Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
HK
2
3
Breiðablik
0-1 Davíð Kristján Ólafsson '16
0-2 Hrvoje Tokic '24
0-3 Arnþór Ari Atlason '52
Brynjar Jónasson '66 1-3
Brynjar Jónasson '79 , víti 2-3
03.02.2018  -  11:00
Kórinn
Fótbolta.net mótið - A deild - Úrslit
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson - Breiðablik
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Hafsteinn Briem ('46)
Bjarni Gunnarsson ('61)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
9. Brynjar Jónasson ('86)
10. Ásgeir Marteinsson
19. Arian Ari Morina ('77)
20. Árni Arnarson
24. Aron Elí Sævarsson

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
8. Ingimar Elí Hlynsson ('46)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('61)
16. Helgi Már Önnuson
17. Andi Andri Morina ('86)
17. Valgeir Valgeirsson ('77)
21. Ómar Atli Sigurðsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Matthías Ragnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson

Gul spjöld:
Bjarni Gunnarsson ('36)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sanngjörnum sigri Blika. Spenna var í leiknum í lokin en HK náði ekki að skora þriðja markið og jafna.
93. mín
Dauðafæri hjá HK! Eftir aukaspyrnu er boltinn skallaður inn á teiginn. Ingiberg Ólafur er í dauðafæri en hittir ekki boltann!
93. mín
Blikar komast 2 á móti 2. Óskar Jónsson á sprett inn á teiginn en skot hans fer yfir markið.
91. mín
Páll Olgeir með skot sem Arnar Freyr ver. Lítið eftir....
90. mín
Andi Andri Morina í færi en Ólafur Íshólm ver.
86. mín
Inn:Andi Andri Morina (HK) Út:Brynjar Jónasson (HK)
85. mín
Inn:Nikola Dejan Djuric (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
85. mín
Ólafur Íshólm er að glíma við meiðsli og óvíst er hvort hann geti haldið áfram. Blikar gætu neyðst til að setja útileikmann í markið!
83. mín
Atli Viðar Björnsson var að koma FH í 2-1 gegn ÍA í leiknum um 5. sætið. Lítið eftir þar líkt og hér.
81. mín
Smá hiti í leikmönnum eftir atvik nálægt bekknum hjá Breiðabliki. Menn takast aðeins á og rífa kjaft. Hafliði Breiðfjörð, ljósmyndari Fótbolta.net, situr þar og myndar allt í bak og fyrir.
80. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Hrvoje Tokic (Breiðablik)

79. mín Mark úr víti!
Brynjar Jónasson (HK)
Þetta er leikur á ný! Brynjar skorar af öryggi og spennandi lokamínútur framundan.
78. mín
HK fær vítaspyrnu! Eftir aukaspyrnu inn á teiginn fellur Guðmundur Þór Júlíusson eftir baráttu við Alexander Helga Sigurðsson og Egill bendir á punktinn.
77. mín
Inn:Valgeir Valgeirsson (HK) Út:Arian Ari Morina (HK)
76. mín
Blikar aftur með undirtökin núna. Hrvoje Tokic á áhugaverða skottilraun fyrir utan teig en boltinn var hársbreidd frá því að enda í innksti!
74. mín
Hinn 14 ára gamli Danjel Djuric lætur sig falla eftir baráttu í teignum. Egill íhugar að dæma vítaspyrnu en hættir svo við. Áfram með leikinn.
69. mín
Meiri kraftur í HK-ingum núna. Ná þeir að koma inn öðru marki og búa til spennandi lokamínútur.
67. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
66. mín MARK!
Brynjar Jónasson (HK)
HK minnkar muninn. Löng sending á fjærstöng og Ólafur Íshólm fer í skógarferð. Brynjar nær að skora úr þröngu færi í autt markið.
64. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Breiðablik) Út:Casper Olesen (Breiðablik)
Casper hefur ekki heillað mig mjög mikið í dag. Spurning hvort hann fái samning. Hinn 14 ára Danijel tekur stöðu hans.
61. mín
Inn:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Út:Bjarni Gunnarsson (HK)
61. mín
Ólafur Íshólm liggur meiddur eftir að hafa fengð högg. Hann heldur leik áfram.
60. mín
Gísli Eyjólfsson prjónar sig í gegn en Arnar ver úr þröngu færi.
59. mín
Bjarni Gunnarsson í fínu færi en Ólafur Íshólm ver.
52. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Arnþór fær sendingu inn fyrir og vippar yfir Arnar í markinu. Gísli gat "stolið" markinu en hann leyfir boltanum að rúlla inn.
51. mín
Smá hiti í þessu núna. Loksins. Grannaslagur og menn eiga að takast á.
49. mín
Casper Olesen kemst í færi eftir gott spil. Varnarmenn HK bjarga á síðustu stundu.
46. mín
Inn:Ingimar Elí Hlynsson (HK) Út:Hafsteinn Briem (HK)
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Ein skipting hjá HK í hálfleik.
46. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Þreföld skipting hjá Blikum í hálfleik. Alexander og Óskar koma inn á miðjuna. Viktor Örn Margeirs fer í miðvörðinn með Damir eftir að hafa spilað á miðjunni í fyrri hálfleik.

Nota þarf þrjár skiptingar í hálfleik til að eiga möguleika á að koma öllum varamönnunum inn á. Hámark fjórar skiptingar eru leyfðar í seinni.
46. mín
Inn:Óskar Jónsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
46. mín
Inn:Ólafur Íshólm Ólafsson (Breiðablik) Út:Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Gulli lætur 45 mínútur nægja gegn gömlu félögunum.
45. mín
Hálfleikur
Verðskulduð forysta Blika í hálfleik. Davíð Kristján skoraði með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu og Tokic bætti við marki með skalla. Gísli Eyjólfsson átti stóran þátt í báðum mörkunum.
45. mín
HK með góða tilraun. Ásgeir Marteinsson tekur aukaspyrnu við vítateigslínuna vinstra megin. Hann setur boltann með jörðinni framhjá veggnum en Gunnleifur er á tánum og ver vel gegn sínum gömlu félögum.
36. mín Gult spjald: Bjarni Gunnarsson (HK)
Brýtur á Gísla Eyjólfssyni. Lætur Egil Arnar dómara síðan heyra það. Ósáttur með spjaldið.
35. mín
Steinar Þorsteinsson var að jafna fyrir ÍA gegn FH. 1-1 þar.
34. mín
Casper Olesen hefur verið nokkuð rólegur hingað til í leiknum. Guðmundur Þór Júlíusson stöðvar núna för hans inn á vítateiginn með góðri tæklingu.
33. mín
Brynjar Jónasson og Bjarni Gunnarsson hafa verið öflugir í framlínu HK í vetur og í fyrra. Damir og Elfar hafa haldið þeim alveg niðri það sem af er í dag.
26. mín
Gísli Eyjólfs hefur verið í sérflokki hér það sem af er leiks. Gríðarlegur kraftur í honum. Gísli skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Blika á dögunum eftir að hafa farið til Haugasund í Noregi á reynslu. Það er mjög öflugt fyrir Blika að hafa náð að halda honum.
24. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Breiðablik)
Gísli Eyjólfsson hefur sýnt frábæra takta hér í byrjun leiks. Núna leikur hann á hægri bakvörðinn Ingiberg Ólaf sem rýkur út úr stöðu. Ingiberg reynir að tækla Gísla en nær því ekki. Gísli á síðan fyrirgjöf frá vítateigslínunni vinstra megin sem Tokic á í litlum vandræðum með að skalla í netið. Verðskulduð forysta Blika.
22. mín
Nokkur hundruð manns hér í stúkunni. Fín mæting. Enda ekki oft sem þessi Kópavogslið eigast við.
19. mín
Fyrsta alvöru færi HK! Leifur Andri á aukaspyrnu af hægri kantinum og Brynjar Jónasson nær skallanum í átt að marki. Gunnleifur grípur hins vegar.
19. mín
Á Akranesi stendur yfir leikur ÍA og FH um 5. sætið. Sá leikur hófst einnig klukkan 11:00. Halldór Orri Björnsson var að koma FH yfir þar.
16. mín MARK!
Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Glæsileg spyrna! Breiðablik fékk aukaspyrnu vinstra megin fyrir utan vítateiginn en Gísli fiskaði hana eftir góðan sprett. Frekar ódýrt en Egill flautaði brot. Gísli og Davíð Kristján stóðu yfir boltanum. Davíð skrúfaði boltann síðan með vinstri fæti yfir vegginn og í netið. Laglegt mark hjá vinstri bakverðinum!
9. mín
Blikarnir eru líklegri. Nú á Hrvoje Tokic skot í hliðarnetið.
7. mín
Gísli gerir sig aftur líklegan. Kröftugt hlaup inn á teiginn og skot á lofti eftir fyrirgjöf frá hægri. Skotið hins vegar yfir markið.
3. mín
Laglegur sprettur hjá Gísla Eyjólfssyni. Hann sendir boltann á Hrovje Toki og fær hann aftur. Gísli er kominn í færi en skotið er laut og beint á Arnar í markinu.


2. mín
Hafsteinn Briem sneri aftur í uppeldisfélag sitt HK í vetur. Hann hefur leikið í vörninni hjá ÍBV undanfarin ár en spilar á miðjunni í dag.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Casper Olesen byrjar á vinstri kantinum hjá Beiðabliki. Martin Lund Pedersen var í þeirri stöðu hjá Blikum í fyrra.
Fyrir leik
Á meðal varamanna hjá Breiðabliki er hinn 14 ára gamli Danijel Dejan Djuric en hann kom við sögu í síðasta leik gegn ÍA.
Fyrir leik
HK er með vallarkynni sem rennir nú yfir liðin. Til fyrirmyndar.
Fyrir leik
HK lagið öfluga með Stebba Hilmars ómar í græjunum og verið er að henda mörkum út af vellinum. Æfingu hjá 8. flokki HK var að ljúka. Stutt i að leikurinn hefjist. Kórinn er eins og umferðarmiðstöð í dag en hér er einnig í gangi stórt handboltamót.

Áhorfendur eru byrjaðir að mæta í stúkuna og örugglega einhverjir sem ætla að taka tvíhöfða. Stjarnan og Grindavík mætast klukkan 13:00 í úrslitaleik .net mótsins!
Fyrir leik

Fyrir leik
Fyrir áhugasama eru Blikar TV með beina útsendingu frá leiknum hér! https://www.youtube.com/watch?v=DGYGo07HsCM
Fyrir leik
Byrjunarlið HK er klárt hér til vinstri. Bakvörðurinn Aron Elí Sævarsson hefur spilað með HK í Fótbolta.net mótinu en hann er líklega á leið í raðir félagsins frá Val. Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson er eldri bróðir Arons. Aron er einnig bróðursonur Gunnleifs í marki Blika.
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks er klárt hér til hliðar. Danski sóknarmaðurnn Casper Olesen byrjar hjá Blikum í treyju númer 2! Á skýrslu KSÍ stendur hins vegar að Kolbeinn Þórðarson sé númer 2. Casper spilar eftir því sem við best vitum.
Fyrir leik
Fimm yngri leikmenn Blikaliðsins, Willum Þór Willumsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Davíð Ingvarsson, Brynjólfur Darri Willumsson og Kolbeinn Þórðarson, verða á æfingu hjá U-21 árs og U-19 ára landsliðum Íslands á morgun og munu því ekki spila leikinn gegn HK.

Einnig eiga Aron Bjarnason, Guðmundur Böðvarsson og Arnór Gauti Ragnarsson við smávægileg meiðsli að stríða hjá Breiðabliki og verða því fjarri góðu gamni.

Hjá HK eru markvörðurinn Andri Þór Grétarsson og hægri bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson á U21 árs landsliðsæfingum og því fjarri góðu gamni.
Fyrir leik
Danski framerjinn Casper Olesen er þessa dagana á reynslu hjá Breiðabliki og hann spilar með liðinu í dag. Hinn 21 árs gamli Casper kemur frá Sönerjyske í dönsku úrvalsdeildinni en hann á ellefu leiki að baki þar. Casper hefur einnig skorað fimm mörk í 21 leik með yngri landsliðum Dana.
Fyrir leik
Bæði lið enduðu í 2. sæti í sínum riðlum. HK tapaði 2-1 gegn Grindavík í lokaumferð riðilsins og missti því af sæti í úrslitum. Breiðablik tapaði 1-0 gegn Stjörnunni og missti þannig af sæti í úrslitunum.
Fyrir leik
Gleðilegan laugardag!

Hér ætlum við að fylgjast með Kópavogsslag HK og Breiðabliks í leik um 3. sætið á Fótbolta.net mótinu.

Leikurinn hefst klukkan 11:00 í Kórnum. Klukkan 13:00 mætast Stjarnan og Grinadvík svo í úrslitaleik á sama stað. Frítt inn og kjörið að kíkja í Kórinn í dag.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson ('46)
2. Casper Olesen ('64)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('46)
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason ('85)
9. Hrvoje Tokic ('80)
11. Gísli Eyjólfsson ('67)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('46)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m) ('46)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('46)
14. Óskar Jónsson ('46)
19. Danijel Dejan Djuric ('64)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('67)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('80)
27. Nikola Dejan Djuric ('85)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: