Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Selfoss
1
4
ÍA
0-1 Arnar Már Guðjónsson '2
0-2 Þórður Þorsteinn Þórðarson '4 , víti
Gilles Ondo '25 1-2
1-3 Stefán Teitur Þórðarson '43
Jóhannes Karl Guðjónsson '70
1-4 Steinar Þorsteinsson '86
30.04.2018  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Bikarkeppni karla
Aðstæður: Gervigrasvöllurinn
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Stefán Logi Magnússon
3. Þormar Elvarsson
4. Jökull Hermannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez ('65)
9. Gilles Ondo ('83)
14. Hafþór Þrastarson
20. Bjarki Leósson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Kristófer Páll Viðarsson
24. Kenan Turudija ('65)

Varamenn:
7. Svavar Berg Jóhannsson
13. Toni Espinosa ('65)
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson
18. Arnar Logi Sveinsson
22. Adam Örn Sveinbjörnsson ('65)

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Jóhann Bjarnason
Jóhann Árnason
Hildur Grímsdóttir
Arnar Helgi Magnússon

Gul spjöld:
Ivan Martinez Gutierrez ('34)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið! Skagamenn vinna hér verðskuldaðan öruggan sigur. Flottur leikur hjá þeim gulu í kvöld.
86. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
ÍA verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin (Staðfest).

Steinar Þorsteinsson slapp skyndilega í gegn og kláraði listilega vel af gríðarlegu öryggi.
85. mín
Steinar Þorsteinsson nálægt því að bæta við marki fyrir ÍA en Stefán Logi ver frá honum, boltinn dettur aftur á Steinar en þá er bjargað á línu!
84. mín
Inn:Viktor Helgi Benediktsson (ÍA) Út:Ragnar Leósson (ÍA)
83. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Gilles Ondo (Selfoss)
75. mín
Kristófer Páll langlíflegasti leikmaður Selfoss. Næstum allt jákvætt í sóknarleik liðsins fer í gegnum hann.
74. mín
Stórhættuleg sókn ÍA. Stefán Teitur með skot naumlega framhjá.
70. mín Rautt spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
Jói Kalli þjálfari ÍA fær rautt fyrir mótmæli. Ósáttur við að fá ekki aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Ég er staðsettur við varamannabekk ÍA og finnst persónulega þetta rauða spjald ansi strangt hjá dómurum leiksins.

Uppfært: Rauða spjaldið fékk Jóhannes fyrir að stíga inn á völlinn í mótmælunum. Hárrétt hjá dómurunum semsagt.
68. mín
Arnar Már með skemmtileg tilþrif og skýtur svo yfir markið.
65. mín
Inn:Hilmar Halldórsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
65. mín
Inn:Toni Espinosa (Selfoss) Út:Kenan Turudija (Selfoss)
65. mín
Inn:Adam Örn Sveinbjörnsson (Selfoss) Út:Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
64. mín
Þormar skýtur rooooosalega hátt yfir mark ÍA.
60. mín
Ólafur Valur með skot hátt yfir.
55. mín
Ivan Martinez Gutierrez klúðrar DAUÐAFÆRI. Þrumar hátt yfir eftir flottan undirbúning Kristófers Páls.
51. mín
Arnar Már fær tiltal eftir brot á miðjum vellinum. Þess má geta að það eru nokkur snjókorn farin að láta sjá sig.
46. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Hafþór Pétursson (ÍA)
Hinn efnilegi Bjarki Steinn kemur inn. Fæddur árið 2000. Út fer Hafþór Pétursson sem var eitthvað að kveinka sér í fyrri hálfleiknum.

Seinni hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Fyllilega verðskulduð Skagamanna í hálfleik.
43. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Skagamenn ná aftur tveggja marka forystu!

Boltinn dettur fyrir Stefán Teit og sá klárar vel! Huggulegt skot uppi hægra megin.
40. mín
Hafþór Þrastarson liggur meiddur á vellinum og þarf aðhlynningu.
34. mín Gult spjald: Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Dómararnir eru með áherslu á að spjalda fyrir kjaftbrúk og hér fer eitt þannig gult á loft.
33. mín
Eftir arfadapra byrjun eru Selfyssingar búnir að hressast mikið og mun meira jafnræði með liðunum.
25. mín MARK!
Gilles Ondo (Selfoss)
Selfoss hefur minnkað muninn! Fyrirgjöf frá vinstri og Gilles Ondo hefur betur í baráttu við Arnór Snæ og skallar inn af stuttu færi!

Arnór ekki sáttur og taldi að Ondo hefði brotið á sér! Vilhjálmur Alvar dæmir mark.
15. mín
Þormar aftur með skot. Ágætis tilraun en Árni Snær nær að verja.
11. mín
Jæja loks kom sókn frá Selfossi. Þormar Elvarsson með skot framhjá, frekar laust og lítil hætta á ferðum.
8. mín
Leikurinn fer nánast algjörlega fram á vallarhelmingi Selfyssinga! Skagamenn með öll völd og heimamenn ekki mættir til leiks!
4. mín Mark úr víti!
Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Strax í næstu sókn eftir fyrsta markið fékk ÍA vítaspyrnu!

ÞÞÞ á punktinn og sendi Stefán Loga í rangt horn! Selfoss byrjar þennan leik algjörlega á hælunum.
2. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Skagamenn byrja þennan leik af alvöru krafti! Misheppnuð hreinsun hjá Selfossi og boltinn á Arnar Má sem átti skot fyrir utan teig og boltinn í bláhornið! Ansi gott skot.
1. mín
Leikur hafinn
Selfoss hefur leik.
Fyrir leik
Jæja, er mættur á völlinn og það er gleði við völd. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum en ekki aðalvellinum. Verið að vernda aðalvöllinn fyrir komandi átök í Inkasso-deildinni. Ég textalýsi því úr bílnum mínum sem ég lagði við hliðarlínuna. Það er bara stemning í því! Lofa að flauta alltaf þegar það koma mörk!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt og hægt að sjá hér til hliðanna. Stefán Logi Magnússon er í markinu hjá Selfyssingum. Heldur betur happafengur fyrir Selfyssinga að fá hann í markið.
Fyrir leik
Þetta eru 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Vilhjálmur Alvar dæmir leikinn í kvöld en hann var valinn besti dómari Íslandsmótsins í fyrra af Fótbolta.net.

Selfoss vann Gróttu í vítaspyrnukeppni í síðustu umferð keppninnar. Ég hef á tilfinningunni við gætu verið á leið í framlengingu í kvöld einnig! ÍA vann 8-0 sigur á ÍH í síðustu umferð. Steinar Þorsteinsson, sem er fæddur 1997, skoraði fernu í þeim leik.
Fyrir leik
Selfyssingar voru kynntir til leiks í spá þjálfara og fyrirliða í dag. Þeim er spáð 5. sæti. Lestu umfjöllun um Selfossliðið hérna. Skagamenn féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra og líklegt verður að teljast að þeim verði spáð efsta sætinu enda ekki miklar mannabreytingar á hópnum. Það er þó kominn nýr þjálfari, Jóhannes Karl Guðjónsson, en hann var valinn þjálfari ársins í Inkasso-deildinni í fyrra. Náði þá að stýra HK í 3.-4. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Fótbolti.net heilsar frá Kaffi Krús á Selfossi. Framundan er bikarleikur af bestu gerð, Inkasso-deildarliðin Selfoss og ÍA eigast við. Verið er að næra sig fyrir átökin. Bleikja á Kaffi Krús, klikkar ekki.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson ('84)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('65)
15. Hafþór Pétursson ('46)
18. Stefán Teitur Þórðarson

Varamenn:
8. Albert Hafsteinsson
16. Viktor Helgi Benediktsson ('84)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('46)
26. Hilmar Halldórsson ('65)
27. Stefán Ómar Magnússon
32. Garðar Gunnlaugsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Jóhannes Karl Guðjónsson ('70)