Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍBV
3
0
KA
Gunnar Heiðar Þorvaldsson '6 1-0
Guðmann Þórisson '64
Gunnar Heiðar Þorvaldsson '65 , misnotað víti 1-0
Gunnar Heiðar Þorvaldsson '74 2-0
Kaj Leo í Bartalsstovu '85 3-0
30.09.2017  -  14:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sólin skín. Smávegis vindur. Kalt
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 777
Maður leiksins: Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('90)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem ('71)
5. David Atkinson
6. Pablo Punyed
10. Shahab Zahedi ('80)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
27. Brian McLean
30. Atli Arnarson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('71)
9. Mikkel Maigaard ('80)
18. Alvaro Montejo
19. Arnór Gauti Ragnarsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('90)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Matt Garner
Jón Ólafur Daníelsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Georg Rúnar Ögmundsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('27)
Jónas Þór Næs ('51)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV spilar í Pepsi deild karla árið 2018. Óskum þeim til hamingju með það, á með við kveðjum Víkinga frá Ólafsvík. Leiðinlegt að sjá þá niður, en svona er blessaði boltinn.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Takk fyrir mig.
90. mín
Mikkel með gott skot fyrir utan teig. Aron ver.
90. mín
Inn:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Sannkölluð heiðursskipting. Gunnar verið frábær í sumar. Sigurmark í bikarleik. 2 mörk í leik sem nauðsynlegt var að vinna.

Frábær.
86. mín
Mikkel í hörkufæri! Eyjamenn vilja bæta við.
85. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Stoðsending: Derby Rafael Carrilloberduo
Derby með langan bolta upp á Kaj Leó sem stingur alla af og klárar framhjá Aroni.
83. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
82. mín
Ásgeir nánast sloppinn í gegn en David Atkinson með frábæra tæklingu.
80. mín
Inn:Mikkel Maigaard (ÍBV) Út:Shahab Zahedi (ÍBV)
Shahab verið líflegur en vantað að binda enda á sitt.
80. mín
Inn:Davíð Rúnar Bjarnason (KA) Út:Aleksandar Trninic (KA)
76. mín
Shahab í fínu færi en skotið á lofti fer yfir markið. Hefði hann getað lagt hann á Gunnar þarna?
74. mín MARK!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
Kaj Leó stimplar sig inn með stoðsendingu!

Gunnar fær boltann hægra megin í teignum og lætur vaða í hornið vinstra megin.

Er þetta komið?
73. mín
Ólafur, nýkominn inn, með tilraun fyrir utan teig en vel yfir markið.
72. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Elfar ekki sýnt sitt besta í dag.
71. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV) Út:Hafsteinn Briem (ÍBV)
Hafsteinn er búinn.

Sindri farinn niður og Kaj kemur inn.
70. mín
Shahab í færi en laust skot hans í hendurnar á Aroni.
69. mín
Hafsteinn Briem liggur og virðist eiga í vandræðum. Slæmt fyrir ÍBV ef hann lýkur leik hér.
65. mín Misnotað víti!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Gunnar skýtur í stöngina og framhjá! Aron fór í vitlaust horn en Gunnar setti boltann framhjá markinu hægra megin.
64. mín Rautt spjald: Guðmann Þórisson (KA)
Víti og rautt spjald.

Eyjamenn að beita kick and run taktík. Shahab stingur Guðmann af en Guðmann nær að krækja í Íranan og tekur hann niður inni í teig.

Gunnar Heiðar tekur.
63. mín
Aron Dagur varð fyrir einhverju hnjaski en er staðinn á fætur og klár til að halda áfram.
60. mín
Vedran Turkalj í ruglinu. Leyfir boltanum að fara en Shahab stingur hann af og kemst til boltans en virkilega vel gert hjá Aroni Degi sem lokar á hann. Frábær markvarsla Aron.
59. mín
Myndi halda að Pablo tæki næsta horn frá hægri. Shahab aftur. Spyrnan á fyrsta varnarmann.
58. mín
Fín sókn ÍBV. Hrannar skallar í horn.
57. mín
Tekur það sjálfur. Spyrnan léleg og afturfyrir.
56. mín
Shahab sækir horn.
54. mín
Spyrnan í vegginn.
54. mín
Atli tekur Hallgrím Mar niður meter fyrir utan teig, aðeins vinstra megin. Hættulegt. Hallgrímur tekur.
53. mín
Darraðadans. Derby reddar.
51. mín
Emil leggur boltann á Trninic. Skot hans fast og leit vel út en framhjá.
51. mín Gult spjald: Jónas Þór Næs (ÍBV)
Brot fyrir utan teig. Aukaspyrna á hættulegum stað. Emil Lyng og Trninic yfir boltanum.
50. mín
Sindri Snær í færi. Ætlar að klippa boltann en hittir hann ekki. Fær síðan annan séns en sending/skot hans með vinstri ekki nægilega öflugt.
47. mín
Hrannar Björn liggur eftir viðskipti við Eyjamann í loftinu. Vonandi að hann sé í lagi.
46. mín
ÍBV byrja seinni hálfleik á að sækja grimmt.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni 45.
45. mín
Liðin komin aftur niður á völl. Klukkan dauð og hljóðkerfið í steik.

Allt eins og best á kosið.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Staðan góð fyrir Eyjamenn eins og er. Það eru þó 45mínútur eftir þar sem allt getur gerst.
42. mín
Ásgeir Sigurgeirsson í fínu færi. Felix grípur aðeins í hann og tekur Ásgeir úr jafnvægi. Boltinn virtist fara af Eyjamanni og afturfyrir en markspyrna dæmd.
39. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Leiðindabrot á Atla Arnarssyni á vallarhelmingi ÍBV.
37. mín Gult spjald: Vedran Turkalj (KA)
Vedran fær spjald fyrir brot á Gunnari. Hárrétt. Aukaspyrna úti hægra megin. Shahab og Pablo standa yfir honum.
35. mín
Sindri Snær finnur Shahab sem keyrir á Hrannar. Nær skoti með vinstri en Aron ver vel.

Ekkert kom úr horninu.
33. mín
Eyjamenn líklegri. Gunnar Heiðar fær boltann inn í teig og sendir boltann fyrir en enginn mættur.
31. mín
Pablo með skot fyrir utan teig eftir slaka hreinsun en boltinn vel yfir.
30. mín
Álitleg sókn hjá ÍBV. Hafsteinn vinnur boltann og brunar fram en slakar sendingar verða til þess að ekkert verður úr þessu.
28. mín
Shahab í DAUÐAfæri! Pablo stingur honum í gegn, Shahab tekur Hrannar Björn á og er kominn einn gegn Aroni Degi en skotið niður í Herjólfsdal.

Alvöru færi.
27. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Sindri Snær fær fyrsta spjald leiksins. Eyjamenn sóttu hratt en Sindri átti arfaslaka sendingu, ætlaði svo að redda sér en alltof seinn. Rétt.
19. mín
Emil Lyng fær fyrsta færi gestanna en skot hans úr teig laust og framhjá. Erfitt færi.
12. mín
Fínn hraði í þessum leik. KA menn farnir að færa sig framar. Eiga þó eftir að skapa alvöru færi.
6. mín MARK!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Barátta í háloftunum þar sem Hafsteinn hafði betur gegn Aroni Degi og Gunnar Heiðar klárar í opið markið.

Aldeilis byrjun! 1-0!
5. mín
ÍBV B (KA) fá aukaspyrnu úti vinstra megin. Boltinn inn í teig og smávegis ókyrrð en heimamenn hreinsa.
2. mín
Sindri Snær tekur spyrnuna. Vel yfir markið.
1. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Við vítateigshornið vinstra megin.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið.
Fyrir leik
Nýja stúkan þétt setin og mikil stemmning.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn. Mikil spenna í loftinu.

Fara Bikarmeistararnir niður um deild eða verður þetta enn eitt árið sem þeir bjarga sér?

Magnús Már Einarsson
KA gleymdi búningunum og spilar í varabúningi ÍBV í dag....


Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt.

Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson leiðir línuna hjá heimamönnum en þeir stilla upp óbreyttu liði frá því í ósigrinum gegn Breiðablik í síðustu umferð.

Gestirnir frá Akureyri gera nokkrar breytingar á sínu liði. Þar má nefna að Srdjan Rajkovic markvörður sest á bekkinn og stöðu hans tekur Aron Dagur Birnuson sem er að spila sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni. Steinþór Freyr Þorsteinsson fer einnig á tréverkið en í hans stað kemur Ásgeir Sigurgeirsson.

Þess má geta að KA menn eru einungis með 4 varamenn af 7 á bekknum.
Fyrir leik
Stutt er í að við fáum byrjunarliðin.
Fyrir leik
Fólk úti í bæ hefur verið að ræða um þjálfara beggja liða en sögur ganga að störf þeirra beggja gætu losnað fyrr en síðar.

Ég sjálfur hef ekkert fyrir mér í þeim efnum en við fáum sennilega skýrari mynd á það að leik loknum.
Fyrir leik
Fyrir leik eru heimamenn í 10. sæti deildarinnar með einu stigi meira en Víkingar frá Ólafsvík sem verma það 11. svo ljóst er að mikil er undir í þessum lokaleik sumarsins.

Mótherjar ÍBV í dag sitja í þægilegri stöðu í 5. sæti á meðan Víkingar Ó. fara á Skagann og mæta þar liði heimamanna sem nú þegar hefur tryggt sér sæti í Inkasso að ári.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og KA frá Hásteinsvelli.

Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Aleksandar Trninic ('80)
3. Callum Williams
4. Vedran Turkalj
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('72)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('83)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Emil Lyng

Varamenn:
4. Ólafur Aron Pétursson ('72)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('83)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic
Óskar Bragason
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir

Gul spjöld:
Vedran Turkalj ('37)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('39)

Rauð spjöld:
Guðmann Þórisson ('64)