Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Haukar
1
2
KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson '21
Daði Snær Ingason '72 1-1
1-2 Guðmann Þórisson '81
01.05.2018  -  14:00
Ásvellir
Bikarkeppni karla
Aðstæður: Kalt, dálítill vindur, léttskýjað
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Elfar Árni Aðalsteinsson(KA)
Byrjunarlið:
1. Jökull Blængsson (m)
Indriði Áki Þorláksson
4. Ísak Atli Kristjánsson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
10. Daði Snær Ingason
11. Arnar Aðalgeirsson
13. Aran Nganpanya
14. Birgir Þór Þorsteinsson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
21. Alexander Helgason ('82)
26. Álfgrímur Gunnar Guðmundsson

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
2. Sindri Hrafn Jónsson
3. Stefnir Stefánsson
6. Þórður Jón Jóhannesson ('82)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
8. Ísak Jónsson
17. Gylfi Steinn Guðmundsson

Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Þórður Magnússon
Valdemar Geir Gunnarsson
Ríkarður Halldórsson
Sigurður Stefán Haraldsson

Gul spjöld:
Kristján Ómar Björnsson ('39)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið í dag! KA fer áfram í 16-liða úrslit.
93. mín
Daníel með skot að marki Hauka en Jökull ver.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín
KA fær aukaspyrnu í eigin vítateig, munu líklegast taka sér góðan tíma í að taka þetta.
88. mín
Martinez missir boltann eftir hornspyrnuna en Haukar ná ekki að pota boltanum inn.
87. mín
Haukar fá hornspyrnu eftir flotta sókn.
85. mín
Haukarnir flýta sér að sækja núna, þeir ætla að jafna.
82. mín
Inn:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar) Út:Alexander Helgason (Haukar)
81. mín MARK!
Guðmann Þórisson (KA)
Gegn gangi leiksins, Guðmann skorar eftir hornspyrnu!
80. mín
Elfar Árni með hörkuskalla en Jökull ver á magnaðan hátt út við stöng.
79. mín
KA í góðu færi en Jökull kemur á móti og nær boltanum.
79. mín
Haukamenn vilja fá víti en Einar dómari dæmir ekkert.
78. mín
Haukar eiga góða sókn og fá hornspyrnu.
77. mín
KA-menn að sækja í sig veðrið og fá hornspyrnu.
75. mín
Haukar fá hornspyrnu, virka enn stórhættulegir.
74. mín
Hrannar með fyrirgjöf inn á vítateig Hauka en Daði skallar frá.
74. mín
Þetta var búið að liggja í loftinu, Haukar verið betri í seinni hálfleik.
72. mín MARK!
Daði Snær Ingason (Haukar)
Daði fylgir vel eftir skoti Arnars sem var varið og skorar. Mjög vel gert hjá Arnari í aðdraganda marksins.
70. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Ýmir Már Geirsson (KA)
68. mín
Haukar virka mjög hættulegir síðustu mínútur, búnir að eiga fína sénsa og virðast líklegir til að skora.
66. mín
Aran búin að eiga flottar hornspyrnur fyrir Hauka, KA rétt nær að hreinsa eftir þessa.
65. mín
Inn:Archie Nkumu (KA) Út:Sæþór Olgeirsson (KA)
64. mín
Flott hornspyrna inn á teig KA en einhvern veginn fer þetta framhjá öllum.
63. mín
Hornspyrna sem Haukar eiga hér þegar tæpur hálftími er eftir.
61. mín
Haukar að halda boltanum vel núna, sókn þeirra endar með fyrirgjöf en vörn KA hreinsar í innkast.
59. mín
Það er að lifna yfir gestunum frá Akureyri á ný.
58. mín
Hallgrímur Mar með mjög flott skot að marki Hauka, Jökull þurfti að hafa sig allan við til að verja.
57. mín
Hrannar í liði KA lúðrar boltanum hátt yfir mark Hauka.
56. mín
Ísak Atli með hörkuskot rétt framhjá marki KA! MJög flott byrjun á þessum seinni hálfleik hjá Haukum.
54. mín
Hallgrímur Mar með aukaspyrnu inn á teig Hauka en Ísak Atli hreinsar í horn.
53. mín
Haukarnir virka frískir hér í upphafi seinni hálfleiks. KA þarf að stíga upp.
51. mín
Daníel Snorri með lúmskt skot rétt framhjá marki KA.
50. mín
Jökull grípur boltann eftir spyrnuna.
50. mín
KA fær aukaspyrnu út við hliðarlínu, nálægt hornfána.
49. mín
Mikill hiti í mönnum þessa stundina, dómarinn róar leikinn.
48. mín
Alexander skítur nokkuð langt framhjá úr spyrnunni.
47. mín
Haukar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig enn og aftur. Alexander styllir sér upp til að taka þetta.
46. mín
Leikur hafinn
Þá byrjum við aftur.
45. mín
Hálfleikur
Það er búið að vera ekta íslenskt veður hér í dag, sól og haglél til skiptis, bara gaman!
45. mín
Hálfleikur
KA-menn hafa heilt yfir verið betri í fyrri hálfleik en Haukarnir átt flottar rispur inn á milli. Það er allt opið fyrir seinni hálfleikinn!
45. mín
Hálfleikur
Þá er fyrri hálfleik lokið!
45. mín
Gunnar fyrirliði Hauka tekur spyrnuna og skýtur rétt framhjá! Flott spyrna.
44. mín
Haukar eiga skyndisókn, Arnar Aðalgeirs þeyttist upp völlinn en á endanum brotið á honum rétt fyrir utan teig, aukaspyrna.
44. mín
Hallgrímur Mar tekur aukaspyrnuna en KA-menn inni á teignum ná ekki til hans.
43. mín
Þá fær KA aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan teig Hauka.
40. mín
Fín sókn KA endar með fyrirgjöf sem er þó ekki nægilega góð og ekkert verður úr henni.
39. mín Gult spjald: Kristján Ómar Björnsson (Haukar)
Þjálfari Hauka fær spjald fyrir munnsöfnuð.
37. mín
Daði Snær með flotta sendingu inn á teig KA en sóknarmenn Hauka ná ekki að gera sér mat úr þessu.
36. mín
Rólegt um að lítast síðustu mínútur.
32. mín
Fyrirgjöf Alexanders fer yfir allan pakkann í teig KA.
32. mín
Haukar fá aðra aukaspyrnu fyrir utan teig KA-manna.
29. mín
Alexander með boltann fyrir en KA-menn hreinsa.
29. mín
Haukar eiga aukaspyrnu á hættulegum stað.
28. mín
Dauðafæri eftir hornspyrnuna! KA virtist bjarga á línu.
28. mín
Þá fá Haukar hornspyrnu. Þeir verða að reyna að nýta þessi föstu leikatriði.
27. mín
Jökull grípur spyrnuna
27. mín
Bjarni Mark með fyrirgjöf en Haukar koma þessu í horn.
25. mín
Daði Snær sparkar Bjarna Mark niður og aukaspyrna dæmd KA í vil.
24. mín
Hrannar með fyrirgjöf fyrir mark Hauka en Sæþór skallar framhjá.
23. mín
Haukar lögðu klárlega upp með að halda markinu hreinu lengur en þetta í dag. Spurning hvernig þeir bregðast við.
21. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Elfar stekkur hæst allra í teignum og skallar boltann í netið. 0-1!
20. mín
KA fær aðra hornspyrnu.
20. mín
Skallað framhjá eftir horsnpyrnuna.
19. mín
Flott sókn Hauka endar með því að þeir fá sína fyrstu hornspyrnu.
19. mín
Haukarnir halda boltanum vel þessa stundina.
16. mín
Hrannar með fyrirgjöf en skallað yfir mark Hauka.
15. mín
KA liggur í sókn eins og er, virka hættulegir.
14. mín
Það sést vel hér í upphafi hvort liðið spilar í Pepsi-deildinni, Haukarnir gefa hins vegar ekkert eftir og sýna góða baráttu.
13. mín
Ýmir er ekki að ná þessum spyrnum nógu langt inn á teiginn fyrir KA úr þessum spyrnum.
13. mín
Enn ein hornspyrna KA.
12. mín
KA með hornspyrnu en Haukar hreinsa í horn hinum megin.
11. mín
Bjarni með fyrirgjöf en fer yfir allan pakkann í teig Hauka.
10. mín
KA-menn fá hér hornspyrnu en hún er slök, beint á Jökul.
9. mín
Haukarnir leyfa KA að stjórna leiknum þessa stundina, eins og við var að búast.
6. mín
Mjög flott uppspil Hauka líkur með sendingu Daða Snæs innfyrir en Birgir nær ekki til boltans.
4. mín
Góð sókn KA er hreinsuð í burt af Álfgrími. KA menn stjórna leiknum hér í byrjun.
2. mín
Daði Snær er staðinn upp og getur haldið leik áfram.
1. mín
Daði Snær liggur eftir skallaeinvígi hér strax í upphafi, lítur ekki vel út.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Liðin komin út á völl og allt til reiðu!
Fyrir leik
Áhorfendur aðeins farnir að tínast upp í stúku, vonum að sem flestir láti sjá sig í dag!
Fyrir leik
Ágætis aðstæður á Ásvöllum þessa stundina, völlurinn var hvítur fyrr í dag en stytt hefur upp. Enn er þó töluverður vindur.
Fyrir leik
Haukar gera eina breytingu frá leiknum við Vestra í síðustu umferð en það er Ísak Atli Kristjánsson sem kemur inn fyrir Baldvin Sturluson.
Fyrir leik
KA gerir fjórar breytingar á liði sínu frá leiknum við Fjölni. Inn í liðið koma þeir Bjarni Mark Antonsson, Guðmann Þórisson, Ýmir Már Geirsson og Sæþór Olgeirsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hér til hliðar á síðunni!
Fyrir leik
Fróðlegt verður að sjá hvort KA-menn tefli fram sama byrjunarliði og í leiknum gegn Fjölni eða hvort þeir gefi öðrum mönnum séns í þessum bikarleik. Kemur allt í ljós þegar byrjunarlið dagsins detta í hús um það bil klukkutíma fyrir leik.
Fyrir leik
Haukarnir slógu lið Vestra út með 3-1 sigri til að komast í þessa umferð. Andstæðingar þeirra í dag eru þó tveimur deildum ofar en Vestri og þurfa þeir því að eiga algjöran topp-leik til að eiga séns í Akureyringana. KA er að leika sinn fyrsta leik í keppninni í ár en liðin úr Pepsi-deildinni koma öll inn í þessa umferð. Þeir spiluðu sinn fyrsta leik í Pepsi á tímabilinu á laugardag við Fjölni þar sem leikar fóru 2-2.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og velkomin í beina textalýsingu frá leik Hauka og KA í Mjólkurbikarnum á þessum degi verkalýðsins.
Byrjunarlið:
Aleksandar Trninic
Cristian Martínez
2. Bjarni Mark Antonsson
3. Callum Williams
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
17. Ýmir Már Geirsson ('70)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Sæþór Olgeirsson ('65)

Varamenn:
18. Aron Elí Gíslason (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
7. Hjörvar Sigurgeirsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('70)
18. Áki Sölvason
25. Archie Nkumu ('65)
35. Frosti Brynjólfsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Srdjan Rajkovic
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: