Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
KA
2
1
Grindavík
Elfar Árni Aðalsteinsson '3 , misnotað víti 0-0
Emil Lyng '38 1-0
Hallgrímur Mar Steingrímsson '42 2-0
2-1 Simon Smidt '51
24.09.2017  -  14:00
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 640
Maður leiksins: Emil Lyng
Byrjunarlið:
Hallgrímur Mar Steingrímsson
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
4. Vedran Turkalj
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Almarr Ormarsson (f) ('86)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('74)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('45)
28. Emil Lyng

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('74)
7. Daníel Hafsteinsson ('86)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('45)
30. Bjarki Þór Viðarsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Davíð Rúnar Bjarnason
Eggert Högni Sigmundsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ekki skemmtilegasti leikur í heimi en KA-menn taka stigin þrjú!

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms.
94. mín
Þarna var færið!! Andri Rúnar komst í gott færi en skot hans er ömurlegt, hátt yfir markið.
93. mín
Fyrir að tefja.
89. mín
Hallgrímur með fína takta á vinstri kantinum og á síðan ágætis skot á nærstöngina. Jajalo ekki í vandræðum með það.
87. mín
Alexander Veigar á hér fyrirgjöf sem lendir ofan á þverslánni. Rajko full rólegur þarna að mínu mati en líklega var hann með þetta á hreinu.
86. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA) Út:Almarr Ormarsson (KA)
85. mín
Andri Rúnar á hér slakt skot úr fínu færi. Hann hefur alls ekki verið upp á sitt besta í dag.
79. mín
Inn:Milos Zeravica (Grindavík) Út:Will Daniels (Grindavík)
74. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
69. mín
Flott spyrna frá Andra rétt yfir markið!
68. mín
Aftur fá Grindvíkingar aukaspyrnu, nú á enn hættulegri stað en áðan.
67. mín
Þetta var hendi sýndist mér!

Andri Rúnar brjálaður því boltinn virtist fara af handleggnum á Guðmanni í teignum! Ekkert dæmt og boltinn fer í horn.
65. mín
Inn:René Joensen (Grindavík) Út:Simon Smidt (Grindavík)
Markaskorarinn tekinn útaf.
62. mín
Andri með laust skot í markmannshornið. Rajko ekki í vandræðum með það.
61. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (KA)
Gjörsamlega straujar Andra Rúnar þegar hann er í skotinu. Hárréttur dómur. Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
58. mín
Aftur Rajko! Nú er það Juanma Ortiz sem lætur vaða, beint á Rajko sem missir hann beint út í teiginn þar sem Andri Rúnar var mættur. Rajko nær þó að redda sér og verja frá Andra. Rajko virkilega tæpur hérna.
57. mín
Guðmann er ennþá haltrandi og er greinilega ekki heill. Haltrar um völlinn.
55. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Rífur niður Hallgrím sem var að bruna upp í skyndisókn. Hárréttur dómur.
53. mín
Slök spyrna Hallgríms fer hátt yfir markið.
53. mín
KA-menn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Hallgrímur stendur yfir boltanum.
51. mín MARK!
Simon Smidt (Grindavík)
Úfffff.

Simon á hér laust skot af frekar löngu færi, en einhvernveginn nær Rajko ekki að verja það og missir hann inn. Hrikalega klaufalegt!
48. mín
Furðulegt hjá Juanma Ortiz! Fékk boltann í flottu færi eftir frábært hlaup hjá William Daniels. Í staðinn fyrir að láta vaða á markið hægir hann á sér og reynir að senda fyrir á Andra Rúnar sem var ekki í frábærri stöðu. Sendingin rataði svo ekki einu sinni á Andra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mér finnst Grindvíkingar vera að leita af Andra þegar það er ekki það besta í stöðunni.
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn á ný!
45. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Ein skipting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
KA-menn leiða sanngjarnt að mínu mati.
42. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Annað mark upp úr engu! Hár bolti sem er á leiðinni útaf, Rodrigo Gomez er aleinn og hefði getað skýlt honum útaf, skallar hann hins vegar beint á Emil Lyng sem setur Hallgrím auðveldlega í gegn. Hallgrímur gerir engin mistök og klárar undir Jajalo í markinu.
38. mín MARK!
Emil Lyng (KA)
Stoðsending: Steinþór Freyr Þorsteinsson
Þetta kom upp úr engu. Eftir innkast sendir Steinþór á Emil sem hamrar boltanum í hornið fyrir utan teig. 1-0!
35. mín
Það er ótrúlega lítið í gangi hérna þessa stundina. Ekki beint skemmtilegur fótbolti.
33. mín
Inn:Aron Freyr Róbertsson (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Marinó Axel virðist ekki vera heill heilsu og er tekinn útaf.
20. mín
Rodrigo Mateo á hérna skot í stöng eftir smá atgang í teignum eftir hornið!
20. mín
Klaufagangur hjá Vedran í vörn heimamanna. Hangir á boltanum og gefur síðan horn.
15. mín
Guðmann er kominn aftur inná, haltrar þó. Davíð Rúnar og Daníel Hafsteins eru að hita upp.
13. mín
Guðmann Þórisson er hér sestur og virðist hreinlega hafa lokið leik. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og þetta lítur ekki vel út. Sá hann ekki fá neitt högg svo að þetta gæti verið alvarlegt.
11. mín
Eftir fjöruga byrjun hefur leikurinn aðeins róast aftur, Grindvíkingar eiga erfitt með að spila boltanum og KA-menn eru meira með hann.
8. mín
Callum Williams er hér utan vallar að fá aðhlynningu, virðist hafa fengið eitthvað höfuðhögg.
7. mín
Will Daniels reynir hér sporðdrekaspyrnu en hún fer hátt yfir.
3. mín Misnotað víti!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Jajalo ver!!! Alvöru byrjun á leiknum. Góð spyrna í vinstra hornið en markvarslan var mjög góð.
3. mín
KA-menn fá víti!!!!! Steinþór Freyr tekinn niður í teignum eftir sofandahátt í vörn gestanna. Steinþór komst inn í lausa sendingu og Rodrigo Gomez Mateo sparkaði hann niður. Hárrréttur dómur sýndist mér.
1. mín
Leikur hafinn
Grindvíkingar byrja með boltann og sækja á móti vindi í átt að miðbænum!
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn til vallar! Guðmann Þórisson og Gunnar Þorsteinsson fyrirliðar eru fremstir í flokki.
Fyrir leik
Eins og staðan er núna er mætingin í stúkuna hreinlega til skammar. Vissulega 5 mínútur í leik ennþá svo það er enn von að það rætist úr þessu.
Fyrir leik
Nú eru 10 mínútur til leiks og liðin eru farin inn til búningsherbergja að græja sig. Veðrið á Akureyri er ágætt, fyrir utan frekar sterkan sunnanvind. Vonum að það hafi ekki áhrif á gæði leiksins.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Darko Bulatovic er ekki í hóp KA manna í dag en hann er farinn heim og verður ekki meira með í ár. Ástæða þess er sú að faðir hans er að glíma við krabbamein og hefur hrakað mikið undanfarið. Hann fékk því að fara heim til að vera til staðar fyrir fjölskyldu sína.
Fyrir leik
Andri Rúnar er á sínum stað í byrjunarliði Grindavíkur svo hann fær tækifærið í dag til að bæta metið!
Fyrir leik
Srdjan Tufegdzic gerir þrjár breytingar frá markalausa jafnteflinu við KR. Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson koma inn fyrir þá Ásgeir Sigurgeirsson, Darko Bulatovic og Archie Nkumu sem er í banni.

Óli Stefán Flóventsson gerir eina breytingu frá sigrinum á Blikum í síðasta leik. Simon Smidt kemur inn fyrir Sam Hewson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá þau hér til hliðar!
Fyrir leik
Annar leikmaður sem hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga er Aleksandar Trninic miðjumaður KA. Sérfræðingar Pepsi markanna fóru ófögrum orðum um leikmanninn og sökuðu hann meðal annars um að reyna vísvitandi að meiða andstæðinginn með hættulegum tæklingum sínum. Það skvetti svo bensíni á bálið þegar í ljós kom að André Bjerregaard leikmaður KR fótbrotnaði eftir ljóta tæklingu Trninic í síðasta leik. Túfa þjálfari KA sagði í viðtali við Fótbolta.net að þetta væri algjört bull.
Fyrir leik
KA-menn mættu KR-ingum í síðustu umferð og lauk þeim leik með markalausu jafntefli. Grindvíkingar unnu Breiðablik 4-3 í stórskemmtilegum leik þar sem títtnefndur Andri Rúnar skoraði tvö mörk.
Fyrir leik
Dómari í dag er Einar Ingi Jóhannsson og honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Eðvarð Eðvarsson. Varadómari er Sigurður Þröstur Hjartarson og eftirlitsmaður er Bragi Bergmann.
Fyrir leik
Það mætti því segja að þessi leikur og leikur ÍA og Víkings Reykjavíkur séu þeir leikir sem skipta minnstu máli í umferðinni, en það er oftar en ekki skemmtilegra, því þeir leikir eru yfirleitt opnari og því mikið af mörkum. Við vonum svo sannarlega að sú verði sagan í dag!
Fyrir leik
Eins og staðan er núna er Stjarnan í öðru sætinu. Þeir eiga erfiðan leik við Íslandsmeistara Vals á meðan FH og KR sem eru í 3. og 4. sætinu eiga leik við lið í neðri hlutanum. Það verður því mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig taflan mun breytast í dag.
Fyrir leik
Þó svo að það sé ráðið hverjir verða Íslandsmeistarar er ennþá mikil barátta á báðum endum töflunnar. Skagamenn eru fallnir en fjögur lið geta fallið með þeim. Víkingur Ólafsvík er sem stendur í fallsæti en ÍBV, Fjölnir og Breiðablik eru í hættu. Það fer því fram fallslagur á Kópavogsvelli þegar Blikar fá Eyjamenn í heimsókn. Fjölnir mæta eins og áður sagði KR-ingum og Víkingar mæta FH-ingum, en það eru einmitt liðin sem eru í Evrópubaráttu.
Fyrir leik
Heil umferð fer fram klukkan 14:00 í dag svo það verður nóg að gera á mörgum vígsstöðum.
Vinni KA lyfta þeir sér upp fyrir Grindvíkinga, en ef gestirnir vinna geta þeir lyft sér upp fyrir KR-inga, svo lengi sem þeir tapi fyrir Fjölni í Grafarvoginum.
Fyrir leik
Gengi liðanna hefur verið svipað í sumar. Bæði liðin byrjuðu mjög vel, þá sérstaklega Grindvíkingar sem voru lengi vel í harðri toppbaráttu, svo kom erfiður kafli þar sem stigasöfnun var dræm en upp á síðkastið hafa liðin svo verið að rétta úr kútnum og plokka í stig hér og þar.
Fyrir leik
Eins og sjá má hér að neðan telja tæplega 56% lesenda síðunnar að Andri muni slá metið. Tæp 25% telja að hann jafni metið og tæp 20% að hann skori ekki meira í sumar. Grindvíkingar eiga svo leik gegn Fjölni í lokaumferðinni þar sem hann fær annan séns til að klára þetta ef það tekst ekki í dag.
Fyrir leik
Svo gott sem öll umræða fyrir leikinn hefur snúist um Andra Rúnar Bjarnason, framherja Grindavíkur. Hann hefur skorað 18 mörk í sumar og vantar eitt til að bæta markametið sem þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson eiga, en þeir skoruðu allir 19 mörk á einu tímabili.
Fyrir leik
Leikurinn skiptir ekki miklu máli fyrir liðin en þau sitja í 5. og 6. sæti deildarinnar og munu að öllum líkindum enda þar í kring. Grindvíkingar eiga þó tölfræðilegan möguleika á Evrópusæti en til þess að það gerist þarf ansi mikið að breytast.
Fyrir leik
Komið þið blessuð og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Grindavíkur í 21.umferð Pepsi deildar karla.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Edu Cruz
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Will Daniels ('79)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
11. Juanma Ortiz
19. Simon Smidt ('65)
21. Marinó Axel Helgason ('33)
24. Björn Berg Bryde
80. Alexander Veigar Þórarinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
3. Gylfi Örn Á Öfjörð
5. Nemanja Latinovic
16. Milos Zeravica ('79)
17. Magnús Björgvinsson
22. René Joensen ('65)
25. Aron Freyr Róbertsson ('33)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Jóhann Ingi Ármannsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('55)

Rauð spjöld: