Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
KR
1
3
Valur
0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir (f) '36
Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir '42 1-1
1-2 Hallgerður Kristjánsdóttir '70
1-3 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir '87
22.02.2018  -  19:00
Egilshöll
Reykjavíkurmót kvenna - Úrslit
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur)
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Margrét María Hólmarsdóttir
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
3. Ingunn Haraldsdóttir (f) ('57)
8. Katrín Ómarsdóttir
10. Betsy Hassett ('78)
10. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('45)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir

Varamenn:
2. Kristín Erla Ó Johnson ('57)
13. Helga Rakel Fjalarsdóttir ('78)
15. Valgerður Helga Ísaksdóttir
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
18. Hekla Kristín Birgisdóttir
22. Emilía Ingvadóttir
25. Freyja Viðarsdóttir

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Anna Birna Þorvarðardóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Alma Gui Mathiesen

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dómarinn hefur flautað leikinn af. Valskonur eru Reykjavíkur meistarar árið 2018 í flottum fótboltaleik.

Til hamingju Valsstelpur
90. mín
Valsstúlkur fá hér tvö færi í röð en Ingibjörg ver frábærlega í tvígang
90. mín
Uppbótartími
90. mín
Inn:Katrín Rut Kvaran (Valur) Út:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
87. mín MARK!
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Valur)
GEGGJAÐ MARK! Tekur skot fyrir utan teig og yfir Ingibjörgu í markinu.
86. mín
KR fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað sem að Katrín Ómarsdóttir tekur. En spyrnan er yfir markið
84. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Hanna Kallmaier (Valur)
Eygló virðist fá vondan krampa og er tekinn af velli. Búin að eiga flottan leik
82. mín
Hætta í teig KR-inga en frábær björgun hjá Jóhönnu tæklar boltann í burtu eftir góða fyrirsendingu frá hægri kantinum.
80. mín
10 mínútur eftir af þessum leik. Ná KR að jafna eða bæta Valskonur við?
78. mín
Inn:Helga Rakel Fjalarsdóttir (KR) Út:Betsy Hassett (KR)
Betsy getur ekki stigið sjálf í fæturnar eftir að hún kemur inná og er draghölt. KR-ingar taka því skiptingu
75. mín
Betsy fer hérna í tæklingu og virðist meiðast við það. Það er verið að hlúa að henni en hún labbar sjálf hér útaf.
73. mín Gult spjald: Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Fær gult fyrir peysutog
70. mín MARK!
Hallgerður Kristjánsdóttir (Valur)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
En ein hornspyrna sem að Valskonur fá hérna og hún skilar marki! Hallbera með góða spyrnu alveg inn að marki þar sem Hallgerður skallar boltann í markið. 2-1
66. mín
Valskonur að ógna hérna! Hallbera með sterkan sprett upp vinstri kantinn framhjá þremur leikmönnum setur boltann fyrir markið þar sem KR-ingar ná ekki að hreinsa boltanum burt hann fellur fyrir fætur vals en KR ná að komast fyrir skotinn!
62. mín
EYGLÓ MÍN!! Úff þetta var algjört dauðafæri, frábær bolti inná teiginn þar sem Eygló er aleinn og tekur boltann á lofti í fyrsta en himinhátt yfir. Hún er óheppinn þarna htti boltann ekki fullkomnlega en á að gera betur þarna.
60. mín
Undanfarnar mínútur hafa verið notaðar í skiptingar! En KR fá hinsvegar ágætis færi hérna eftir fyrirgjöf en Móníka setur boltann framhjá.
59. mín
Inn:Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Valur) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Valur)
57. mín
Inn:Kristín Erla Ó Johnson (KR) Út:Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Virðist hafa fengið blóðnasið og er tekinn af velli. Inná kemur hinn bráðefnilega Kristín Erla
54. mín
Valskonur fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan vítateig KR-inga. Hver haldiði að taki spyrnuna? Jú að sjálfsögðu Hallbera Gísladóttir en spyrnan hennar fer yfir markið.
48. mín
KR byrjar síðari hálfleik af krafti fá hornspyrnu sem er slök og rennur út í sandinn.
45. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Inn:Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR) Út:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR)
45. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Eva María Jónsdóttir (Valur)
Eva fer af velli í hálfleik hefur átt flottan leik hér í dag. Guðrún Karítas kemur inn gegn sínum gömlu félögum
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hérna í Egilshöll í ágætis knattspyrnuleik. Valskonar hafa ógnað meira en KR stúlkur eru líklegar þegar þær sækja.

Staðan er 1-1 ég spái tveimur mörkum í viðbót
45. mín
Valskonur fá en eina hornspyrnu boltinn endar á kollinum á Málfríði Önnu en skalli hennar fer framhjá markinu.
42. mín MARK!
Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (KR)
Stoðsending: Eva María Jónsdóttir
KR fá horn þær taka það stutt boltinn fer inn á teig þar sem að Sandra kýlir boltann frá. Boltinn fer út fyrir teiginn þar sem að Jóhanna kiksar boltann all svakalega en boltinn endar hjá Móníku sem á flott skot í hornið og Sandra á ekki möguleika! 1-1
40. mín
Frábært varsla hjá Söndru í marki vals! En einnig virkilega falleg sókn hjá KR spila sig í gegnum miðjuna hjá Val og boltinn endar hjá Margréti Maríu sem að keyrir á vörnina leggur boltann á Betsy sem að á fast skot en Sandra stóð og beið og ver þetta virkilega vel.
36. mín MARK!
Hallbera Guðný Gísladóttir (f) (Valur)
Stoðsending: Eva María Jónsdóttir
Það er komið mark og það er af fallegri gerðinni. Valskonur hafa verið að sækja mikið upp hægri kantinn og títtnefnd Eva á geggjaða sendingu inn á boxið þar sem að Hallbera mætir eins og raketta og setur hann innan fótar á lofti í netið! 1-0
34. mín
Valskonur fá horn og að sjálfsögðu tekur Wok On drottninginn hornið. Spyrnan er fín, KR ná ekki hreinsa boltann frá svo það myndast smá glundroði áður en þær koma boltanum í innkast.
30. mín
Valskonur halda áfram að ógna án þess þó að skapa góð færi. Núna á Eva María sem hefur átt fínan leik góða sendingu inn á markteiginn þar mætir Hallbera Gísla en nær ekki til boltans.
27. mín Gult spjald: Hanna Kallmaier (Valur)
Ákveður að standa fyrir aukaspyrnu á miðjunni og Katrín er fljót að átta sig og sparkar boltanum í hana.
26. mín
Valur fær horn sem að Hallbera tekur spyrnan er góð en Valskonur ná ekki að setja skallan á markið.
23. mín
KR-ingar komast í álitlega sókn þar sem Betsy átti að setja boltann innfyrir á Margréti Maríu en hún var alltof lengi að athafna sig og sókninn rann út í sandinn.
20. mín
Ég vil auglýsa eftir færum og jafnvel einu marki hérna.
14. mín
Þessi leikur byrjar ágætlega bæði lið reyna að spila fótbolta og fara af 100% krafti í allar tæklingar. Svona viljum við hafa þetta enda toppaðstæður hérna í Egilshöll til knattiðkunar
11. mín
DAUÐAFÆRI! Valskonur eru svo sannarlega byrja þennan leik með krafti. Stefanía Ragnarsdóttir klobbar varnarmann KR og er éin á móti Ingibjörgu en skot hennar fer framhjá markinu í mjög góðu færi.
10. mín
Geggjuð varsla hjá Ingibjörgu í marki KR. Ásdís Karen vinnur boltann og kemst ein í gegn á móti Ingibjörgu á fínt skot í fjærhornið sem að Ingibjörg ver í horn.
9. mín
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og Jörundur Áki eru mættir að horfa á þennan leik. Þeir hafa verið duglegir að mæta á þessi undirbúningsmót.
5. mín
KR stúlkur ógna Móníka Hlíf á flottan bolta inn á teiginn þar sem Margrét María er nálagt nær að komast í boltann en hittir hann ekki nógu vel.
3. mín
Fyrsta skot leiksins komið og það eiga Valskonur. Fyrrum leikmaður KR Ásdís Karen keyrir á varnarmann KR og tekur skot sem að fer beint á Ingibjörgu í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það er KR sem að byrjar með boltann. Fyrir áhugsama þá sækja þær í átt að World Class
Fyrir leik
Ég hef séð betri mætingu á leiki hvað þá úrslitaleiki. Leikmenn ganga hér út á völl þar sem að heiðursgestir þessa leiksheilsa upp á leikmenn en það eru þær Ásta Jónsdóttir og María Björg Ágústsdóttir.

Fyrir leik
Ekki veit ég hvort það sé verið að spara eða hversu hár hita og rafmagnsreikningurinn í Egilshöllinni er en það er enginn Ibiza hiti hérna inni.


Leikmenn eru mættir út á völl að hita fyrir framan ungar upprennandi knattspyrnu stelpur sem að voru að ljúka við yngri flokka mót.
Fyrir leik
Hlín Eiríksdóttir er ekki með í dag en hún hefur verið á eldi í undanförnum leikjum með Val. Hún hefur skorað 6 mörk í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu
Wok On drottninginn Hallbera Gísladóttir er hinsvegar í byrjunarliðinu.

Ég hvet fólk til að fylgjast með hinni bráðefnilegu Margréti Eddu Lian hjá KR í sumar en hún er fædd árið 2002 hörkuleikmaður þar á ferð sem gæti náð langt sé haldið rétt á spilunum. Hún er í byrjunarliði KR í dag og leikur í treyju númer 24

Fyrir leik
KR vann HK/Víking 1-0 í undanúrslitum á meðan Valur sló Fylkir út með 1-0 sigri í hinum undanúrslitar leiknum.

Heiðursgestir leiksins verða tveir, fyrir hönd KR verður Ásta Jónsdóttir og fyrir hönd Vals verður það María Björg Ágústsdóttir, fyrrum markvörður Vals og íslenska landsliðsins.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna þar se, að KR og Valur eigast við og hefst leikurinn klukkan 19:00 í Egilshöll.

Það er frítt á leikinn og hvet ég sem flesta til að mæta í þessa veislu.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
15. Eva María Jónsdóttir ('45)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('59)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f) ('90)
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
27. Hanna Kallmaier ('84)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
19. Katrín Rut Kvaran ('90)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('45)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('84)
25. Lea Björt Kristjánsdóttir
28. Telma Sif Búadóttir
30. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('59)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson

Gul spjöld:
Hanna Kallmaier ('27)
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('73)

Rauð spjöld: