Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
FH
0
1
Breiðablik
0-1 Arnþór Ari Atlason '50
30.09.2017  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Smá vindur, sól, heiðskýrt, grænn völlur. Hvað gerist það betra
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson ('71)
19. Matija Dvornekovic ('62)
20. Kassim Doumbia ('87)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
17. Atli Viðar Björnsson ('87)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Halldór Orri Björnsson
25. Einar Örn Harðarson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('71)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Bjarni Þór Viðarsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('53)
Robbie Crawford ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Blika. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Það eru komnar 90 mínútur á klukkuna. FH-ingar eru brjálaðir og heimta vítaspyrnu því að Sólon Breki virtist handleika boltann inn í teig.
89. mín
Héðan úr Krikanum er fátt að frétta en það er að frétta að Andri Rúnar Bjarnason var að skora í Grindavík og er þar með búinn að jafna markametið. Til hamingju með það #ARB99
87. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Kassim Doumbia (FH)
Sóknarsinnuð skipting.
83. mín
FH heimtar víti eftir að boltinn virtist fara í hönd varnarmanns Blika en Vilhjálmur Alvar dæmir ekkert.
83. mín
Það er fátt sem bendir til annars en að Blikar séu að fara taka þrjú stigin hér í dag.
81. mín
Þarna gerði Gunnar Nielsen hrikalega vel. Aron Bjarna gaf frábæra sendingu á Sólon Breka sem komst einn á móti Gunnari sem mætti honum vel og náði boltanum af honum.
76. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
72. mín
Það verður að segjast eins og er að það er ekki mikið búið að vera gerast í þessum leik í seinni hálfleik fyrir utan mark Blika sem eru nú eiginlega allir á sínum vallarhelming.
72. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
71. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (FH) Út:Jón Ragnar Jónsson (FH)
68. mín
Inn:Martin Lund Pedersen (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
65. mín Gult spjald: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
64. mín
Eins og staðan er núna, í þessum leik og öðrum leikjum að þá er FH í þriðja sæti og verða það. Blikar eru í 5.sæti. Ef FH lendir ekki í efstu tveimur sætum deildarinnar að þá er það í fyrsta sinn síðan 2002 sem það gerist!
62. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Matija Dvornekovic (FH)
59. mín Gult spjald: Robbie Crawford (FH)
58. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
56. mín
Vil biðjast afsökunar á þessum tæknifeil áðan. FH er ekki búið að jafna.
53. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
50. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
VVVVVÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!! Þvílíka markið og aðdragandinn. Aron Bjarnason með eina rosalegustu gullsendingu sem ég hef séð, Arnþór Ari á gjörsamlega frábæra móttöku kominn að vítateigslínunni, leggur boltann fyrir sig og smellir honum í vinstra hornið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Hvað gerist í seinni hálfleik, koma mörk, verða einhver spjöld. Kemur allt í ljós á næstu 45 mínútum eða svo.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur. Fáum okkur kaffi og með því.
42. mín
Atli Guðna með góða fyrirgjöf að fjærstöng en Gulli stökk upp og blakaði boltanum útaf.
38. mín
Gísli Eyjólfs með gott skot að marki FH sem þó fer vel yfir markið.
30. mín
Virkilega vel gert hjá Bödda þar sem hann komst í teiginn og náði fínu skoti en boltinn sigldi rétt framhjá.
25. mín
Lítið svosem frá að segja annað en það að liðin skiptast á að sækja og það kæmi mér á óvart ef það verður ekki skorað nokkur mörk hér í dag.
16. mín
Blikar að sækja í sig veðrið. Þetta er hörkuleikur dömur mínar og herrar!
15. mín
Gunnar Nielsen varði stórkostlega frá Arnþóri Ara!
15. mín
Boltinn í stöngina! Willum náði til boltans eftir hornspyrnu en boltinn í stöngina.
14. mín
Gísli Eyjólfs með ein aðra gullsendingu á Svein Aron sem því miður náði ekki að nýta!
12. mín
Robbie Crawford með skot að marki Blika sem Gulli gerði einstaklega vel í að verja í horn.
10. mín
Æææææææ úfffff......Aron Bjarnason fékk frábæra sendingu frá Gísla, þeir komust tveir á einn, hann og Sveinn Aron. Aron kominn á móti Gunnari og í stað þess að skjóta reynir hann sendingu á Svein Aron sem Jón Ragnar Jónsson komst fyrir og sendi boltann út af.
5. mín
FH byrjar af krafti og pressa Blikana hátt.
2. mín
Samkvæmt Frétt Mbl.is að þá verður Heimir Guðjóns áfram með FH eftir tímabilið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Blikar spila í átt að Garðabæ en FH í átt að miðbæ Hafnafjarðar.
Liðin eru komin inn á völlinn og þetta er að bresta á. Vil minna fólk á að nota hastaggið #fotboltinet fyrir skemmtileg tíst.
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar sem var valinn dómari ársins hjá okkur á .net er dómarinn í dag og honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðsson og Smári Stefánsson.
Fyrir leik
B.O.B.A með Króla & JóaPé ómar hér í Krikanum. Gaman að segja frá því að ég ætla að smella mér á tónleika með þeim félögum í Gamla Bíó í kvöld.
Fyrir leik
Þó að spáin geti ræst markalega séð að þá er ólíklegt að markaskorarnir verði þeir sem Kristinn Freyr segir. Sérstaklega í ljós þess að Bergsveinn er ekki með í dag og Guðmundur Karl er á bekknum og hefur lítið komið við sögu í sumar, þannig lagað séð.
Fyrir leik
Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður GIF Sundsvall og fyrrum leikmaður Vals er spámaður umferðarinnar á .net þessa vikuna. Hann spáir leik FH og Breiðabliks svona.

FH 3 - 1 Breiðablik
Guðmundur Karl setur tvö og baunabeggi eitt.
Fyrir leik
Blikar gera breytingar á sínu liði eftir leikinn á móti ÍBV. Hrvoje Tokic, Martin Lund Pedersen, Dino Dolmagic fara allir úr byrjunarliðinu. Kristinn Jónsson, Sveinn Aron og Willum koma svo allir inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komnin hér inn til hliðar. FH gerir tvær breytingar á liði sínu frá leiknum á móti Víking Ó. Bergsveinn Ólafsson tekur út leikbann og Bjarni Þór er á bekknum. Pétur Viðars kemur aftur inn í byrjunarliðið sem og Þórarinn Ingi.
Fyrir leik
Aðalspennan í þessari umferð er að sjálfsögðu hvort að Andri Rúnar Bjarnason ( Hashtagg #ARB99 )leikmaður Grindavíkur muni bæta eða jafna markametið. Hvort að ÍBV eða Víkingur Ó muni fylgja stórveldinu af Akranesi niður í Inkasso ástríðuna og svo hvort að FH muni fylgja eftir þeim árangri sem þeir eru búnir að ná á hverju ári síðan 2003 og það er að lenda í öðru eða fyrsta sæti úrvalsdeildar.
Fyrir leik
Leikurinn hefst kl. 14:00 að staðartíma. Veðrið úti gríðarfallegt, sól, léttskýjað og prýðisaðstæður til þess að spila fótboltaleik og skora nokkur fótboltamörk.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur .net!

Síðasta umferð Pepsídeildar karla í knattspyrnu fer fram í dag sem þýðir að nú taka bara við 8 mánuðir af eymd og volæði. En fram að því ætlum við að fylgjast saman með leik FH og Breiðabliks
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('76)
18. Willum Þór Willumsson ('58)
19. Kristinn Jónsson ('68)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
10. Martin Lund Pedersen ('68)
13. Sólon Breki Leifsson ('76)
16. Ernir Bjarnason
20. Kolbeinn Þórðarson ('58)
21. Guðmundur Friðriksson
36. Aron Kári Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson

Gul spjöld:
Kristinn Jónsson ('65)
Gísli Eyjólfsson ('72)

Rauð spjöld: