Víkingur Ó.
1
1
FH
Þorsteinn Már Ragnarsson '25 1-0
1-1 Steven Lennon '69 , víti
24.09.2017  -  14:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blæs vel. Skýjað og völlurinn í skelfilegu ástandi
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Gabrielius Zagurskas
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Ignacio Heras Anglada
6. Pape Mamadou Faye ('86)
7. Tomasz Luba
8. Gabrielius Zagurskas
10. Kwame Quee
13. Emir Dokara
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
2. Alexis Egea
6. Óttar Ásbjörnsson
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('86)
18. Leó Örn Þrastarson
21. Pétur Steinar Jóhannsson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Kristján Björn Ríkharðsson
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('22)
Kenan Turudija ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gerðist ekkert í uppbótartímanum og liðin skilja jöfn
90. mín
3 mínútum bætt við
90. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Sparkar boltanum í burtu eftir að Þorvaldur var búinn að dæma
87. mín
Þetta fíaskó með Bergsvein leit roooooosalega illa út fyrir Þorvald karlinn. Endaði á því að fá "high five" frá Jóni Jónssyni
86. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Fyrirliðinn mættur aftur eftir erfið meiðsli
85. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (FH)
Gaf Bergsveini sitt "annað gulaspjald" og þar með rautt en Beggi var aldrei kominn með spjald. Þorvaldur endar á því að biðjast afsökunar
83. mín
Jón Jónsson kominn í ákjósanlegt færi og átti gott skot. Cristian varði en missti boltann frá sér. Náði honum samt strax
82. mín
Víkingar hafa fengið tvö mjög góð tækifæri á að koma boltanum fyrir með aukaspyrnum. Báðar arfaslakar frá Gabrielius
80. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (FH) Út:Robbie Crawford (FH)
Fyrsta skipting leiksins
79. mín
Guðmundur Steinn virtist vera að fara koma inná. Var kominn við varamannabekkinn og úr vestinu en svo sendi Ejub hann aftur að hita upp
77. mín
Víkingar ná loks skoti á markið. Boltinn datt fyrir Gunnlaug við enda vítateigsins. Tók boltann framhjá Kassim en skotið beint á Gunnar í markinu
75. mín
Mikill hiti í þessum leik og það er ljóst að bæði lið vilja sigur. Víkingar ná hins vegar ekki að mynda sóknir og gestirnir eru því mun líklegra liðið
73. mín
Víkingar færa sig ofar á völlinn. Eins og staðan er núna er ÍBV eina liðið sem Víkingar eiga möguleika á að ná í lokaumferðinni
69. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Öruggt hjá Lennon.

Allir hér í skýlinu sammála um það þessi vítaspyrna hafi verið rangur dómur. Atli Guðna kom á ferðinni framhjá Kwame og sparkaði í jörðina.
68. mín
VÍTI SEM FH-INGAR FÁ
66. mín
FH er búið að vera í mjög þungri sókn allan seinni hálfleikinn. Nauðvörn hjá Víkingum
64. mín
Algjörlega hlutlaus lýsing hér en Matija með skelfilega dýfu inní teig Víkinga. Tók svona Vardy move þar sem hann er skrefi fyrir framan varnarmanninn en sparkar svo löppinni aftur fyrir sig til að fá "snertingu" frá manninum.

Jón Jónsson rosalega dramatískur að biðja um vítaspyrnuna
61. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Sá ekki hvað gerðist en Kwame liggur kvalinn eftir á jörðinni. Böddi er þekktur fyrir að vera með stórt skap og Ejub og félagar eru allt annað en sáttir með litinn á spjaldinu. Ég ætla mér hins vegar ekki að segja neitt um þetta
59. mín
Víkingar eru alls ekki að nýta sér vindinn og allar sendingar fram enda í fanginu á Gunnari. Verjast hinsvegar mjög vel. Tomasz Luba er þar fremstur í flokki. Búinn að vera magnaður í leiknum
55. mín
AFTUR KLIKKA GESTIRNIR

Steven Lennon gerði frábærlega til að komast framhjá Tomasz Luba. Skot með vinstri inní teig. Í 9 af hverjum 10 skiptum hefði ég sagt mark en framhjá fór skotið
52. mín
AFTUR HRIKALEGT KLÚÐUR HJÁ FH-INGUM

Matija fékk boltann með heilmikið pláss á fjær. Í staðinn fyrir að negla á markið þá sýndist mér hann ætla að senda boltann á Atla. Skelfileg ákvörðun og að lokum handsamar Cristian boltann
47. mín
FH klárlega með betri knattspyrnumenn en þeir spila með mikinn vind á móti sér í seinni hálfleik og vítateigurinn hans Gunnars er eins og blómabeð
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á ný
45. mín
Hálfleikur
Action packed fyrri hálfleik lokið
45. mín
Lennon kominn í mjög gott færi en Emir Dokara með magnaða tæklingu til að koma boltanum útaf
43. mín
Afsaka lítil skrif.

Erum búnir að vera skoða endursýningar á þessu klúðri og ég get staðfest það að Cristian varði frá Bjarna. Ég held að Cristian hafi ekki einusinni vitað að hann væri að verja boltann
36. mín
HVERNIG SKORAÐI MAÐURINN EKKI!!!

Atli Guðna fór illa með Emir Dokara og sendi hann á rassgatið. Kom með hnitmiðaða sendingu á Bjarna Þór sem var AAAAAAAleinn á fjær með galopið mark. Ég er ekki einusinni viss hvort Cristian hafði varið þetta eða boltinn hafi farið í slánna eða að Bjarni hafi einfaldlega bara kixað boltann. Burtséð frá því. HRIIIIIKALEGT KLÚÐUR
33. mín
ÍBV er komið yfir gegn Breiðablik. Stór tíðindi. Ef leikirnir enda svona þá eru Blikar í skelfilegu standi. Blikar eiga FH í síðasta leik á Kaplakrika og Víkingur fer uppá skaga. Blikar gætu orðið dýrasta lið til að falla í sögu efstu deildar
29. mín
Kominn smá pirringur í FH liðið. Stuðningsmenn Ólsara eru að elska það og chanta mikið. Enginn sem situr í gesta stúkunni.
25. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK Í ÞENNAN LEIK

Víkingar eru með líf. Þeir eru ekki komnir í Inkasso ennþá.

Gunnar Nielsen í alls konar vandræðum. Boltinn beint upp í loftið og Gunnar ætlaði að slá boltann í baráttu við Pape, náði því en ekki nema meter frá sér. Henti sér á boltann til að reyna handsama hann. Boltinn rann úr höndum hans tvisvar. Í seinna skipti til Þorsteins sem tók boltann framhjá honum og lagði boltann í tómt netið
22. mín Gult spjald: Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
21. mín
Eftir tvær flottar sóknir hjá FH þá kemur Steven Lennon með lélegasta skot leiksins, mögulega ferilsins. Tók horn vinstra megin og gaf boltann stutt og fékk hann aftur við horn vítateigsins. Skotið endaði á því að fara út fyrir hliðarlínu í línu við vítateiginn.
19. mín
BJARGAÐ Á LÍNU Í TVÍGANG

Í bæði skiptin var það Gabrielius Zagurskas. Horn hjá FH og Davíð og sér fram fyrir Cristian. Gabriel varði en beint á Bergsvein sem skallaði strax aftur að marki en aftur kom Gabriel boltanum af línunni ennþá 0-0
15. mín
SKOT Í STÖNG

Mögnuð sending hjá Gunnlaug upp á Þorstein og móttakan hans var uppá tíu. Tók boltann með sér og var kominn einn á einn á móti Bergsvein. Kom boltanum frá honum og yfir á vinstri löppina. Ætlaði að leggja boltann í fjær en í stöngina endaði boltinn
13. mín
Víkingar eru byrjaðir að finna fyrir þessum mikla vind sem blæs á þeirra mark. Reyna skyndisókn með háum sendingum en vindurinn blæs boltann bara frá hlaupaleið sóknarmannana og aftur til miðju FH
11. mín
Böddi Löpp með aukaspyrnu nokkrum metrum frá hornfánanum. Hár bolti á fjær sem endaði hjá Atla. Atli reyndi að koma boltanum beint fyrir markið í fyrsta en beint á Kenan
9. mín
FH töluvert meira með boltann. Ekkert sem kemur á óvart þar
7. mín
Lítið búið að gerast hér í upphafi. Menn eiga mjög erfitt með að fóta sig og nokkrir búnir að renna í byrjun leiks. FH búnir að eiga tvö skot. Lennon með eitt og Matija annað. Hvorugt á markið
3. mín
Uppstilling gestanna

Nielsen
JJ-Bergsveinn-Kassim-Böðvar
Davíð Þ-Robbie
Matija-Bjarni Þ-Atli G
Lennon
2. mín
Uppstilling heimnamanna

Cristian
Alfreð-Luba-Nacho-Emir-Gabriel
Kenan-Gunnlaugur-Kwame
Þorsteinn
Pape
1. mín
Leikur hafinn
FH byrjar með boltann og sækja í átt að sundlaug Ólafsvíkur í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Vallarstarfsmenn og sjálfboðaliðar vinna hörðum höndum við það að skafa af vellinum áður en hann hefst leikurinn. Það er óhætt að segja það að Ólafsvíkurvöllur, sem oft í gegnum tíðina hefur verið einn fallegasti grasvöllur landsins er í mjög annarlegu ástandi.

Fimm manns labba um völlinn með sköfu. Einn er með gaffal til að stinga upp og þá er einn að lokum sem kemur annað slagið á hlaupinu inná völlinn með skóflu og hjólbörur
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ólsarar gerðu sér lítið fyrir fyrr í sumar, fóru í Kaplakrika og náðu óvænt í þrjú stig með 2-0 útisigri. Kenan Turudija og Guðmundur Steinn Hafsteinsson með mörkin. Guðmundur Steinn er núna á meiðslalista Ólsara og hans hefur verið saknað sárt.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Benedikt Valsson sjónvarpsmaður spáir 2-1 fyrir Ólafsvík
FH tapar þessum leik en ná þó að pota inn einu marki. Þetta fer 2-1 og einn ónefndur Ólafsvíkingur hleypur mjög æstur inn á völlinn í óleyfi. Ekki Gunnar Sigurðarson, hann mun ekki nenna á völlinn að þessu sinni. Hin árlega septemberleti í honum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fullt af mönnum í banni
Emil Pálsson, Pétur Viðarsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson verða allir í leikbanni hjá FH í dag eftir að hafa safnað gulum spjöldum á tímabilinu.

Egill Jónsson, miðjumaður Ólafsvíkinga, verður einnig í banni í dag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
FH getur innsiglað Evrópusæti
FH er í þriðja sæti, stigi á eftir Stjörnunni sem er í öðru sæti. 2. og 3. sætið gefa sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.

KR þarf á sigri að halda gegn Fjölni í dag og treysta á að annaðhvort Stjarn­an eða FH mis­stígi sig til þess að halda keppn­inni op­inni um Evrópusæti.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ólsarar gætu fallið í dag
Ef Ólsarar tapa í dag og ÍBV nær í stig gegn Breiðabliki er nokkuð ljóst að Óls­ar­ar fara niður þar sem þeir eru með mun verri markatölu en ÍBV. Tak­ist Ólsurum hins veg­ar að vinna FH verður fallbaráttan galopin fyrir lokaumferð.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Robbie Crawford ('80)
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
19. Matija Dvornekovic
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
17. Atli Viðar Björnsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Halldór Orri Björnsson
25. Einar Örn Harðarson
28. Teitur Magnússon
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('80)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Róbert Magnússon
Axel Guðmundsson

Gul spjöld:
Böðvar Böðvarsson ('61)
Bergsveinn Ólafsson ('85)

Rauð spjöld: