Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Breiðablik
1
3
Legia Varsjá
Sindri Þór Ingimarsson '30 1-0
1-1 Mikolaj Neuman '55
1-2 Kacper Welniak '67
1-3 Kacper Welniak '79
27.09.2017  -  16:00
Kópavogsvöllur
Evrópukeppni unglingaliða
Aðstæður: Toppaðstæður miðað við árstíma
Dómari: Manfredas Lukjancukas (Litháen)
Áhorfendur: 420
Byrjunarlið:
1. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
2. Kolbeinn Þórðarson
5. Júlíus Óli Stefánsson ('87)
6. Aron Kári Aðalsteinsson
10. Hilmar McShane ('75)
11. Brynjólfur Darri Willumsson
18. Willum Þór Willumsson (f)
19. Gabríel Þór Stefánsson ('75)
22. Sindri Þór Ingimarsson
25. Davíð Ingvarsson
27. Arnar Steinn Helgason

Varamenn:
7. Þorbergur Þór Steinarsson
8. Heiðar Ingi Þórisson
17. Viktor Örn Gunnarsson
21. Bjarni Þór Hafstein ('75)
26. Ísak Eyþór Guðlaugsson ('87)
31. Andri Már Strange ('75)
77. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Júlíus Óli Stefánsson ('60)
Aron Kári Aðalsteinsson ('84)
Andri Már Strange ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Yfirburðir í seinni hálfleik gera það að verkum að Legia vinnur þennan leik. Brött brekka fyrir seinni leikinn hjá Blikunum en hann verður í Varsjá 18. október.
92. mín
Kolbeinn með skottilraun úr aukaspyrnu af dágóðu færi. Vel framhjá.
91. mín Gult spjald: Kacper Welniak (Legia Varsjá)
91. mín Gult spjald: Andri Már Strange (Breiðablik)
90. mín
Erum að sigla inn í uppbótartíma.
87. mín
Inn:Ísak Eyþór Guðlaugsson (Breiðablik) Út:Júlíus Óli Stefánsson (Breiðablik)
85. mín
Legia átt 16 marktilraunir gegn 9 frá Blikunum. Þessi tölfræði var jöfn í hálfleik en Pólverjarnir hafa fengið einhverja dínamíska klefaræðu frá Kobierecki þjálfara í hálfleiknum.
84. mín Gult spjald: Aron Kári Aðalsteinsson (Breiðablik)
83. mín
Olejarka lætur strax að sér kveða. Skottilraun framhjá.
83. mín
Inn:Mateusz Olejarka (Legia Varsjá) Út:Mikolaj Neuman (Legia Varsjá)
81. mín
Þungur seinni hálfleikur fyrir Blikana. Legia með öll völd eftir hlé.
79. mín MARK!
Kacper Welniak (Legia Varsjá)
Welniak skorar aftur!

Að þessu sinni með ansi góðum skalla í stöng og inn eftir hornspyrnu frá Olszewski.
77. mín
Legia heldur áfram að ógna og fá hættulegar sóknir.
75. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Breiðablik) Út:Gabríel Þór Stefánsson (Breiðablik)
75. mín
Inn:Andri Már Strange (Breiðablik) Út:Hilmar McShane (Breiðablik)
74. mín
Legia hefur haft tögl og haldir í seinni hálfleiknum. Neuman með skottilraun sem Patrik ver. Blikar eiga erfitt með að komast yfir miðju núna.
69. mín
Úffff... Blikar nálægt því að jafna en Kochalski gerði vel í markinu.
67. mín MARK!
Kacper Welniak (Legia Varsjá)
Þetta mark lá í loftinu. Welniak skorar af stuttu færi.

Szczepanski með skot sem Patrik náði að verja en hélt ekki boltanum, varamaðurinn Welniak eins og gammur og kemur boltanum yfir línuna.
66. mín
Welniak með skot sem Patrik nær að verja. Legia líklegra liðið.
64. mín
Gestirnir eru öllu sprækari þessa stundina.
63. mín
Inn:Kacper Welniak (Legia Varsjá) Út:Michal Góral (Legia Varsjá)
60. mín Gult spjald: Júlíus Óli Stefánsson (Breiðablik)
Keyrði á markvörðinn eftir að hann var búinn að handsama knöttinn.
55. mín MARK!
Mikolaj Neuman (Legia Varsjá)
Legia hefur jafnað!

Neuman með skot fyrir utan teig sem breytir aðeins um stefnu og endar í netinu. Súrt mark að fá á sig. Útivallarmark fyrir Pólverjana.
55. mín
Brynjólfur með gott skot sem Kochalski ver en heldur ekki boltanum. Hilmar nær svo skoti en hittir boltann ekki vel.
54. mín
Stórhættuleg sókn Legia sem endar með því að þeirra fremsti maður, Michal Góral, á skot framhjá.
49. mín
Afmæliskveðja í miðjum leik. Vallarþulurinn fær stúkuna til að klappa fyrir afmælisbarni dagsins. Það er Arnar Steinn Helgason sem er í hægri bakverði Blika. Hann fær líka hamingjuóskir frá Fótbolta.net.
47. mín
BLIKAR BYRJA SEINNI HÁLFLEIK AF ALVÖRU! Willum með fast skot en beint á markvörð Legia!
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Inn:Michal Karbownik (Legia Varsjá) Út:Mateusz Praszelik (Legia Varsjá)
Ein breyting í hálfleik.

Það er búið að pakkfylla fréttamannastúkuna af kaffi og allt til reiðu fyrri seinni hálfleikinn!
45. mín
Bæði lið hafa átt 5 marktilraunir samkvæmt tölfræði UEFA. Úti á vellinum finnst mér þó Blikarnir skrefi framar. Verið flottir.
45. mín
Hálfleikur
Flott frammistaða Blika! Enn kaffilaust í fréttamannastúkunni svo ég er farinn í leiðangur til að finna kaffi.
44. mín
Willum með fín tilþrif, sókninni lýkur svo á skoti af löngu færi frá Kolbeini en vel yfir.
41. mín
Legia með ansi flotta sókn en Patrik í marki Blika vel á verði, kemur út og hirðir boltann.
38. mín
Legia fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Szczepanski með skot naumlega framhjá.
35. mín
Blikar fá hörkufæri!!! Frábærlega gert hjá Kolbeini í aðdragandanum, hann stakk svo boltanum inn á Brynjólf í teignum en markvörður Legia náði að verja.
30. mín MARK!
Sindri Þór Ingimarsson (Breiðablik)
BLIKAR KOMAST YFIR!!!

Eftir aukaspyrnu frá vinstri kýldi Kochalski, markvörður Legia, boltann beint til miðvarðarins Sindra og inn!
28. mín Gult spjald: Mateusz Praszelik (Legia Varsjá)
Gestirnir að safna áminningum þessar mínútur.
26. mín Gult spjald: Kamil Orlik (Legia Varsjá)
Hékk utan í Willum og braut á honum þegar Blikar voru á leið í hraða sókn.
24. mín
Brynjólfur Darri með skemmtileg tilþrif, tekur snúning og skot á lofti fyrir utan teig en yfir! Góð marktilraun Blika.
20. mín
Mikolaj Neuman fær skotséns fyrir utan teig og lætur vaða. Fór fullmikið undir boltann. Vel yfir.
19. mín
Tíðindalitlar mínútur í gangi. Blikar verjast fimlega og Hilmar McShane sýndi skemmtilegan snúning á miðjum vellinum áðan. Annars lítið að gerast.
11. mín
Orlik með skot af löngu færi en frekar máttlítið og framhjá.
8. mín
Legia með hættulegt skot úr aukaspyrnu! Waniek með spyrnuna en Patrik í marki Blika gerði vel með því að verja í horn. Patrik er með Petr Cech hjálm, sómi.
6. mín
Það eru einhverjir kátir Pólverjar í stúkunni mættir til að styðja Legia með söng. Eru örfáir en hressir.
5. mín
Blikar byrja þennan leik bara býsna vel. Eru öflugra liðið fyrstu mínúturnar.
3. mín
Willum með góða aukaspyrnu í teiginn þar sem Aron Kári er í báráttunni og boltinn endar naumlega framhjá! Fór af varnarmanni Legia svo Blikar fá horn.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrjuðu með knöttinn en þeir sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Ef einhver starfsmaður Kópavogsvallar, eða vinur starfsmanns Kópavogsvallar, er að lesa þessa textalýsingu þá eru tveir menn í fréttamannastúkunni afar kaffiþyrstir. Þeir yrðu mjög þakklátir fyrir eins og eina litla könnu!
Fyrir leik
Við verðum að halda áfram að telja upp fræga í stúkunni því Mihjalo Bibercic er mættur. Svo er Sveinn Aron Guðjohnsen einnig búinn að koma sér fyrir.
Fyrir leik
Kópavogsvöllurinn lítur vel út að vanda hjá Magga Bö. Áhorfendur farnir að koma sér fyrir. Siggi Helga og Óskar Hrafn meðal þeirra sem mættir eru í stúkuna.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Willum Þór Þórsson hefur verið mikið í fréttunum í dag en hann á tvo syni í byrjunarliði Blika. Brynjólfur Darri er 17 ára og svo er það Willum Þór yngri sem er 18 ára. Sá eldri hefur komið við sögu hjá Blikum í Pepsi-deildinni í sumar.

Kolbeinn Þórðarson sem einnig er í byrjunarliðinu á sex leiki í Pepsi í sumar og Davíð Ingvarsson á einn.

Hilmar McShane sem er í byrjunarliðinu á metið sem yngsti leikmaður efstu deildar á Íslandi frá upphafi. Hann spilaði með Keflavík í deildinni 15 ára og 56 daga gamall 2014. Sá leikur er hans eini sem hann hefur leikið fyrir meistaraflokk í Íslandsmóti.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag.

2. flokkur Breiðabliks mætir pólska liðinu Legia Varsjá í Evrópukeppni unglingaliða á Kópavogsvelli í dag.

Þetta er fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð keppninnar en seinni leikurinn verður í Varsjá þann 18. október.

Siguvegarinn úr viðureigninni mætir svo Hammarby eða Ajax.

Breiðablik varð Íslandsmeistari í 2. flokki í fyrra en Páll Einarsson er þjálfari liðsins.
Byrjunarlið:
1. Mateusz Kochalski (m)
2. Michal Król
3. Bartosz Olszewski
4. Mateusz Zyro
5. Mateusz Bondarenko
6. Aleksander Waniek
7. Kamil Orlik
9. Michal Góral ('63)
11. Milosz Szczepanski
14. Mateusz Praszelik ('46)
21. Mikolaj Neuman ('83)

Varamenn:
12. Pawel Lakota (m)
13. Mateusz Szwed
15. Kacper Pietrzyk
16. Michal Karbownik ('46)
17. Mateusz Olejarka ('83)
20. Kacper Welniak ('63)
24. Konrad Matuszewski

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kamil Orlik ('26)
Mateusz Praszelik ('28)
Kacper Welniak ('91)

Rauð spjöld: