er réttur maður á réttum stað eftir glæsilega sendingu Vilhjálms þvert yfir markið.
49. mín
Guðmundur Magnússon hérna í fínu færi eftir flott hlaup Helga Guðjónssonar en Sindir Geirsson er vel á verði í markinu.
46. mín
Leikurinn hafinn á ný. Þrjár breytingar í hálfleik.
46. mín
Inn:Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.) Út:Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)
46. mín
Inn:Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.) Út:Viktor Jónsson (Þróttur R.)
46. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
45. mín
Hálfleikur
Leikurinn fer af stað en er síðan strax flautaður af. Gestirnir leiða 2-0.
45. mín
Hér er einhver úr liðsstjórn Þróttar vísað uppí stúku. Ég bara því miður þekki ekki hver það er.
45. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
45. mín
Hér er allt að sjóða uppúr! Benedikt brýtur á Vilhjálmi og í kjölfarið sparkar að mér sýndist Guðmundur Magnússon í Viktor Jóns sem að liggur eftir.
45. mín
Aukaspyrnan frá Rafni er beint í fangið á Hlyn.
45. mín
Nú fá Þróttur aukaspyrnu á fínum stað.
45. mín
Eftir einhver staðsetningarvandamál tekur Dino loksins aukaspyrnuna en hún er framhjá.
45. mín
Fram fær hér aukaspyrnu á fínum stað.
45. mín
Viktor Jóns í fínu skallafæri eftir fyrirgjöf frá Ólafi Hrannari en skallinn er yfir markið.
42. mín
Vilhjálmur Kaldal með fínt hlaup inná teiginn en hann endar síðan á því að hlaupa beint á Dino. Vilhjálmur liggur síðan eftir. Einhverjir í stúkunni kölluðu eftir vítaspyrnu en það hefði bara verið rugl.
40. mín
Úff þarna fékk Hlynur Atli boltann beint á nebbann. Það getur ekki verið gott í þessum kulda.
37. mín
Fram á núna hornspyrnu sem að Helgi Guðjónsson tekur. Ekkert verður hins vegar úr henni.
34. mín
Aukaspyrna Guðmundar er beint í vegginn.
33. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Aukaspyrna á stórhættulegum stað. Það sáu það hins vegar allir nema Arnar Þór að þetta var kolvitlaus dómur.
30. mín
Rafn Andri með flott hlaup inná teiginn og reynir að koma boltanum fyrir en varnarmenn Fram koma honum í horn. Í kjölfar hornspyrnunnar á Oddur Björnsson skalla í slá.
28. mín
Villhjálmur Kaldal með skemmtilega tilraun af vítateigshorninu en boltinn rétt framhjá markinu. Þetta var R1 og hringur fyrir alla Fifa spilaranna þarna úti.
26. mín
Aukaspyrnan hjá Hlyn er beint á kollinn á Dino Gavric sem skallar boltann frá.
26. mín
Þróttur fær aukaspyrnu á flottum stað.
26. mín
Hlynur er staðinn á fætur og leikurinn heldur áfram.
24. mín
Nú sest Hlynur Örn markvörður Fram á jörðina. Spurning hvort að hann þurfi að fara útaf.
22. mín
FRAM Í DAUÐAFÆRI!!!

Eftir hornspyrnu á Sigurpáll Melberg skalla í varnarmann og slá. Það var rosaleg rangstöðulykt af þessu en línuvörðurinn ákvað að lyfta ekki flaggi sínu.
21. mín
Eins og svo oft áður heyrist lang mest í Gunnari Helga barnastjörnu enda er hann blóðheitur stuðningsmaður Þróttar.
18. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Ólafur Hrannar Kristjánsson
GEGGJAÐ MARK!!!!

Ólafur Hrannar heldur áfram að chippa og í þetta skiptið endar það beint fyrir Viktor sem að flugskallar hann inn.
17. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Viktor Jóns sem flotta stungusendingu inná Ólaf Hrannar sem gerir vel í að koma sér í gegn og reynir chippu yfir Hlyn í markinu en boltinn framhjá. Þarna átti hann að gera betur.
16. mín
Benedikt Októ nær fínu hlaupi inná teiginn en skot hans er framhjá.
11. mín MARK!
Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Ólafur Hrannar Kristjánsson
Snöggt innkast frá Hlyn endar inná teig á Ólafi Hrannari sem nær stuttri fyrirgjöf á Hrein Inga sem skallar hann í netið. Ekkert sem benti til þess að það væri mark í sigtinu.
7. mín
Þróttur fær hornspyrnu sem að Hlynur Hauks tekur. Hún endar á hausnum á Ólafi Hrannari sem nær að skalla boltann fyrir aftur beint á Karl Brynjar en skalli hans er yfir.
4. mín
Þessi leikur fer alveg svakalega rólega af stað. Liðin skiptast á að vera með boltann án þess að skapa sér neitt af viti.
1. mín
Leikurinn er hér hafinn og Frammar byrja með boltann.
Fyrir leik
Það má gjörsamlega heyra saumnál detta á meðan að vallarþulurinn les upp lið Fram.
Fyrir leik
Það er slöpp mæting á Laugardalsvöllinn í dag sem að er svosem skiljanlegt. Leiðinlegt veður, leikur sem skiptir litlu máli og aftur leiðinlegt veður.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hér til hliðar.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna á Eimskipsvellinum endaði með 2-1 sigri Þróttar. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir snemma leiks en Viktor Jónsson svaraði með tveimur mörkum fyrir Þrótt.
Fyrir leik
Leikurinn er ekki minna áhugaverður fyrir þær sakir að þetta gæti verið í síðasta skipti sem að báðir þjálfarar stýra liðum sínum.
Fyrir leik
Jæja góðan og blessaðan daginn maður og verðiði velkomin í þessa beina textalýsingu á leik Fram og Þróttar í lokaumferð Inkasso deilarinnar. Sumir myndu segja að ekkert væri undir í þessum leik, en ég sem mikill keppnismaður er ósammála því. Í dag verður nefnilega leikið um allra mikilvægustu verðlaun sem hægt er að fá í fótbolta en það er stoltið.
Byrjunarlið:
12. Sindri Geirsson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f) ('46)
9. Viktor Jónsson ('46)
10. Rafn Andri Haraldsson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
14. Hlynur Hauksson
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('59)
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
27. Oddur Björnsson
28. Heiðar Geir Júlíusson

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Árni Þór Jakobsson
6. Vilhjálmur Pálmason
6. Birgir Ísar Guðbergsson ('59)
6. Birkir Þór Guðmundsson ('46)
7. Daði Bergsson
8. Aron Þórður Albertsson
11. Emil Atlason
21. Sveinbjörn Jónasson ('46)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hallur Hallsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jamie Brassington

Gul spjöld:
Karl Brynjar Björnsson ('33)
Hlynur Hauksson ('58)
Birkir Þór Guðmundsson ('80)

Rauð spjöld: