Færeyjar
0
5
Ísland
0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '38
0-2 Rakel Hönnudóttir '48
0-3 Harpa Þorsteinsdóttir '58
0-4 Agla María Albertsdóttir '89
0-5 Fanndís Friðriksdóttir '93
10.04.2018  -  16:00
Þórshöfn í Færeyjum
Undankeppni HM kvenna
Aðstæður: Sjö gráðu hiti og blautt gervigras
Dómari: Anastasia Romanyuk (Úkr)
Áhorfendur: Um 300
Maður leiksins: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Byrjunarlið:
12. Jóna Nicolajsen (m)
3. Birna T. Johannesen
4. Lív Arge
5. Arnborg Lervig
6. Heidi Sevdal ('88)
7. Ásla Johannesen ('87)
8. Eydvör Klakstein ('62)
9. Rannvá Andreasen
10. Olga Kristina Hansen
13. Katrina Akursmørk
14. Ansy Sevdal

Varamenn:
1. Monika Biskopstø (m)
2. Birita Nielsen
11. Milja Simonsen ('88)
16. Margunn Lindholm ('62)
17. Rebekka Eschen Danielsen
18. Jacoba Langgaard ('87)
20. Guðrið Poulsen

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ansy Sevdal ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tók sinn tíma að brjóta ísinn og þetta var alls ekki gallalaus leikur. Fyrri hálfleikurinn hreinlega lélegur hjá íslenska liðinu en í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning.

Stór sigur og sex stig úr þessum landsliðsglugga. Bestasta mál.

Viðtöl og skýrsla koma inn von bráðar.
93. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Þarna! 5-0! Tvö mörk í lokin. Fanndís skorar með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Vel gert.
91. mín
Fanndís með flott skot en Jóna ver!
89. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Agla María með flotta innkomu! Mark og stoðsending.

Þetta átti væntanlega að vera fyrirgjöf en endar í markinu! Fyrsta A-landsliðsmark Öglu Maríu! Óskum henni til hamingju með það.
88. mín
Inn:Milja Simonsen (Færeyjar) Út:Heidi Sevdal (Færeyjar)
87. mín
Inn:Jacoba Langgaard (Færeyjar) Út:Ásla Johannesen (Færeyjar)
86. mín
Leikið alfarið á vallarhelmingi Færeyja þessar síðustu mínútur leiksins. Ingibjörg Sigurðardóttir og Agla María Albertsdóttir áttu báðar marktilraunir áðan, Ingibjörg tvívegis, en náðu ekki að láta reyna á hana Jónu í markinu.
78. mín
Færeyjar með skalla framhjá úr fínu færi! Vonandi kemur fyrsta færeyska mark riðilsins ekki í dag! Ísland svo í sóknina og Gunnhildur með skalla sem er varinn.
75. mín
Gunnhildur er harðákveðin í að skora meira! Skallar naumlega framhjá í þetta sinn.
73. mín
SKALLI Í SLÁ! Gunnhildur Yrsa nálægt því að bæta við marki! Skallaði í slána og yfir eftir fyrirgjöf.
72. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland)
Hlín að fá góða reynslu.
70. mín
FÆREYJAR nálægt því að skora! Ásla með skot sem Sandra nær að slá yfir í hornspyrnu. Gott skot og góð varsla. Heimakonur ekki nálægt því að skora sitt fyrsta mark í keppninni í þessum leik!


Talsverð umræða um hversu smekklegur þjóðarleikvangur Færeyja er. Ég ræddi við Guðna Bergsson um færeyskan fótbolta og hvort við getum eitthvað lært af vinum okkar. Afraksturinn er hérna.
67. mín
Ísland sækir og sækir. Það koma fleiri mörk. Sérstaklega í ljósi þess að færeyska liðið á sér enga von lengur.
64. mín
Ísland fékk tvær hornspyrnur í röð, skapaði hættu en ekki mark. Glódís fékk fínt skallafæri en hitti ekki á rammann. Það var smá hikst á textalýsingunni áðan vegna færeyskra netvandræða en það er allt komið á hvínandi siglingu núna.
62. mín
Inn:Margunn Lindholm (Færeyjar) Út:Eydvör Klakstein (Færeyjar)
60. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Ísland) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
58. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Agla María ekki lengi að leggja upp mark! Og Harpa er aftur farin að skora fyrir landsliðið!

Brotið á Glódísi, Agla María tók aukaspyrnuna og fann kollinn á Hörpu sem skallaði inn. Vörn og markvörður Færeyja úti á þekju.
56. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland)
52. mín
VÓ! Færeyjar í dauðafæri til að skora sitt fyrsta mark í keppninni! Fyrirgjöf frá hægri og leikmaður var dauðafrír á fjærstönginni en náði ekki að hitta boltann!
51. mín
Gunnhildur Yrsa nálægt því að skora þriðja markið. Hörkuskot úr aukaspyrnu sem Jóna náði að verja með naumindum.
48. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Ísland)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Jæja þetta var afar huggulegt mark! Forystan tvöfölduð.

Harpa gerði vel, renndi boltanum á hægri vænginn þar sem Svava átti lága fyrirgjöf. Rakel kláraði glæsilega með því að skjóta af stuttu færi í slá og inn.

Báðar sem skoruðu gegn Slóveníu komnar á blað í dag.
47. mín
Misskilningur í fyrstu sókn Íslands og við missum boltann út af. Við getum þakkað fyrir að vera ekki að spila gegn öflugri þjóð en Færeyjum í dag, það er ekki góður taktur í spilamennskunni.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Yfirburðir Íslands miklir en markaskorun virðist vera mikill hausverkur hjá liðinu. Því miður. Vonandi verður sónarleikurinn betri í seinni hálfleik.
44. mín
Fanndís með hörkuskot hérna rétt fyrir hálfleik. Þröngt færi og Jóna náði að loka.
42. mín
Harpa Þorsteinsdóttir á skot framhjá.

Það ber að taka það fram að innbyrðis viðureignir eru númer eitt á lista í þessari keppni þegar lið eru jöfn að stigum. Svo innbyrðis markatala og loks heildarmarkatala.
40. mín Gult spjald: Ansy Sevdal (Færeyjar)
38. mín MARK!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Gunnhildur skoraði gegn Slóveníu og nú skorar hún aftur! Skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Hallberu frá vinstri.

Jóna í marki Færeyja misreiknaði fyrirgjöfina illilega. Lélegt hjá henni en við fögnum því.
37. mín
Harpa kemur boltanum í netið en það var búið að flauta og flagga rangstöðu. Jæja en við komum allavega boltanum í markið!
35. mín
Það er farið að rigna duglega á Þórsvelli. Topp gervigras og blautur völlur. Þetta eru aðstæður sem eiga að nýtast íslenska liðinu. Þurfum að fara að gera betur.
34. mín
Ingibjörg lét vaða af löngu færi. Ekki kraftmikið skot en Jóna í marki Færeyja átti í vandræðum með það! Sló boltann frá á afskaplega ósannfærandi hátt.
30. mín
Færeyjar hafa náð að halda marki sínu hreinu fyrstu 30 mínúturnar. Metið fyrir þennan leik í riðlinum var 12 mínútur hjá liðinu. Við viljum fara að sjá íslenskt mark takk!
27. mín
Freyr Alexandersson lætur aðeins í sér heyra í boðvangnum. Er greinilega ekki alveg sáttur við það hvernig þessi leikur hefur farið af stað.
25. mín
STÓRAR FRÉTTIR! Sandra í markinu kom við boltann í fyrsta sinn í leiknum! Handsamaði sendingu sem kom inn í teiginn. Þetta var rosalegt að sjá!
20. mín
Rakel Hönnudóttir með skot framhjá. Hitti boltann illa. Lítil hætta á ferðum.
18. mín Gult spjald: Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
VÍTI??? Nei segir úkraínski dómarinn. Harpa Þorsteinsdóttir fellur í teignum eftir að Jóna í marki heimaliðsins virtist klárlega brjóta á henni.

Hún Anastasia vinkona okkar með flautuna spjaldar Hörpu fyrir meintan leikaraskap! Meira ruglið er þetta. Harpa var á undan í boltann. Jæja, áfram gakk!
15. mín
Svava Guðmundsdóttir reynir fyrirgjöf en boltinn flýgur afturfyrir. Íslenska liðið mikið öflugra eins og við mátti búast og hlýtur fyrsta markið að fara að detta inn. Sandra í markinu hefur enn ekki komið við boltann.
12. mín
Fínt samspil milli Hörpu og Fanndísar í teignum, Fanndís kemur sér í skotfæri en boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu. Mikill darraðadans í teignum í kjölfar hornsins en heimakonur hafa heppnina með sér!
10. mín
Misskilningur hjá íslenska liðinu og boltanum er sparkað út af á miðjum velli undir engri pressu.
7. mín
Leikurinn fer algjörlega fram á vallarhelmingi Færeyja. Íslenska liðið er að leita að skotfærum en þau hafa ekki gefist mörg hér í upphafi leiksins. Hallbera og Gunnhildur Yrsa hafa þó báðar átt skottilraunir. Hallbera skaut framhjá og skot Gunnhildar var varið.
5. mín
1. mín
Leikur hafinn
Íslensku stelpurnar hefja leik, í bláum treyjum. Færeyska liðið sækir í átt að markinu þar sem stúkan er fyrir aftan. Færeyjar í hvítum treyjum, Ísland í bláu. Allt eins og það á að vera.
Fyrir leik
Ekki margmenni hér á vellinum þegar þjóðsöngvarnir eru spilaðir. Giska á að hér séu aðeins um 300 áhorfendur og Þórsvöllurinn tómlegur á að líta.
Fyrir leik
Sara Björk spilar í dag sinn 118. landsleik fyrir Íslands hönd og er þar með komin fram úr Margréti Láru Viðarsdóttur sem næstleikjahæsta landsliðskonan frá upphafi. Þetta kemur fram á mbl.is. Söru vantar nú 15 leiki til að ná methafanum Katrínu Jónsdóttur sem lék 133 landsleiki.
Fyrir leik
Olga Kristina Hansen sem leikur í treyju númer 10 hjá Færeyjum spilaði hér á Íslandi. Náði 9 sigurleikjum en 25 tapleikjum með ÍR, KR og Álftanesi á árunum 2011-2013.
Fyrir leik
Sigríður Lára Garðarsdóttir og markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir eru ekki í íslenska hópnum í þessum leik í dag.
Fyrir leik
Það rignir hér á Þórsvelli þegar um klukkutími er í leik. Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari er búinn að raða upp keilum og allt að vera tilbúið fyrir upphitun leikmanna.
Fyrir leik
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 sigrinum gegn Slóveníu.

Sandra fær tækifæri í markinu í stað Guðbjargar. Sandra er búin að jafna sig algjörlega af meiðslum og er 100% leikfær.

Anna kemur í staðinn fyrir Sif í hjarta þriggja manna varnarlínunnar og hefur það hlutverk að stjórna varnarleiknum og tengingu sóknarlega milli varnar og miðju.

Svava kemur inn á vænginn í stað Selmu og þá kemur markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir inn fyrir Öglu Maríu.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Okkar stelpur gerðu fína ferð til Slóveníu í síðustu viku og unnu 2-0 sigur. Gunnhildur Yrsa og Rakel Hönnu með mörkin. Okkar lið er í fínni stöðu í baráttunni um að komast á HM í fyrsta sinn en stöðuna í riðlinum má sjá með því að smella hérna.
Fyrir leik
Færeyjar eru án stiga og með markatöluna 0-32 eftir fjórar umferðir. Á heimasíðu færeyska knattspyrnusambandsins er sagt að allir geri sér grein fyrir því að það verði nánast ómögulegt að fá eitthvað út úr leiknum gegn Íslandi á þriðjudag, en þó tekið fram að þeirra lið sé ákveðið í að gera sitt besta.
Fyrir leik
Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Þórsvelli í Gúndadal þar sem færeyska kvennalandsliðið tekur á móti okkar stelpum í undankeppni HM.

Færeyska liðið er ljósárum á eftir okkar í gæðum og má búast við stórum sigri Íslands. Þegar liðin áttust við á Laugardalsvelli í haust vannst 8-0 sigur.

Mörk Íslands skoruðu: Elín Metta Jensen 2, Fanndís Friðriksdóttir 2, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 2, Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('72)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir ('56)
16. Harpa Þorsteinsdóttir ('60)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
3. Sandra María Jessen
7. Selma Sól Magnúsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('72)
17. Agla María Albertsdóttir ('56)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Harpa Þorsteinsdóttir ('18)

Rauð spjöld: