Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Valur
4
2
Grindavík
Haukur Páll Sigurðsson '37 1-0
Sigurður Egill Lárusson '47 2-0
2-1 Nemanja Latinovic '53
Guðjón Pétur Lýðsson '66 3-1
Sigurður Egill Lárusson '75 4-1
4-2 Gunnar Þorsteinsson '87
09.04.2018  -  19:30
Eimskipsvöllurinn
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
Aðstæður: 6 stiga hiti og létt suðaustuanátt
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: Fámennt en góðmennt, um 100 manns
Maður leiksins: Sigurður Egill Lárusson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('81)
9. Patrick Pedersen ('67)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('67)
11. Sigurður Egill Lárusson
16. Dion Acoff ('75)
19. Tobias Thomsen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson ('75)
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('67)
13. Rasmus Christiansen
23. Andri Fannar Stefánsson ('81)
71. Ólafur Karl Finsen ('67)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur er Lengjubikarmeistari árið 2018!
90. mín
Þrem mínútum bætt við.
89. mín
Siggi Lár með góða stungusendingu á Óla Kalla sem er kominn í gegn en skot hans er hins vegar lélegt og Jajalo er ekki í neinu veseni með að verja þennan.
87. mín MARK!
Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Gunni skýtur í varnarmann, fær hann aftur og laumar honum inn. Þetta er hins vegar of seint fyrir Grindvíkinga.
84. mín
Grindavík fær aukaspyrnu á góðum stað þegar Birkir Már virðist bara fara í boltann og Óli Jó lætur dómarann vita af óánægju sinni með dóminn.
81. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Yfirþjálfari yngri flokka Vals, Andri Fannar Stefánsson kemur hér inn fyrir Einar Karl þegar níu mínútur eru eftir.
78. mín
Óli Jó er ekki hrifinn af vinnusemi Kristins Inga, kallar á hann: ,,Áfram með þig Stinni, þú ert nýkominn inná maður!" Kristinn er nú yfirleitt þekktur einmitt fyrir mikla vinnusemi.
75. mín
Inn:Ívar Örn Jónsson (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
Ívar Örn fær korter í dag, kemur hér inná fyrir Dion beint í kjölfar marksins.
75. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
Einar Karl tekur hornspyrnu meðfram jörðinni og Siggi Lár mætir á nær einn og óvaldaður og hamrar honum í nærhornið! Grindvíkingar sofandi í varnarleiknum þessa stundina og Valur er svo gott sem búið að vinna þennan leik.
74. mín
Brynjar Ásgeir með kæruleysislega sendingu tilbaka sem fer beint í horn, afleit sending hjá Byrnjari.
71. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Grindavík) Út:Will Daniels (Grindavík)
Tvöföld hjá Grindvíkingum, Will Daniels og markaskorarinn Latinovic útaf og inn koma Marinó Axel og Jóhann Helgi.
71. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Nemanja Latinovic (Grindavík)
67. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Tvöföld skipting hjá Val, Guðjón Pétur rétt náði inn marki áður en Kristinn Ingi kom inn fyrir hann og Óli Kalli er einnig kominn inná fyrir Pedersen.
67. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
66. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Siggi Lár með kross alveg útvið endalínu fyrir markið þar sem Guðjón Pétur er aleinn og bombar honum inn! 3-1 fyrir Valsara.
64. mín
Góður bolti inná teiginn sem BBB skallar himinhátt yfir, Gunnar Þorsteins var aleinn bakvið hann og hefði BBB átt að láta hann fara, tala Gunni!
60. mín
STÖNGIN! Birkir Már með sendingu sem Thomsen lætur fara í gegnum klofið á sér og boltinn fer á Sigga Lár sem skýtur honum í stöngina og út!
58. mín
Inn:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Alexander Veigar kemur hér útaf fyrir Hammerinn, it's Hammertime!
53. mín MARK!
Nemanja Latinovic (Grindavík)
Stoðsending: René Joensen
Ég var nýbúinn að skrifa inn að Valsarar væru bara að fara bæta við þegar Latinovic veður upp og tekur þríhyrning með Joensen og skýtur svo föstu skoti niðri í fjærhornið og minnkar muninn í 2-1. Game on!
53. mín
Valsarar eru bara líklegri til að bæta við, þeir leika á alls oddi í sóknarleik sínum og vinna boltann um leið og þeir missa hann.
47. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Dion Acoff
Valsmenn auka forystuna strax í byrjun seinni hálfleiks! Dion leikur með boltann á kantinum, chippar honum svo yfir á fjær þar sem Siggi Lár tekur á móti honum og skýtur í varnarmann og upp í fjærhornið. 2-0 fyrir Íslandsmeisturunum.
46. mín
Leikur hafinn
Grindvíkingar hefja seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við og flautað á slaginu. 1-0 fyrir Val í hálfleik.
45. mín
Búið að vera rólegt yfir leiknum síðustu mínútur en Grindavík hafa fært sig aðeins ofar en komast þó lítið í boltann.
40. mín
Það lá mark í loftinu hjá Val, samt súrt fyrir Óla Stefán og hans menn að fá á sig mark eftir fast leikatriði. Nú þurfa Grindvíkingar að sækja og því verður gaman að sjá hvort leikurinn opnist meira þar sem þeir hafa legið í vörn allan leikinn.
37. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
Einar Karl með hornspyrnu sem ratar beint á kollinn á fyrirliðanum á nærstönginni sem stangar hann inn á nær! 1-0 Valur.
34. mín
Bjarni Ólafur dansar meðfram endalínunni, kemur honum svo á Thomsen sem ætlar að lauma honum á nær en boltinn rétt framhjá.
32. mín
Góður þríhyrningur hjá Sigga og Thomsen en Matthías kemst fyrir skotið hjá Sigga og Valsarar fá horn sem ekkert kemur uppúr.
28. mín
Þung sókn Valsara, Birkir Már með góða fyrirgjöf og eftir klafs í teignum nær Jajalo að verja frá Hauki Pál, dauðafæri hjá Hauki!
26. mín
Eiður Aron tekur aukaspyrnu af um 25 metra færi en spyrnan er himinhátt yfir, þá heyrist í Óla Jó: ,,Hann á að hætta að taka þessar spyrnur, varnarmenn eiga bara að vera í vörn!"
23. mín
Bjarni Ólafur með fullkomna skiptingu yfir á Dion sem fer auðveldlega framhjá Gunnari og Matthíasi og nær fyrirgjöf sem Thomsen rétt missir af og Brynjar Ásgeir skallar hann í horn. Ekkert kom uppúr horninu.
18. mín
Þung sókn Valsara þar sem boltinn fer gífurlega hratt á milli endar með skoti frá Einari Karli úr þröngu færi sem fer himinhátt yfir.
13. mín
Haukur Páll vinnur boltann með góðri tæklingu og boltinn berst á Guðjón Pétur sem skýtur föstu skoti beint á Jajalo sem gípur hann.
11. mín
Valsliðið er að rótera mikið, Bjarni og Birkir eru að keyra upp á meðan Einar Karl og Haukur Páll hafa verið að detta niður fyrir þá og Siggi sótt meira inná miðju á meðan Dion heldur sér utarlega.
9. mín
Einar Karl sér að Jajalo er illa staðsettur og tekur skotið en það er afleitt og fer framhjá markinu. Valsarar mikið meira með boltann en pakkinn er þéttur hjá Grindvíkingum.
7. mín
Vals liðið var spot on en Gridavíkur liðið var way off hjá mér. Þeir virðast vera að spila 5-4-1 með Matthías, BBB og Brynjar Ásgeir eru í hafsentum, Latinovic og Gunnar Þorsteins í vængbakvörðunum, Rodrigo Gomes og Sam Hewson á miðri miðjunni, Alexander Veigar og René Joensen fyrir framan þá og Will Daniels uppá topp. Varnarsinnað hjá Grindvíkingum.
5. mín
Eiður Aron tekur aukaspyrnu af löngu færi og lætur vaða, skotið hátt beint á Jajalo sem slær hann í horn, uppúr horninu skýtur Einar Karl hátt yfir markið fyrir utan.
1. mín
Leikur hafinn
Valur hefur leikinn og sækir í átt að bílastæðinu
Fyrir leik
Valur stillir að ég held upp 3-5-2 með Anton Ara í markinu, Birki Má, Eið Aron og Bjarna Ólaf í hafsentunum, Dion og Sigga Lár í vængbakvörðunum, Hauk Pál, Einar Karl og Guðjón Pétur á miðjunni og Thomsen og Pedersen uppá topp.

Grindavík hafa verið að spila 5-3-2 og ég býst við að Rodrigo Gomes, BBB og Brynjar Ásgeir séu í hafsentunum, Daniels og Latinovic í vængbakvörðunum, Gunnar Þorsteins, Sam Hewson og Alexander Veigar á miðjunni og René Joensen og Matthías Örn uppá topp.

Sjáum svo hvort að þetta sé rétt ályktað hjá mér þegar leikurinn hefst eftir rúmar tvær mínútur.
Fyrir leik
Grindavíkur liðið er komið út á völl og Milan Stefán Jankovic er að stilla upp keilum, ekki í fyrsta skipti á ferlinum!
Bjössi Hreiðars er einnig byrjaður að stila upp keilum en Valsmenn eru rólegir og einu mennirnir sem eru mættir út á völl eru markmennirnir, aldrei hef ég vitað til þess að markmenn byrji að hita snemma!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Hjá Valsmönnum eru þrjár breytingar, fyrirliðinn Haukur Páll kemur inn í liðið í staðinn fyrir Kristinn Frey SIgurðsson, landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson kemur inn fyrir Rasmus Christiansen og einnig kemur Einar Karl inn fyrir Sindra Björnsson.

Grindvíkingar gera tvær breytingar á liði sínu frá 1-0 sigrinum á KA í undanúrslitum, Sam Hewson, René Joensen og William Daniels koma inn fyrir þá Dag Inga Hammer, Marinó Axel Helgason og Juan Manuel Ortiz Jimenez.
Fyrir leik
Danirnir tveir hja Val, Tobias Thomsen og Patrick Pedersen hafa báðir skorað fimm mörk, líkt og Elfar Árni Aðalsteinsson hjá KA og Steven Lennon hjá FH. Aðeins einn maður hefur skorað fleiri og það er Gonzalo Leon hjá Víkingi Ólafsvík. Hjá Grindvíkingum er Rene Johensen markahæstur með þrjú mörk.
Fyrir leik
Valsarar hafa leikið á alls oddi í vetur og margir sem spá þeim titlinum annað árið í röð. Grindavík hafa verið að spila gífurlega vel eftir að hafa misst markahæsta leikmann Pepsí-deildarinnar 2017, Andra Rúnar Bjarnason í atvinnumennsku.
Fyrir leik
Valur sigraði alla leiki sína í riðlinum og tóku Stjörnuna 3-1 í undanúrslitunum á meðan Grindavík vann fjóra leiki í riðlinum og gerðu eitt jafntefli, þeir slógu KA út í undanúrslitunum með 1-0 sigri í Boganum.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið verið velkomin í beina textalýsingu á úrslitaleik Lengjubikarsinsins árið 2018, þar sem Valur og Grindavík mætast á Þróttaravelli.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Nemanja Latinovic ('71)
6. Sam Hewson
7. Will Daniels ('71)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
22. René Joensen
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
24. Björn Berg Bryde
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('58)

Varamenn:
3. Edu Cruz
13. Jóhann Helgi Hannesson ('71)
19. Simon Smidt
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('58)
21. Marinó Axel Helgason ('71)
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson
Jóhann Ingi Ármannsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld: