Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Tékkland
1
1
Ísland
0-1 Dagný Brynjarsdóttir '44
Eva Bartonova '63 1-1
24.10.2017  -  16:00
Znojmo Stadium
Landslið - A-kvenna HM 2019
Byrjunarlið:
1. Barbora Votikova (m)
4. Petra Bertholdova (f)
5. Veronika Pincova
6. Eva Bartonova ('85)
8. Jana Sedlackova
9. Lucie Vonkova (f)
10. Katerina Svitkova
11. Tereza Krejcicikova
13. Tereza Kozarova
14. Petra Vystejnova
19. Petra Divisova ('70)

Varamenn:
23. Alexandra Vanickova (m)
3. Nikola Sedlackova
12. Klara Cahynova ('70)
15. Lucie Kladrubska
17. Tereza Szewieczkova ('85)
18. Jitka Chlastakova
20. Pavlina Nepokojova

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Eva Bartonova ('51)
Tereza Krejcicikova ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Niðurstaðan 1-1 jafntefli í hörkuleik á erfiðum útivelli.

Markmiðið um að ná 4 stigum í þessum útileikjatvíhöfða náðist. Ísland er eina taplausa liðið í riðlinum og í bílstjórasætinu. Staðan því góð þó það sé auðvitað svekkjandi að missa leikinn niður í jafntefli.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og myndir hér á eftir.
91. mín
Tékkarnir virðast sáttar með jafnteflið. Þær eru ekkert að flýta sér í föstum leikatriðum.
90. mín
Nú fer þetta að fjara út. Sif kastar enn einu innkastinu. Sara vinnur fyrsta bolta og Tékkar hreinsa frá.

Aftur innkast. Sif grýtir boltanum inn á teig á Söru en Tékkar taka bolta númer tvö.
90. mín
Sif brunar fram á við í langt innkast. Sara flikkar boltanum upp í loft og á Önnu Björk. Það er keyrt í bakið á henni en ekkert dæmt.

Fjórði dómarinn gefur merki um að það séu 4 mínútur í uppbótartíma.
88. mín
Inn:Anna Björk Kristjánsdóttir (Ísland) Út:Elín Metta Jensen (Ísland)
Þriðja skipting Íslands. Anna Björk kemur inn fyrir Elínu Mettu og fer upp á topp. Elín Metta búin að vera dugleg en virtist alveg búin á því hér í lokin.

Anna fær vonandi séns á að taka nokkra skallabolta hér á lokamínútunum.
87. mín
Fallegir taktar hjá Katrínu. Tekur boltann á hælinn og yfir varnarmann Tékka. Hún kemst í ágæta stöðu en Tékkarnir eru fljótar að koma sér fyrir aftan boltann og stoppa sóknina.
85. mín
Inn:Tereza Szewieczkova (Tékkland) Út:Eva Bartonova (Tékkland)
Markaskorarinn fer af velli og uppsker mikið lófatak úr stúkunni.
84. mín
Enn og aftur kastar Sif en það er dæmt brot á Ísland í teignum.

5 mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Við vonumst enn eftir íslenskum sigri en jafntefli væri ekki slæm úrslit miðað við allt og ekkert.
83. mín Gult spjald: Tereza Krejcicikova (Tékkland)
Er alltof sein í Gunnhildi Yrsu.
82. mín
Inn:Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland) Út:Rakel Hönnudóttir (Ísland)
Önnur skipting Íslands. Rakel var eitthvað að kveinka sér og Sísí klárar leikinn.

Mér sýnist hún ætla bara beint í hægri vængbakvörðinn
82. mín
Áfram með löngu innköstin hennar Sifjar. Hún hlýtur að vera á yfirvinnukaupi. Það er brjálað að gera hjá henni.

Tékkar vinna fyrsta boltann í þetta skiptið... En viti menn. Örstuttu síðar fær Sif tækifæri til að kasta aftur en einhver íslensku sóknarmannanna er dæmd rangstæð í bolta tvö.
78. mín
Ísland reynir að sækja en þetta er erfitt gegn þéttu liði Tékka.

Ísland fær enn eitt innkastið og Sif kastar. Þetta er sagan endalausa. Sara vinnur ALLTAF fyrsta bolta en það gengur ekkert hjá okkar konum að ná bolta númer tvö!

Það vantar svo lítið uppá að þetta detti í þessum innköstum.
77. mín
Nú er Sif komin hinum megin og kastar langt.

Alltaf vinnur Sara fyrsta bolta en Tékkarnir bolta númer tvö!
76. mín
Sif með langt innkast. Kastar inn á teig og Sara vinnur fyrsta bolta. Elín Metta hittir hann svo ekki nógu vel í annarri tilraun og Votikova grípur boltann.
75. mín
"Ráðist á markmanninn" heyrist af íslenska bekknum þegar Glódís setur háan bolta úr aukaspyrnu inná teig. Elín Metta gerir vel og eltir boltann út úr teig en er svo dæmd brotleg á einhvern óskiljanlegan hátt.

Sú gulklædda ekki búin að vera öflug í dag.
72. mín
Fín tilraun. Elín Metta vinnur boltann af varnarmanni Tékka. Það er brotið á henni en dómarinn beitir hagnaði því boltinn endaði hjá Rakel.

Rakel reynir ágætt skot en boltinn aðeins framhjá.
70. mín
Inn:Klara Cahynova (Tékkland) Út:Petra Divisova (Tékkland)
Fyrsta skipting heimakvenna.
70. mín
Ágætis sóknarmöguleikar hjá Íslandi. Rakel ber boltann upp en losar ekki boltann á samherja og lendir í basli þegar hún mætir miðvörðunum sem hirða hann af henni.
69. mín
Divisova var að reyna langskot sem flaug yfir íslenska markið.

Nú verða okkar konur að halda áfram og vinna sig inn í þetta aftur!
68. mín
Áfram sækja Tékkar. Sara Björk var að hreinsa í enn eitt hornið.

Svitkova tekur það. Setur háan bolta bolta inn á teig en Dagný er sterk í loftinu og skallar frá.
66. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Fyrsta skipting Íslands. Katrín kemur í framlínuna fyrir Öglu Maríu.
64. mín
Agla María reynir að svara markinu með góðu langskoti en Votikova ver frá henni.
63. mín MARK!
Eva Bartonova (Tékkland)
Þetta er ekki gott þessa stundina. Tékkar sækja og sækja og þetta lá kannski í loftinu.

Enn ein hornspyrnan hjá þeim. Krejcicikova setur boltann fyrir. Hann endar hjá Bartonova sem hamrar boltann utan teigs. Í slánna, bakið á Guggu og inn.
61. mín
Tékkar reyna langskot sem Gugga ver aftur fyrir.

Það verður sem betur fer ekkert úr hornspyrnunni þeirra.
61. mín
Vallarþulurinn lætur okkur vita af áhorfendafjölda. Það eru annað hvort 1.113 eða 1.130 áhorfendur á vellinum. Náði þessu ekki alveg.
59. mín
Hætta þarna. Tékkar komast inn í slaka sendingu Sifjar og ná skoti utan teigs. Boltinn fer af varnarmanni en endar sem betur fer í höndunum á Guggu.

Tékkarnir eru að byrja síðari hálfleikinn af miklum krafti og eru alls ekki búnar að gefast upp. Þetta er hörkugott lið.
59. mín
Tékkar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Vinstra megin við vítateig Íslands eftir að dómarinn taldi Sif hafa brotið á Vonkova.

Krejcicikova setur boltann á markið en Gugga kýlir hann í burtu.
54. mín
Sóknarmaður Tékka fellur við í vítateig Íslands eftir að Glódís stígur hana út. Ekkert á þetta en tékkneski bekkurinn er brjálaður!

Tékkar sækja stíft í kjölfarið.
52. mín
HÆTTULEG SÓKN!

Elín Metta með laglega takta upp við endalínu. Setur boltann niður á Rakel sem flengir honum fyrir. Hann endar hjá Hallberu á fjær en Kozarova nær að renna sér fyrir skotið.
51. mín Gult spjald: Eva Bartonova (Tékkland)
Brýtur harkalega á Rakel og er fyrst í bókina.
48. mín
Langt innkast hjá Sif en boltinn endar aftur fyrir og markspyrna dæmd.

Sísí er búin að hita vel upp allan hálfleikinn og heldur áfram í byrjun seinni hálfleiks. Spurning hvort hún sé að koma inná?
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað.

Tékkar brjóta strax á Söru og Ísland fær aukaspyrnu. Ingibjörg reynir að setja boltann inn á teig en Tékkar koma boltanum frá.
45. mín
Tékkarnir henda Metallica á fóninn í hálfleik og varamenn beggja liða liðka sig.

Það er orðið svolítið napurt svo ég ætla inn að hlýja köldum fingrum en við höldum áfram eftir tæpt korter.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur en á lokasekúndu fyrri hálfleiksins vildu Tékkar fá vítaspyrnu.

Sara Björk togaði í sóknarmann Tékka sem féll við í teignum. Tékkarnir virtust nú hafa eitthvað til síns máls þarna en við erum ekkert að pæla í því.

Ísland leiðir 1-0 í jöfnum og spennandi baráttuleik.
44. mín
Mikið ofsalega var þetta mikilvægt. Leikurinn búinn að vera í járnum og það er hrikalega gott að ná marki fyrir hálfleik.

Nóg eftir af fyrri hálfleiknum samt. 5 mínútum er bætt við vegna meiðsla Guggu og Dagnýjar.
44. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
ÍSLAND ER KOMIÐ YFIR OG HVER ÖNNUR EN DAGNÝ BRYNJARSDÓTTIR ER BÚIN AÐ SKORA!

Dagný skoraði fyrstu fótboltamörkin sín á árinu gegn Þýskalandi á föstudaginn og er komin á blað í dag.

Eins og á föstudaginn var það Elín Metta Jensen sem átti stoðsendinguna en Dagný skallaði laglega fyrirgjöf Elínar Mettu í netið.
44. mín
Frábær varnarleikur hjá Sif enn eina ferðina. Stígur Vonkova út. Vonkova flýgur aftur fyrir og ofan í kúluvarpsgryfju. Hún lendir illa og þarf aðhlynningu.
42. mín
Frábærir taktar hjá Öglu Maríu. Leikur á varnarmann og sendir svo hættulegan bolta fyrir markið.

Tékkar hreinsa í innkast og Sif mætir til að kasta langt. Þvílíkur kraftur í þessum köstum hjá henni. Boltinn fer yfir Dagný og endar út í teig þar sem Rakel mætir í skot. Boltinn fer aftur fyrir af varnarmanni en það er dæmd rangstaða.
39. mín
Frábært Rakel!

Stekkur upp og skallar hættulega fyrirgjöf af fjærsvæðinu.

Fyrirgjöfina átti Lucie Sedlackova sem er stór og stæðilegur leikmaður. Tékkneski "tvífari Hallberu", knattspyrnukona ársins í Tékklandi á síðasta ári. Hún tekur mikið pláss og heldur boltanum vel. Búin að vera öflug í fyrri hálfleik.
38. mín
Frábær tækling hjá Sedlackova. Náði að renna sér fyrir stungusendingu ætlaða Öglu Maríu.

Þetta hefði getað orðið hættulegt.
35. mín
Þetta er ekki gott. Dagný og Pincova skella saman í skallaeinvígi og liggja báðar eftir.

Ísland fær aukaspyrnu. Hallbera setur boltann inná teig en Tékkar skalla aftur fyrir.

Dagný er mætt aftur inná. Hallbera tekur hornið og snýr boltann inn að marki en Votikova grípur hann áður en brotið er á henni.
32. mín
"Það heyrist ekki rassgat" öskar einhver íslendingur úr stúkunni. Það er svosem rétt. Tékkarnir frekar rólegir fyrir utan smá klapp við og við.
29. mín
STÓRHÆTTA!

Þung sókn Íslands endaði með því að boltinn endar hjá Rakel í teignum. Fínasta færi en Barbora Votikova sér við henni.

Tékkar bruna í skyndisókn og fá soft aukaspyrnu. Gunnhildur Yrsa stöðvar sendinguna inn á teig og okkar konur snúa vörn í sókn.
28. mín
Tékkar fá hornspyrnu eftir fína sókn.

Svitkova tekur spyrnuna frá vinstri. Snýr boltann inn að marki en Gugga gerir virkilega vel í að blaka boltanum aftur fyrir undir mikilli pressu.

Aftur horn. Nú er það Krejcicikova sem tekur en stelpurnar okkar bjarga í annað horn..

Vinstra megin núna. Svitkova með stórhættulegan bolta fyrir á hafsentinn Veronika Pincova sem skallar rétt framhjá.

Stórhættulegt.
25. mín
Flott móttaka hjá Rakel. Tók tvær tékkneskar úr umferð með fallegri snertingu.

Ísland reynir að byggja upp sókn en heimakonur pressa stíft og verjast vel.
24. mín
Aftur langt innkast frá Sif. Aftur vinnur Sara fyrsta bolta en Tékkar ná því miður að verjast.

Hallbera reynir sendingu inn á teig og Tékkar bjarga í horn. Agla María tekur spyrnuna frá vinstri. Snýr boltann í samskeytin nær. Boltinn dettur af slánni og á kollinn á Elínu Mettu sem var klár á fjær en hún skallar yfir undir pressu.
20. mín
Gunnhildur er dæmd brotleg hægra megin á miðjum vallarhelmingi Íslands. Krejicikova setur boltann á Svitkova sem setur hann inn á teig en mér sýnist það vera Sif sem skallar frá.
20. mín
Kraftur og barátta í tékkneska liðinu. Þær svara með góðri skyndisókn. Kozarova var að skjóta framhjá úr teignum.

Þetta verður HÖRKULEIKUR!
19. mín
Vel gert Dagný. Hún flikkar langri sendingu í hlaupaleiðina hjá Elínu Mettu en Tékkar ná að bjarga í innkast.

Sif kastar langt inná teig. Dagný flikkaði boltann áfram á Gunnhildi Yrsu sem vann skallann á markteig en setti boltann yfir.

Hættulegt..
16. mín
Aftur myndast hætta í vítateig Tékka eftir langt innkast Sifjar en stelpunum okkar tekst ekki að finna skotið.

Þær virðast vera að vinna sig betur inn í þetta.
15. mín
Það eru búnir að vera tveir boltar inná í smá stund. Áhugavert að dómarinn skipti sér ekkert af því.

Tékkar eru að byrja vel og Petra Disiova var við það að búa sér til skotfæri þegar Sif henti sér fyrir. Sif búin að byrja þetta af miklum krafti eins og hennar er von og vísa.
13. mín
Hættuleg sókn hjá Tékkum. Það er eitthvað hik í íslenska teignum og liðinu gengur illa að koma boltanum frá.

Tékkar reyna fyrirgjöf á fjær en þar mætir Hallbera og vinnur boltann á undan tékkneska tvífara sínum.

Tékkar fá horn en stelpurnar okkar koma boltanum frá.
11. mín
Ágæt sóknaruppbygging. Sif vann boltann, kom honum á Söru sem fann Elínu Mettu upp í hægra horni. Elín Metta reyndi að leggja boltann út í skot á Dagný en sendingin ekki alveg nógu nákvæm.
10. mín
Sif fær aðra tilraun til að kasta inn á teig. Í þetta skiptið nær Sara Björk að flikka boltanum áfram en Barbora Votikova er aðeins á undan Öglu Maríu í boltann og Agla María brýtur á henni.
8. mín
Fyrsta langa innkastið frá Sif en Tékkar hafa skoðað Þýskalandsleikinn vel og vinna boltann áður en Sara Björk nær til hans.
7. mín
Gugga er staðin upp. Hún hefur líklega fengið skurð á ennið en það er búið að binda vandlega um höfuðið á henni.

Tékknesku áhorfendurnir klappa fyrir markverðinum þegar hún stendur á fætur.
4. mín
Íslenska sjúkrateymið er fljótt inná völlinn og hugar að Guggu.

En af hverju lyftir Gyöngyi Gaál ekki gulu spjaldi á framherjann þarna? Hún var alltof sein.

Vonum að Gugga jafni sig á þessu. Nógu slæmt var það að missa Fanndísi út rétt fyrir leik. Íslenska liðið má ekki við fleiri skakkaföllum svona snemma leik.
3. mín
Frábært Gugga!

Þarna vann Petra Divisova boltann laglega af Gunnhildi Yrsu og stakk honum inn á Lucie Vonkova. Gugga var eldfljót út í teiginn og náði til boltans en Vonkova keyrði hana niður og nú liggur Gugga eftir. Ekki gott.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Tékkarnir byrja á að spila niður í miðjuhring og flengja boltanum svo upp til hægri þar sem Hallbera og Sara Björk vinna boltann.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir hafa hljómað og allt er að verða klárt.

Sandra María Jessen fer því væntanlega á bekkinn.
Fyrir leik
Við vorum að fá tíðindi af því að Fanndís Friðriksdóttir getur ekki hafið leikinn. Agla María mun byrja í hennar stað.

Fanndís mun hafa tognað í upphituninni.
Fyrir leik
Liðin voru að ljúka upphitun og eru komin inn í klefa. Það eru allavega fjórir stuðningsmenn Íslands mættir til Znojmo og taka sig vel út í fánalitunum.
Fyrir leik
Byrjunarlið Tékka er klárt. Ekkert óvænt. Direct 4-4-2 í boði gamla varnarjaxlsins Karel Rada.

Fyrir leik
Gyöngyi Gaál dómari leiksins í dag er þekkt fyrir ein stærstu dómaramistök sem þekkjast í boltanum. Hún lét leik á HM 2011 halda áfram þrátt fyrir að leikmaður Miðbaugs Gíneu hafi gripið boltann í eigin teig á móti Ástralíu. Hún baðst síðar afsökunar á þessu en myndbandið segir allt.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
50 mínútur í leik. Fínasta fótboltaveður. 12 gráður, skýjað og örlítil gola.
Fyrir leik
Íslenska byrjunarliðið er klárt og það kemur kannski ekki á óvart að Freyr heldur sig við sama lið og vann Þýskaland á föstudag:

Fyrir leik
14: 23. Íslenska liðið var að detta í hús undir nettum tónum Dr. Dre og Ice Cube, Straight outta Compton úr græjunum hennar Hallberu.

Þær virkuðu einbeittar að sjá og tilbúnar í tuskið:

Myndir: Landsliðið er mætt á keppnisvöllinn
Fyrir leik
Dómari leiksins kemur frá Ungverjalandi og heitir Gyöngyi Gaál. Hún er reynslubolti, 42 ára gömul og hefur verið FIFA-dómari í 15 ár.

Henni til aðstoðar verða samlöndur hennar þær Judit Kulcsár og Katalin Török. Fjórði dómarinn er Tékkinn Jana
Fyrir leik
Ísland hefur mætt Tékklandi tvisvar í A-landsleik. Það voru leikir í undankeppni HM 2007. Fyrri leikurinn var spilaður í Tékklandi í september 2005 og þá vann Tékkland 1-0.

Síðari leikurinn fór fram tæpu ári síðar á Íslandi og aftur unnu Tékkar. Í þetta skiptið 4-2. Þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir skoruðu mörkin. Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður Íslands í dag sat á bekknum í þessum leik en annars hafa engir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands mætt Tékkum í A-landsleik.

Auk A-landsleikjanna hafa þjóðirnar mæst fjórum sinnum í yngri landsliðum og aðeins einu sinni hefur Íslandi tekist að sigra. Það var árið 2003 en þá vann íslenska U19 ára liðið 1-0 sigur. Það var engin önnur en Sif Atladóttir, þáverandi sóknarmaður og núverandi varnarjaxl, sem skoraði sigurmarkið á lokamínútum leiksins.
Fyrir leik
Maðurinn í brúnni hjá Tékkum er fyrrum landsliðsvarnarjaxlinn Karel Rada. Hann tók við liðinu fyrr á árinu en hann lék á sínum tíma 43 landsleiki og vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu 1996.

Flestir leikmenn tékkneska liðsins spila í heimalandinu. Þar hafa tvö lið verið sigursælust allra, Slavia Prag og Sparta Prag, og tékknesku landsliðskonurnar leika allar í félögunum tveimur nema tveir leikmenn sem spila í Þýskalandi. Varnarmaðurinn Jana Sedlá
Fyrir leik
Flautað verður til leiks hér í Znojmo kl.16:00 að íslenskum tíma en 18:00 að staðartíma.

Leikið verður á Mestský stadion sem einnig er þekktur sem Znojmo leikvangurinn. Hann tekur 2.599 áhorfendur en á honum hefur aldrei áður verið leikið í undankeppni stórmóts.

Stelpurnar létu vel að vellinum eftir æfingu Íslands í gær og sögðu hann jafnvel enn betri en völlinn í Þýskalandi. Eftir smá vökvun ætti hann að vera í toppgæðum.
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Tékklands í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2019.

Um er að ræða þriðja leik Íslands í kepnninni en liðið hefur byrjað undankeppnina frábærlega og unnið tvo fyrstu leiki sína. Fyrst Færeyjar 8-0 og svo Þýskaland 3-2 eins og frægt er orðið.

Andstæðingar okkar frá Tékklandi hafa þegar leikið þrjá leiki. Þær unnu Færeyjar 8-0 og töpuðuð svo naumlega fyrir Þýskalandi 1-0. Á föstudag unnu þær svo Slóveníu 4-0.
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('66)
22. Rakel Hönnudóttir ('82)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Sandra María Jessen
7. Selma Sól Magnúsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir ('82)
9. Katrín Ásbjörnsdóttir ('66)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir ('88)

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: