KR
0
1
Fylkir
André Bjerregaard '24
0-1 Orri Sveinn Stefánsson '76
01.02.2018  -  21:00
Egilshöll
Undanúrslit Reykjavíkurmótsins
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson ('83)
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('72)
8. Finnur Orri Margeirsson ('55)
11. Kennie Chopart (f)
15. André Bjerregaard
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('56)

Varamenn:
2. Morten Beck ('83)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('72)
9. Stefán Árni Geirsson
9. Björgvin Stefánsson ('56)
20. Oddur Ingi Bjarnason
24. Örlygur Ómarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
André Bjerregaard ('24)
Leik lokið!
Fylkir mætir Fjölni í úrslitaleik í Egilshöll á mánudag.
93. mín
Chopart með skot framhjá. Uppbótartími í gangi.
91. mín
Morten Beck með fyrirgjöf sem Björgvin kastar sér í en nær ekki að stýra boltanum á markið.
89. mín
Fylkismenn liggja vel til baka og verjast vel.
86. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
83. mín
Inn:Morten Beck (KR) Út:Ástbjörn Þórðarson (KR)
76. mín MARK!
Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Fylkismenn komast yfir! Boltinn dettur á Orra Svein Stefánsson varnarmann í teignum eftir hornspyrnu og klafs í teignum og hann skorar af stuttu færi. Ekki fallegasta mark í heimi en telur eins og önnur!
72. mín
Inn:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
71. mín
Fylkir fór illa með hættulega sókn! Valdimar Þór Ingimundarson rændi knettinum, sendi á Albert Brynjar en hann fór í þrönga stöðu og sendi boltann fyrir þar sem enginn samherji var.
68. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
65. mín
Sókn KR. Björgvin með hættulega sendingu fyrir en enginn nær að reka tá í knöttinn. KR-ingar síst lakari aðilinn þrátt fyrir að tíu gegn ellefu.
59. mín
KR er að sækja meira þessar mínútur þrátt fyrir að vera manni færri.
56. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Chopart átti skot áðan rétt framhjá eftir hornspyrnu.
55. mín
Inn:Pálmi Rafn Pálmason (KR) Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
51. mín
Ari Leifsson þarf aðhlynningu. Leikurinn stopp.
48. mín
Fylkir fékk aukaspyrnu á vænlegum stað en Davíð Þór Ásbjörnsson þrumaði beint í varnarvegg KR-inga.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
45. mín
Hálfleikur
Það er hörkuleikur í gangi hérna og jafnræði með liðunum.
41. mín
Atli Sigurjónsson með skot eftir góða sókn, í varnarmann og afturfyrir. Hornspyrna sem ekkert merkilegt kom út úr.
37. mín
Andrés Már Jóhannesson með lausan skalla. Auðvelt fyrir Beiti í markinu.
35. mín
Kristinn Jónsson með skot af löngu færi úr aukaspyrnu. Hátt yfir markið.
24. mín Rautt spjald: André Bjerregaard (KR)
Jahá! Það er rautt spjald á Bjerregaard! Sparkaði í mótherja þar sem þeir láu í gervigrasinu eftir að þeir voru að kljást.

KR-ingar ekki sáttir og Bjerregaard lætur Andra Vigfússon aðstoðardómara heyra það á meðan hann fer af velli.

"Það kemur ekki á óvart að Helgi sé að drulla á sig," segir Bjarni Guðjóns, aðstoðarþjálfari KR, hátt og snjallt. Er þar að tala um Helga Mikael dómara.
22. mín
Fylkismenn í lofandi skyndisókn en Ragnar Bragi hittir boltann illa og þetta rennur út í sandinn. Það er ljóst að við erum að fara að fá mun jafnari og meira spennandi leik en við fengum hér á undan!
21. mín
Menn eru í þessu af lífi og sál hjá Fylki og mikil læti frá bekknum. Menn duglegir að leiðbeina dómurunum. Það hressir.

Svo er Bóasinn, dyggasti stuðningsmaður KR, meðal áhorfenda og að sjálfsögðu í treyjunni. Fimmtudagskvöld upp á 10 hér í Egilshöllinni. Vorkenni þeim sem eru ekki hér.
13. mín
Bjerregaard að valda usla og vinnur hornspyrnu. Ekkert merkilegt kemur úr horninu.
11. mín
Þess má geta að meðalaldur byrjunarliðs KR er 28,4 ár. Meðalaldur byrjunarliðs Fylkis er 25,4 ár. (urslit.net)
6. mín
Fylkismenn öflugir hér í byrjun, búnir að gera tilkall til vítaspyrnu og þá átti Hákon Ingi hörkuskot sem Beitir varði.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Afar fáar breytingar á liði Fylkismanna frá því í fyrra, Helgi Sigurðsson með nánast sama hóp og vann Inkasso-deildina. Helgi er á leið í sitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari í Pepsi-deildinni.
Fyrir leik
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, teflir fram tveimur leikmönnum í byrjunarliðinu sem komu til liðsins í vetur. Það eru Pablo Punyed og Kristinn Jónsson. Sóknarmaðurinn Andre Bjerregaard er í byrjunarliði KR-inga.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá undanúrslitaleik KR og Fylkis í Reykjavíkurmótinu. Helgi Mikael Jónasson flautar til leiks klukkan 21.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('45)
9. Hákon Ingi Jónsson ('86)
10. Andrés Már Jóhannesson ('68)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
10. Benedikt Daríus Garðarsson
10. Orri Hrafn Kjartansson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('45)
11. Arnar Már Björgvinsson ('86)
18. Arnór Gauti Brynjólfsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: