Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Víkingur R.
10' 0
0
Víðir
Mjólkurbikar karla
KA
12' 0
0
ÍR
Mjólkurbikar karla
ÍA
3' 0
0
Tindastóll
Mjólkurbikar karla
Afturelding
10' 0
0
Dalvík/Reynir
Mjólkurbikar karla
Grótta
12' 0
0
Þór
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
57' 0
0
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
45' 1
1
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
52' 0
1
Fram
Mjólkurbikar karla
Haukar
46' 2
2
Vestri
Valur
2
1
ÍBV
Patrick Pedersen '29 1-0
Bjarni Ólafur Eiríksson '39 2-0
2-1 Kaj Leo í Bartalsstovu '43
19.04.2018  -  17:00
Valsvöllur
Meistarakeppni KSÍ - Karlar
Aðstæður: Sumardagurinn fyrsti er grár, eins og venjulega
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 568
Maður leiksins: Einar Karl Ingvarsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
9. Patrick Pedersen ('46)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff ('46)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson ('78)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson ('78)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('46)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
19. Tobias Thomsen ('46)
23. Andri Fannar Stefánsson
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsarar eru meistarar meistaranna eftir góðan sigur á ÍBV. Heilt yfir voru Valsarar sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn því verðskuldaður.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Tveimur mínútum bættum við.
90. mín
Sindri Snær með góða tilraun rétt fyrir utan teig en boltinn þýtur rétt framhjá markinu. Eyjamenn að gera allt sem þeir geta til að jafna leikinn.
89. mín
Góð sókn hjá Eyjamönnum endar með fyrirgjöf frá Priestley sem endar á kollinum á Gunnari Heiðari en skalli hans endar rétt framhjá.
87. mín
Spyrnan hjá Kaj Leo er ekki góð og fer beint aftur fyrir endamörk.
87. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað fyrir Eyjamenn. Kaj Leo gerir sig klárann.
85. mín
Boltinn hrekkur hérna til Atla Arnarssonar sem að reynir skot rétt fyrir utan teig en það er yfir markið.
83. mín
Inn:Devon Már Griffin (ÍBV) Út:Alfreð Már Hjaltalín (ÍBV)
82. mín
Sigurður Egill í fínu færi eftir góðan bolta frá Tobiasi en skot hans fer beint á Derby.
80. mín
Birkir Már Sævarsson kemst hérna inní teig Eyjamanna og ákveður af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að skjóta í staðinn fyrir að gefa fyrir. Boltinn hátt yfir.
79. mín
Inn:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Út:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Reynsluboltinn kominn inná til að skora markið sem að Eyjamenn þurfa.
78. mín
Inn:Ívar Örn Jónsson (Valur) Út:Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Bjarni Ólafur búinn að skila góðu dagsverki hér í dag. Aukaspyrnu-Ívar kemur inn í staðinn.
76. mín
Skelfileg sending frá Shabab endar með ágætri sókn Valsmanna en skot Sigurðs Egils er hátt yfir.
74. mín
Hornspyrna Guðjóns Péturs veldur smá usla inná teig Eyjamanna sem að endar með skoti hátt yfir frá Kristni Inga.
71. mín
Hornspyrnan ratar ekki yfir fyrsta varnarmann og sóknin rennur útí sandinn.
70. mín
Valsmenn fá hér hornspyrnu sem að Einar Karl býr sig undir að taka.
69. mín
Eyjamenn komast hér uppí skyndisókn sem að Bjarni Ólafur nær að stöðva. Það endar með skyndisókn Valsmanna en Sigurður Egill nær ekki að gera sér mat úr sendingu Guðjóns Péturs.
67. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (ÍBV) Út:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV)
Fyrsta skipting Eyjamanna.
66. mín
Guðjón Pétur tekur góða spyrnu en Derby nær að grípa boltann.
65. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Brýtur á Tobias rétt fyrir utan teig og fær fyrsta gula spjald leiksins.
63. mín
Sigurður Arnar reynir hér skot rétt fyrir utan teig sem fer beint á Anton Ara. Hann vildi fá aukaspyrnu í kjölfarið en Þóroddur gerir rétt í að dæma ekki.
60. mín
Einar Karl mundar skotfótinn langt fyrir utan teig en skotið er laust og Derby á ekki í neinum erfiðleikum með það.
58. mín
Guðjón Pétur með skemmtilega stungusendingu inná Kristinn Inga en Derby er fljótur út og nær að trufla hann.
57. mín
Guðjón Pétur hérna með skemmtilegan Zidane snúning framhjá Degi Austmann en Sindri Snær brýtur svo á honum.
55. mín
Rosalega lítið að gerast hérna núna. Valsmenn halda boltanum vel en skapa sér ekki neitt.
48. mín
Kristinn Ingi sleppur hérna innfyrir vörn Eyjamanna en Derby er vel á verði og mætir út. Boltinn hrekkur svo fyrir Tobias Thomsen sem að skýtur í átt að marki en þar er Priestley klár. Byrjar ágætlega hérna í seinni.
47. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu sem að Dagur Austmann spyrnir. Spyrnan er slök og boltinn endar aftur fyrir endamörkum.
46. mín
Leikurinn er farinn af stað aftur.
46. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
Tvöföld skipting hjá Valsmönnum í hálfleik.
46. mín
Inn:Tobias Thomsen (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Þóroddur til hálfleiks hér á Valsvellinum. Leikurinn fór rólega af stað en síðasta korterið hefur verið bráðfjörugt. Vonandi fáum við fleiri mörk í seinni hálfleik en þangað til leiðir Valur 2-1.
43. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
ÞVÍLÍK NEGLA!!!!

Shabab gerir vel í að vinna boltann á miðjum velli og kemur boltanum á Kaj Leo sem að þrumar honum í fjærhornið rétt fyrir utan teig. Vonin er enn til staðar í Eyjum.
41. mín
Valsmenn halda bara áfram. Patrick Pedersen fær boltann inn fyrir vörn Eyjamanna og sendir boltann fyrir á Sigurð Egil en Derby lokar vel á hann.
39. mín MARK!
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
STAÐAN ER ORÐIN 2-0!!!!

Valsmenn fá hornspyrnu eftir góða sókn. Hornspyrnan ratar svo beint á kollinn á Bjarna Ólafi sem að þakkar pent fyrir sig með marki. Nú er brekkan brött fyrir Eyjamenn.
33. mín
Eyjamenn virðast hafa vaknað örlítið eftir þetta mark og reyna hvað þeir geta að finna glufur á varnir Valsmanna. En það er hægara sagt en gert.
29. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
FYRSTA MARKIÐ ER KOMIÐ!!!!

Einar Karl með geggjaða sendingu inn fyrir vörn Eyjamanna og Patrick með ennþá betra touch og eftirleikurinn er auðveldur fyrir Danann.
28. mín
Shabab fær boltann inní teignum og nær góðum snúningi en skot hans fer í varnarmann og útaf. Ekkert verður úr hornspyrnunni.
27. mín
Við bíðum ennþá eftir fyrsta alvöru færi leiksins en það hlýtur að fara að koma að því.
26. mín
Einar Karl með fínt skot rétt fyrir utan teig en Derby er á vel á verði og handsamar boltann.
25. mín
Bjarni Ólafur fær góða sendingu inná teginn frá Sigurði Agli en skot hans fer beint í Patrick Pedersen.
21. mín
Haukur Páll með skemmtilega sendingu inná Sigurð Egil sem að nær ekki til boltans og markspyrna er niðurstaðan. Valsmenn með öll völd á vellinum.
20. mín
Hornspyrnan fer yfir allan pakkann og Eyjamenn hreinsa.
19. mín
Hornspyrna Valsmanna. Einar Karl tekur.
15. mín
Valsarar senda hér boltann á milli inní teig Eyjamanna en enginn virðist þora að skjóta. Sóknin rennur svo útí sandinn.
14. mín
Skemmtilegt spil hérna hjá Valsmönnum. Dion setur hann fyrir þar sem að Patrick Pedersen lætur hann fara á Sigurð Egil sem setur hann beint aftur á Danann en skotið sem fylgdi eftir fer beint í varnarmann.
12. mín
Eyjamenn að komast hægt og bítandi betur inní leikinn. Gæti orðið hörkuleikur.
9. mín
Þarna áttu Eyjamenn að aukaspyrnu á fínum stað en Þóroddur dæmir í stað innkast fyrir Valsara. Furðulegt.
7. mín
Dion fær sendingu upp kantinn nær fínni fyrirgjöf sem að Sigurður Egill mokar yfir.
4. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Valsarar halda boltanum vel en Eyjamenn eru þéttir til baka.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Eyjamenn byrja og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn við fagra bongótóna. Þetta fer að hefjast.
Fyrir leik
Það er sæmilega mætt á Valsvöllinn hér í dag enda væri annað fáránlegt svona á frídegi. Vonandi fáum við hörkuleik.
Fyrir leik
Rétt rúmlega korter þangað til að Þóroddur blæs leikinn á og eru bæði lið á fullu í upphitun. Bæði lið eru í rauðum upphitunarpeysum og hvítum stuttbuxum sem er eingöngu til að rugla alla og ætti að fara fyrir aganefnd KSÍ.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Birkir Már Sævarsson, sem að samdi við uppeldisfélagið fyrir sumarið, er í byrjunarliði Vals.

Hjá ÍBV er Shabab Zahedi fremstur en hann er einmitt sá sem að á að sjá um að skora mörk Eyjamanna í sumar.
Fyrir leik
Valsarar stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar í Pepsi deildinni árið 2017 með tólf stiga forskot á annað sætið. ÍBV strögglaði allt tímabilið í deildinni og endaði að lokum í 9.sæti. Eyjamenn fögnuðu hins vegar sigri í Borgunarbikarnum eftir 1-0 sigur á FH.
Fyrir leik
Jú komiði sæl og blessuð og gleðilegt sumar! Er til betri leið til að kickstarta sumrinu en með góðri upphitun fyrir Pepsi deildina? Ég held ekki. Hér mun fara fram bein textalýsing á leik Vals og ÍBV í baráttunni um meistara meistaranna.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('79)
3. Felix Örn Friðriksson
6. Dagur Austmann
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
8. Priestley Griffiths
10. Shahab Zahedi
11. Sindri Snær Magnússon
17. Róbert Aron Eysteinsson ('67)
18. Alfreð Már Hjaltalín ('83)
30. Atli Arnarson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Nökkvi Már Nökkvason
12. Eyþór Orri Ómarsson
15. Devon Már Griffin ('83)
17. Ágúst Leó Björnsson ('67)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Lukas Wojciak

Gul spjöld:
Sigurður Arnar Magnússon ('65)

Rauð spjöld: