Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Haukar
2
2
ÍBV
0-1 Clara Sigurðardóttir '20
Marjani Hing-Glover '27 1-1
1-2 Sigríður Lára Garðarsdóttir '60
Heiða Rakel Guðmundsdóttir '87 2-2
28.09.2017  -  17:30
Gaman Ferða völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Bongó og smá gola
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 65
Maður leiksins: Sigríður Lára Garðarsdóttir
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
6. Vienna Behnke
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f)
12. Marjani Hing-Glover
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('80)
18. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir ('72)
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('88)

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir ('88)
8. Svava Björnsdóttir
9. Konný Arna Hákonardóttir ('80)
19. Andrea Anna Ingimarsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Hildigunnur Ólafsdóttir
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:
Sæunn Björnsdóttir ('16)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gríðarlega fjörugum leik lokið hér á Gamanferðavellinum í Hafnarfirði. Þar sem að liðin skilja jöfn.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
92. mín
Aukaspyrna Söru endar á hausnum á Hildigunni sem skallar boltann yfir undir pressu.
91. mín
Nú fer hver að verða síðastur til að sækja sigurmarkið.
90. mín
Ibv fá hornspyrnu sem að Sóley Guðmundsdóttir tekur Haukar skalla frá og bruna í sókn en eyjastúlkur eru fljótar til baka og ná að verjast þessu
90. mín
Inn:Telma Aðalsteinsdóttir (ÍBV) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Skipting hjá gestunum, Thelma Aðalsteins kemur inn fyrir Ingibjörgu.
89. mín
Fáum við sigurmark?
88. mín
Inn:Stefanía Ósk Þórisdóttir (Haukar) Út:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Haukar)
Margrét kemur út Stefanía ósk kemur inn í hennar stað við lítinn fögnuð Margrétar sem var ekki ánægð með að vera tekin af velli.
87. mín MARK!
Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Marjani Hing-Glover
Heiða Rakel er búin að jafna fyrir Hauka, Marjani laumar boltanum innfyrir þar sem að Heiða sýnir hraða sinn og stingur Sóley af áður en hún klárar vel framhjá Adelaide!
85. mín
Díana sýnir hér fína takta og dansar framhjá Hönnu Maríu en skotið ekki nógu gott og beint á Tori í markinu.
83. mín
7 mínútur til leiksloka, fáum við jöfnunarmark frá Haukum?
81. mín
ÍBV hafa gert vel að loka á allar sóknartilraunir Hauka í seinni hálfleik hingað til. Allt sem Haukarnir reyna þessa stundina hafa Eyjastúlkur svör.
80. mín
Inn:Konný Arna Hákonardóttir (Haukar) Út:Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)
Haukar gera sína aðra breytingu í dag, Konný kemur inn fyrir Sunnu Líf.
76. mín
Heiða með fyrirgjöf sem að Adelaide grípur þægilega í marki gestanna.
72. mín
Inn:Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar) Út:Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Sæunn út, Hildigunnur kemur inn í hennar stað.
70. mín
Haukarnir að hóta, Sæunn lyftir boltanum inn fyrir á Marjani sem tekur boltann viðstöðulaust á lofti en hátt yfir.
67. mín
Inn:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV) Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
Sesselja kemur inn fyrir Katie, varnarsinnuð skipting í boði Ian Jeffs.
66. mín
Aðeins bragðdaufari seinni hálfleikurinn heldur en sá fyrri. Hvorugt liðið að skapa sér mikið þessa stundina.
60. mín MARK!
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Sísí sleppur hér í gegnum vörn Hauka og klárar virkilega vel framhjá Tori Ornela! Hægri fótur hægra horn.
60. mín
Einkennilegt senaríó hér á Gamanferðavellinum þar sem að dómaratríóið, ræðir saman um að kveikja á kösturunum. Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst það algjör óþarfi.

Kastararnir ættu að fara í gang á allra næstu mínútum.
59. mín
Díana hér í ágætis færi en því miður fyrir hana var hún í litlu jafnvægi og skotið í samræmi við það.
53. mín
Haukar geysast upp hinum megin á vellinum og Vienna Benkhe á fína sendingu á Heiðu sem var á fjærstönginni en boltinn í leiðinlegri hæð fyrir Heiðu sem nær ekki að gera sér mat úr þessu.
52. mín
Adrianne á hér virkilega góða sendingu innfyrir en Tori er vel á verði og er snögg útúr markinu og bæjar hættunni frá.
49. mín
Marjani kemur boltanum á Alexöndru en eins og oft áður í þessum leik er skot hennar ágætt en þó framhjá.
46. mín
ÍBV að byrja þennan síðari hálfleik að krafti, Adrianne á fína fyrirgjöf eftir góða sókn sem að Tori grípur.
45. mín
Hálfleikur
Hér flautar ágætur dómari leiksins Arnar Þór Stefánsson til hálfleiks. Virkilega skemmtilegur leikur hingað til. Bæði lið að sýna virkilega fína takta, vonandi verður meira af þessu í þeim síðari.
44. mín
Alexandra vinnur boltann á miðjunni og fær að rekja hann óáreitt upp að teig þar tekur hún í gikkinn en skotið framhjá markinu. Haukarnir ívið sterkari núna síðustu tíu mínúturnar eða svo.
42. mín
Vienna Benkhe fíflar hér varnarmenn ÍBV út við endalínu og á fyrirgjöf sem rata á kollinn á Aelxöndru sem að skallar boltann framhjá. Virkilega góð tilþrif hjá Vienna.
35. mín
Margrét á hér fínt skot en boltinn ofan á þaknetið. Þetta er virkilega opinn og skemtilegur leikur!
33. mín
Díana er hér sloppin ein í gegn en slæm snerting hjá henni svíkur hana og boltinn rennur til Tori í marki heimamanna.
31. mín
Þarna voru ÍBV nálægt því að komast yfir á nýjan leik. Sísí fann Clöru í gegn sem átti góða fyrirgjöf en boltinn í gegnum allann pakkann.
27. mín MARK!
Marjani Hing-Glover (Haukar)
Glæsilegt mark! Marjani skrúfar hér knöttinn yfir vegginn og upp í samskeytin beint úr aukaspyrnu af D-boganum! Þessi spyrna minnti á Beckham.
26. mín
Haukarnir hafa nánast einokað knöttinn eftir mark gestanna en það vantar upp á gæði í úrslitasendingu.
24. mín
Alexandra á hér fína aukaspyrnu en boltinn er meter framhjá.
20. mín MARK!
Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
Stoðsending: Adrienne Jordan
Fyrsta markið er komið Adrianne reynir að skipta honum yfir en Alexandra flikkar boltanum fyrir fætur Clöru sem er ekki í vandræðum þegar hún rennir boltanum í stöngina og inn virkilega vel klárað!
17. mín
Sara Rakel á hér góða hornspyrnu sem finnur kollinn á Sæunni Björns, en skalli hennar er hárfínt framhjá.
16. mín Gult spjald: Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Sæunn fær hér gult spjald eftir sókn gestanna þar sem hún kom of seint í Adrienne Jordan í uppbyggingunni.
15. mín
Heiða Rakel kemur með stórhættulegan bolta inn á teig en Marjani nær ekki að koma hausnum í boltann, þarna hefði örlítil snerting líklega skapað mark.
13. mín
Sigríður Lára og Clara leika hér vel saman við teig heimamanna en varnarmenn Hauka komast fyrir skot Sigríðar.
12. mín Gult spjald: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Ingibjörg kemur hér allt, allt of seint í tæklingu og fær verðskuldað gult spjald.
10. mín
Margrét Björg fer hér illa með álitlega sókn Hauka, reynir hér skot af 40 metrunum í stað þess að renna honum inn fyrir á Marjani sem var í mjög ákjósanlegri stöðu.
8. mín
Hér skapast stórhætta, Eyjastúlkur áttu horn og eftir mikil klafs í teignum ná heimamenn að bjarga á línu og þaðan fer boltinn aftur í horn.
6. mín
Mér sýnist Haukar ætla að liggja aftarlega og leyfa Eyjastúlkum að bera knöttinn upp og reyna að beita skyndisóknum þegar þær vinna hann. Athyglisvert.
4. mín
Liðin skiptast á að sækja en enn hefur ekkert færi skapast.
Fyrir leik
Haukar byrja með knöttinn og sækja til suðurs.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völl, ásamt dómaratríó þessa leiks. En þeim til fylgdar eru vaskar stúlkur úr þriðja flokki kvenna hjá Haukum. Nú fer þessi leikur að byrja.
Fyrir leik
Nú vitna ég í góðvin minn Enska Boltann, snapchatstjörnu með meiru og segi Góðan og blessaðan daginn maður.

Velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Hauka og ÍBV af Gamanferðavellinum í Hafnarfirði.

Ég biðst forláts á hversu seint lýsingin byrjaði en það voru smávægilegir tækniörðuleikar sem ullu því.

Það skapaðist mikil umræða í vikunni vegna fréttar okkar hér á fótbolti.net um Cloe Lacasse leikmann ÍBV en henni líður vel á Íslandi og langar að sækja um Íslenskan ríkisborgararétt.

Orri Rafn Sigurðarson
Fyrir leik
Þessi leikur fellur svolítið í skugga hinna tveggja leikjanna sem fara fram í dag en Þór/KA og Breiðablik eru í harðri baráttu um titilinn. Þór/ka á heimaleik gegn FH á meðan Breiðablik spilar heima gegn Grindavík og hefjast þeir leikir klukkan 16:15.

Ég er ekki mikið í að gagnrýna , en þessir leiktímar sem er verið að bjóða upp á í lokaumferð kvenna eru til skammar, hvet þá einstaklinga sem sjá um skipulagningu leikja hjá KSÍ að skoða þessi mál fyrir næsta tímabil.
Orri Rafn Sigurðarson
Fyrir leik
Það er ekki mikið undir í þessum leik , Hauka stelpur eru fallnar og sitja í neðsta sæti með 4.stig en þær unnu sinn fyrsta sigur í seinustu umferð á móti KR 3-0 á útivelli. ÍBV situr hinsvegar í 4. sæti og gætu endað í 3-5 sæti eftir þessa lokaumferð en þær eru með 32 stig tveimur á eftir Val og tveimur á undan Stjörnunni þær vilja enda þetta tímabil á sigri og þriðja sætinu.
Orri Rafn Sigurðarson
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá álfabænum. Í dag mætast lið Hauka og ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og fer fram á Gaman Ferða vellinum
Orri Rafn Sigurðarson
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
7. Rut Kristjánsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
14. Díana Helga Guðjónsdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('90)
22. Katie Kraeutner ('67)

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('67)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
13. Telma Aðalsteinsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
María Guðjónsdóttir
Helgi Þór Arason
Sigþóra Guðmundsdóttir
Dean Sibons

Gul spjöld:
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('12)

Rauð spjöld: