Egilshöll
mánudagur 05. febrúar 2018  kl. 20:00
Reykjavíkurmót karla - Úrslit
Aðstæður: Eins góðar og þær verða
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Fjölnir 3 - 2 Fylkir
1-0 Þórir Guðjónsson ('10)
1-1 Albert Brynjar Ingason ('40)
1-2 Albert Brynjar Ingason ('52)
2-2 Þórir Guðjónsson ('68)
3-2 Þórir Guðjónsson ('80)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Fylkir ('93)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
11. Almarr Ormarsson
15. Arnór Breki Ásþórsson
21. Valgeir Lunddal Friðriksson
23. Sigurpáll Melberg Pálsson ('24)
24. Torfi Tímoteus Gunnarsson
26. Ísak Óli Helgason ('61)
28. Hans Viktor Guðmundsson

Varamenn:
1. Sigurjón Daði Harðarson (m)
7. Birnir Snær Ingason ('24)
13. Hallvarður Óskar Sigurðarson
16. Tumi Guðjónsson
17. Viktor Andri Hafþórsson
22. Kristófer Óskar Óskarsson
27. Jóhann Árni Gunnarsson ('61)

Liðstjórn:
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('36)
Ísak Óli Helgason ('51)
Valgeir Lunddal Friðriksson ('73)

Rauð spjöld:

@OrriRafn Orri Rafn Sigurðarson


94. mín Leik lokið!
Leik lokið og þvílíkur leikur við fengum gjörsamlega allt í essum leik 5 mörk og rautt spjald geggjað tempó og frábæran fótbolta.

Til lukku Fjölnir.
Eyða Breyta
93. mín Rautt spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
HVAÐ ERRTU AÐ GERA ÁSGEIR BÖRKUR!! Maður með þína reynslu á ekki að gera svona ógeðslegt brot gjörsamlega ógeðslegt brot.
Eyða Breyta
92. mín
Þetta er að verða of seint fyrir Fylkir. Ég sá ekki hversu miklu var bætt við en það getur keki hafa verið mikið.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími
Eyða Breyta
88. mín
Illa farið með góða sókn hjá Fylkir. Þeir bruna upp 4 á 4 og Arnar Már fær boltann á kantinum sendinginn hans er arfaslök og endar í innkasti hinum megin.
Eyða Breyta
86. mín
4 mínútur eftir hérna ná Fylkir að jafna?
Eyða Breyta
84. mín Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir) Andri Þór Jónsson (Fylkir)
Tvöföld skipting hjá Fylkir og inná er að koma Orri Hrafn frábært nafn verð ég að segja. En hann er 2002 módel!
Eyða Breyta
84. mín Arnar Már Björgvinsson (Fylkir) Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)

Eyða Breyta
82. mín
Færanýting Fylkirs í seinni hálfleik er að verða þeim dýrkeypt hér. Tvisvar sinnum eiga þeir að vera búnir að klára dauðafæri en fá í staðinn mark í andlitið í næstu sókn.

Það eru 8 mínútur eftir og stefnir allt í rosalegar lokamínútur.
Eyða Breyta
80. mín MARK! Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Aftur refsa Fjölnir í næstu sókn eftir að Fylkirsmenn klúðra dauðafæri!

Það kemur geggjaður bolti inn á teig ég sá ekki hver það var sem að átti þaðan skalla í stöngina og boltinn fellur fyrir Þórir sem að á auðvlet færi fyrir höndum og setur boltann bara í netið og fullkomnar þrennuna. 3-2 Fjölnir
Eyða Breyta
79. mín
Hákon minn þetta verðuru að klára! Fylkir brunar í skyndisókn þar sem að Ragnar Bragi vinnur einvígi á hægri kantinum hann kemur með flottan bolta inn á teig þar sem að Þórður kemur út en Hákon er á undan í boltann og setur hann yfir Þórð og framhjá markinu. Þarna verður Hákon að skora
Eyða Breyta
77. mín
Fylkirsmenn vilja óbeina aukaspyrnu inn í teig þegar að Þórður tekur boltann upp eftir að því sem þeir vilja meina sendingu frá liðsfélaga. Þetta var einfaldlega lélegt touch sem að endaði hjá Þórði.
Eyða Breyta
76. mín
Þetta er svo íslenskt að sjá um það bil 7-8 krakka bara leika sér fyrir aftan markið hjá Fylkir að sparka boltanum í netið og leika sér í fótbolta í miðjum leik.
Eyða Breyta
75. mín
Elís Rafn á hér skot á lofti eftir fyrirgjöf sem að endaði líklegast í vesturbænum og samt erum við innandyra svo hátt yfir var þetta skot.
Eyða Breyta
73. mín Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Daði Ólafsson (Fylkir)

Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Valgeir Lunddal Friðriksson (Fjölnir)
Stoppar skyndisókn
Eyða Breyta
71. mín
Þessi leikur hættir bara ekki að vera geggjaður! Það eru 20 mínútur eftir og þetta er galopið ég hef sjaldan séð jafn skemmtilegan fótboltaleik í Febrúar mánuði.
Eyða Breyta
68. mín MARK! Þórir Guðjónsson (Fjölnir), Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
Skjótt skiast veður í lofti! FJölni hafa jafnað eftir að Fylkir voru í DAUÐAFÆRI hinum megin 30 sekúndum áður. Frábær bolti frá vinstri kantinum sannkallaður draumabolti á fjær þar sem að Þórir mætir á ferðinni og skallar boltann í netið. Rauða þrumann ætlar sér titillinn. 2-2
Eyða Breyta
67. mín
Fylkir ógnar , fyrst er það Ragnar Bragi sem að á skot í varnarmann og svo sýndist mér Oddur eiga tilraun líka.

Fylkir fær horn og spyrnan er frábær fer yfir Þórð í markinu en Valdimar nær ekki að hitta markið á að gera betur þarna!
Eyða Breyta
66. mín
Jæja, Ægir Jarl nær skoti á markið en það fer af arnarmanni og það drepur kraftinn í skotinu.
Eyða Breyta
65. mín
Það vantar aðeins upp á hjá Fjölnir á síðasta þriðjung vallarins. Eru að koma sér í sóknir en ná ekkia ð binda endahnút á þær, Fylkir Fylkir heyrist undir dynajdni trommuslátt í höllinni.
Eyða Breyta
62. mín Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Albert virðist hafa fengið smá högg og kemur hér af velli búin að skila sínu. Inná Kemur Valdimar Þór
Eyða Breyta
61. mín Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir) Ísak Óli Helgason (Fjölnir)
Ísak er tekinn af velli hérna. Hann hefur verið flottur en virtist aðeins vera að missa hausinn skynsöm skipting hjá Fjölnir
Eyða Breyta
60. mín
Þessi úrslitaleikur hefur gjörsamlega allt. Það kæmi mér lítið á óvart ef við fengjum tvö mörk í viðbót og eins og eitt stykki rautt spjald svo mikill er hraðinn og baráttan í þessum leik.
Eyða Breyta
55. mín
Það er allt annað líf í Fylkir í þessum síðari hálfleik frábær barátta og hraðar sóknir. Albert var nálagt því að komast í dauðafæri en nær ekki nógu góðu touchi. Strax í næstu sókn eiga Fylkismenn hörku skot sem að Þórður ver frábærlega.
Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
úff úff úff! Þessi tækling var af gamla skólanum. Ragnar missir boltann frá sér og kemur á fleygiferð aftan í að mér sýnist Igor og neglir hann niður. Gunnar Már er brjálaður á hliðarlínu Fjölnis og skiljanlega
Eyða Breyta
52. mín MARK! Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
MARK! Það kemur mark upp úr þessari aukaspyrnu eftir þetta heimskulega óþarfa brot hjá Ísaki. Oddur tekur spyrnuna inn á teig þar sem að nokkrir menn fara upp í skallaboltann. Þórður fer í smá skógarhlaup og boltinn flikkast til Albert Brynjars sem að tekur hann á lofti í autt markið. 2-1 Fylkir
Eyða Breyta
51. mín Gult spjald: Ísak Óli Helgason (Fjölnir)
Hvað er Ísak Óli að gera þarna? Svona á ekki að sjást Daði er kominn framhjá honum og hann reynir bara að sparka hann niður aftan frá án þess eiga nokkurn möguleika í boltann
Eyða Breyta
50. mín
Igor með góða aukaspyrnu af löngu færi sem að endar í stönginni. Aron virtist vera með þetta í markinu samt sem áður.
Eyða Breyta
48. mín
Fylkir koma inn í síðari hálfleik af miklum krafti það er greinilegt að Helgi hefur tekið góða hálfleiks ræðu á sína leikmenn.
Eyða Breyta
46. mín
Oddur byrjar á skoti hann kom inn á í hálfleik fyrir Davíð Þór en skot hans fer hátt yfir markið.
Eyða Breyta
45. mín Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)

Eyða Breyta
45. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað vonum að sá síðari verði eins skemmtilegur og sá fyrri.

Áfram Gakk eins og maðurinn sagði.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það eru komnar 45 mínútur á klukkuna og Ívar flautar til hálfleiks. Þessi fyrri hálfleikur er búin að vera geggjuð skemmtun mikið tempó, góður fótbolti, tæklingar og tvö mörk svona eiga úrslitaleikir að vera!


Eyða Breyta
44. mín
Fjölnismenn keyra upp vinstri kantinn þar sem að boltinn endar hjá Arnóri breka krossinn hans er flottur beint á kollinn á Þóri sem að nær ágætis skalla en Aron gerir vel í markinu og handsamar knöttinn.
Eyða Breyta
40. mín MARK! Albert Brynjar Ingason (Fylkir), Stoðsending: Hákon Ingi Jónsson
Fylkir hefur jafnað og að sjálfsögðu er það Albert Brynjar Ingason. Þetta var fremur auðvelt samt sem áður. Fylkir fær innkast á vallarhelming Fjölnis boltinn berst á Hákon sem að heldur varnarmanninum fyrir aftan sig tekur sterkan snúning og sendir boltann beint í lappirnar á Alberti inn á markteig sem að klárar þetta eins og honum einum er lagið.
Eyða Breyta
39. mín
En og aftur upp hægri kantinn núna sleppur Ísak næstum því í gegn en Aron kemur út á móti og lokar vel. Skotið hans Ísaks er úr þröngu færi og fer í hliðarnetið.
Eyða Breyta
38. mín
Þessi uppskrift er að virka frábærlega hjá þeim gulklæddu. Dreifa boltanum vel á milli kanta og núna á Ísak Óli geggjaða fyrirgjöf á Þórir sem að nær skallanum en boltinn fer rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
38. mín
Barca Barca Barca, Fjölnismenn eru að bjóða upp á fallegan fótbolta í dag. Þeir spila í einna snertingar bolta upp miðjuna áður en boltinn endar í ágætis skoti sem fer yfir markið.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Fyrir brot Fylkismenn taka aukaspyrnuna en hún endar í fanginu á Þórði
Eyða Breyta
35. mín
En einn virkilega falleg sókn hjá Fjölnir þeir eru að nota kantanna og breiddina vel á vellinum. Þeir keyra núna upp hægra megin þar sem Ísak Óli kemur með flotta fyrirgjöf boltinn endar hjá Þórir sem á skot en það er beint á Aron í markinu.
Eyða Breyta
33. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan vítateig hægra meginn. Þórir býr sig undir að taka hana með vinstri fæti.

Spyrnan er hinsvegar slök, ég ætlast til meira frá honum þarna.
Eyða Breyta
31. mín
Hvað er Aron Snær að gera í markinu?? Hann ætlar að koma boltanum hratt í leik á Andra Þór en Birnir snær kemst inn í kastið hans. Birnir nær skotinu en Aron nær að bjarga sér með því að verja með löppunum. Virðist taugaóstyrkur
Eyða Breyta
30. mín
Risastórt Shout-out á unga stuðningsmenn Fylkirs sem að berja trommuna hérna og styðja sína menn.
Eyða Breyta
27. mín
Baráttann og tempóið í þessum leik er til fyrirmyndar. Bæði lið eru að selja sig dýrt þó að Fjölnismenn séu ögn kröftugri. Þetta er einn besti leikur sem ég hef séð í byrjun þessa árs.
Eyða Breyta
24. mín Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Eins og ég hélt Sigurpáll getur ekki haldið leik áfram Birnir Snær kemur inn í hans stað.
Eyða Breyta
23. mín
Þórður stálheppinn í markinu. Hann reynir að spila stuttan bolta út undir pressu og Fylkismenn erú nálagt því að stela honum og komast í gegn.
Eyða Breyta
20. mín
ÚFF þetta lítur ekki vel út Sigurpáll Melberg liggur hérna á vellinum eftir baráttu og heldur utan um hnéð og ég trúi ekki að hann haldi áfram þeir styðja tveir hérna við hann á leiðinni útaf vellinum.

Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt Sigurpáll búin að vera flottur hérna fyrstu 20 mínúturnar.
Eyða Breyta
16. mín
Þvílíkur hraði sem er í þessu núna liðin skiptast á að sækja. Elís Rafn á skot sem fer framhjá úr góðu færi en stuttu áður var Aron Snær í basli í markinu hinum megin og missti næstum því boltann í úthlaupi.
Eyða Breyta
15. mín
Góð sókn hjá Fylkir. Andri Þór setur boltann upp í hornið á Elís Rafn sem að á stórhættulega fyrirgjöf en það er enginn Fylkirs maður sem að mætir á boltann.
Eyða Breyta
13. mín
Það er miklu miklu meiri kraftur í Fjölnismönnum. Það heyrist vel í Helga hérna á hliðarlínunni hann er ekki sátur með hversu hægt spilið hjá sínum mönnum er.
Eyða Breyta
10. mín MARK! Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Þetta er bara verðskuldað mark hjá Fjölnir. Aron Breki tekur aukaspyrnuna inn á teig boltinn fellur af leikmönnum og beint fyrir fæturnar á Þórir sem að klárar þetta færi snyrtilega með vinstri 1-0 Fjölnir.
Eyða Breyta
9. mín
Það er gríðarlegur kraftur í Sigurpáli Melberg fyrstu mínúturnar hérna. Hann fiskar núna aukaspyrnu vinstra meginn við teiginn á stórhættulegum stað.
Eyða Breyta
8. mín Gult spjald: Ari Leifsson (Fylkir)

Eyða Breyta
6. mín

Eyða Breyta
6. mín
ÞVÍLÍKA DAUÐAFÆRIÐ hjá Alberti Inga! Ragnar Bragi vinnur boltann á stórhættulegum stað og setur hann á Hákon sem að setur Albert einan í gegn í fyrsta touchi. Albert er einn á móti Þórði sem að vera vel frá Alberti boltinn fer aftur til Alberts sem að skýtur yfir fyrir opnu marki. Maður er vanur að sjá Albert skora þarna.
Eyða Breyta
4. mín
Fylkir fær horn spyrnan er ágæt á fjærstöngina þar sem Hákon Ingi tekur boltann niður en skotið hans er ekki nógu gott og framhjá fer það.
Eyða Breyta
2. mín
Fjölnir byrjar af krafti skapa 2 sóknir hérna á fyrstu mínútum leiksins. Það kemur góðf yrirsending frá vinstri kantinum sem að Ægir Jarl hoppar upp í en skallinn hans fer yfir. Hann fær smá högg á höfuðið en hann stendur fljótt upp.
Eyða Breyta
1. mín
Það er vesen með boltann Ragnar Bragi vill hafa alvöru bolta og tekur hann upp með höndunum til þess að skipta um bolta. Alvöru bolta takk
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það styttist í leik hér í Egilshöllinni. Leikmenn hafa lokið upphitun og halda til búningsklefa í loka pepp talk frá þjálfurum sínum.

Þetta verður fróðlegur , skemmtilegur og kröftugur leikur því get ég lofað. Bæði liðin hafa marga leikmenn innanborðs sem að geta boðið upp á góðan fótbolta.

Stúkurnar eru að fyllast og svei mér þá það er byrjað að tromma hérna alvöru metnaður!


Eyða Breyta
Fyrir leik
Þess má geta að leikurinn er einnig sýndur beint á sporttv þar sem að Brynjar "Röddinn" Erluson lýsir leiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér til hliðar.

Það er á svona dögum sem að við fögnum því að eiga allar þessar hallir veðrið úti er vægast sagt skelfilegt á meðan allt leikur í lyndi hér inni í Egilshöll.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Við skulum vona að leikmenn hafi verið skynsamir og náð meiri svefni í nótt heldur en ég gerði þar sem að hinn margumtalaði "Super Bowl" leikur fór fram í nótt. Þreyttari mánudag hefur fréttaritari sjaldan átt en það er ekkert sem að amino og 1-2 orkudrykkir redda ekki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið fóru taplaus í gegnum riðlakeppnina en liðin léku í sama riðlinum. Í undanúrslitum fóru Fjölnismenn illa með Leiknir R. og fóru með sannfærandi 5-0 sigur af hólmi.
Í hinum leiknum í undanúrslitum mættu Fylkismenn KR og unnu 1-0 sigur.

Ég býst við hörkuleik hér í Egilshöllinni í kvöld og hvet fólk til að fjölmenna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu þar sem Fjölnir og Fylkir eigast við.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
3. Ásgeir Börkur Ásgeirsson (f)
4. Andri Þór Jónsson ('84)
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson ('73)
9. Hákon Ingi Jónsson ('84)
14. Albert Brynjar Ingason ('62)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('45)
19. Ragnar Bragi Sveinsson
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
6. Oddur Ingi Guðmundsson ('45)
10. Andrés Már Jóhannesson ('73)
11. Arnar Már Björgvinsson ('84)
15. Orri Hrafn Kjartansson ('84)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('62)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðstjórn:
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson (Þ)
Rúnar Pálmarsson
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Ari Leifsson ('8)
Ragnar Bragi Sveinsson ('54)

Rauð spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('93)