Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Slóvenía
0
2
Ísland
0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '15
0-2 Rakel Hönnudóttir '37
06.04.2018  -  15:00
Lendava
Undankeppni HM kvenna
Dómari: Amy Fearn (Eng)
Maður leiksins: Gunnhildur Yrsa
Byrjunarlið:
1. Zala Mersnik (m)
2. Lana Golob
5. Spela Rozmaric
7. Kristina Erman
10. Dominica Conc
11. Lara Prasnikar ('81)
14. Spela Kolbl
15. Barbara Kralj
16. Kaja Erzen
18. Zala Kustrin
19. Karmen Ulbin ('46)

Varamenn:
12. Melania Pasar (m)
3. Marusa Sevsek
4. Evelina Kos
6. Katarina Gadnik ('81)
13. Lara Ivanusa ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Karmen Ulbin ('34)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Yfirburðir. Sigurinn aldrei í hættu. Mun meiri harka og barátta í íslenska liðinu og bæði mörkin eftir löng innköst. Sumar sóknir hefðu mátt ganga hraðar og mörkin mátt vera aðeins fleiri, miðað við yfirburðina úti á velli.

Stelpurnar fljúga á morgun til Danmerkur og svo til Færeyja þar sem leikið verður á þriðjudag. Leikur sem á að vera gönguferð í garðinum. Við þangað! Viðtöl og einkunnagjöf á leiðinni.
94. mín Gult spjald: Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Fyrir brot. Of sein í tæklingu.
93. mín
Elín Metta með skalla naumlega framhjá.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
89. mín
Klukkan tifar. Eitt mark í viðbót takk! Aðallega því 3-0 lúkkar svo miklu fallegra en 2-0!
84. mín
Leikurinn stopp á meðan verið er að hlúa að leikmanni Slóveníu.
81. mín
Inn:Katarina Gadnik (Slóvenía) Út:Lara Prasnikar (Slóvenía)
Slóvenía tekur sinn besta leikmann af velli. Hvíld fyrir leikinn gegn Þýskalandi sem fram fer á þriðjudaginn, á sama tíma og stelpurnar okkar leika í Færeyjum.
80. mín
Enn og aftur skapast STÓRHÆTTA eftir langt innkast frá Sif Atladóttur! Á síðustu stundu nær Zala Mersnik að handsama knöttinn.
75. mín
HA!!! Hvernig varð þetta ekki að marki! Ég hreinlega skil þetta ekki. Þvílík DAUÐAFÆRI sem Ísland fékk þarna. Fyrst Hallbera, skot hennar var varið en boltinn datt á Hörpu sem var í markteignum en náði ekki að koma boltanum á markið
72. mín
Harpa nær að rífa sig laus í teignum og kemst í virkilega gott færi en skottilraun hennar slök, of laust og Mersnik nær að verja.
68. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
Mettan er að fara að skora á eftir. Lásuð það fyrst hér.
66. mín
Hallbera með skot úr aukaspyrnu en nær ekki að hitta á rammann.
62. mín
Inn:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Velkomin aftur Harpa! Frambjóðandinn mætir inn.
61. mín
Óvænt! Marktilraun frá Slóveníu! Skyndilega opnast íslenska vörnin og Spela Kolbl var á siglingu. Íslensku stelpurnar voru að fara að hlaupa hana uppi svo hún lét vaða. Skot framhjá!
57. mín
Ensku dómararnir með kjánaleg mistök, ekki alveg að kunna rangstöðuregluna. Ísland tapaði á því, eyðilagði fyrir okkar liði stórhættulega sókn. Freyr Alexandersson heldur um höfuð sér.

Þess ber að geta að þetta var ekki þeim megin sem Sian Massey er með flaggið.
54. mín
Það er ekki dekrað við fjölmiðlamenn hér í Slóveníu og við fáum hvorki vott né þurrt. Aumingja Þorkell Gunnar á RÚV þurfti nauðsynlega vatn eftir 45 mínútna samfellt blaður og Sandra Sigurðardóttir laumaði sér í VIP-pið og nappaði vatni handa honum. Sannkölluð hversdagshetja.
53. mín
MUNAÐI MJÓU!!! Hallbea með sendingu inn í teiginn og Sara Björk reyndi að koma boltanum framhjá markverði heimakvenna, var svona 1,5 millimetra frá því að ná til boltans.
50. mín
Slóvenía reyndi markskot af löngu færi en Gugga öryggið uppmálað og fangaði knöttinn (bókstaflega) af miklu öryggi.
49. mín
Bendi á að undir "Myndir" eða hér að ofan má nálgast myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók í fyrri hálfleiknum.

Seinni hálfleikur hefst eins og sá síðari var. Ísland með boltann og sækir! Agla María komst í færi en var dæmd rangstæð. Ísland haft yfirburði en mættu á tíðum framkvæma hlutina aðeins hraðar.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
46. mín
Inn:Lara Ivanusa (Slóvenía) Út:Karmen Ulbin (Slóvenía)
45. mín
Hálfleikur
Ísland í fínum málum... en það má ekkert slaka á þó Slóvenía hafi varla náð að skapa sér færi í þessum leik hingað til. Stelpurnar náð að sýna yfirburði sína.
44. mín
Leikurinn hefur nær eingöngu farið fram á vallarhelmingi Slóveníu! Má búast við því að leikið verði á hitt markið í seinni hálfleik! Markvörður Slóveníu í veseni í þessum skrifuðu orðum, pressa Íslands að skapa allskyns hættur. Markvörðurinn náði með naumindum að hreinsa boltann í innkast.
37. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Ísland)
EFTIR ÞUNGA SÓKN NÆR RAKEL AÐ SKORA!!

Aftur kemur mark upp úr því að Sif á langt innkast! Fimbulfamb skapast í teignum og Selma Sól á skot sem hrekkur af samherja. Boltinn dettur fyrir Rakel sem nær að skora!
36. mín
Gunnhildur er mætt aftur inn á völlinn eftir aðhlynninguna. Fanndís fékk hörkufæri rétt áðan en skot hennar fór beint á Mersnik í markinu sem náði að verja.
34. mín Gult spjald: Karmen Ulbin (Slóvenía)
Ulbin gefur Gunnhildi spark í andlitið, var barátta á vellinum. Ekki viljaverk en afskaplega óþægilegt! Gunnhildur liggur kvalin á vellinum og þarf aðhlynningu.
27. mín
Frábærlega gert hjá Gunnhildi Yrsu, sleit sig frá varnarmanni og sendi boltann á Öglu Maríu sem skaut. Boltinn stefndi í hornið en skotið var ekki nægilega fast svo Mersnik vinkona okkar náði að verja. Aðeins fastar og Ísland hefði tvöfaldað forystuna.
22. mín
Gunnhildur Yrsa með skot í teignum. Fjölmenni í boxinu og boltinn fór í varnarmann. Ég er kannski kröfuharður en ég væri til í að sjá annað íslenskt mark sem fyrst, sérstaklega því yfirburðirnir eru miklir.
21. mín
Slóvenía fékk aukaspyrnu við vítateigshornið hægra megin og sendi fyrir markið. Það var barningur í teignum og tveir leikmenn féllu. Gugga í markinu kýldi boltann til hliðar. Það fyrsta sem hún hefur þurft að gera í þessum leik.
15. mín MARK!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sara Björk Gunnarsdóttir
ÍSINN ER BROTINN!!!

Sif með langt innkast sem Sara Björk flikkar áfram á fjærstöngina. Þar kemur Gunnhildur Yrsa eins og jarðýta í markteignum og kemur knettinum í netið með kassanum! Löngu innköstin virka fyrir Ísland!

Það var bara tímaspursmál hvenær Ísland myndi ná að skora.
11. mín
Hallbera með hörkugóða sendingu á Öglu Maríu sem var hársbreidd frá því að koma sér í dauðafæri en virtist aðeins hafa verið haldið af varnarmanni Slóveníu. Ekkert dæmt og Mersnik í marki heimakvenna nær boltanum. Leikurinn fer alfarið fram á vallarhelmingi Slóveníu, spilað á eitt mark.
8. mín
Íslenska liðið ræður ferðinni algjörlega í upphafi, eins og við var búist. Slóvenska liðið ekki búið að vera líklegt til að komast í sókn. Fanndís með sendingu innfyrir á Rakel sem dæmd var rangstæð.
4. mín
Ísland fékk fyrstu hornspyrnu leiksins, frá hægri. Mersnik í marki Slóveníu sló boltann í horn hinumegin. Sú hornspyrna skapaði mikla hættu en Mersnik náði að handsama knöttinn, þó ekki af öryggi.
1. mín
Leikur hafinn
Íslenska liðið byrjaði með knöttinn og Agla María tók miðjuna. Glódís kom svo með einn langan fram völlinn en okkar lið missti boltann afturfyrir í markspyrnu.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki. Ég fæ þann heiður að sitja við hliðina á lýsanda slóvenska sjónvarpsins. Ef ég verð ekki búinn að læra tungumálið þegar leik er lokið verð ég mjög dapur. Nóg af lausum sætum, myndi giska á að áhorfendur væru í kringum 500.
Fyrir leik
Stelpurnar hafa lokið upphitun, fara nú inn í klefa og fá loka-pepporðin frá Frey Alexanderssyni. Það er vonandi að okkar lið skelli sér í toppsæti riðilsins í dag! Þangað fara stelpurnar með sigri.

Þess má geta að stelpurnar leika ekki í nýju landsliðstreyjunni. Lög gera ráð fyrir að lið leiki í sömu treyjum út alla keppnina og því verður einhver bið á því að kvennalandsliðið fái að klæðast nýju treyjunni.
Sturluð staðreynd dagsins! Endilega verið með okkur í gegnum kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Í kvennalandsleikjum eru aðeins sjö leikmenn leyfðir á varamannabekknum. Sandra Sigurðardóttir og Sandra María Jessen eru utan hóps í leiknum í dag.
Fyrir leik
Freyr stillir upp í leikkerfið 3-5-2 þar sem Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, leikur sinn fyrsta alvöru mótsleik. Selma er í hægri vængbakverði.

Selma á fjóra landsleiki, einn vináttulandsleik og þrjá frá Algarve æfingamótinu.

Rakel Hönnudóttir leikur sem sóknarmiðjumaður og Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir eru í fremstu víglínu.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fínasta veður hér í Lendava. Fá ský á himni og sólin skín. Létt gjóla. Plötusnúður vallarins er í stuði og stillir tónlistina í botn. Ási Haralds búinn að raða upp keilum á vellinum og allt að verða klárt fyrir upphitun. Klara Bjartmarz mætt.
Fyrir leik
Slóvenska kvennalandsliðið hefur orðið fyrir áfalli í aðdraganda leiksins. Mateja Zver, einn öflugasti leikmaður liðsins, á við meiðsli að stríða og er óleikfær gegn stelpunum okkar.

Zver er þekkt meðal íslensks fótboltaáhugafólks enda lék hún með Þór/KA 2008-2011 og aftur 2013.

Besti leikmaður slóvenska liðsins í dag er Lara Prasnikar, sóknarleikmaður hjá Potsdam í Þýskalandi.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Færasti kvendómari Englands verður að störfum á leiknum. Sian Massey er sérhæfður aðstoðardómari og starfar sem slíkur í ensku úrvalsdeildinni (karla).

Hún verður aðstoðardómari 1 í leiknum í dag, dómari verður Amy Fearn sem varð 2010 fyrsti kvenkyns dómarinn til að starfa sem aðaldómari í deildakeppni karla á Englandi.
Fyrir leik
Leikvangurinn, Sportni Park Lendava, tekur um 2.000 manns í sæti en starfsmaður slóvenska knattspyrnusambandsins sagði við Fótbolta.net í gær að hann vonaðist eftir um þúsund áhorfendum.

Lið ND Lendava 1903 spilar á vellinum en félagið var endurstofnað 2012 eftir að hafa orðið gjaldþrota fyrr á því ár. Liðið leikur nú í slóvensku B-deildinni og er í þriðja sæti eftir að hafa komið upp úr C-deildinni í fyrra.

Þá er leikvangurinn notaður fyrir kvennalandslið Slóveníu og yngri landslið karla.

Vallaraðstæður virtust þokkalegar þegar útsendarar Fótbolti.net skoðuðu völlinn í gær en markteigarnir beggja megin mættu þó vera betri.
Fyrir leik
Margrét Lára Viðarsdóttir, Sandra María Jessen, Dagný Brynjarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu mörkin þegar Ísland vann 6-0 gegn Slóveníu á þessum velli 2015. Þær tvær síðarnefndu voru með tvö mörk hvor.

Margrét og Dagný eru báðar fjarverandi í núverandi hóp vegna óléttu en Harpa Þorsteinsdóttir er hinsvegar nýkomin aftur í hópinn eftir að hafa eignast barn.
Fyrir leik
Ísland á að vinna - Ísland verður að vinna
Íslenska liðið er með spilin á sinni hendi í riðlinum í baráttunni um að komast á HM 2019 í Frakklandi. Liðið á tvo leiki í þessari landsleikjatörn og þeir eru gegn tveimur slökustu liðum riðilsins, leikið verður gegn Færeyjum á þriðjudaginn. Það verða að vinnast til að halda í HM-drauminn.
Fyrir leik
Lendava heilsar! Ekki nafli alheimsins en héðan eiga stelpurnar okkar góðar minningar frá því að þær unnu 6-0 sigur gegn Slóveníu 2015. Í dag mætast liðin aftur, í undankeppninni fyrir HM 2019. Flautað verður til leiks klukkan 15:00 að íslenskum tíma, 17 að staðartíma. Við segjum frá öllu sem máli skiptir.

Lendava er rétt fyrir innan slóvensku landamærin en íslenski hópurinn hefur dvalist í góðu yfirlæti hinumegin við landamærin, í Króatíuhlutanum. Allir leikmenn hópsins eiga að vera klárir í slaginn samkvæmt okkar upplýsingum.
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('68)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('62)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Sandra María Jessen
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir ('62)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Harpa Þorsteinsdóttir ('94)

Rauð spjöld: