Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Valur
3
1
Stjarnan
Patrick Pedersen '8 1-0
1-1 Hilmar Árni Halldórsson '64
Dion Acoff '68 2-1
Patrick Pedersen '85 3-1
23.03.2018  -  18:00
Valsvöllur
Lengjubikar karla - A deild - Úrslit
Aðstæður: Þétt skýjað , logn og alvöru gervigras
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Patrick Pedersen (Valur)
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
9. Patrick Pedersen ('90)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('82)
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff ('90)
19. Tobias Thomsen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson ('90)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('90)
23. Andri Fannar Stefánsson ('82)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Tobias Thomsen ('63)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik Lokið , Valsmenn eru komnir í Úrslitaleik lengjubikarsins sanngjarn sigur á Hlíðarenda í kvöld.

Takk fyrir mig
90. mín
Stjarnan kemst í góða sókn sem endar á fyrirgjöf en Anton Ari er fljótur niður og nær valdi á boltanum.
90. mín
Stjarnan fær hornspyrnu en Valsmenn ná að hreinsa.
90. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Fer á fullum krafti í 50/50 skalla
90. mín
Inn:Ívar Örn Jónsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
90. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
90. mín
Það eru 6 minutur í uppbótartíma
87. mín
Guðjón Pétur með eina snuddu sendingu á Patrick sem er aftur kominn einn í gegn en núna ver Terrance frá honum
85. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Tobias Thomsen
Þvílik spilamennska! Patrick og Tobias spila góðan þríhyrning á milli sín á miðjum vellinum og Tobias setur Patrick í gegn sem að hefur nægan tíma til að leggja hann í fjær framhjá Terrance sem var þó í boltanum. 3-1!
84. mín
NEJ NEJ NEJ! Patrick Pedersen hvernig hvernig klúðraru þessu, DIon Acoff setur í Usian Bolt hraða og stingur vörn Stjörnurnar af og setur geggjaðan bolta á Patrick sem er einn nánast á markteig en skýtur langt yfir!
82. mín
Inn:Sölvi Snær (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
82. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
80. mín
Valsmenn líklegir aftur Siggi Lár reynir skotið á nær sem að Terrance bregst vel við og ver það í horn.
79. mín
ÚFF Terrance WIlliams í algjört skógar úthlaup, Kristinn Freyr kemst í boltann en missir hann of langt frá sér og aftur fyrir fer hann.
78. mín
Stjarnan skorar beint úr hornspyrnunni en Helgi Mikael er búinn að flauta og dæma brot Rúnar Páll er ekki ánægður á hliðarlínunni.
77. mín
Stjarnan fær hornspyrnu þegar að Brynjar Gauti setur boltann fyrir markið hann virðist hættulítill en Anton Ari misreiknar boltann og slær hann í horn.
75. mín
15 mínútur eftir ná Stjörnumenn að jafna á síðasta korterinu eða sigla Valsarar þessu heim
74. mín
Anton Ari í smá vandræðum með að koma boltanum frá sér og Gaui Baldvins setur á hann pressu og nær að komast fyrir sendinguna en boltinn fer utaf.
68. mín MARK!
Dion Acoff (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Valur er komið yfir á nýjan leik eftir flotta sókn. Sigurður Egill hefur lítið sést í þessum leik en á geggjaða sendingu eftir jörðinni á fjær þar sem að Dion Acoff mætir eins og gammur og setur boltann í netið. 2-1
65. mín
Inn:Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
64. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stjarnan hefur jafnað og það er að sjálfsögðu Hilmar Árni Halldórsson fær boltann á miðjum vallarhelmingi Vals og enginn sem að mætir honum. Hilmar stillir upp í skotið og á gott skot í fjærhornið sem að Anton nær ekki til. 1-1
63. mín Gult spjald: Tobias Thomsen (Valur)
Of seinn og fer illa í Guðjón.
62. mín
Jóhann Laxdal liggur hér eftir virðist hafa fengið högg á fermingarbróðurinn.
60. mín
Stjarnan með aukaspyrnu sem að Hilmar tekur, spyrnan er góð en Valsmenn koma boltanum í Horn. Anton grípur hornspyrnuna.
59. mín
Inn:Kári Pétursson (Stjarnan) Út:Kristófer Konráðsson (Stjarnan)
57. mín
Patrick Pedersen hvernig klúðraru þessu færi! Kominn einn í gegn á móti Terrance en hann ver frábærlega í Patrick og aftur fyrir
54. mín
Leikurinn er hafinn á ný
52. mín
Inn:Terrance William Dieterich (Stjarnan) Út:Haraldur Björnsson (Stjarnan)
Haraldur virðist ekki geta haldið áfram leik og því verða gerð markmannaskipti hérna og inn kemur Terrance William
50. mín
Aðhlynning á Haraldi er búinn að taka dágóðan tíma en hann er staðinn á fætur. Það er verið að taka skoðun hvort hann hafi hltið heilahristing núna.
48. mín
Kristinn freyr og Haraldur lenda hérna sman mér sýndist ýtt í bakið á Kristinni sem að lendir á Haraldi sem liggur óvígur eftir þetta lítur ekki vel út við fyrstu sýn.
47. mín
Geggjuð Varsla hjá Haraldi í markinu. Tobias Thomsen tekur gott skot fyrir utan teig en Haraldur notar hvern sentímeter til að teygja sig í boltann.
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn og samkvæmt reglum byrjar Valur með boltann í síðari.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Valsvelli þar sem að Valsmenn stjórna leiknum frá A-Ö eru meira með boltann og skapa mun meira af færum.
42. mín
Patrick Pedersen með frábæran sprett fer framhjá 2 Stjörnuönnum og gefur boltann svo á Tobias Thomsen sem að ég eiginlega veit bara ekki hvað hann var að gera en hann missir boltann frá sér klaufalega.
39. mín
Sigurður Egill Lárusson á geggjaða sendingu inn á boxið á Patrick Pedersen sem á að gera betur í þessum skalla en skallinn fer framhjá markinu.
37. mín
Stjarnan fær hornspyrnu sem að Kristófer Konráðsson tekur. Spyrnan hans er ágæt en Valsmenn ná að skalla boltann frá. Stjörnumenn koma boltanum aftur inn á teiginn þar sem Gaui Baldvins tekur hann niður og á skot í hliðarnetið.
35. mín
Valur halda boltanum í um 90 sekúndur áður ne þeir keyra á teiginn boltinn endar hjá Sindra sem á skot en varnarmenn komast fyrir það boltinn berst út og aftur til Sindra stuttu seinna en skot hans þá fer framhjá markinu.
33. mín
Jósef á hérna skot með hægri eftir fyrirgjöfin en skotið hans er slakt og fer framhjá markinu.
30. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.
29. mín
Flott sókn hjá Valsmönnum, Guðjón Pétur Lýðsson með geggjaða sendingu upp kantinn á Dion Acoff sem að á fyrirsendinguna fyrir markið en Haraldur er fljótur út og les þetta.
24. mín
Anton Ari gerir vel í að koma út og kýla þessa hornspyrnu í burtu.
24. mín
Stjarnan með langt innkast inná teig en Valsmenn skalla boltan frá og niðurstaðan er hornspyrna.
22. mín
Guðjón Pétur tekur spyrnuna en Haraldur er mættur í hornið og grípur þennan bolta auðveldlega
21. mín
Valur fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað vinstra meginn við vítateig Stjörnumanna. Það er happadrætti í boði fyrir þann sem giskar á hver er að fara taka spyrnuna? Góu páskaegg í vinning
20. mín
Það sem er að frétta þessa stundina er að Stjarnan nær varla 2-3 sendingum á milli sín og eru í vandræðum með að byggja upp spil. Einn langur á Gaua Baldvins gæti samt skapað mikla hættu.
16. mín
STÖNGINN! Aftur eru það valsmenn sem eru í færi og aftur er það Tobias Thomsen boltinn endar hjá honum fyrir utan teiginn og hann tekur skotið í fyrsta en í stöngina fer það. Valsmenn líklegir til að bæta við.
15. mín
Valsmenn aftur í færi núna er það Tobias Thomsen en hann er of lengi að athafna sig og boltinn fer í varnarmann
14. mín
Sindri Björnsson á góða fyrirgjöf inná teiginn sem að endar á kollinum á Kristinn Frey en skalli hans er slakur og yfir markið fer boltinn.
10. mín
Stjarnan skorar en línuvörðurinn var búinn að flagga rangstæður. Réttur dómur sýndist mér
8. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Þarna var Guðjón Pétur fljótur að hugsa. Valur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunar og Guðjón tekur spyrnuna hratt á Patrick Pedersen sem er aleinn upp við teiginn og klárar vel. 1-0
4. mín
Flott sókn hjá Stjörnunni sem að endar með fyrirgjöf frá Jóa Laxdal beint á kollinn á Hilmari Árna en skallinn er ekki nógu góður og Anton Ari ver þetta í markinu.
3. mín
Leikurinn byrjar rólega og liðinn skiptast á að vera með boltann og þreifa fyrir sér.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað og það eru Stjörnumenn sem að byrja með boltann og sæki í átt að öskjuhlíðinni.
Fyrir leik
Það er breytingar á byrjunarliði Vals. Haukur Páll byrjar ekki þennan leik og Sindri Björnsson kemur inn í staðinn fyrir hann.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl og fólk að bætast í stúkuna.
Fyrir leik
Indlandsfarinn og maraþon hlauparinn Guðjón Baldvinsson er að sjálfsögðu mættur í byrjunarlið Stjörnunar í kvöld. Ég hef sjaldan séð einn einstaklinga fá jafn mörg follows á jafn stuttum tíma og Guðjón fékk þegar hann fór til Indlands. Það er spurning hvort ég hendi í bolamynd með honum á eftir ef að Henry Birgir leyfir.
Fyrir leik
Meðan að allir leikmenn hita upp í utanyfir treyjum með húfu og vettlinga er Eiður Aron skokkandi á stuttermabol án vettlinga og húfu. Það er vitað mál að blóðstreymið í eyjamönnum er á öðru leveli og kemur þetta fréttamanni því lítið á óvart.
Fyrir leik
En að veðurspá dagsins, það er þétt skýjað léttur andvari og í kringum 5 gráðurnar það er bara þó nokkuð gott í mars mánuði get ég sagt ykkur. Hvet sem flesta til að mæta á völlinn og horfa á tvö frábær lið spila fótbolta. Góð úlpa og vettlingar gætu verið key factor í kvöld.
Fyrir leik
Um það bil hálftími í leik og leikmenn Stjörnurnar eru mættir út til að hita. Hinum megin á vellinum er léttur "Romance" fýlingur hjá Antoni Ara og Svenna en markmennirnir tveir skokka og hita upp saman.
Fyrir leik
Það er vorboði í loftinu og það styttist í að fótbolta sumarið hefjist af fullum krafti.

Valsmenn hafa verið á eldi í lengjubikarnum og sigruðu sinn riðil nokkuð örruglega með 15 stig eða fullt hús stiga og markatöluna 14-2. Þeir líta mjög vel út og verða teljast líklegir til afreka í sumar.

Stjarnan fór svona nokkuð örrugt í gegnum sinn riðil en þeir enduðu hann í efsta sæti með 12 stig fjóra sigra og eitt tap. Stjörnumenn hafa einnig litið vel út í sínum leikjum og verður sannarlega spennandi að fylgjast með þeim í sumar.
Fyrir leik
Komiði sæl

Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik Vals og Stjörnunar í 4 liða úrslitum Lengjubikars karla.
Leikurinn mun fara fram á Valsvellinm og hefst hann klukkan 18:00
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson ('52)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('65)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
14. Hörður Árnason
29. Alex Þór Hauksson (f) ('82)
77. Kristófer Konráðsson ('59)

Varamenn:
25. Terrance William Dieterich (m) ('52)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('65)
3. Tristan Freyr Ingólfsson
5. Kári Pétursson ('59)
15. Páll Hróar Helgason
18. Sölvi Snær ('82)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Jón Þór Hauksson
Victor Ingi Olsen

Gul spjöld:

Rauð spjöld: